Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 38

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 38
38 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ LIGGUR Á? KÆRA Ingibjörg! Nú þegar líður að því, að frumvarp til laga um „ís- lenskan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði“ og frumvarp um „lífsýni" verði lögð fram á hinu háa Alþingi, vakna ýmsar spurningar í huga mínum, því ég hef eytt allri starfsævi minni á heilbrigðissviði ís- lensku þjóðarinnar og það er mér því ofarlega í huga. Auk þess helg- ast þetta af því, að sá tími nálgast, að heilsuupplýsingar um mig verða lagðar til hinstu hvíldar í „Islenskan gagnagrunn á heilbrigðissviði", svo og því að nú stendur til að væntan- leg lífsýni min verði fengin einhverj- um aðila til geymslu og hugsanlega einhvers konar ráðstöfunar. Nú er það svo, að mér liggur í léttu rúmi, hvað verður um þessar leifar, en ég var nokkuð frjósamur, meðan ég var og hét, og á því allmarga afkom- endur, sem ég vildi síst valda skaða með því, að eftir mig lægju upplýs- ingar, sem gætu komið þeim illa, á einhvem hátt. Ekki síst ef þær væru geymdar hjá lítt traustvekj- andi aðiium, eða að lítt traustvekj- andi aðilar gætu, með óvönduðum meðulum, náð þeim í sínar hendur. Ef það verður niðurstaðan af skoð- un minni á málum þessum og mála- tilbúnaði öllum, mun ég mæla svo fyrir að upplýsingunum ásamt líf- sýnum verði eytt að mér látnum og það er trúa mín að fleiri hafi velt þeim möguleikum fyrir sér. Rótin að þessum vangaveltum, er stofnun fyrirtækisins Islensk erfða- greining. Þegar það fyrirtæki var stofnað, taldi ég og líklega flestir fé- lagar okkar í heilbrigðisstéttum, að hér væri á ferðinni vísindastofnun, sem mundi með tíð og tíma auka hróður íslenskra heilbrigðisvísinda og ef vel tækist til, hafa jákvæð áhrif á heilbrigði þjóðarinnar. Við þetta bættist það, að allstór hópur ungra vísindamanna fékk þama tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum á heimaslóð. Þó hlýt ég að játa að efasemdir leituðu á, þegar hástemmdar yfirlýsingar tóku að berast frá fyrirtækinu um það, hve mikils mætti af því vænta, ekki bara fyrir hrjáða innlenda sjúklinga, heldur fyrir sjúklinga um alla heimsbyggðina, svo og um það hve mik- ið það ætti eftir að spara í heilbrigðiskerf- inu. Að baki þessum efasemdum lá sú gamal- dags siðfræði, sem ég lærði af lífinu og lækn- isfræðilærifeðrum mín- um í æsku, að lofa helst ekki meiru en ég gæti staðið við. Svo kom gagna- grunnsfrumvarpið og með því skilaboð um, að það skyldi keyrt gegn- um Alþingi, helst án umræðu þar, og alger- lega án umræðu í þjóðfélaginu. Þá fór ég að leita að möðkum í mys- unni, og þeir maðkar eru orðnir svo margir, að mér finnst að mysan sé varla lengur hæf til að ala á kálfa, en margir kálfar í þjóðfélaginu virð- ist þó hafa góða lyst á henni. Eg veit að þú ert önnum kafin við að reyna að laga alla þá potta sem brotnir eru í heilbrigðiskerfinu okk- ar góða, og mun því aðeins biðja þig að skoða með mér stærstu maðkana í gagnagrunnsmysunni. Byrjum á byrjuninni: Þegar gagnagrunnsfrumvarpið sá dagsins Ijós, var látið í veðri vaka, að hér væri um einstakan atburð að ræða og við Islendingar værum að taka sérstakt frumkvæði. I því sambandi er ástæða til að minna á að Halldór Kiljan Laxness stakk upp á því árið 1926 að gerð yrði spjaldskrá yfir alla Islendinga, með upplýsingum, sem gengu í svipaða átt og upplýs- ingar þær sem áformað er að setja í gagnagrunninn og í rúman áratug hefur það verið rætt í Bandaríkjum N-Ameríku að að kortleggja erfða- mengi bandarísku þjóðarinnar, þannig að umræðan er aðeins ný hér á landi en ekki í öðrum menn- ingarlöndum. Það að menn hafa hingað til hikað við framkvæmdir, er kostnaðurinn við gerðina, svo og það að ekki er enn útrætt hvert gagn mætti hafa af fyrirtækinu, eða hvort það sé ekki beinlínis hættu- legt. Reyndar hefur þegar komið í ljós, að vissar hættur eru í því fólgnar. Hugmyndin um íslenskan gagnagrunn á heilbrigðissviði, er að vísu ný hugmynd en hún er ekki einstæð eða frumleg, en meður því að hugmyndin er fram- andi er sérstök ástæða til skoða hana vandlega, út frá öllum sjónarmið- um, ekki í nokkrar vik- ur og mánuði, heldur ár. Skoðum næsta og hugsanlega stærsta maðkinn. Þú leiðréttir mig væntanlega, ef það er rangt hjá mér, að hlutverk heilbrigðisyfir- valda sé að vernda þegnana gegn vá í þessu opna bréfí til heilbrigðismálaráð- herra segir Árni Björnsson, að óðagots- afgreiðsla á gagna- grunnsfhimvarpi þjóni ekki framtíðarvelferð þjóðarinnar. sem stefiit geti heilsu þeirra eða velferð í hættu, en ég hef hvergi séð það í lögum, að ráðuneyti heilbrigð- ismála með ráðherra í broddi fylk- ingar eigi að vera afgreiðslustofnun fyrir einkafyrirtæki, sem kemur með tillögur, sem fyrst og fremst eru í þágu viðkomandi fyrirtækis, jafnvel þó tillögumar gætu hugsan- lega komið heilbrigðiskerfinu til góða. Auðvitað eiga starfsmenn ráðu- neytisins að skoða allar slíkar tillög- ur og hugsanlega nýta þær, að at- huguðu máli, en ekki gera málin að sínum, umsvifalaust. Eg er viss um að flokksbróðir þinn og kollega í iðnaðarráðuneytinu, þó hann sé Ámi Bjömsson Þann 1. nóvember býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar vikuferð til hinnar fornfrægu og fallegu borgar Prag. Flogið verð- ur til Frankfurt í Þýskalandi þaðan sem ekið verður samdægurs til Prag. I Prag verður dvalið til 7. nóvember en þá verður ekið aftur til Þýskalands þar sem gist verður síðusm nóttina. Verð á mann er 53.900 krónur og er þá innifalið flug, akstur milli Frankfurt og Prag, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, flugvall- arskattur, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. <3 D feröatkrlfstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, simi 511 1515 Mikið úrval af fallejjum rúmfatoaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Húsgögn, Ijós og gjafavörur < nj > '3 Munið brúðargjafalistann MORKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 hallur undir stóriðju, vinnur ekki á þennan hátt, þegar slík fyrirtæki óska landvistar hér. Þriðji maðkurinn er fólginn í að- ferðinni við að koma frumvarpinu gegnum Alþingi og þann maðk hef- ur verkstjórinn þinn, forsætisráð- herrann, magnað og stærðin helgast af því, að hann liggur á gulli. Með því að rétta gullpenna milli forstjóra Islenskrar erfðagreiningar og full- trúa svissneska lyfjafirmans Hoffman la Roche handjárnaði hann alla alþingismenn, þ.á m. þig, v'ð gagnagrunnsfrumvarpið. Þarmeð lék forstjóri Í.E. einhvem snjallasta viðskiptaleik á öldinni og mátaði ráðherrann og alla þingmenn ríkis- stjórnarinnar í einu. Héðan af skipt- ir það engu máli hvort þingmenn- irnir reyna að afla sér þekkingar um málið, það væri bara til þess að raska sálarró þeirra og undirstrika þá kenningu Sókratesar, að með þekkingu eykur maður kvöl sína. Svo er það dulkóðunarmaðkurinn. Líklega hafa forystumenn heilbrigð- isstétta gert helst til mikið úr þess- um maðki. Heilsufarsupplýsingar hafa legið á glámbekk, ekki aðeins hér á Islandi, heldur einnig víða um lönd, m.a. í einkavæddri heilbrigðis- þjónustu Bandaríkja N-Ameríku. Astæðumar em viðskiptalegs eðlis, dulkóðun er dýr og öragg dulkóðun, ef hún er á annað borð til, er ennþá dýrari. Það er ekki fyrr en nú þegar genin era orðin að verslunarvöra, sem barist er um í viðskiptaheimin- um, að menn hafa reynt að nota dýrar dulkóðunaraðferðir til að verja þau. Þrátt fyrir það, og þar um hef ég góðar heimildir, er enn ekki fundin nein öragg dulkóðunar- aðferð, því hægt er að brjótast inn í gagnagranna bæði innan frá og ut- an. Það hefur ekki mikið verið gert að því að bijótast inn í heilsufars- gagnagranna því innihaldið hefur verið verðlítið, en nú þegar genin okkar era orðin að gullmolum verð- ur ekkert sparað af hálfu þeirra, sem vilja grafa eftir þeim. Enn einn maðkurinn er fundaher- ferð aðstandenda Islenskrar erfða- greiningar um land allt, til að „kynna“ lögin um gagnagrann á heilbrigðissviði. I öllum auglýsing- unum, nema um fundinn í Reykja- vík, eru heilsustofnanir á viðkom- andi stað auglýstar sem aðilar að fundunum. Nú ert þú æðsti yfirmað- ur þessara stofnana og því vaknar sú spuming, hvort þitt ráðuneyti hafi mælt fyrir um aðildina eða, a.m.k. gefið vilyrði um þátttöku? Hvað sjálfri herferðinni viðvíkur, vakna að sjálfsögðu spumingar um trúverðugleika upplýsinganna sem þar era gefnar. Fæstir vita um hvað málið snýst og almenningur í land- inu veit að sjálfsögðu ekkert um sameindaerfðafræði. Hafandi starf- að á útjaðri þeirrar fræðigreinar í rúman áratug, veit ég að menn til- einka sér ekki einföldustu grannat- riði greinarinnar í 1-2 klst. kennslu- stund, jafnvel þó kennarinn sé góð- ur, en fáfræðin er nú einu sinni eldi- viður blekkingarinnar. Síðasti maðkurinn, sem hér verð- ur dreginn úr mysunni, tengist áætlanagerð. Það hefur verið sagt, að kostnaðurinn við Islenskan HELLUR I STEINAR GOTT VERÐ Ókeypis þjónusta skrúðgarðyrkjumeistara Vagnhölfti 17 • 112 Reykjavík Sími 587 2222 • Fax 587 2223 gagnagrunn á heilbrigðissviði sé frá 12-20 milljörðum og nú fyrir nokkrum dögum lýsti forstjóri I.E. yfir því, að hugsanlega verði kostn- aðurinn mun meiri. Milli 12 og 20 milljarðar eru litlir 8 milljarðar. Þegar forstjóri I.E. talar um hugs- anlega mun meiri kostnað, hvora megin við 8 milljarða mörkin er sá kostnaðarauki? Mundi flokksbróðir þinn iðnaðarráðherrann taka svona áætlanagerð góða og gilda? Maðkarnir era fleiri en í stað þess að þynna kálfsdrakkinn, langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga: Hefiir ályktun evrópsku tölvunefnd- anna á Spáni um daginn engin áhrif á afstöðu þína til gagnagrannsfram- varpsins? Hefur það ekki heldur nein áhrif á afstöðu þína, að stjórnir læknasamtaka Norðurlanda hafa varað okkur við lögfestingu fram- varpsins og gefið í skyn, að sú gerð gæti haft alvarleg áhrif á samvinnu okkar við Norðurlöndin um læknis- fræðileg efni? Er ekki hugsanlegt, að aðrar þjóðir kæmu þar á eftir? Hversu mörgum vinnustundum hef- ur verið eytt í ráðuneyti þínu í tengslum við frumvarpið? Er kostn- aðurinn við þá vinnu greiddur úr niðurskornum sjóðum heilbrigðis- þjónustunnar, sem er ekki ofhaldin, enda sjást þess merki í síðustu skoðanakönnun Gallups, að þjóðin er farin að efast um burðarþol henn- ar? Ráðuneyti þitt hefur farið vítt og breitt til að leita umsagnar um títtnefnt framvarp, og er það vel. Fyrir framan mig liggur umsögn frá A.B. Miller fyrrverandi prófessor við háskólann í Toronto í Kanada, maður með marga heiðurstitla fyrir störf sín. Hann telur að grandvall- arhugmyndin sé hugsanlega rétt, en bætir svo við. „En eins og fram- varpið lítur út nú era svo margir al- varlegir gallar á því, að það gæti verið alvarlegt slys að afgreiða það í núverandi mynd.“ Hann telur svo upp gallana en of langt mál yrði að telja þá upp hér. Plaggið er á heimasíðu ráðuneytisins fyrir þá sem vilja kynna sér það. Tekur þú svona umsagnir alvarlega, eða svarar aðstoðarmaður þinn fyrir þig og segir, að þið hafið nú vitað þetta allt saman. Ég gæti spurt þig miklu fleiri spurninga, en læt hér staðar numið, en því skrifa ég þér þetta bréf að þú ert ekki aðeins ráðherra heldur einnig fulltrúi heil- brigðisstéttar, sem ég hef starfað náið með alla mína starfsævi og ber mikla virðingu fyrir. Tekist hefur að snúa þessu máli, sem varðar sér- hvern einstakling, upp í ómerkilegt karp um persónur og pólitík og telja almenningi trú um að óðagots- afgreiðsla þess skipti máli fyrir framtíðarvelferð þjóðarinnar. Stéttinni þinni er ekki greiði gerð- ur, með því að valdamesti meðlim- ur hennar nú, eigi aðild að slíkri málsmeðferð. Að lokum læt ég fylgja lokakafla úr annarri af tveim greinum úr tímaritinu „Der Spiegel“ frá 17.9. þ.á, en þær fjalla báðar um banda- ríska sameindalíffræðinginn og margmilljónamæringinn Craig Venter, sem hyggst kortleggja genamengi mannkynsins á þrem ár- um, með hjálp gervimanna. (Kollegi hans þar vestra hyggst reyndar gera þetta á enn skemmri tíma.) Og nú gef ég „Der Spiegel" orðið. Þegar vísindamennirnir hafa loks ráðið texta byggingar mannslíkam- ans, halda spámenn hinnar erfða- fræðilegu framtíðar, að ný öld muni renna upp. Þá standa líffræðingamir með 70.000 gen mannsins í höndunum, eins og nemandi í fyrsta bekk, frammi fyrir Faust Goethes. Hann þekkir stafina, en hefur ekki hug- mynd um merkingu þeirra. (Bréfrit- ari: I þessu sambandi er líka gott að muna eftir sögunni um „Lærisvein galdramannsins“.) Gagnvart verkefnunum, sem þá bíða, slaknar aðeins á bjartsýni hins sjálfsöragga Craig Venters. ,Áður en mannkynið hefur skilið það full- komlega, sem við ætlum að ráða á næstu þrem áram,“ granar hann, „að líða muni ein öld“. Liggur okkur svona voðalega mikið á? Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.