Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 32
32 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 33
plurgmtiMíilíiljí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
NÆSTA skref í einkavæð-
ingu ríkisbankanna verð-
ur sala hlutabréfa í Búnaðar-
bankanum, en ætlunin er að
bjóða út 600 milljóna króna
hlut til að bæta eiginfjárstöðu
hans. Starfsmönnum bankans
verður boðinn 250 milljóna
króna hlutur í samræmi við
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
þar um í árslok 1997 í tengsl-
um við breytingu ríkisbank-
anna í hlutafélög. Starfsmenn-
irnir fá að kaupa bréfin í sam-
ræmi við innra virði bankans,
eða á genginu 1,26. Hlutur
hvers starfsmanns er tak-
markaður við 250 þúsund að
nafnverði. Hlutafjársala til al-
mennings nemur 350 milljón-
um króna og verður gengið
ákveðið fyrir lok októbermán-
aðar, en þá á að hafa farið
fram mat á verðmæti bankans.
Einstaklingum verður heimilt
að skrá sig fyrir 500 þúsund
króna hlut að nafnverði, en sú
upphæð verður skert í sam-
ræmi við eftirspurn. Tilboða
verður ekki leitað í ákveðinn
hlut eins og gert var hjá
Landsbankanum. Að hluta-
fjárútboðinu loknu verður
hlutafé Búnaðarbankans 4,1
milljarður króna og verða ríf-
lega 85% í eigu ríkisins, en
tæp 15% í eigu starfsfólks og
almennra hluthafa.
Viðskiptaráðherra og for-
ráðamenn Búnaðarbankans
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
telja, að vel heppnað hlutafjár-
útboð Landsbankans bendi til,
að nú sé réttur tími til að hefja
sölu hlutabréfa í Búnaðar-
bankanum. Aður var ráðgert
að salan færi fram eigi síðar
en i febrúar næstkomandi. Hr-
aður vöxtur bankans undan-
farin tvö ár (56%) kallar líka á
bætta eiginfjárstöðu hans og
því óskaði bankaráðið eftir því
að sölunni yrð flýtt. Að öðrum
kosti hefði þurft að draga úr
vexti bankans, því hann hefði
ekki uppfyllt skilyrði um eig-
infjárstöðu.
Anægjulegt er, að einka-
væðing ríkisbankanna skuli
hafin og viðbrögðin við hluta-
fjárútboði Landsbankans
sýna, að almenningur hefur
fullan hug á þátttöku í henni.
Allt bendir til, að mikill áhugi
verði á kaupum hlutabréfa í
Búnaðarbankanum, hversu
mikill verður ekki ljóst fyrr en
gengi hlutabréfanna liggur
fyrir.
MÓTMÆLA-
STAÐA
ÖRYRKJA
FLEST efnahagsteikn á
þjóðmálahimni standa til
hagsældar og stöðugleika í at-
vinnulífi og almannakjörum:
góður hagvöxtur, umtalsverð
aukning kaupmáttar, lítið sem
ekkert atvinnuleysi, stöðugt
verðlag, aukin framleiðni og
lækkun skulda ríkissjóðs.
Samt sem áður gekkst átaks-
hópur öryrkja fyrir þögulli
mótmælastöðu við Alþingis-
húsið þegar þingið hóf störf í
fyrradag. Tilgangurinn var, að
sögn talsmanna hópsins, að
vekja athygli á því að mitt í
velferðinni finnist fólk, er býr
við óviðunandi aðstæður. Sem
og á þeirri staðhæfingu hóps-
ins að almannatryggingar hér
á landi standist engan veginn
samanburð við tryggingar í
ríkjum með sambærilegar
þjóðartekjur.
Það gildir hið sama um ör-
yrkja og aldraða að kjör ein-
staklinga innan þessara hópa
eru mjög mismunandi. Aldrað-
ir og öryrkjar sem ekki eiga
húsnæði til íbúðar og hafa
ekki tekjur af atvinnu eða úr
lífeyrissjóðum standa ótvírætt
höllum fæti í samfélaginu.
Endar ná m.ö.o. illa eða ekki
saman hjá þeim, sem hafa
ekkert umfram bætur trygg-
inga til að standa undir húsa-
leigu og annarri eðlilegri
framfærslu. Barnmörg heimili
með einni fyrii'vinnu í lág-
launastarfi eiga og trúlega við
ramman reip að draga.
Við blasir að flest hefur
gengið þjóðinni í haginn í tíð
tveggja síðustu ríkisstjórna.
Landsfeður skila góðu búi í
lok líðandi kjörtímabils, sem
bezt sést af því að almennur
kaupmáttur hefur vaxið fjór-
um sinnum hraðar hér en í
samanburðarlöndum, ríkisbú-
skapur er hallalaus og skuldir
greiddar niður. Það er á hinn
bóginn skylt að hlusta grannt
á þá hópa, sem kunna að hafa
borið skarðan hlut frá borði í
efnahagslegri uppsveiflu þjóð-
arbúsins. Það kann að vera
tímabært að fram fari fagleg
úttekt á stöðu þeirra í íslenzku
samfélagi og þá fyrst og
fremst aldraðra og öryrkja.
NÆSTA SKREF I
SÖLU RÍKISBANKA
í náttúrudýrkun róm-
antísku skáldanna
verður föðurlandið
sérstaklega nákomið
og tilfinningin iyrir
því með öðrum hætti
en áður var eins og við
sjáum í ættjarðar- og náttúrukveð-
skap Jónasar sem er sprottinn af
djúpri tilfinningu fyrir sögu og arfí
en allt eru þetta leiðsögustefin í
ljóðum skáldsins. Virðingin fyrir
fornum skáldskap og gömlum
menningarverðmætum fléttast inní
hugmyndir skáldsins um endur-
reisn fóðurlandsins og mikilvægt
umhverfi þeirra sögulegu atburða
sem hafa haft mótandi áhrif á af-
stöðu fólksins og þjóðareðlið. For-
tíðin var ekki umgjörð óupplýstra
barbara eins og oft var ýjað að,
heldur mikilvæg viðmiðun og allt að
því goðsöguleg fyrirmynd eins og
Jónas lýsir af innblásinni sannfær-
ingu í ljóðum eins og Gunnars-
hólma og íslandi. Sögulegt iands-
lag var þannig ekki síður mikil-
vægt en sú einstæða náttúra sem
hvarvetna blasti við og minnti á
sköpun, fegurð og guðlega návist.
Án glæstrar fortíðar og sögulegrar
vitundar sem hafði ávallt búið með
þjóðinni í stórbrotinni og háska-
samlegri náttúru sem var í senn
áskorun og ímynd þeirrar fegurðar
sem er forsenda allra mikilvægra
lögmála væri framtíðarsýn fjölnis-
manna nær óhugsandi. I þessari
sýn má vænta þess að himnarnir
vitji jarðarinnar og var það í fullu
samræmi við rómantískt viðhorf
Oehlenschlágers sem var einskon-
ar persónugervingur rómantísku
stefnunnar í Danmörku _ og raun-
ar á Norðurlöndum. Til hans leitaði
hugur Jónasar ekki sízt og hann
snaraði þekktu kvæði
hans með sínum hætti
á íslenzka tungu,
enda þurfti minna til
en dálæti
Oehlenschlágers á ís-
lenzkri fornöld til að
hreyfa viðkvæman streng í Jónasi.
Áf öllu þessu má sjá að Jónas
Hallgrímsson var dæmigert róm-
antískt skáld og verður vart skilinn
til fulls án þess það sé haft í huga,
þótt hann hafi sogið í sig áhrif úr
ýmsum áttum. Hann óf viðhorf sín
inní þann vefnað sem var öllu öðru
mikilvægari og hafði íslenskt þjóð-
frelsi að uppistöðu, nýsköpun og
viðreisn í atvinnulífi, ræktun tung-
unnar og endurfæðingu þess forna
anda sem mótaði gullöldina og einn
getur ávaxtað arfleifð okkar í því
framtíðarlandi fegurðar og far-
sældar sem skáldið eygði í draum-
um sínum og skáldskap. Hann sá
fyrir sér fönix íslenzkra fyrirheita
þar sem hann rís af öskunni og
leggur bláfjallageim nýs þjóðlífs og
óvæntra ævintýra undir vængi
sína.
Öll þessi hugsun átti rætur í
hugmyndum Eggerts Ólafssonar
þótt hann væri fremur fulltrúi upp-
fræðingar en rómantísku stefnunn-
ar, en rætur beggja fléttast saman
í kvæðum og hugljómun þessara
náskyldu brautryðjenda íslenskrar
endurreisnar. Þannig mætti segja
að upplýsing Eggerts sé jafnróm-
antísk og rómantík Jónasar er ná-
tengd nytjastefnu og boðskap upp-
lýsingarinnar. Skilin eru ekki jafn-
glögg og t.a.m. milli Jónasar og
Magnúsar Stephensens. En list-
fengi Jónasar og lýsandi einfald-
leiki náttúrukvæðanna eru fremur
í anda rómantískrar hugljómunar
en þeirrar jarðbundnu nytjagleði
sem einkennir þunglamaleg og
óviss vængjatök Eggerts.
Eggert var fyrirmynd þeirrar
kynslóðar sem ól af sér Jónas og
aðra fjölnismenn. Það má m.a. sjá
af kvæði Benedikts Gröndals eldra
um Jón Þorláksson þar sem hann
segir í upphafserindum að þeir
semji „ljóð með list“ eftir dauða
Eggerts, en þá hafí landið verið
svipt heillavon sinni eins og skáldið
kemst að orði. Dálætið á Eggert á
þannig djúpar rætur.
Hugmyndaheimur rómantískra
skálda á ekki sízt rætur í dulhyggu
nýplatónista. Þeir fjölluðu um hinn
eina guðlega kjarna sköpunar-
verksins og forsendu allrar fegurð-
ar. Hún er af guðdómlegum toga
og ekki sízt fólgin í samræmi og
hlutfallagóðum lögmálum tilver-
unnar. Guðdómurinn býr í mystísk-
um, óskilgreinanlegum kröftum.
Það var því stutt í algyðistrú, enda
var hún heillandi viðfangsefni
margra helztu talsmanna róman-
tísku stefnunnar og mörg skáld
gengu dulhyggju algyðistrúar á
hönd; trúðu á guðlegan kraft nátt-
úrunnar. En ekki Jónas Hallgríms-
son, þótt hann sæi verksummerki
guðlegrar stjórnunar hvarvetna,
bæði í lífi mannsins og náttúrunni
sjálfri. En þessi guðlegi kraftur
var ekki sá miskunnsami faðir sem
var höfundur tilverunnar og stjórn-
andi. Faðir og vinur alls sem er var
persónulegur guð sem hægt var að
snúa sér til, lofsyngja með góðum
árangri og tilbiðja. Hann er í senn
faðir og föðurímynd; skapari og
stjórnandi. En hann er umfram allt
vinur. En enginn ópersónulegur
nátturukraftur eða blind orka.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVIKURBRÉF
AÐ ER MIKILVÆGT
að fólk átti sig á grund-
vallarbreytingu, sem
orðið hefur í umræðum
um sjávarútvegsmál og
fiskveiðistjórnun á
þessu ári. Allan þennan
áratug, hefur þjóðirt
skiptzt í tvær fylkingar, sem tekizt hafa á,
stundum harkalega, þar sem annar hópur-
inn hefur haldið fast við óbreytt kerfi að
mestu en hinn krafizt grundvallarbreyt-
inga. Þessar umræður hafa lengi verið í
þeim farvegi, að fáir hafa haft trú á, að
hægt væri að ná málamiðlun, sem allir
gætu verið sæmilega sáttir við.
Meginatriðin í þessum deilum hafa verið
skýr. Alþingi setti 1984, lyrir fjórtán árum,
lög þar sem sérstaklega er tekið fram, að
fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Ut-
gerðarfyrirtækin hafa fengið úthlutað
kvóta endurgjaldslaust, sem þau hafa getað
stundað viðskipti með sin í milli. Vegna
þessarar úthlutunar og viðskipta hefur
töluverður hópur fólks eignast milljarða.
Morgunblaðið hefur lýst þessu kerfi sem
einni mestu eignatilfærslu í sögu íslenzku
þjóðarinnar. Morgunblaðið hefur verið í
fararbroddi þeirra, sem hafa krafizt þess,
að handhafar kvótans greiddu eiganda
kvótans, þjóðinni, gjald fyrir réttinn til þess
að stunda fiskveiðar. Þegar það gjald hefði
verið greitt gæti enginn gagnrýnt, að veiði-
heimildir gengju kaupum og sölum á milli
útgerðaraðila.
Þessum sjónarmiðum hafa talsmenn út-
gerðarmanna og stuðningsmenn þeirra
mótmælt af hörku. Nú þegar rúmlega hálft
ár er til kosninga og útgerðarmenn hafa
gert sér grein fyrir, að þetta mikla deiluefni
getur orðið eitt helzta átakamálið í kosn-
ingabaráttunni hafa þeir hafið stórfellda
auglýsingaherferð til þess að kynna sín
sjónarmið og sinn málstað og ekkert nema
gott um það að segja.
Grundvallarbreytingin, sem orðið hefur
síðustu mánuði í þessum umræðum er hins
vegar sú, að í stað þess að talsmenn hinna
andstæðu fylkinga hafa hafzt við í skotgröf-
um árum saman án þess að gerð væri til-
raun til þess að jafna deilurnar, hefur nú
hafizt markviss leit að lausn, sem viðunandi
sátt getur tekizt um. Að vísu ber að minn-
ast þess, að í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks
og Álþýðuflokks á árunum 1991 til 1995 var
starfandi svonefnd tvíhöfðanefnd, sem
gerði tilraun til að samræma þau mismun-
andi sjónarmið, sem uppi voru. Á grundvelli
tillagna þeirrar nefndar var tekið upp svo-
nefnt þróunargjald, sem talsmenn Álþýðu-
flokksins á þeim tíma héldu fram, að væri
fyrsta skref í átt til veiðileyfagjalds. Þegar
frá leið kom í ljós að svo var ekki og þær
aðgerðir, sem þáverandi ríkisstjórn greip
til urðu á engan hátt til þess að draga úr
deilum um afleiðingar kvótakerfisins.
Þótt margir hafi haft uppi efasemdir um,
að hægt væri að ná samkomulagi um þessi
ágreiningsmál má segja sem svo, að úr því
að tekizt hafi að semja frið á Norður-ír-
landi og í Bosníu ættum við íslendingar að
vera menn til þess að finna lausn á því
mikla deilumáli, sem varpað hefur skugga á
þjóðfélag okkar í áratug.
Hin markvissa leit að lausn fer fram með
ýmsum hætti. Alþingi kaus snemma sum-
ars svonefnda auðlindanefnd, sem þing-
menn Alþýðubandalags gerðu tillögu um í
ársbyrjun, að yrði sett á fót og stjórnar-
flokkarnir tóku þegar undir. En jafnframt
skiptir máli, að nýjar hugmyndir komi
fram, sem gætu orðið þáttur í þessum um-
ræðum. I þessu ljósi sýnist Morgunblaðinu
að beri að skoða stefnuræðu Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra á Alþingi sl.
fimmtudag, sem vakið hefur bæði athygli
og umræður vegna þeirra sjónarmiða, sem
hann setti þar fram um frekari þátttöku
þjóðarinnar í útgerð en ráðherrann sagði
m.a.: „Hins vegar ætti að skoða vandlega,
hvort hið opinbera, geti í samvinnu við for-
ráðamenn í útvegi beitt sér fyrir aðgerðum,
sem leiða mundu til þess að enn fleiri ís-
lendingar, jafnvel stærsti hluti þjóðarinnar,
tækju beinan þátt í útgerð.“
Þessi ummæli þóttu að vonum forvitnileg
og í samtali við Morgunblaðið í dag, laugar-
dag, þegar þetta Reykjavíkurbréf er skrif-
að, lýsir Davíð Oddsson þeim viðhorfum,
sem að baki liggja m.a. með þessum orðum:
„Við sem förum fyrir rfldsstjóminni teljum,
að í öllum meginatriðum hafi fiskveiði-
stjórnunarkerfi okkar verið hagstætt að því
leyti að sjávarútvegsíyrirtækin hafa náð að
hagræða og styrkjast. Á hinn bóginn er vit-
að, að meðal þjóðarinnar hefur verið óá-
nægja með vissa þætti og ákveðin tor-
tryggni verið uppi. Eg hef talið að það væri
þýðingarmikið að svo mikilvæg atvinnu-
grein eins og sjávarútvegurinn er, nyti al-
menns trausts í landinu og um hana yrði
friður...Fyrir mér vakir að við náum að
halda sátt um sjávarútveginn; hann nái að
eflast eins og hann hefur verið að gera á
undanförnum árum, tortryggni verði eytt
og menn telji að sanngjarnrar lausnar hafi
verið leitað."
Og forsætisráðherra segir ennfremm- um
þau almennu viðhorf, sem liggja að baki
ummælum hans í stefnuræðunni: „Það er
ómögulegt að hafa mikla ósátt um þessa at-
vinnugrein og ég tel mig bera nokkra
skyldu til þess meðan ég gegni þessu starfi
að skoða alla möguleika á að skapa meiri
sátt um hana án þess þó, að þeir kostir, sem
við teljum að núverandi kerfi búi við
hverfi."
Það er mikilvægt að hafa í huga, að þrír
stjórnmálamenn öðrum fremur hafa á hin-
um pólitíska vettvangi verið talsmenn þess
fiskveiðistjórnunarkerfis, sem við búum
við, þ.e. þeir Davíð Oddsson, Halldór Ás-
grímsson og Þorsteinn Pálsson. Þegar for-
sætisráðherra með þeim ummælum, sem
hér hefur verið vitnað til lýsir vilja sínum til
að „skoða alla möguleika á að skapa meiri
sátt“ um sjávarútvegsstefnuna markar það
ákveðin þáttaskil í þessum umræðum. Hall-
dór Ásgrímsson hefur ítrekað á undanförn-
um misserum lýst vilja til að horfa til nýrra
átta og eins og áður hefur verið vakin at-
hygli á hér í Reykjavíkurbréfi hefur Þor-
steinn Pálsson einnig talað á þann veg.
Þetta þýðir, að það eru að byrja að skap-
ast pólitískar forsendur fyrir sáttargjörð
um þetta mikla deilumál og það skiptir auð-
vitað sköpum. Vilji þjóðarinnar í þessu máli
er ákaflega skýr. Hver skoðanakönnun á
fætur annarri hefur sýnt, að u.þ.b. tveir
þriðju hlutar þjóðarinnar eru fylgjandi
veiðileyfagjaldi. I þeirri afstöðu felst krafa
þjóðarinnar um, að hún fái til sín sann-
gjarnan hluta þess afraksturs, sem við höf-
um af auðlindinni.
Nú er hins vegar komið að því að finna
nákvæmlega útfærða lausn. I því felst, að
það þurfa ekki bara að vera fyrir hendi póli-
tískar forsendur til breytinga á núverandi
kerfi hjá þeim, sem hafa verið málsvarar
þess á Alþingi og í ríkisstjóm. Andstæðing-
ar óbreytts kerfis þui-fa líka að vera tilbúnir
að stíga skref af sinni hálfu. Þessar umræð-
ur snúast um að finna sanngjarna mála-
miðlun en ekki að knýja annan aðilann til
uppgjafar. Sú málamiðlun verður hins veg-
ar að byggjast á því, að siðferðis- og rétt-
lætiskennd þjóðarinnar sé ekki misboðið.
Um það hefur þetta mál snúizt hér í Morg-
unblaðinu frá upphafi en ekki um peninga.
HlutaQár-
afsláttur
I MORGUNBLAÐ-
inu í dag, laugardag,
útskýrir Davíð
Oddsson nánar hvað
hann átti við í
stefnuræðu sinni og segir, að „ríkisvaldið
geti beitt sér með formlegum og óformleg-
um hætti fyrir því, að almenningur eignist í
auknum mæli hlut í sjávarútvegsfyrirtækj-
um. Hann segir mikilvægt að skapa meiri
sátt um sjávarútveginn og telur koma til
greina að ríkisvaldið stuðli að slíkri þróun
með því að bjóða sérstakan afslátt vegna
hlutafjárkaupa."
Og ennfremur segir forsætisráðherra,
„að sú hugmynd, sem hann setti fram í
stefnuræðu á Alþingi hefði þroskast í kjöl-
far vel heppnaðrar sölu á bréfum í Lands-
banka íslands. Þetta væri ekki að öllu leyti
ný hugmynd, en salan á Landsbankanum
sýndi, að það væri hugsanlega jarðvegur
fýrir hana núna.“
Laugardagur 3. október
Og jafnframt: „Menn eru að tala um að
leggja á veiðileyfagjald en segja jafnframt
að hagur sjávarútvegsins sé þannig núna,
að veiðfleyfagjald hlyti að vera afar lágt.
Þeir búast hins vegar við því, að í framtíð-
inni verði sjávarútvegurinn gríðarlega öfl-
ugur og þar myndist gríðarlegur gróði. Þá
veltir maður fyrir sér, hvort ekki sé hægt
að stuðla að því, að eignadreifingin í sjávar-
útvegi verði mun meiri en nú er og í beinni
tengslum við almenning þannig að ef hagur
gi'einarinnar batni svo mjög, sem margir
spá, flæði sá hagnaður fljótt út í þjóðfélag-
ið.“
Þegar hlutabréf í Landsbankanum voru
seld kom fram, að starfsmönnum bankans
var boðið að kaupa hlutabréf á lægra verði
en almenningur átti kost á. Miðað við þá
stefnu, sem verð hlutabréfa í bankanum
hefur tekið er ljóst, að starfsmenn hans
geta nú þegar hagnazt umtalsvert á því að
selja bréfin strax. Á sama tíma fór fram
hlutafjárútboð í Tryggingamiðstöðinni hf.
Það fyrirtæki er að stærstum hluta í eigu
Sigurðar Einarssonar, útgerðarmanns í
Vestmannaeyjum. Tryggingamiðstöðin
ákvað að bjóða starfsmönnum sínum hlut í
fyrirtækinu á lágu verði miðað við mark-
aðsverð. Þeir geta líka hagnazt umtalsvert
á því að selja bréf sín strax, ef þeim sýnist
svo.
I Bandaríkjunum er þessi aðferð notuð í
stórum stfl í fyrirtækjum og litið á hana,
sem hluta af ráðningarsamningum starfs-
manna. Þar eru starfsmenn ráðnii' til starfa
fyrir ákveðin laun en að auki fá þeir heimild
til að kaupa hlutabréf í viðkomandi fyiTr-
tæki á ákveðnu verði innan ákveðins tíma.
Ef markaðsverð hlutabréfa í fyrirtækinu er
mun hærra en verðið, sem þeir hafa heimild
til að kaupa á geta þeir keypt og selt, ef
þeim sýnist svo og hagnazt umtalsvert.
Þessi aðferð til að tengja kjör starfsmanna
við gengi fyrirtækjanna á við hvaða starfs-
manns sem er, hvort sem hann er dyra-
vörður eða forstjóri. Þetta er m.a. skýring-
in á þeim gífurlegu launum, sem bandarísk-
ir forstjórar eru á. Stundum eru laun þeirra
að mestu greidd með þessum hætti, þ.e.
með heimild til hlutabréfakaupa á ákveðnu
verði. Takist þeim að stýra fyrirtækinu á
þann veg, að verð á hlutabréfum þess
hækki, geta þeir sjálfir hagnazt um miklar
fjárhæðir.
Það er til fyrirmyndar að Sigurður Ein-
arsson útgerðarmaður og félagar hans hafa
tekið upp þetta fyrirkomulag í Trygginga-
miðstöðinni hf. Þeir þurftu ekki að gera
það. Þeir voru ekki knúnir til þess. Þeir
hefðu getað tekið þennan hagnað sjálfir. En
þeir tóku meðvitaða ákvörðun um að gera
það ekki heldur láta hagnaðinn eða vonina
um hagnað ganga til starfsmanna fyrirtæk-
isins. Þetta er fordæmi, sem fleiri einkafyr-
irtæki mættu fylgja og mundi áreiðanlega
skila sér í hagstæðari rekstri en ella.
Eigendur einkafyrirtækja geta augljós-
lega tekið ákvörðun sem þessa. Það er hins
vegar umdeilanlegra, hvort hægt er að selja
hlutabréf í ríkisfyrirtæki með þessum
hætti. Sumir draga í efa að það sé lögum
samkvæmt. Þegar ákveðið var að selja
starfsfólki Landsbankans hlutabréf í bank-
anum á lægra verði kom strax fram gagn-
rýni á þá aðferð. Spurt var hvers vegna eig-
andi bankans, almenningur í landinu, fengi
ekki að kaupa hlutabréf í bankanum á sömu
kjörum og starfsmenn. Það má ef til vill líta
á þá ákvörðun í ljósi þess, sem sagt var hér
að framan, að þetta væri hluti af kjara-
samningum starfsmanna bankans, að þetta
væri aðferð til þess að greiða þeim kjara-
bót.
I því sambandi er ástæða til að benda á,
að heimild til kaupa á hlutabréfum á lægra
verði er ekki örugg kjarabót. Svo að dæmi
sé tekið má nefna, að ekki eru mörg misseri
frá því að gengi hlutabréfa í Islandsbanka
var töluvert fyrir neðan 1. Hefðu starfs-
menn bankans á þeim tíma haft heimild til
að kaupa hlutabréf á nafnverði sem hluta af
kjarasamningum hefðu þeir ekki hagnazt á
því heldur þvert á móti.
Þótt verð hlutabréfa í Landsbanka ís-
lands sé nú þannig, að starfsmenn gætu
hagnazt á því að selja bréf sín þegar í stað
getur staðan breytzt ótrúlega fljótt. Hvers
vh-ði væri Landsbankinn t.d. ef
heimski'eppa riði yfir, með öllum þeim af-
leiðingum, sem hún gæti haft á Islandi?
Hins vegar er ljóst, að með sölu hlutabréf-
anna í Landsbankanum til starfsmanna á
lægra verði hefur teningunum verið kastað.
Nú verður það sama gert með hlutabréf í
Búnaðarbankanum. Vilji einhverjir úr hópi
hinna almennu borgara draga í efa, að þetta
sé lögmæt aðferð, þegar um ríkisfyrii'tæki
er að ræða, er ljóst að málið verður að fara
fyrir dómstóla.
Ummæli Davíðs Oddssonar í Morgun-
blaðinu í dag, laugardag, um sölu á hluta-
bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum með sér-
stökum afslætti verða tæpast skilin á annan
veg en þann, að með því sé átt við að al-
menningur eigi kost á að kaupa hlutabréf í
fyrirtækjunum undir markaðsverði. Ef það
er rétt skilið felst í því að með því mundi al-
menningur endurheimta hluta eignar sinn-
ar í auðlindinni, sem afhentur hefur verið
fámennum hópi án endurgjalds. Ef 260 þús-
und Islendingar kaupa hlutabréf í útgerð-
arfyrirtækjum með afslætti, sem þeir geta,
ef þeim sýnist svo selt aftur á markaðs-
verði, verður ekki betur séð en slík endur-
greiðsla felist í þessari aðferð. Auðvitað má
segja, að sú hætta sé fólgin í þessari leið, að
hagsmunir kynslóða framtíðarinnar verði
fyrir borð bornir vegna eignafestu á auð-
lindinni. Að smátt og smátt yrði slík sam-
þjöppun hlutabréfaeignar í útgerðarfyrir-
tækjum og réttindi þeirra til nýtingar auð-
lindarinnar með þeim hætti, að óviðunandi
verði, þegai' fram líða stundir. Að þessu
þarf að huga í þessum umræðum.
En - þetta er athyglisverð hugmynd.
Hún minnir að sumu leyti á umræður Geirs
Hallgi-ímssonar, þáverandi borgarstjóra í
Reykjavík, og Eyjólfs Konráðs Jónssonar,
þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að
einkavæða Bæjarútgerð Reykjavíkur með
því að senda hverjum einasta borgarbúa
hlutabréf í Bæjarútgerðinni, sem þeir gætu
svo átt eða selt eftir því, sem hverjum hent-
aði. Þá var ekki jarðvegur fyrir svo róttæk:
ar hugmyndir innan Sjálfstæðisflokksins. í
þessu sambandi má einnig minna á hug-
myndir Morgunblaðsins um að senda öllum
Islendingum hlutabréf í auðlindinni en þær
hafa ævinlega verið taldar óraunsæjar og
óframkvæmanlegar enda kannski ósann-
gjarnar gagnvart komandi kynslóðum.
Nú er öldin önnur og hlutabréfamarkaður-
inn hefur þróazt ört. Þess vegna er alls ekki
óhugsandi, að eignatilfærsla til almennings
á ný sé framkvæmanleg með einhverjum
hætti, sem samkomulag gæti orðið um.
Það eru uppi ýmsar tillögur um breyting-
ar á núverandi kerfi í sjávarútvegsmálum.
Sumir vilja taka upp greiðslu fyrir réttinn
til þess að nýta fiskimiðin eins og Morgun-
í HLJÓMSKÁLAGARÐI
blaðið hefur hvatt til. Aðrir vilja bjóða
veiðiheimildir upp þannig að hæstbjóðandi
fái. Enn aðrir vilja taka upp svonefnt afla-
gjald. Sumir telja eðlilegt að útgerðin borgi
alla vega þann kostnað, sem þjóðfélagið
hefur af útgerðinni. Nýjasta hugmyndin er
sú, sem forsætisráðherra hefur sett fram.
Það er sjálfsagt að skoða allar þessar til-
lögur með opnum huga í leit að lausninni.
Davíð Oddsson segir í Morgunblaðinu í
dag, laugardag, að hann líti ekki á þessa
hugmynd sem endanlega lausn, hins vegar
telji hann ástæðu til að ræða hana og kanna
gaumgæfilega allar hliðar málsins. Alla
vega er ljóst, að hún er forvitnileg og þess
virði, að um hana fari fram frekari umræður.
Hagsmunir
útgerð-
arinnar
EN HVERJIR eru
hagsmunir útgerð-
arinnar? Hvers
vegna ætti útgerðin
yfirieitt að vera til
viðræðu um veiði-
leyfagjald? Endurgi'eiðslu kostnaðar? Sölu
hlutabréfa undir markaðsverði? O.s.frv.?
Hagsmunir útgerðarinnar af því að vera
til viðræðu era augljósir. I fyrsta lagi fer
ekki á milli mála, hvert viðhorf almennings
er. Það hefur komið fram aftur og aftur í
skoðanakönnunum. Hver sá, sem talar við
fólk víðs vegar um landið, hvort sem er á
suðvesturhorninu eða í sjávai'plássunum
allt í kringum landið finnur djúpa reiði al-
mennings vegna þeirrar gífurlegu eignatil-
færslu, sem orðið hefur í skjóli kvótakerfs-
ins. Útgerðin getur ekki til lengdar verið í
sambúð með öðra fólki við þessar aðstæður.
Þess vegna eru það hagsmunir útgerðar-
innar að leita lausnar ekki síður en annarra.
I öðra lagi fer ekki á milli mála, að út-
gerðarmenn telja það mestu hagsmuni sína,
að viðskipti með veiðiheimildir verði frjáls
og að á þeim verði engar hömlur. Þeir geta
öðlast það frelsi með því að fallast á sann-
gjarna og eðlilega greiðslu fyrir veiðiheim-
ildirnar, í hvaða formi, sem sú greiðsla
kemur. Þegar sú greiðsla hefur farið fram
eiga þeir að hafa fullt frelsi til viðskipta
með veiðiheimildir eins og hverjum og ein-
um hentar.
Með sama hætti og Sigurður Einarsson,
einn umsvifamesti útgerðarmaður landsins
telur það henta sínum hagsmunum að selja
hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni til starfs-
manna fyrirtækisins veralega undir mark-
aðsverði og mun áreiðanlega uppskera öfl-
ugra, sterkara og arðsamara fyrirtæki,
mundu íslenzkir útvegsmenn ganga
margefldir til leiks, ef þeir hefðu sjálfir tek-
ið þátt í að skapa frið um atvinnugrein sín,
að ekki sé talað um, ef stór hluti þjóðarinn-
ar væri orðinn meðeigandi að fyrirtækjum
þeirra.
Morgunblaðið/Ásdís
„Nú er hins vegar
komið að því að
finna nákvæmlega
útfærða lausn. I
því felst, að það
þurfa ekki bara
að vera fyrir
hendi pólitískar
forsendur til
breytinga á nú-
verandi kerfi hjá
þeim, sem hafa
verið málsvarar
þess á Alþingi og í
ríkisstjórn. And-
stæðingar
óbreytts kerfis
þurfa líka að vera
tilbúnir til að
stíga skref af
sinni hálfu. Þessar
umræður snúast
um að finna sann-
gjarna málamiðl-
un en ekki að
knýja annan aðil-
ann til uppgjaf-
ar.Sú málamiðlun
verður hins vegar
að byggjast á því,
að siðferðis- og
réttlætiskennd
þjóðarinnar sé
ekki misboðið. Um
það hefur þetta
mál snúizt hér í
Morgunblaðinu
frá upphafi en
ekki um peninga.“
~¥