Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 26

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hvalveiðar og náttúruvernd Keikó ruglar orðræðuna um hvalveiðar Dr. Ann Brydon, mannfræðingur. Morgunblaðið/Asdís Dr. Anne Brydon, mannfræðingur, hefur rannsakað hvernig -----------------7------------------------------------------- þjóðernishyggja Islendinga birtist í stuðningi við hvalveiðar. Nú ----------------------7-------------------------------------- tíu árum seinna hafa Islendingar tekið hlýlega á móti hvalnum Keikó. Hvað hefur gerst? Salvör Nordal spjallaði við Brydon, sem hélt fyrirlestur um rannsóknir sínar á ráðstefnunni Náttúrumál á vegum Siðfræðistofnunar. RANNSÓKNIR kanadíska mannfræðingsins Anne Brydon spanna vítt svið. Hún hefur skrifað um Vestur-íslendinga í Manitoba, tísku, listir og hvalveiðistefnu Is- lendinga. Hún hélt nýlega fyrir- lestur hér á landi þar sem hún kynnti rannsóknir sínar á þjóðern- ishyggju Islendinga og hvalveið- um. V estur-íslendingar Aður en Anne Brydon kom hing- að til lands og rannsakaði hval- veiðistefnu Islendinga hafði hún unnið að rannsókn á Vestur-ís- lendingum í Manitoba. Það liggur beinast við að spyrja hvaðan áhugi hennar á Islendingum er kominn. „Allir halda að ég hljóti að vera af íslenskum ættum úr því ég hef lagt mig svo eftir rannsóknum tengdum Islendingum hér og vest- anhafs. Staðreyndin er sú að ég er af skoskum ættum og það er hrein tilviljun að ég hóf þessar rannsókn- ir. Þegar ég var að leita að efni fyr- ir mastersritgerðina hafði ég í huga að vinna eitthvert verkefni tengt Skotum en þá benti prófess- orinn minn mér á íslendingasög- urnar. Litlu síðar heyrði ég viðtal í kanadíska útvarpinu við þrjá vest- ur-íslenska rithöfunda en á þeim tíma vissi ég ekki að það væri til Islendingabyggð í Kanada. En áhuginn var vakinn og ég fór til Manitoba til að kynna mér íslend- ingabyggðina frekar. Mannfræðingar hafa sérstaklega lagt sig eftir að gera rannsóknir á frumstæðum samfélögum þriðja heimsins, en mig langaði til að ögra þeirri hugmynd og skoða frekar hóp eins og Vestur-íslendinga sem eru ekkert frábrugðnir öðrum Kanadamönnum en halda sterkt í sérkenni sín. Eg hef mestan áhuga á að rannsaka hvernig sjálfsmynd okkar mótast í nútímanum sem einkennist meðal annars af kapítal- isma, tæknihyggju og einstaklings- hyggju.“ Ný sjálfsímynd Hvað vakti sérstaklega áhuga þinn? „Saga Vestur-íslendinga er mjög áhugaverð. Fyrstu landnem- amir vissu lítið sem ekkert um sín nýju heimkynni og nágranna. Það er til dæmis gaman að skoða sam- skipti þeirra við aðra hópa í Kanada eins og Englendinga, Ukraínumenn og ekki síst indíána. Að vissu leyti má segja að þeir hafi þurft að skapa sér nýja sjálfsmynd við þessar nýju aðstæður. Fyrstu árin reyndust mörgum erfið. Ég talaði við fjölmarga Vestur- fslendinga, hlustaði á sögur þeirra og reyndi að skilja hugmyndir þeirra um þá sjálfa og sögu sína. Þegar ég ræddi við Vestur-fslend- ingana kom fram mjög sterk hræðsla við að missa tungumálið og missa tengsl við ræturnar. Fyr- ir mörgum Vestur-íslendingum eru íslensku rætumar stór hluti af sjálfsmynd þeirra og þeir leita mjög mikið eftir því að halda uppá þær ef svo mætti að orði komast. Þetta birtist meðal annars í hátíð- arhöldunum íslendingadeginum. Saga Vestur-íslendinga hefur ver- ið saga hóps sem hafði sérstöðu og séreinkenni og hefur snúið þeim sér í hag. Það tíðkast ekki meðal þessa hóps að gagnrýna íslensku ræturnar því þetta er það sem bindur hann saman. Það er gert mikið úr þeim einstaklingum sem áttu velgengni að fagna til dæmis í viðskiptum. Aðrir þættir eins og þátttaka fyrstu landnemanna í sós- íalistahreyfingu og verkalýðshreyf- ingunni hefur nánast verið strikuð út.“ Kynntist þú ólíkum hópum Vest- ur-íslendinga hvað þetta varðar? „Ég dvaldi um tíma í Manitoba og kynntist ýmsum sem voru af ís- lenskum ættum án þess að þeir létu mikið á því bera og störfuðu til dæmis ekki í íslendingafélögunum. Mér virðist sem þetta fólk hafi oft aðra og flóknari sögu að segja og hafði annan skilning á uppruna sín- um. Það virtist til dæmis horfast frekar í augu við ýmsa persónulega erfiðleika fjölskyldu sinnar og sjá söguna í öðru ljósi.“ Hvað er það einkum sem ein- kennir Vestur-íslendinga? „Vestur-íslendingar halda sér- staklega uppá menntun, sköpun, tungumál og bókmenntir. Þeir telja sig leggja meira uppúr þessum þáttum en ýmsir aðrir. Meðal þeirra eru til dæmis mjög margir rithöfundar og skapandi einstak- lingar á öðrum sviðum.“ Hvalveiðar táknrænar fyrir þjóðemishyggju Anne Brydon lauk doktorsprófi í mannfræði árið 1992 en í doktors- verkefni sínu fjallaði hún um hval- veiðistefnu íslendinga og þjóðern- ishyggju. „Eg kom hingað 1988 og dvaldi hér í tvö ár þegar ég var að safna efni í ritgerðina. A þessum tíma stóð deila Islendinga um hvalveið- ar sem hæst. Umræðan og átökin um hvalveiðamar var áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Islend- ingar sameinuðust 1 þessu máli og þess vegna endurspeglaði það þjóðernishyggju Islendinga og bar- áttu þeirra fyrir að fá að stjóma sjálfir eigin málum. Umhverfis- verndarsamtök eins og Greenpeace urðu fulltrúar erlendra yfirráða. En umræðan sýndi ekki síður stöðu vísindanna í samfélagi okkar og hve auðvelt það er að nota þau í pólitískum tilgangi. íslendingar sáu þessa baráttu sem baráttu stórþjóða gegn smá- þjóð þar sem hagsmunir heima- manna vom ekki teknir til greina. Ég held að þetta sé mjög mikið vandamál í allri umræðu um um- hverfisvemd. Hún er alþjóðleg og hún hlýtur að vera það. Mengun á sér engin landamæri og mengun á einum stað getur haft mikil áhrif víða um heim. Umhverfisvemdar- samtök hafa hins vegar átt erfitt með að skoða staðbundnar aðstæð- ur og taka þær til greina. Það var mjög slæmt hve umræðan snérist fljótt uppí átök tveggja andstæðra fylkinga. I huga Islendinga vora umhverfissinnar óvinimir, hópur fólks sem elskar hvali. En það er auðvitað mikil einföldun. Umhverf- issinnamir hlustuðu hins vegar ekki á rök þeirra sem stunduðu hvalveiðar. Svo í raun voru aðferðir hvprs hóps um sig mjög líkar. I mínum huga er þetta ekki spurning um hvort við eram með eða á móti hvalveiðum. Við verðum að reyna að finna leið til að ræða málin með nýjum hætti. Þessi um- ræða hefur snúist of mikið um átök andstæðra sjónarmiða þar sem hvor aðili um sig reynir að yfirbuga hinn. En spurningin er ekki um að vinna eða tapa eða hver hefur rétt eða rangt fyrir sér, heldur verðum við að reyna að skapa orðræðu milli ólíkra sjónarmiða sem er byggð á gagnkvæmum skilningi." Vísindin notuð í pólitískum til- gangi Nú telja íslendingar sig geta stutt afstöðu sína til hvalveiða vís- indalegum rökum. „Hvalveiðimálið sýndi mjög vel hvemig vísindi era notuð til að verja pólitíska hagsmuni. A undan- förnum áram hefur verið mikil um- ræða um samfélagsleg tengsl vís- indanna. Vísindin era eitt áhrifa- mesta afl í okkar menningu. Það sem er einkum áhugavert að skoða er samband milli vísinda og samfé- lags. Umræðan um hvalveiðarnar sýndi mjög vel hvernig hægt er að túlka niðurstöður og vísindagögn með mismunandi hætti eftir því hvaða skoðun menn hyggjast verja. Andstæðir hópar studdu mál sitt vísindalegum rökum. Ég sótti ráðstefnu um hvalveiðar og ég var mjög hissa á því hvernig ólíkir hópar ræddu þessi mál. Menn héldu fram sannleikanum á móti öðrum. Þetta átti jafnt við um andstæðar fylkingar. En vís- indin taka mið af samfélaginu og era iðkuð í þágu þess. Við höfum enga eina örugga leið til að ákvarða um aðferðir vísindanna eða hvernig við eigum að greina upplýsingar. Margir vísindamenn voru mjög óánægðir með það hvernig vísindin vora notuð í pólitískum tilgangi. Ég heyrði vísindamann segja á ráðstefnu um hvalveiðar að allir deiluaðilar hefðu svolítið rétt fyrir sér. Kannski komst sú staðreynd næst sannleikanum. Þess vegna verðum við að finna leiðir til að ræða saman frekar en að skiptast upg í andstæðar fylkingar. Ég aðhyllist þá skoðun að við úr- skurðum náttúrunni í vil þegar við eram í vafa. Ef við lítum á um- hverfisvernd á þessari öld er ekki beint hægt að segja að mikill ávinningur hafí orðið af starfi þeirra. Keikó Eftir að hafa kynnst einingu Is- lendinga í hvalveiðimálinu fyrir tíu árum, hvað finnst þér um komu Keikó til íslands? „Fyrst þegar ég heyrði um þessi áform trúði ég ekki mínum eigin eyrum,“ segir Brydon og hlær. „Svo var ég viss um að ís- lensk stjórnvöld myndu ekki vilja taka við honum. En núna er hann nýlentur og mér skilst að Islend- ingar hafi tekið vel á móti honum,“ bætir hún við og afstaða íslend- inga hefur greinilega komið henni á óvart. Getur þú skýrt þessa breytingu? „Það er mjög áhugavert að reyna að skilja hvemig þjóð sem hefur barist fyrir hvalveiðum á al- þjóðavettvangi skuli taka við Keikó. I raun er heillandi að skoða sögu Keikó. Hún endurspeglar auðvitað ákveðna firringu nútíma- mannsins sem hefur persónugert dýrið. Ég hef líka heyrt marga Is- lendinga segja að þetta séu ein- hverjir Ameríkanar sem láta svona, en nú era Islendingar orðnir hluti af þessari sögu þar sem Keikó er kominn heim. Keikó raglar orðræðuna um hvalveiðar hjá Islendingum. Allt í einu er búið að persónugera hval. Keikó er orðinn vinur okkar og það er auðvitað ekki hægt að drepa vini sína. Sagan um Keikó er mjög flók- in. Astæðan fyrir þvi að við heill- umst af þessari sögu er að hún er byggð á þessari klassísku sögu um heimkomuna sem við þekkjum svo vel. Einhver fer utan og er þar um langt skeið en kemur svo að lokum heim. Við eigum mjög auðvelt með að skilja þessa sögu og samsamast henni. Og að auki endar hún vel eða virðist að minnsta kosti ætla að enda vel hjá Keikó. Stundum eigum við að notfæra okkur tilviljanirnar í lífinu. Kannski er Keikó sh'kt dæmi fyrir íslendinga. Er mögulegt að íslend- ingar geti breytt afstöðu sinni til hvala og hvalveiða með tilkomu Keikó og náð einhvern veginn að sætta þessi sjónarmið sem virðast svo andstæð? Ég á bágt með að trúa að slík breyting eigi sér stað á sviði stjórnmálanna að minnsta kosti nú um stundir, en hún getur orðið smám saman úti í samfélag- inu og þar held ég að tækifæri Is- lendinga hggi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.