Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 41

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 41 Á mótunarárum æskunnar geta leiðir legið til allra átta. Eg minnist þess að Sigvaldi var ætíð raunsær og aldrei í vafa um skynsamlegar ákvarðanir um athafnir okkar - allt hans æði gaf ótvírætt til kynna að hann var hinn raunsærri aðili okk- ar félaga. I öllum okkar viðskiptum og athöfnum var hann ætíð sem eldri bróðir minn. Slíkum mönnum verður seint fullþakkað. Einn vetur bjuggum við saman eftir að við hófum nám í háskóla, en síðan skildu leiðir þar eð ég fór ut- an til náms. Enda þótt leiðir skildu hef ég, að sjálfsögðu fylgst með lífsferli hans úr fjarlægð þótt ég hafí ekki haft tækifæri til að umgangast hann eins mikið og fyrri kynni gáfu til- efni til. Lífsferill Sigvalda hefir, eins og vænta mátti, einkennst af hans eðl- islæga þolgæði. Ekki hefir það spillt iyrir honum að eignast af- bragðskonu, Ingibjörgu Halldórs- dóttur, sem stutt hefir hann í einu og öllu. Þá hefir hamingja hans ekki síður legið í þvi að eignast sex böm, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni. Með þessum orðum vil ég senda Ingibjörgu og öllum börnunum og öðrum vandamönnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingólfur Aðalsteinsson. Á mánudeginum 28. september barst til okkar á skrifstofu Versl- unarráðsins sú harmafregn að Sig- valdi okkar Þorsteinsson væri lát- inn. Hann hafði átt við mikil veik- indi að stríða um skeið en við vor- um samt frekar óviðbúin því að Sigvaldi hafði oft litið inn til okkar og virtist alltaf jafn hress og njóta lífsins eftir langan starfsferil. Sigvaldi hóf störf sem lögfræð- ingur fyrir Verslunarráð Islands á árinu 1968 og vann á skrifstofu ráðsins fram yfir 70 ára aldur. Hann varð aðstoðarframkvæmda- stjóri ráðsins á árinu 1985 en hann hætti störfum eftir sérstaklega far- sælan starfsferil á árinu 1991. Sig- valdi var einstaklega almennilegur og velviljaður maður. Hann var mjög lipur í samskiptum við fólk og það nýttist sannarlega í Verslunar- ráðinu þar sem Sigvaldi þurfti mik- ið að ráðleggja og greiða úr hvers kyns vanda félaga Verslunarráðs- ins og margra annarra sem til ráðs- ins leituðu. Félagsskapur eins og Verslunar- ráð Islands þarf á starfsfólki að halda sem er ekki sama um hvernig gengur og hefur ánægju af því að hjálpa félagsmönnum og öðrum sem til þess leita. Sigvaldi hafði þessa meðfæddu þjónustulipurð og lag á því að tala við fólk. Þeir sem leituðu til hans fundu áhuga hans og hann var óspar á að miðla þeim af víðtækri þekkingu sinni á ís- lensku viðskiptalífi og stjórnsýslu. Oft er um það rætt að sumir starfsmenn missi áhuga á starfi þegar þeir hafa verið í því um nokkurn tíma. Þetta átti sannar- lega ekki við um Sigvalda því hann vann af mikilli kappsemi við að hjálpa þeim sem til hans leituðu eða þegar taka þurfti til hendi á skrifstofunni við að ná sambandi við stóran hóp félagsmanna. Sér- staklega var athyglisvert að finna að þeir sem Sigvaldi hafði samband við fengu á tilfinninguna að hann væri að tala við þá mn eitthvað sem væri mjög mikilvægt. Sigvaldi vann hjá Verslunarráð- inu í næstum 23 ár og á þeim tíma öðlaðist hann mikla þekkingu á starfsemi ráðsins. Þeirri þekkingu sinni var Sigvaldi óspar á að miðla til samstarfsmanna sinna enda var hann minnisgóður með afbrigðum og sögumaður góður þegar einhver þurfti að vita um hvað hefði gerst í Verslunarráðinu fyrr á tímum. Sér- hvert félag, fyrirtæki eða stofnun þarf á einhverju slíku fólki að halda sem viðheldur starfsandanum á vinnustaðnum og þeirri menningu sem þar verður til. Sigvaldi var því mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem hélt Verslunarráðinu saman og á sinn drjúga þátt í því að ráðið hefur lifað í meira en 80 ár. Sigvaldi var minnisstæður okkur sem urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að vinna með honum. Hann var alltaf reiðubúinn að leggja til aðstoð og samstarfsfólkið gat alltaf leitað til hans, sama hversu mikið eða lítið lá við. Hann var alltaf upp- byggilegur í samtölum og ráðlegg- ingum og mælti aldrei styggðar- yrði til samstarfsmanna sinna. Hann var einstaklega skapgóður og tók því af mikilli yfirvegun þá sjaldan að hvessti í kringum hann. Við sem unnum með Sigvalda tókum eftir því hvað hann átti gott heimili og hvað var gott á milli þeirra hjónanna, hans og Ingi- bjargar, eftirlifandi konu hans. Þau voru alltaf að smita í kringum sig ánægju og innileika þegar starfs- fólk Verslunarráðsins og fjölskyld- ur þeirra hittust til að gera sér glaðan dag. Sigvaldi og Ingibjörg gerðu okkur líka þá ánægju að koma á samkomur starfsfólksins eftir að hann hafði lokið störfum og alltaf var jafn gaman að vera með þeim. Þau voru einstaklega jákvæð hjón bæði hvort í garð annars og annarra. Sigvaldi var því heppinn með eiginkonu sína og fjölskyldu sem hann átti líka sannarlega skil- ið, jafn mikill sómamaður og hann var. Við samstarfsfólk Sigvalda þökk- um fyrir þann tíma sem við áttum saman. Hann er einn af þeim sam- ferðamönnum sem allir bera virð- ingu fyrir og miðla öðrum af öllu því jákvæða sem þeir búa yfir. Og Sigvaldi var sannarlega ríkur mað- ur að því leytinu. Guð blessi Ingibjörgu og alla að- standendur Sigvalda. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdasljóri Verslunarráðs íslands. í fáum orðum viljum við kveðja Sigvalda og votta Ingibjörgu, Dag- björtu, systkinum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Hugur okkar reikar aftur til ánægjustunda sem við vinkonur áttum á heimili Sigvalda og Ingi- bjargar í Ásgarðinum. Vinskapur okkar og Dagbjartar leiddi til þess að við vorum tíðir gestir á heimili þeirra hjóna. Þar var líf og fjör enda lögðu margir leið sína inn á þetta glaðlynda heimili. Sigvaldi var rólyndismaður og sat oftast við lestur á meðan ærslin voru mest. Auðvelt var þó að finna að undir rólegu yfirbragðinu var glaðlyndur maður sem hafði ekki siður gaman af spaugsemi systkin- anna en við vinkonurnar. Við vitum að minning um góðan mann mun lifa. Áslaug, Aldís, Ilalla og Kristín. Smám saman fækkar í þeim 50 manna (og kvenna) hóp, sem út- skrifaðist frá MA17. júni 1946, fyr- ir 53 árum. Einn þeirra, Sigvaldi Þorsteinsson, lést mánudaginn 28. sept. sl. Sigvaldi Gísli Þorsteinsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Ljárskógarseli í Laxárdalshreppi í Legsteinar í Lundi ^ v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Dalasýslu á annan dag jóla, 26. des- ember 1920 og var því tæpra 78 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Alvilda María Friðrika Bogadóttir (1887-1955) og Þor- steinn Gíslason (1873-1940), sem þar bjuggu á annan áratug og síðar á Þrándarkoti í sömu sveit. Sig- valdi var 4ði af 6 börnum þeirra hjóna. Auk þess mun hann hafa átt tvö hálfsystkini. Sigvaldi stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri eins og áður segir og lauk þaðan stúdents- prófi 1946 og hóf þá þegar nám í lögfræði við Háskólann og lauk því námi 1952. Árið eftir hóf hann störf hjá Islenzka vöruskiptafélaginu og starfaði þar til 1968, þar af sem framkvæmdastjóri 1956-1968. Frá 1968 og til starfsloka starfaði Sig- valdi síðan hjá Verslunarráði Is- lands, þar af aðstoðarfram- kvæmdastjóri frá 1985. Þann 3. mars 1948 gekk Sigvaldi að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingibjörgu Halldórsdóttur og varð þeim 6 barna auðið. Það má ljóst vera af framan- skráðu, að Sigvaldi hefur verið vel látinn í starfi, enda mun næsta fá- títt að háskólamenntaður maður vinni nær því alla sína starfsævi að- eins á tveimur stöðum, og á báðum stöðum eru honum falin ábyrgðar- mestu störfin, sýnir það glöggt, hve vel honum hefur verið treyst. Við sem áttum því láni að fagna að vera skóla- og bekkjarfélagar Sigvalda minnumst hans sem góðs drengs og frábærs félaga, manns sem alltaf var reiðubúinn til hverra þeirra starfa sem koma þurfti í verk, enda strax við fyrstu kynni ljóst að á bak við einstaklega ró- lega og prúða framkomu bjó traust skaphöfn, sem ekki lét dægurflug- ur eða andartaks uppákomur rugla sig neitt í ríminu. Enda var Sig- valdi einróma valinn umsjónarmað- ur bekkjar okkar stærðfræðideild- armanna. Hér verður ekki rakin ævisaga Sigvalda, enda aðrir til þess hæfari en höfundur þessara lína. Fyrir honum vakir aðeins að koma á framfæri þakklæti fyrir allt það góða og jákvæða sem Sigvaldi skildi eftir í hugum okkar og minn- ingu, þegar leiðir skildu þann 17. júní 1946. Við vitum að í einkalífi var Sigvaldi sem í öðru gæfumað- ur. Við flytjum svo eftirlifandi eigin- komu Sigvalda, Ingibjörgu Hall- dórsdóttur, börnum þeirra, tengda- börnum og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Bekkjarsystkinin MA. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, fóstur- móðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Engjavegi 67, Selfossi, andaðist á Ljósheimum fimmtudaginn 1. október 1998. Pétur M. Sigurðsson, börn, tengdabörn, fósturdóttir og barnabörn. + Þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð sína, sýndu vináttu með kveðjum og gjöfum og hafa styrkt okkur með hluttekningu sinni við andlát ARNMUNDAR S. BACKMAN hæstaréttarlögmanns. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og heimahjúkrunar fyrir alúð og umönnun. Valgerður Bergsdóttir, Jóhanna Arnmundsdóttir, Valgerður Margrét Backman, Inga Jónína Backman, Halldór Helgi Backman, Ernst Jóhannes Backman, Margét Backman, Edda Heiðrún Backman, tengdasynir og barnabörn, og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeina sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og frænda, KJARTANS HARALDSSONAR fyrrv. útibússtjóra, Engihjalla 17, Kópavogi. Jóhanna Guðrún Baldursdóttir, Haraldur Kjartansson, Baldur Öxdal Kjartansson, Hafdís Björk Laxdal, Sigrún Baldursdóttir, Ásdís Kjartansdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og barnabarns, ÓLA GEIRS HÖSKULDSSONAR, Hlíðarhjalla 68, Kópavogi. Höskuldur Pétur Jónsson, Theódóra Óladóttir, Signý Höskuldsdóttir, Dagný Ásgeirsdóttir, Óli Geir Þorgeirsson, Ása Þórarinsdóttir, Kristrún Magnúsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR J. SCHEVING frá Vatnsskarðshólum, Álfheimum 3, Reykjavík. Sigrún Scheving, Sigurgrímur Jónsson, Guðný Ósk Scheving, Vidar Aas, Þórunn Scheving og barnabarnaböm. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ELÍNAR S. JÓNSDÓTTUR, síðast til heimilis í Seljahlíð. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Seljahiíðar fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Þorbjörg Gísladóttir, Guðmundur Magnússon, Halldór Gíslason, Stefanfa Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar, ARNAR VÍÐIS SVERRISSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Hallgrímsdóttir, Sverrir Sigurðsson. X.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.