Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
Dýraglens
Grettir
mere's tme ujorld war r
FLTIN6ACE CR055IN6 N 0 MAN'5
LAND TO VI5IT MI5 8R0THER. 5PIKE„
'ð'
Ml(5PIKE..H0W
ARETHIN65 INy
THE TRENCHE5?
THE FIR5T TMIN61 NOTICEP
WMEN I 60T MERE I5THERE
AREN'T ANT PRINKIN6 F0UNTAIN5..
Her er flugkappinn úr fyrri heims-
styrjöldinni á göngu milli skot-
grafa á leið sinni til Sáms, bróður
síns...
i.i
Sæll, Sámur ... hvernig er Iífið í Það fyrsta sem ég tók eftir þegar
skotgröfunum? ég kom hingað er að hér er enginn
drykkjargosbrunnur ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
A Esjubjargi
Frá Sveinbirni Hilmarssyni:
ÁGÆTI lesandi.
Árið 2000 er á nálægu leiti. Ég
skrifa þetta til að koma í umræðu
og afla stuðnings við hugsýn, sem
mér var sýnd fyrir nokkru við lest-
ur biblíunnar.
Það var veiðikofi
sem ég kannast
vel við, sem birt-
ist mér hífður á
loft af þyrlu
Landhelgisgæsl-
unnar. Ferðinni
var greinilega
heitið á hæsta
stað Esju. Slíkar
hugsýnir gerast
ekki á hverjum degi i lífi manns,
sem „bergmála innra“, svo reynt sé
að lýsa því einhvem veginn. Það
sem gerði viðburðinn enn sterkari
var að hann gerðist við lestur síð-
asta kafla Biblíunnar. Fyrir kristinn
mann, þýðir slíkt gerðu þitt ýtrasta
til að koma slíku í verk. Hversu
brýnt mál sem þetta er getur hver
og einn gert sér í hugarlund, en
vart mun skipun sú ástæðulaus.
Tvívegis upplifði ég slíkt árið 1997
og bæði skiptin við lestur sama
kafla. Fyrra fyrirbrigðið var setn-
ing úr biblíunni sem ómaði innra við
lestur. Að ég skyldi reyna á meðan
ég ætti við bakmeiðsli að stríða, að
halda dagbók. Hef ég reynt það, en
betur hefði kannski mátt.
Vera má, að hugmyndin um lítið
guðshús á hæsta stað Esjunnar,
valdi því að einhverjum verði við-
brugðið. Hún venst við nánari skoð-
un. Ég hef reynt að fá veiðikofann
umrædda, en fáist hann ekki ein-
hvema hluta vegna, verður annað
að duga. Húsið skal guði og engu
öðru til dýrðar á meðan það stendur
þar, þó ekki verði nema í einhverjar
vikur og vonandi hefst það fyrir vet-
urinn. Það er greinilegt að drottinn
vill beina sjónum til fjallsins ein-
hverra hluta vegna og ekki í fyrsta
sinn sem svo gerist.
Við erum mörg hér í borg, sem
leitumst við og sannreynum sam-
band við góðan guð í bænum. í raun
er ekkert haldbetra þegar á reynir
en kærleikur drottins og kenning
hans. Menning okkar er samofin
kenningu Krists og byggja íslend-
ingar að meirihluta, líf sitt á kristn-
um boðskap. Saga Krists um hús á
bjargi er sterkt tákn fyrir þá bygg-
ingu.
Esjan í nágrenni okkar er fyrir
augum alla daga er veður leyfir og
því nærri hjarta hvers og eins.
Skoðanir með eða á móti, er ein af
hvatningum biblíunnar til okkar og
er viðbúið að ekki verði allir svo
hrifnir af uppátækinu. Mótbárur
allharðar, kæmu mér m.ö.o. ekki á
óvart, en hjá því er vart komist.
Hugmýnd um áigleraugu hafa
einnig komið fram og eru ágætis
áminning um mikinn sigur á sviði
augnlækninga. Gleraugnaumgjai-ðir
væru mér alveg að meinalausu í ein-
hvern tíma. Kristið tákn er nær
þjóðararfinum, en rétt er að muna
að Esjan rúmar þó dálítið af uppá-
tækjum. Ég mun á eigin vegum
gera þetta, en fagna hverjum manni
sem finnur við sér snert líkt og ég
upphfði í anda, telur sig geta veitt
mér liðsinni sitt á einn eða annan
hátt og hefur við mig samband.
Verkfræðikunnátta, smíðar og al-
mennt smásnatt, eru mér í huga.
Fljótlega kanna ég kostnað við að
flytja kofann til og frá staðnum.
Vetur er nærri en von ber ég til
þess að Esjunni verði haldið snjó-
léttri eitthvað áfram svo það hindri
ekki. Veöur er óútreiknanlegt á Is-
landi en Esjan þó snjólétt þetta ár-
ið. Sig má spyrja hversu lengi húsið
ætti að standa, ef ekki vikur eða
vetur? Tíminn sem bærjahúsið mun
standa þar hlýtur að ráðast. Því
ekki til ársins 2002, til að nefna eitt-
hvert ártal.
Borgir snúast alla jafna um
menningu og er Reykjavík engin
undantekning. Drottinn hefur bent
mér á að hluta menningar borgar-
innar megi líkja við eyðimörk. Hvað
hann á við verður hver og einn að
skilja fyrir sig. Burtséð frá því er
fleiri víddir hér að finna og þær
bjartar. Árið 2000 mun vera ætlun
að kynna menningu borgarinnar
sérstaklega. Hvaða hugmyndir og
áherslur við viljum í framkvæmd
hlýtur að vera undir íbúum borgar-
innar komið. Því ekki hús drottins á
Esju. Það er í raun forvitnilegt
hvernig og hvenær tii tekst næstu
daga að sinna köllun á íslandi.
Þetta mun kostnaðarsamt. Von-
andi sjá sér einhverjir fært „heima
og heiman" að styðja framtakið
fjárhagslega og hef ég opnað reikn-
ing í Landsbanka Islands, aðal-
banka og er hann nr. 0101-26-
144000. Farsíma minn má finna í
símaskránni.
SVEINBJÖRN HILMARSSON,
öryrki.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fasteignir