Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 1
A L L R A
LANDSMANNA
1998
■ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER
BLAÐ
KNATTSPYRNA
Markakóngar
STEINGRÍMUR Jóhannesson, miðherji Eyjamanna, og Olga Fær-
seth, miðherji KR, fengu gullskó Adidas fyrir að vera markakóngar
1998. Steingrímur skoraði sextán mörk i efstu deild karla og Olga
23 mörk í meistaradeild kvenna. Olga var útnefnd besti leikmaður
meistaradeildarinnar og David Winnie, miðvörður KR, var útnefnd-
ur besti leikmaður efstu deildar karla.
■ Óvæntur og ... / B2
■ Lið ársins / B2
■ Winnie og Olga / B5
Jóhannes Karl lék sinn
fyrsta leik með Genk
JOHANNES Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður hjá belgíska
liðinu Genk gegn Beveren um helgina og lék þvi' við hlið bróður síns,
Þórðar. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliðinu, en hann hafði
einu sinni áður verið var.omaður.
Genk sigraði 1:0 og lagði Þórður upp sigurmarkið. Genk er nú í
efsta sæti deildarinnar ásamt Lokeren með 20 stig eftir níu umferðir.
Þórður hefur verið mikið í sviðsljósinu í belgískum (jölmiðlum eftir
stórleik hans á móti Duisburg í Evrópukeppninni í síðustu viku. For-
seti félagsins verðleggur Þórð á hálfan milljarð króna.
■ Viðtal við Þórð / B12
Morgunblaðið/Golli
Pétur næst-
bestur í Svíþjóð
PÉTUR Marteinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu og leik-
maður með Hammarby, varð annai-
í kjöri bestu knattspyrnumanna
Svíþjóðar, sem þjálfarar í sænsku
úi-valsdeildinni stóðu að. Hann
hlaut 12 stig ásamt Johan Mjállby
hjá AIK, en Fredrik Ljunberg,
sem nýlega var seldur til Arsenal,
hlaut einu stigi meira. Næstu leik-
menn í kjörinu voru með þrjú stig
þannig að þessir þrír voru í algjör-
um sérflokki.
Hammarby lék í gærkvöldi við
Gautaborg á útivelli og lauk leikn-
um með jafntefli, 2:2. Hammarby
fór þar með aftur í efsta sætið og
hefur 38 stig eftir 22 umferðir eins
og AIK, sem hefur lakara marka-
hlutfall. Pétur var í byrjunarliðinu
í gær en fór út af meiddur eftir að-
eins 35 mínútna leik. Þetta gæti
þýtt að hann verði ekki með lands-
liðinu í undankeppni EM á móti
Armeníu á laugai-daginn og Rúss-
um annan miðvikudag.
Þorvaldur Makan skoraði sigur-
mark Öster í 1:0 sigri á Frölunda á
sunnudag. Þrátt fyrir sigurinn er
Öster enn í botnsæti deildarinnar
með 20 stig, en Hácken er í því
næstneðsta með 21 stig. Síðan
kemur Malmö, sem vann Norrköp-
ing 1:0 í gærkvöldi, með 25 stig.
Sverrir Sverrisson lék allan leikinn
með Malmö í gær.
■Úrslit/ B10
HANDKNATTLEIKUR: FRAMARAR MEÐ FULLT HÚS/B7
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
19
Fjöldi Vinnings-
Vinningar vinninga upphæð i
1. 5 af 5 0 9.905.760
2. 4 af 4 167.350
3. 4 af 5 94 12.280
4. 3 af 5 3.921 680
p
Tim
Jókertölur vikunnar
2 16 8 2
Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann
5 tölur 0 1.000.000
4 síðustu 2 100.000
3 síðustu 27 10.000
2 síðustu 231 1.000
VINNINGSTÖLUR
MIÐVIKUDAGINN
30.09.1998
--------------11
AÐALTÖLUR |
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1.6 af 6 1 97.163.920
2. 5 af 6+bónus 1 400.970
3. 5 af 6 8 39.980
4. 4 af 6 243 2.060
3. 3 af 6+bónus 547 390
Bónusvinningarnir í Lottói 5/38 sl.
laugardag komu á miða frá ísbúðinni,
Hjarðarhaga 47, ísbúðinni Laugalæk
6-8, Söluturninum Óðinstorgi v/Óðins-
götu 5 i Reykjavík og Hagkaupi við
Smáratorg í Kópavogi. Annar vinn-
ingur i Jóker kom á miða frá Bitahöll-
inni við Stórhöfða 15 í Rvík og Kópa-
vogsnesti við Nýbýlaveg í Kópavogi.
Bónusvinningurinn f Víkingalottói sl.
miðvikudag kom á miða frá Á
stöðinni við Gylfaflöt, Gralarvogi í
Rvík. 1. vinningur fór til Noregs.
Upplýsingar f síma:
568-1511
Textavarp:
I 451, 453 og 454
í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta