Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 39 PÁLL ANDREASSON + Páll var fæddur í Kaupmanna- höfn 8. mars 1933. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 27. september síðastliðinn. For- eldrar: Andreas eru Fynning, cand. polyt., ritstjóri við Andelsbladet í Kaupmannahöfn og kona hans Sigríður Eðvaldsdóttir Möll- er, kaupmaður á Akureyri. Páll kvæntist hinn 27.4. 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni Guðríði Björgvinsdóttur, f. 6.12. 1933 í Reykjavík og eignuðust þau 4 börn: 1) Ingibjörg, f. 27.10. 1953, maki Torfi Arna- son. Börn þeirra: Asa, f. 13.4. 1976, Árni, f. 29.5. 1981. 2) Pá- lína, f. 28.2. 1959, maki Oðinn Gestsson: Börn þeirra: Tinna, f. 23.9. 1982, Tara, f. 27.8. 1987, Vera, f. 12.10. 1994. 3) Sólveig Möller, f. 15.4 1961, maki Krist- inn Gestsson. Börn þeirra: Páll Eiríkur Möller, f. 5.3. 1981, d. 1.5. 1981, Páll Eiríkur, f. 25.7. 1983, Gestur Ingvi, f. 1.7. 1986, Anna Margrét, f. 18.4. 1990, Guðríður Dröfn, f. 11.2. 1994. 4) Björgvin Helgi, f. 21.4. 1967, maki Hafdís Grétarsdóttir. Börn þeirra: Arena Huld, f. 15.10. 1988, ísak Orri Möller, f. 26.2. 1995. Páll varð gagnfræðingur á Akureyri 1947. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1948. Hann lauk kennaraprófl frá Kennaraskóla íslands 1951. Páll var kennari við Dyrhólaskóla í Mýr- dal 1951-52. Skrif- stofumaður verk- taka á Keflavíkur- flugvelli 1952-54. Skrifstofumaður hjá Agli Vilhjálms- syni 1954-1970. Eitt ár skrifstofusljóri hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Sjófang á þessu tímabili. Einnig skrif- stofustörf hjá Kristni Guðna- syni hf. um tíma. Kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga Þingeyri 1971-1976 og jafnframt framkvæmdasljóri Fáfnis hf. Framkvæmdasljóri Meitilsins hf. í Þorlákshöfn 1977-1981. Aðalbókari hjá Atlas hf. 1982-1985. Stofnaði 1986 og rak til dauðadags eigið inn- flutningsfyrirtæki. Hélt mál- verkasýningar í Reykjavík og Selfossi 1969. Tók þátt í sam- sýningum 1969, 1971 og 1973. í sljórn Félags Sambandsfrysti- húsa um tíma og Sandfells hf. á ísafirði um tíma. í skólanefnd á Þingeyri um tíma. Utför Páls hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn og besti vinur minn, hérna sit ég í peysunni þinni og held um úrið þitt, þetta er svo góð tilfinning. Eg finn svo góða lykt af peysunni, hún verður hjá mér og úrið líka, það er svo gott að hafa það í lófanum þegar ég fer að sofa. Eg er enn að klípa mig og vona að þetta sé bara vondur draumur, en því miður er þetta raunveruleikinn og hann er sár. Eg átti frekar von á dauða mín- um en þínum, þú svona heilbrigður og hress, passaðir upp á mataræðið, fórst út að ganga, hjóla og bara að nefna það, allt svo heilbrigt hjá þér, en svo gerist þetta. Hvers vegna? Það get ég ekki skilið og á aldrei eft- ir að sætta mig við þetta. Svo er fullt af fólki sem er mikið veikt og þráir að fá að deyja. Hvað er Drottinn að hugsa? Ég á eftir að ræða þetta við Hann. Hann tók barnið mitt, hann nafna þinn, fyrir 17 árum, þá varð ég virkilega vond út í Hann og talaði ekki við Hann lengi, en sem betur fer þá þroskaðist ég og tók Hann í hjarta mitt aftur, alveg það sama og þú gerðir. En að taka besta vin minn og heimsins besta pabba, þá varð ég virkilega sár út í Hann og ég ætla líka að hundskamma Hann fyrir þetta. Þú hefur alltaf verið svo góðu, pabbi og góður vinur minn, elsku pabbi minn, að ef það er þannig að Hann taki góða fólkið hvað verður þá eftir? Spurðu Hann fyrir mig hvað við höfum gert Honum. En eitt veit ég, að Hann hverfur ekki úr hjarta mínu, en Hann er búinn að taka nóg frá mér og nú vil ég að Hann fari að gefa mér og okkar fjöldskyldu. Ef hann vill okkur þá hefði ég viljað að við færum öll sam- an en ekki einn og einn. En elsku pabbi minn, eftir að sjá þig svona friðsælan þá hræðist ég ekki dauð- ann, sem ég hef alltaf hræðst. Það var svo gott að leggjast á koddann þinn og halda utan um þig og hvísla að þér hvað ég elska þig mikið, og ég lofaði þér ýmsu og ég stend við það en samt er þetta sárt. Ég sakna þín svo mikið, eins og þú vissir vildi ég ekki sleppa þér (þarna kemur eigingirnin) en eftir að ég og Pála komum til þín daginn eftir þá gaf ég þér fararleyfi, en eins og ég sagði við þig, ég myndi grenja út af þessu. En elsku pabbi minn, þú veist hvað ég er mikil grenjuskjóða. En ef á að finna eitthvað gott við þetta þá fékkst þú að fara alveg eins og þú vildir fara, engar kvalir, ekkert sjúki'ahús, þú lagðist upp í rúmið þitt og fórst, elsku pabbi minn, þú vissir hvað var að gerast, þess vegna fórstu upp í rúmið þitt. Ég ætla að passa mömmu fyrir þig, hún stendur sig mjög vel en söknuðurinn er mik- ill hjá henni, hún er svo ein. Eitt svona í lokin, að þá öfunda ég þig svolítið að þú ert búinn að sjá Palla minn og ég veit að þið eigið eftir að bralla heilmikið saman, en elsku pabbi minn, komdu með hann næst þegar þú kemur til mín, ég er svo forvitin eins og þú veist. (Eins og þú hefur oft heyrt mig segja þá var ég sköpuð með þennan stóra munn til að nota hann og hann er liotaður eins og þú hefur heyrt frá því þú fórst) þess vegna skrifa ég þetta því annars hefðir þú sett tusku upp í mig, ekki borðtusku heldur gólftu- sku (djók). En ég þakka þér fyrir að hafa verið til og ég þakka þér fyrir að hafa verið svona góður pabbi og góður vinur. Elsku mamma mín, ég elska þig eins og þú veist og við munum standa okkur saman því þú ert núna eini kletturinn minn, þið voruð minn klettur, þú og pabbi, ég elska ykkur út af lífinu. Þú ert minn klettur núna og ég skal vera þinn klettur. Ég elska ykkur pabba, þið eruð svo miklir vinir mínir og þið eruð svo góð við mig, þið skiljið þessa ofvirku Sollu svo vel. Nú verð ég að hætta því ég get skrifað endalaust, þið vit- ið að ef mér líður illa finnst mér best að skrifa. Elsku heimsins besti pabbi, takk fyrir að vera pabbi minn, takk fyrir að skilja mig og takk fyrir að hafa verið þennan tíma með mér sem var alltof stuttur og mundu að ég mun alltaf elska þig út af lífinu og við verðum í sambandi eins og við erum búin að vera síðan þú fórst. Elsku mamma og pabbi, takk fyrir allt fjörið, takk fyrir helg- arferðirnar. Ég elska ykkur og mun- ið að gleyma ekki bröndurunum okkar sem fuku í tíma og ótíma. Elsku pabbi, takk fyrir að hafa verið til og takk fyrir góðu stundirnar, ég get ekki hætt að skrifa þér en finnst þér hann Vigfús ekki æðislegur, hann er alveg eins og Karl Sigur- björns (engin væmni), bara hreinn og beinn og góður gæi. Ég elska þig, heimsins besti pabbi. Þín Sólveig (Solla). Mig langar að minnast tengdafóð- ur míns Páls Andreassonar fram- kvæmdastjóra sem varð bráðkvadd- ur á heimili sínu sunnudaginn 27. september síðastliðinn. Eg man þann dag eins og gerst hefði í gær þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna Systu og Páls fyrir rúmlega 19 árum með unnustu minni og hún kynnti mig fyrir þeim og spurði hvort ekki væri í lagi að ég gisti hjá henni. Það eina sem Páll sagði við Sollu var: „Ef það er ein- hver alvara í þessu hjá ykkur þá er það í lagi okkar vegna.“ Þetta svar lýsir honum mjög vel að mörgu leyti, hann var hreinn og beinn. Síð- an höguðu atvikin því þannig að ég bjó á heimilinu hjá þeim þegar ég var í landi í tæplega ár og þar af leiðandi kynntist ég þeim hjónum vel. Aldrei á þessum tíma né nokkurn tíma hefur fallið frá honum styggðaryrði í minn garð þrátt fyrir að starfi mínu fylgdi töluvert álag á heimilið þegar ég var heima. Ég var strax tekinn sem einn af fjölskyld- unni og það fæ ég aldrei fullþakkað. Páll var í sjálfu sér ekki maður margra orða þegar tilfinningar voru annars vegar, heldur lét hann verkin og framkomuna segja það sem segja þurfti. En þegar við sátum og rædd- um dægurmálin og önnur málefni sem bar á góma, þá var margt sagt og sérstaka skemmtun hafði hann af því að vera mér ósammála í byrjun, ná mér aðeins upp og síðan snúa umræðunni þannig að við urðum sammála að lokum. Alltaf var hann reiðubúinn að gera allt sem hann gat ef einhvern í fjölskyldunni vant- aði aðstoð við eitthvað, hvort sem var í stóru eða smáu. Hann var alltaf tilbúinn, hvort sem maður þurfti að láta skutla sér eitthvað eða hjálp við að mála húsið, aðeins að nefna það, Páll var mættur og eins og alltaf allt átti það að gerast strax, helst í gær, það þurfti aldrei að bíða neitt. Þannig var hann alla tíð, gekk í verkin af krafti og kláraði þau. Hann var einstaklega ráðhollur og sagði alltaf það sem honum bjó í brjósti. Ég hef margar ráðlegging- arnar þegið frá honum og þær hafa alltaf dugað vel. Páll var með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst og gat alltaf séð skoplegu hliðina á málunum, enda geislaði kímnin úr augum hans. Þá var hann listfengur mjög eins og ótal málverk eftir hann bera vitni, í raun var hann listmálari þótt hann legði pensilinn á hilluna um tíma, en allra síðustu ár var hann farinn að mála á ný og veit ég að hann naut þess mjög. Það ligg- ur í augum uppi að við leiðarlok er ekki hægt að setja allar minningar á blað, sérstaklega þegar í hlut á svona stórbrotinn og góður maður. En fyrir mér var hann miklu meira en tengdafaðir, hann var vinur minn og félagi í blíðu og stríðu. Elsku Systa mín, Inga, Pála, Solla og Bjöggi, ég veit að þetta högg var þungt en nú er það okkar hlutverk sem eftir stöndum að sjá til þess að allir, ungir sem aldnir, geti unnið sig út úr þessari miklu sorg og náð sér á ný. Það vitum við að er í anda Páls, því fjölskyldan var honum allt. Blessuð sé minning hans. Takk fyrir allt. Kristinn (Diddi). Sunnudaginn 27. september barst okkur sú sorgarfrétt að Páll André- asson, náinn kunningi okkar til fjölda ára, hefði látist á heimili sínu þá fyiT um daginn. Öll vitum við hvað bíður okkar og ef við værum ekki innst inni sátt við þau endalok þá væri lífið okkur óbærilegt. En þegar svo harkalega er barið að dyr- um vakna ótal spurningar sem við eigum fá svör við. Eitt er þó huggun harmi gegn að sú reisn og umhyggja sem Páll sýndi fjölskyldu sinni og samferðamönnum sínum mun lifa og fylgja okkur fram um veg. Kynni okkar Páls hófust 1952 en þá unnum við báðir á Keflavíkur- flugvelli. Það sem tengdi okkur í upphafi var að við höfðum fundið okkur lífsfóranauta sem tengdir voru vináttuböndum allt frá barn- æsku. Það var því eðlilegt að við bæram saman bækur okkar og ræddum ýmsa framtíðarmöguleika. Það var margt brallað á þessum ár- um einsog ungra manna er siður enda yljuðum við okkur oft við að rifja upp þegar fram liðu stundir ýmsar uppákomur frá þessum dög- um. Þegar lífsbaráttan byrjaði fyrir alvöra fetaði Páll veg skynseminnar og var ávallt eins og klettur í hafinu, en sá sem þetta ritar var eins og INGVAR GISLI SIGURÐSSON + Ingvar Gísli Sigurðsson fæddist í Mikla- holtshelli í Hraun- gerðishreppi 6. júní 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurð- ur Magnússon kirkjusmiður, f. 29. júní 1870, d. 14. október 1935, og kona hans Hólm- fríður Þ.R. Gísla- dóttir, f. 31. júlí 1876, d. 6. des- ember 1949. Ingvar var átt- undi í röð ellefu systkina sem eru: Sigrún, f. 1897, Margrét, f. 1898, Magnea, f. 1901, Guðríð- ur, f. 1903, Gíslína, f. 1905, Ingibjörg, f. 1906, Sveinbjörn, f. 1907, Magnús, f. 1914, Egill, f. 1915, Ármann, f. 1921. Eina eftirlifandi systkini hans er Sigrún, sem dvelst á Skjóli. Ingvar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðlaug Fjóla Guðmundsdóttir, f. 18. mars 1917, d. 4. desember 1991. Þau skildu. Þeirra dætur eru Erla, f. 21. nóvember 1938; Ásta, f. 28. nóvem- ber 1943; og Sig- fríður, f. 5. septem- ber 1946. Seinni kona var Jóna Þórðardóttir, f. 15. júní 1923. Þau skildu. Þeirra börn eru Þórir, f. 6. mars 1958, og Svala, f. 29. mars 1963. Ingvar átti dóttur áður en hann giftist, Guðrúnu, f. 23. júní 1931, d. 2. nóvember 1992. Hennar móðir var Jónína Ás- bjömsdóttir, f. 24. ágúst 1910. Ingvar stundaði ýmis störf um ævina en akstur var hans aðalstarf. Utför Ingvars Gísla fer fram frá Áskirkju á morgun, mánu- daginn 5. október, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er langri ævi lokið, en pabbi var viðbúinn kallinu þegar það kom, þótt honum fyndist hann eiga margt ógert. En ég er ekki í vafa um að mamma hefur tekið á móti honum hinum megin. Einnig systk- inin sem hafa verið að fara yfir móðuna miklu, eitt af öðru, og að- eins lifir ein systirin, Sigrún, í hárri elli á Skjóli. Allir spilafélag- arnir voru farnir og flestir veiðifé- lagamir, þannig að ekki vantar veiðisögurnar þama uppi núna. Það vakna margar minningar að leiðarlokum. Ég var ekki há í loft- inu, þegar hann gaf mér fyrstu veiðistöngina, og fór með mig til að æfa köst og þræða maðk á öngul, þá hef ég trúlega sýkst af því sem heitir veiðidella. Þótt ég hafi ekki stundað mikið veiðiskap, þá blund- ar hún í manni. Líklega hefur hann vonað að ég yrði strákur, en hann tók mig nú samt oft með sér þegar fuglinn sem flögrar í kringum klett- inn í leit að lífsviðurværi með mis- jöfnum árangri en þótti gott að setj- ast á klettinn og eiga orðræður við traustan vin sem ávallt hafði eitt- hvað til málanna að leggja og var óspar á hvatningarorð ef honum fannst stefnt í rétta átt. Það var kannski einkennandi fyrir Pál hversu umhugað honum var um vel- ferð annarra án þess þó að reyna að hafa áhrif á gjörðir eða skoðanir við- komandi. Fyrir mann búinn slíkum kostum hlaut vegurinn að liggja upp á við. Eftir að hann festi ráð sitt hætti hann á Keflavíkurvelli og sótti um stöðu hjá fyrirtækinu Agli Vil- hjálmssyni þar sem hann starfaði sem lykilmaðm- um 15 ára skeið. En Páll vildi kynnast öðram þáttum þjóðlífsins og réð sig til útgerðarfé- lags þar sem hann kom góðu lagi á hlutina. En það kom að því að hon- um bauðst kaupfélagsstjórastaða á Þingeyri þar sem hann undi sér vel með fjölskyldu sinni í fögra um: hverfi um nokkurra ára skeið. Þegar hann ákvað að flytja suöur bauðst honum forstjórastaða við Meitilinn í Þorlákshöfn og þar beið hans átaka- mikið og erfitt starf sem hann leysti vel af hendi. Páll var ákaflega raun- sær maður og þoldi illa alla sýndar- mennsku. Hann tók því oft ákveðið á málum sem var ekki á skilningi allra, en ég veit líka að honum væri ekkert um það að kostir hans væra tíundaðir á þennan hátt. Við sem þekktum hann voram mjög meðvit- aðir um kosti hans. Það er mjög mikilvægt í lífinu að velja sér rétta kunningja. í þessu til- viki gat það ekki tekist betur. Heim- ili þeirra hjóna stóð kunningjum þeirra ávallt opið og gestrisnin eftir því. Guðríður Björgvinsdóttir, kona hans, stóð alltaf tilbúin með veislu- borð sem bar höfðingsbrag eins og allt heimilishald þeirra hjóna. Við Lillý viljum þakka alla þá hlýju og kærleik sem þau hjónin hafa sýnt okkur og börnum okkar í gegnum tíðina. Systa mín, við finnum stórt skarð hoggið í okkar vinahóp og biðjum guð að styrkja þig, börn ykkar, tengdaböm og barnabörn í sorg ykkar. Lillý, Gunnar og fjölskylda. hann fór á fundi hjá Sjálfstæðis- flokknum og hefur haldið að ég myndi frelsast en það hefur trú- lega haft öfug áhrif, því ég forðast pólitík eins og heitan eldinn. Eitt af áhugamálum hans var ættfræði og var hann sem betur fer búinn að festa á blað fróðleik um ættina, áð- ur en hann féll frá. Þó var hann ekki nærri búinn, en óskandi væri að einhver tæki við kyndlinum. Það eru minnisstæðar ferðimar sem voru famar vor og haust vest- ur á Snæfellsnes. Þar áttum við vissan áningarstað á miðri leið, og þá var nestið tekið upp, og það var alltaf eitthvað spennandi þar í. Þá tók það mestallan daginn að kom- ast vestur, það er ólíku saman að jafna núna. Otaldar eru berjaferð- irnar sem voru alveg ómissandi. Við hlökkuðum til þeirra allt sum- arið, og oft var skroppið á Þingvöll á sunnudögum. Þetta lifir í minn- ingunni og verður ekki frá okkur tekið. Megi Guð vera með þér. Þín dóttir Erla. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinumegin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir, dag1 og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson. ) Elsku besti afi og langafi, við vilj- um þakka þér fyrir allt og kveðjum þig með söknuði. Við munum geyma minningarnar um þig í hjarta okkar og miðla til afkomenda okkar, eins og þú hefðir viljað. Það verða minn- ingar um góðan afa. Ástarkveðja. Sigurlaug, Hjördís, Eygló og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.