Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 B 3
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Kristinn
DAGNÝ Skúladóttir, sem hér heffur sloppið framhjá Evu Lofts-
dóttur úr Haukum, skoraði þrjú mörk fyrir FH gegn Haukum.
fyrirliði ÍBV, sem stýrt hefur liði
sínu til sigurs í leikjunum tveimur,
við ÍR og KA.
Allir skoruðu
í Garðabænum var tekist á þegar
Stjömustúlkur fengu nýliða ÍR í
heimsókn. Gestimir úr Breiðholtinu
stóðu upp í hárinu á meisturunum
fyrstu mínútumar en þrauk þá þrek
og Garðbæingar tóku öll völd á vell-
inum. Skömmu fyrir leikhlé tók Að-
alsteinn Jónsson þjálfari Stjömunn-
ar að skipta inná og fengu allir leik-
menn á leikskýrslu að spreyta sig
og allir skoraðu þeir mark, nema
markverðimir.
Lykilleikmenn fengu að hvíla sig
en létu samt til sín taka, til dæmis
skoraði Ragnheiður Stephensen tíu
mörk á rétt rúmum tuttugu mínút-
um. Lokatölur vora I samræmi við
það, 37:20 fyrir Stjömuna.
Sviptingar hjá
Gróttu/KR og Val
Sviptingamar í leik Gróttu/KR og
Vals vora mikiar því Grótta/KR réði
lögum og lofum fyrir hlé og hafði
fimm marka forystu, 11:6, en eftir
það snerist dæmið algerlega við -
þá gekk ekkert upp hjá þeim og
Valsstúlkur gengu strax á lagið og
tóku leikinn í sínar hendur og sigr-
uðu með þriggja marka mun, 19:16.
Eftir stendur því að Valsstúlkur era
í 2. sæti deildarinnar eftir sigur í
báðum leikjum sínum en Grótta/KR
hefur ekki unnið leik. Víkingur og
Fram skildu jöfn í Víkinni, 21:21.
Jafnt var fram eftir fyrri hálfleik,
hafði Fram marki betur í leikhléi en
Víkingar tóku við sér eftir hlé og
náðu þriggja marka forskoti en
Fram nældi sér í jafntefli með því
að skora tvö síðustu mörk leiksins.
Haukar unnu
Hafnarfjarð-
arslaginn
HVERGI var gefið eftir þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar
áttust við í 1. deild kvenna í Kaplakrika á laugardaginn - eins og
venjan er þegar þessir fjandvinir mætast. Það voru samt Hauka-
stúlkur sem héldu á brott með tvö stig eftir hörkuleik og eins
marks sigur, 22:21. f öðrum leikjum unnu Stjörnustúlkur 37:20
sigur á ÍR í Garðabænum, Valur bar sigurorð af Gróttu/KR 19:16
að Hlíðarenda, KA-stúlkur fóru til Eyja en töpuðu þar 29:21 og í
Víkinni skildu Víkingur og Fram með skiptan hlut, 21:21.
FH-stúlkur náðu forystunni með
mikilli baráttu auk þess sem
Gyða Úlfarsdóttir fór á kostum í
■■■■■■ markinu. Haukarnir
Stefán virtust ekki alveg
Stefánsson rneð á nótunum og ef
ekki hefði komið til
einstaklingsframtak Hörpu Melsteð
Enn tapa
Sigurður
og félagar
SIGURÐUR Bjamason og
samherjar hans í Bad
Schwartau töpuðu fjórða leikn-
um í röð í þýsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina er
þeir fengu liðsmenn Minden í
heimsókn, lokatölur, 23:22,
Schwartau var einu marki yfir í
hálfleik, 10:9. Sigurður skoraði
fimm mörk og lék ágætlega
bæði í vöm í sókn. Þar með sit-
ur lið Bad Schwartau á botni
deildarinnar eftir fjórar um-
ferðir með ekkert stig og er
eina lið deildarinnar sem er án
stiga.
Wuppertal vann annan leik
sinn á leiktíðinni er liðið lagði
TuS Schutterwald, 21:16, á
heimavelli, staðan var 9:7 í leik-
hléi, heimamönnum í hag. Geir
Sveinsson skoraði 2 mörk fyrir
Wuppertal, Valdimar Grímsson
og Dagur Sigurðsson gerðu 1
mark hvor.
Flensborg-Handewitt heldur
efsta sæti deildarinnar eftir tíu
marka sigur á TV Niederwurz-
bach, 35:25. Leikmenn Flens-
borgar hafa unnið þrjá leiki og
gert eitt jafntefli og hafið leik-
tíðina vel. Nettelstedt vann
Frankfurt, 29:27, og hefur ekki
tapað leik í deildakeppninni
ásamt Minden en hvort lið hef-
ur aðeins leikið þrjá leiki. Mart-
in Schwalb, leikmaður þýska
landsliðsins og þjálfari Frank-
furt, var rekinn af leikvelli
snemma leiks og setti það
nokkurt strik í reikning Frank-
furt í leiknum.
Gummersbach, eitt hand-
knattleiksliða Þýskalands,
rambar nú á barmi gjaldþrots
og gæti svo farið að það verði
dæmt úr keppni vegna þess
fyrir lok vikunnar. Forráða-
menn liðsins róa nú lífróður til
þess að bjarga liðinu sem hefur
unnið þýska meistaratitilinn
oftar en nokkurt annað félag.
Leikmenn liðsins vora hins veg-
ar slakir er þeir töpuðu 31:25
fyrir Grosswallstadt og hafa
unnið tvo leiki og tapað jafn-
mörgum það sem af er keppnis-
tímabilinu.
Létt hjá Magdeburg
Magdeburg vann stórsigur á
Steaua frá Búkarest, 26:16, í
fyrstu umferð EHF-keppninn-
ar í handknattleik, en fyrri leik-
ur liðanna fór fram í Mag-
deburg um helgina. Staðan í
hálfleik var 13:9. Ólafur Stef-
ánsson skoraði tvö mörk fyrir
Magdeburg.
fyrirliða, sem skoraði 5 af fyrstu 7
mörkum Hauka og ágæt tilþrif
Thelmu Bjarkar Ámadóttur, sem
skoraði hin tvö mörkin, hefðu FH-
stúlkur eflaust gert út um leikinn.
Undir lok fyrri hálfleiks hristu
Haukastúlkur af sér slenið og náðu
forystu. Eftir hlé jókst baráttan til
muna, en það var stundum á kostn-
að gæða leiksins, því leikmenn
lögðu allt sem þeir áttu í leikinn og
það kunna áhorfendur að meta. FH-
ingar unnu upp tveggja marka for-
skot Hauka en tókst ekki að ná sér í
að minnsta kosti eitt stig þrátt fyrir
rúmlega tveggja mínútna sóknar-
lotu í lokin.
„Við voram lengi í gang án þess
að ég viti af hveiju það stafar því
við voram í miklum ham inni í bún-
ingsklefa fyrir leikinn,“ sagði Harpa
fyrirliði að leikslokum. „Þetta era
bestu leikimir, stál í stál, en ég
hefði ekki tekið í mál að ganga hér
út með tap á bakinu."
Eyjastúlkur á toppi
deildarinnar
Eyjastúlkur tróna á toppi 1.
deildar kvenna eftir 29:21-sigur á
KA, sem sótti þær heim til Vest-
mannaeyja. ÍBV gat ekki notað sitt
sterkasta lið vegna meiðsla og veik-
inda leikmanna svo að yngri stúlk-
urnar fengu að láta ljós sitt skína.
Leikurinn var jafn til að byrja með
en síðan náðu Eyjastúlkur yfir-
höndinni og gátu leyft sér að slaka
aðeins á klónni er leið að leikslok-
um. „Það er gott að byrja ekki á
toppliðunum í deildinni því við þurf-
um að slípa saman liðið og það er
ekki létt að fá æfingaleiki hingað til
Eyja,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir
Lothar
Mattháus
fráítvær
vikur
ÞÝSKI knattspyrnujaxlinn
Lothar Matthaiis meiddist í
lærvöðva á hægra fæti í
2:2-jafnteflisleik Bayern
Miinchen gegn Dortmund á
sunnudaginn. Verður hann
frá í tvær vikur og gefur
því ekki kost á sér í lands-
leik Þjóðveija og Tyrkja
nk. laugardag og gegn
Moldavíu fjórum dögum
síðar. Matthaus er 37 ára
gamall.