Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA DÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR + Hulda Dóra Friðjónsdóttir var fædd á Akur- eyri 17. október 1932. Hún lést á heimili sínu fra- bakka 2, sunnudag- inn 27. september siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigrún Karlsdóttir, f. 27.4.1879, d. 18.8. 1983, og Friðjón Guðmundsson, f. 13.5. 1897, d. 19.9. 1950. Hulda Dóra eign- aðist fimm börn. 1) Halla Hauksdóttir, hún er gift Þor- geiri Benediktssyni, þau eiga 3 börn. 2) Hrafn Hauksson, hann á 2 börn. 3) Heiða Hauksdóttir, gift Hafþóri Þor- valdssyni og eiga þau 3 börn. 4) G. Harpa Hauksdóttir, gift Ingvari Ingv- arssyni, þau eiga 4 börn. 5) Friðjón Unnar Halldórsson. títför Huldu Dóru fer fram frá Foss- vogskirkju á morg- un, mánudaginn 5. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sunnudaginn 27. september lést á heimili sínu Hulda Dóra Friðjóns- dóttir. Um svipað leyti og fyrstu laufblöðin í garðinum hennar féllu til jarðar lauk stuttri en snarpri or- ustu sem frá fyrsta degi var ójöfn og óvægin mjög undir það síðasta. I annað sinn hafði sá vágestur sem krabbamein er sótt hana heim. I hið fyrra sinn fyrir um það bil 20 árum, hafði hún þá sigur og það ætlaði hún sér einnig nú. En það fór á annan veg. Hún var norðlensk að ætt og uppruna og mátti enn glöggt greina norðlenskan fram- burð í máli hennar, þó svo tugir ára væru liðnir frá því að hún yfirgaf æskustöðvar sínar, sem voru henni mjög kærar. Svo sterkar eru þær rætur sem fólk vex af. Hún kom frá heimili þar sem auður var ekki í garði umfram nauðþurftir og hlaut því ekki þá menntun sem hugur hennar stóð þó til. Stærstan hluta ævi sinnar vann hún utan heimilis og bjó ætíð við þau lífskjör sem leiddu af sér ör- yggisleysi í húsnæðismálum. Af þeim sökum þurfti hún þvert gegn y Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 5511266 Allan sólarhringinn vilja sínum oftar en ekki að leysa upp heimili sitt og barna sinna og byggja það upp á nýjum stað. Og gilti þá einu hvort tjaldað var til einnar nætur eða lengri tíma. Hún byggði upp sitt nýja heimili á ör- skömmum tíma af einstökum dugn- aði og smekkvísi. Heimilið var henni allt. I það lagði hún mikla al- úð og vinnu og bar það smekkvísi hennar fagurt vitni alla tíð. Það sama var hægt að segja um um- gjörð hennar alla, klæðnað, útlit og framgöngu alla, þar fór kona sem bjó sig og umhverfi sitt fremur af smekkvísi en ríkidæmi þótt ætla mætti annað við fyrstu sýn. Manni fannst stundum, er maður kom inn á heimili hennar, að þar væri ótrú- legt samansafn hluta hvers úr sinni áttinni, en ef betur var að gáð sást að þar féll hver hlutur svo að öðrum að þar hefði enginn arkitekt gert betur. Þar voru hlutir valdir fremur af smekkvísi en dýrleika. Dóra var í eðli sínu húmoristi og gat vel svarað fyrir sig ef á þurfti að halda. Á stundum mátti greina hjá henni þá náðargáíu að geta sagt frá spaugilegum atvikum og átti hún það jafnvel til að herma eftir © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrvti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 1 fólki eins og góðra húmorista er siður. Allt var þetta þó græskulaust gaman og laust við illa meiningu og til þess eins að létta þeim lífið er á hlýddu. Síðustu 15 árin vann hún við umönnun aldraðra og sjúkra. Það er erfið vinna, bæði fyrir lík- ama og sál, og launakjör þau helst að þiggja þakklátt bros eða vinar- þel frá skjólstæðingum. Þessi störf sem önnur leysti hún mjög vel af hendi. Síðustu vikuna, sem hún lifði, þurfti hún sjálf að njóta umönnunar allan sólarhringinn og hjálpuðust þar margir að. Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas hjúkrunarþjónustu fyrir einstaka hjálp og samhug. Einnig séra Valgeiri Ástráðssyni, sem var fjölskyldunni allri stoð og stytta, bæði fyrir og eftir andlát hennar. Kæra tengdamóðir, elskulega móðir, amma og langamma. Hvíl í friði. Fjölskyldan Sflakvísl 2. Elsku hjartans mamma mín. Það er erfitt að setjast niður og skrifa þér kveðju, elskan mín, vegna þess að það er svo margt sem mig langar til þess að segja við þig- „Við förum ekki að gefast upp núna, Harpa mín,“ sagðirðu orðin svo máttfarin að þú gast varla stað- ið, en nákvæmlega svona varstu. Gafst aldrei upp og vinninginn ætl- aðir þú að hafa, vinna þennan sjúk- dóm sem réðst að þér af fullum þunga. Og þótt svo sagt sé að hann hafi lagt þig að velli er ég ekki jafn sannfærð um að hann hafi unnið. Þú kvaddir okkur af þeirri reisn sem einkenndi þig á meðan þú varst ennþá hér. Lagðir aftur fal- legu augun þín og fórst eins og sú prinsessa sem þú alltaf verður í hugum allra sem þekktu þig, þannig að þessi sjúkdómur vann þig ekki, heldur þú hann. Það bros- ir enginn sem hefur tapað ein- hverju jafn stóru og lífinu og þú brostir, elsku mamma mín, þegar þú fluttir þig til betri heima. Þess vegna trúi ég því að svona ákvaðst þú að fara, leyfa okkur að fá góðan tíma til þess að venjast tilhugsun- inni um að bráðum færirðu og gefa okkur tíma til þess að kveðja þig, og hvílík forréttindi, mammsa mín, þakka þér fyrir. Af öllum hlutum í lífinu eigum við að læra og þú kenndir mér margt. Eg ætla að muna eftir þér þegar þú snerir þér í hring og dansaðir í nýj- um kjól, söngst hástöfum með upp- áhaldslögunum þínum, stóðst í eld- húsinu og bakaðir fyrir jólin, faldii- kökurnar og ég fór í maraþon að reyna að finna þær. Þú varst duglegasta kona sem ég hef kynnst. Þótt þú værir ein með okkur fimm og ynnir myrkranna milli var heimilið alltaf jafn fallegt og rómantískt, þai- lá þinn metnað- ur að skapa okkur fallegt hreiður fullt af blómum, ljósum og mömmu- lykt. Og alltaf mátti athuga nýtt borð, stól eða ljós og í horninu þama, þar væri fallegt að hafa stóra plöntu, en við hin stóðum starandi, hvar ætlar frúin að koma þessu öll fyrir, og það komst alltaf fyrir og var glæsilegt. Þú varst aldrei rík af peningum, mamma mín, en hjarta þitt var fullt af fjársjóði sem margir með alla heimsins peninga reyna alla ævi að finna en tekst ekki. Það er af því að þú gladdist af litlu, sást fegurð í mörgu og hafðir húmor sem sló öllu við og þú komst okkur öllum fimm til manns og eins og við sögðum okkar á milli, það eru vandfundin mannvænlegri börn! Og garðurinn, mamma, þessi litli garður sem var eitt moldarbarð fyrir bara fimm árum, hann myndi sóma sér hvar sem væri og verður í huga mínum eilíft tákn um þig og fegurðina sem þú sást alltaf. „Bíddu bara, Gunnsa mín,“ sagð- irðu og svo settirðu niður rósir og runna sem ég kann ekki einu sinni að nefna og auðvitað spratt fram yndislegasti gróður verndaður af álfum sýnilegum úr leir og örugg- lega einhverjum sem við ekki sáum. Eg elska þig, mamma mín, og veit að þú verður alltaf hjá okkur öllum, nú ertu komin til guðs þar sem við hittumst öll aftur. PÉTUR O. NIKULÁSSON + Pétur O. Nikulásson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1921. Hann lést á Landspitalanum 23. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 2. október. Fréttin um andlát Péturs vinar okkar barst okkur hjónum á ferð erlendis. Fréttin kom okkur ekki á óvart eins og heilsu hans var kom- ið. Engu að síður veldur frétt af fráfalli góðs vinar alltaf trega og söknuði, en vekur jafnframt upp góðar minningar frá liðnum árum. Leið okkar Péturs lá fyrst saman í Verslunarskóla Islands en þaðan útskrifuðumst við saman vorið 1939. Okkur varð strax vel til vina. Hinar miklu breytingar sem urðu við upphaf heimsstyrjaldar- innar og hemámsins höfðu mikil áhrif á starfsferil ungra manna á oimmm&mm o i § I 5 1 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 I 5 | I I 5 tt!0«#§OI#§O§<* þessum árum. Pétur hóf störf hjá heildverslun Kristjáns G. Gíslason- ar. Verslun beindist þá nær ein- göngu til Bandaríkjanna og fór Pétur um tíma þangað eins og svo margir af skólabræðram okkar. Að stríðinu loknu kom skóla- bróðir okkar Olafur Eiríksson heim frá Danmörku, en hann hafði orðið innlyksa þar. Við Pétur, Olaf- ur og Olafur Loftsson hófum þá að spila brids saman og gerðum það vikulega á hverjum vetri í nokkra áratugi eða þar til Olafur Eiríksson lést. Á þessum árum voram við Pétur badmintonfélagar og náðum því að verða Islandsmeistarar í fyrsta flokki í tvíliðaleik 1956! Eftir að við Pétur voram báðir kvæntir fóram við hjónin að stunda gönguferðir og ferðalög. Um nokk- urt skeið gengum við um ýmsa áhugaverðustu staði í nágrenni Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Mig langar að segja svo margt í viðbót en þótt ófullkomin sé er þetta kveðjan mín til þín í bréfi, elskan, og það er bannað að hafa áhyggjur af okkur, við spjörum okkur öll, þú kenndir okkur það, því nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. Elsku mamma, þín alltaf. Harpa. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma mín, það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð þig nú en minningar um þig ylja mér um hjartarætur. Þú bjóst yfir miklum kærieika og dugnaði og bar heimili þitt þess merki. Mér leið alltaf vel í návist þinni og þegar ég heimsótti þig fékk ég ætíð hlý- legar móttökur. Þegar ég hugsa um þig kemur upp í huga mér hversu glaðvær og gjafmild þú varst, þú varst ekki bara gjafmild á hluti heldur varstu eipnig gjafmild á kærleika, sem þú hafðir nóg af. Elsku amma mín, ég vil kveðja þig með eftirfarandi sálmi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Elsku amma mín, hvíl í friði. Þín nafna Hulda Dóra. Reykjavíkur. Þegar Pétur eignað- ist Austin Gipsy-jeppa fórum við að stunda óbyggðaferðir þar sem við tjölduðum og grilluðum. í einni slíkri ferð þar sem við ókum inn- nanum himinhá rofabörð kviknaði hugmyndin um að gera eitthvað til þess að bjarga landinu. Við Pétur voram þá í Lionsklúbbnum Baldri og var hugmyndinni komið á fram- færi þar. Þeir Karl Eiríksson og Sturla Friðriksson stóðu svo að því að klúbburinn fékk land við Hvítár- vatn til ræktunar. Á þessum áram var laxveiði nær eingöngu stunduð af körlum. Sigga hafði alist upp við laxveiðar og Ella hafði einnig áhuga. Varð það til þess að við fóram að stunda lax- veiðar saman og fóram í fjölda skemmtilegra veiðiferða og síðustu árin í Laxá í Aðaldal, en þangað fór Pétur í sína síðustu veiðiferð í sum- ar. Tvo vetur vorum við saman í Dansskóla Hermanns Ragnars sem þá var til húsa í bragga við Hringbraut og höfðum mikla ánægju af. Við fórum oft saman á árshátíðir og dansleiki, síðast á ný- ársdansleik fyrsta janúar sl. Pétur og Sigga byggðu sér sum- arbústað í Flekkuvík þegar þau voru í tilhugalífinu. Þar áttum við margar góðar stundir með þeim. Þaðan vora stundaðir sjóróðrar á litlum árabáti og aflaðist oft þokka- lega. Við fráfall Péturs rifjast upp margar góðar stundir sem við er- um mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa með honum. Pétur átti styrka stoð þar sem Sigga var, ekki síst núna í veikind- um hans, þar sem hún vék ekki frá honum uns yfir lauk. Við kveðjum Pétur með söknuði. Hann hvíli í friði. Gunnar J. Friðriksson og Elín Kaaber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.