Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 14

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 14
14 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR R F NAMSKEIÐ Teyms^ogTujtmngu?" FROSINNA MATVÆLA Er allt í lagi í frystinum þínum? Ætlað þeim sem framleiða, selja og flytja frosin matvæli, einnig kaupendum, útflytjendum, flutningsfyrirtækjum og öðrum sem hafa áhuga á að vita hvað gerist við geymslu og fiutning matvæla. Farið verður yfir grundvallaratriði þess að flytja og geyma frosin matvæli: flutningskerfi, geymsluþol, umbúðir, val á kjörskilyrðum í flutnings- leiðum, gæðastjórnun, skráningarbúnað, lög og reglugerðir. Námskeiðið verður haldið 8. október 1998 frá kl. 9.00-16.00 í Sjávarút- vegshúsinu, Skúlagötu 4. Þátttökugjald er 14.500,- Innifalin eru góð námsgögn og veitingar meðan á námskeiðinu stendur. HEILNÆMI SJÁVARAFURÐA Er fiskur alltaf hollur? Rf og Manneldisráð íslands standa að námskeiði um hollustu sjávarfangs, þar sem fjallað verður um hollustu og sérstöðu sjávarfangs í saman- burði við önnur matvæli, kosti sjávardýrafitu, ferskleika fisks, snefil- efni og örverur í sjávarafurðum, lífræn efni og sníkjudýr. Um er að ræða fjölbreytt og fróðlegt námskeið, sem ætti að eiga erindi til fjölmargra, svo sem sölumanna sjávarafurða, næringarráðgjafa, heilbrigðisfulltrúa, matreiðslumanna og kennara o.fl. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Baldur Hjaltason frá Lýsi hf., Birna Guð- björnsdóttir, Emilía Martinsdóttir og Guðjón Atli Auðunsson frá Rf. og Laufey Steingrímsdóttir frá Manneldisráði. Námskeiðið verður haldið 9. október 1998 frá klukkan 9.00-16.30 í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4. Þátttökugjald er 15.500 - Innifalin eru góð námsgögn og veitingar meðan á námskeiðinu stendur. Nánari upplýsingar og skráning á ofangreind námskeið í síma 562 0240, í bréfsíma 562 0740 eða með tölvupósti, netfang: bjorna@rfisk. Sjá einnig http://www.rfisk.is/utgafa/namskeid/1998.htm , Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson ROBERT Julian Duranona vakti mikla athygli í Japan er hann lék þar með íslenska landsliðinu á HM í Kumamoto, þar sem Japanir litu upp til hans. Hér Iyftir hann sér upp og skorar í leik gegn Saudi-Arabíu. Verða eitt spum- ingavmerki þeg- ar ég segist vera íslendingur íslenski Kúbumaðurinn Róbert Julian Duranona er að hefja annað tímabil sitt með þýska liðinu Eisenach og er með samning við félagið fram á næsta vor. Valur B. Jónatansson ræddi við hann um lífíð og tilveruna, handbolta og hvað tekur við eftir að keppnisferlinum lýkur 1 Þýskalandi. Stórskyttan Robert Julian Duranona hefur staðið sig vel með þýska 1. deildarfélaginu Eisenach þar sem hann er nú að byrja annað keppnistímabilið með liðinu og hefur samning út þetta tímabil. „Við enduðum í 13. sæti á síðustu leiktíð og markmiðið er að gera betur núna. Ég byrjaði ekk- ert sérstaklega vel í fyrri umferð- inni í fyrra, meðan ég var aðlaga mig breyttum aðstæðum. Eftir það gekk mér betur. Ég var marka- hæsti leikmaður liðsins með 150 mörk og þriðji markahæstur í deildinni af skyttum, ef vítaköst er frátalin. Ég er mjög ánægður hjá félaginu og það hefur staðið við allt sem það hefur lofað,“ sagði Dura- nona er blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við hann í Helsinki á dögunum þar sem hann lék með ís- lenska landsliðinu á móti Finnum í undankeppni HM. Hæfileikaríkur Duranona er fæddur í borginni Guantanamo, sem er á suður- strönd Kúbu, 8. desember 1965 og verður því 33 ára í vetur. Hann fluttist ungur til höfuðborgarinnar Havana og þar fékk hann áhuga á handbolta. Fljótlega komu hæfi- leikar hans í ljós og var hann val- inn í unglingalandslið Kúbu eftir að hafa æft handknattleik í aðeins sex mánuði. Hann lék í tíu ár með A-landsliði Kúbu, en ákvað þá að flýja land og settist að í Argentínu sem pólitískur flóttamaður. Þar dvaldi hann í níu mánuði, áður en hann kom hingað til lands 1995 til að leika með KA á Akureyri. Hann lék tvö tímabil með félaginu við góðan orðstír - varð m.a. íslands- og bikarmeistari með félaginu og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt ári eftir að hann kom til landsins. Hann var þá orðinn gjaldgengur í íslenska landsliðið og lék fyrsta landsleikinn fyrir ísland á móti Sviss 29. júní 1996. Stoltur Islendingur Hann sagðist ánægður með að vera Islendingur, þó svo að margir útlendingar undruðu sig á því að þessi þeldökki risi væri frá eld- fjallaeyjunni í norðri. „Já, það eru margir sem verða eitt spurningar- merki í framan þegar ég segist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.