Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurvin Ólafsson, knattspyrnumaður
með IBV, fótbrotnaði mjög illa á vinstri
fæti í slysi í Suðurey um miðjan júlí og
hann gerir sér grein fyrir því að það var
líklega lán í óláni að ekki fór enn verr.
Skapti Hallgrímsson komst að því að
Sigurvin fór langt niður andlega eftir
slysið og enn veit hann ekki með vissu
hvort hann leikur knattspyrnu framar.
HANN segist vera
nemi. Og fyrrverandi
knattspyrnumaður, að
minnsta kosti í augna-
blikinu. Sigurvin
Ólafsson er aðeins 22 ára og eftir
sérlega góða frammistöðu með ÍBV
í fyrrasumar hefði engum komið á
óvart þótt hann ætti eftir að stunda
vinnu hjá erlendu knattspymufé-
lagi, eins og Asgeir Sigurvinsson
föðurbróðir hans gerði lengi við
góðan orðstír, en á sekúndubroti í
sumar var fótunum kippt undan
honum, ef svo má segja og nám við
Armúlaskóla er það eina sem hann
hefur fyrir stafni þessa stundina.
Og enn veit hann ekki fyrir víst
hvort hann getur leikið knattspyrnu
framar. Sigurvin lenti í slæmu slysi;
fótbrotnaði mjög illa og fór um tíma
langt niður andlega.
Hann hefur ekki viljað tjá sig um
slysið eða það sem fylgdi í kjölfarið,
fyrr en nú, en rifjar hér upp þessa
fyrstu lundaveiðiferð sína, sem
hlaut annan endi en ætlað var.
„Við vorum búnir að vera að veiða
í fjóra daga, Gunnar Berg [Viktors-
son] vinur minn [handboltamaður í
Fram], frændi hans, sem er Suður-
eyingur, og Ólafur Stefánsson hand-
boltamaður. Eg var bara þama af
því að ég var meiddur, hefði annars
ekki farið í svona ferð. Ég tognaði í
hné fjómm eða fímm vikum áður, en
var að ná mér. Slysið varð 16. júlí og
ég á afmæli tveimur dögum seinna;
ég var meira að segja að gæla við að
spila fyreta leikinn þann dag.“
Karlalegur!
Sigurvin segist alger nýgræðing-
ur í lundaveiði, „en hann var ansi
sleipur, nýliðinn. Veiddi í háf og
sneri úr hálslið; maður þarf að vera
nokkuð karlalegur við þetta! Ég hef
aldrei haft tíma til að prófa þetta
vegna fótboltans, en vegna meiðsl-
anna fór ég í þetta skipti. Nýtti
þennan séns vel, eða nýtti hann að
minnsta kosti!“ Hann segir lunda-
veiðina ægilegt púl. Bæði það að
veiða mikið og bera fjölda fugla upp
í kofa eins og hann hafi lent í eitt
kvöldið.
Óhappið varð með þeim hætti að
Sigurvin og félagar vom uppi á
bjargbrún að slaka lunda niður í
bát. Þetta var mikið hlass, Sigurvin
ýtti því fram af og ef allt er með
felldu á það að síga hægt og rólega
niður. Reipið liggur frá bómunni
niður í svokallaðan kopp en hið
óvenjulega gerðist; reipið fór
skyndilega á hvínandi ferð. „Ég veit
ekki hvað gerðist en veit þó að það
gerðist mjög hratt. Bandið losnaði
og einhvem veginn myndaðist
lykkja á því sem flæktist utan um
sköflunginn á mér. Við héldum íyrst
að það hefði bara slegist í mig, en
það getur ekki verið. Ég brotnaði
strax, en svo rann bandið niður eftir
fætinum og niður á rist. Sköflung-
urinn er margbrotinn, ég er með
skífu og 10 skrúfur þar og ristin var
þríbrotin."
Hann segist auðvitað strax hafa
gert sér grein fýrir því að hann væri
brotinn, hefði öskrað það til félaga
sinna, og þar sem hann lá á bjarg-
brúninni hafí hann haft nægan tíma
til að hugsa. Og það sem aðallega fór
í gegnum huga hans á þeirri stundu
snerist um fótboltann. „Mér fannst
ég hafa kvalist nóg að hafa þurft að
horfa á strákana í iiðinu æfa allan
tímann meðan ég var meiddur. Mað-
ur æfír allan veturinn í Reiðhöllinni
eða annars staðar en það sem alltaf
er verið að bíða eftir er grasið og
sólin. Ég hafði ekkert getið æft í
rúman mánuð og hugsaði með mér,
þarna á brúninni: Djö... gæti teldð
langan tíma að ná sér eftir þetta.“
Ein og hálf klukkustund leið þar
til björgunarsveitarmenn voru
komnir á staðinn og hófu að flytja
Sigurvin í land og það versta við
slysið segir hann einmitt hve langt
það gerðist frá mannabyggð; hann
beið allan þennan tíma þar sem eng-
in verkjalyf voru til og kvaldist því
mikið á meðan.
Sigurvin var strax fluttur frá
Eyjum á bráðamóttöku Landspítal-
ans. „Eftir uppskurðinn sagði lækn-
irinn mér strax að þetta væri mjög
slæmt. Þeir segja þó núna að bein
megi allt gera við, en það versta við
þetta er að taug sem nær úr kálfan-
um og niður í il og tær skaddaðist.
Það getur tekið langan tíma að
jafna sig, jafnvel eitt og hálft til tvö
ár. Og ef hún lagast ekki meira en
hún hefur þegar gert get ég varla
spilað meira.“ Hann segir stóru
tána og þá við hliðina nánast „dauð-
ar“ en þó finni hann eitthvert við-
bragð. „Og nú er ég kominn í
sjúkraþjálfun og tek framförum á
hverjum degi.“
Lán í óláni
„Hlassið hefur líklega verið kom-
ið nánast alla leið niður þegar band-
ið flæktist utan um fótinn á mér. Ef
það til dæmis hefði gerst þegar
hlassið var hálfnað niður hefði ég
kippst með bandinu í koppinn og
löppin hefði farið af. Það má því
kannski segja að það hafi verið lán í
óláni að ekki fór verr. Líka að þetta
var ekki opið brot. Engin bein stóðu
út úr og við sáum ekkert blóð.“ Það
var ekki fyrr en seinna sem Sigur-
vin fór í raun að velta því fyrir sér
að mildi var að ekki fór verr. Gunn-
ar Berg, vinur hans, sagði einmitt í
Morgunblaðinu strax daginn eftir
slysið: „... en við vorum heppnir að
ekki fór verr. Við vænim ekki til
frásagnar ef við hefðum dottið
þarna fram af, en það eru 60 metrar
niður að sjó.“
Sigurvin er af mikilli knatt-
spymuætt. „Ég hef tengst fótbolta
alla mína hunds- og kattartíð. Pabbi
var í þessu og ég byrjaði snemma
þannig að það er erfitt að slitna
svona frá þessu allt í einu. Maður
jafnar sig ekki strax eftir svona
áfall. Ég var lengi að því og er
reyndar varla búinn að því enn.
Enda hef ég ekki enn fengið endan-
leg svör um framhaldið.
Ég hef verið stanslaust í fótbolta
síðustu fimm ár. Mér gekk mjög vel
í fyrra; þá var maður hátt uppi, var
mikið óskað til hamingju, en var svo
allt í einu kominn alveg niður á
botn.“ Hann segist auðveldlega hafa
getað komist til erlends liðs í fyrra-
haust, en langaði ekki. „Ég var ís-
landsmeistari, fýrirliði landsliðs 21
árs og yngri og valinn efnilegasti
leikmaður íslandsmótsins! Að því
leyti stóð ég því mjög vel að vígi.
Strákarnir sem fóru út vildu prófa
þetta, en ég var búinn að prófa í
fjögur ár. Var hjá Stuttgart en kom
heim til að fara í skóla.“ Hann er á
náttúrufræðibraut í Armúlaskóla og
lýkur stúdentsprófi um jólin 1999.
„Ég var fjögur ár í Stuttgart, var að
vinna með Asgeiri í drykkjarvöru-
markaðnum [sem hann á þar í borg
og rak á þeim tíma] í eitt og hálft ár,
var um tíma utan skóla en ég var
bara svo gegnsýrður af fótbolta að
ég gat ekki einbeitt mér að náminu
líka. Sjálfsaginn er svo slakur hjá
mér að ég gat ekki einbeitt mér
nema að fótboltanum."
Sigurvin segist hafa átt mjög
erfitt með að sætta sig við óhappið
og í fyrstu vildi hann sem minnst af
ÍBV vita. „Ég treysti mér ekki til að
horfa á fyrstu leiki liðsins eftir slys-
ið og talaði ekki neitt að ráði nema
við nokkra strákanna. Treysti mér
bara ekki í meira. Mamma og pabbi
voru í útlöndum þegar þetta gerðist
og ég reyndi að vera mjög líflegur í
símann þegar ég talaði við þau.
Verð samt að viðurkenna að við
sögðum þeim aldrei allan sannleik-
ann. Hefði ég gert það veit ég að
þau hefðu komið heim í hvelli, en ég
vildi ekki eyðileggja fýrir þeim
sumarfríið."
Sigurvin var á Landspítalanum í
þrjá daga en var þá fluttur aftur til
Eyja. „Eg vildi ekki fara, var aumur
og vildi láta dekra við mig. Það var
gott að vera á sjúkrahúsinu. En
amma Vilborg og Drífa, kærastan
mín, héldu mér á floti eftir að ég
kom til Eyja.“
Eftir að heim kom var Sigurvin
mjög kvalinn í ristinni og ilinni og
læknarnir á sjúkrahúsinu í Eyjum
gátu sér þess til að taug hefði
skaddast. Ékki var hægt að ganga
úr skugga um það meðan hann var í
gifsi, en Sigurvin losnaði ekki við
það fyrr en fyrir rúmri viku. Og þá
kom líka í ljós að tilgátan með taug-
ina reyndist rétt. „Þá var þetta að
mestu liðið hjá en er samt enn
óþægilegt. Þetta er eins og stans-
laus rafmagnsseyðingur, eins og
náladofi." Hann segist hafa tekið
mikið af verkalyfjum í átta vikur
eftir slysið og á þeim tíma léttist
hann um 10 kíló.
Gat ekki einu sinni lesið
Sigurvin segist mikill bókaormur,
og alltaf hafa verið. Las mikið
spennusögur þegar hann var yngri,
en segist hafa sagt við sjálfan sig
einn góðan veðurdag að slíkt skildi
ekkert eftir. Sneri sér eftir það að
einhverju „gáfulegra" eins og hann
segir. Laxness og Þórbergur eru
hans menn í dag. „Stórkostlegir."
En segist þó raunar aðallega líta í
skólabækur þessar vikumar.
Afallið var auðvitað mikið þegar
hann gerði sér grein fyrir hve slæm