Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 2

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Lið Islandsmótsins 1998 íþróttafréttamanna Ólafur Þór _ Gunnarsson, ÍR Steinar , Adolfsson, ÍA Hlynur . David Stefánsson, ÍBV Winnie, KR Asmundur Arnarsson, Fram Baldur Bragason, ívar Ingimarsson, Leiftri IBV Scott Ramsey, Arnor Grindavík cl, n Guðjohnsen, Val Steingrímur Jóhannesson, ÍBV Tómas Ingi Tómasson, Þrótti ■ GISLI Björgvinsson, knatt- spymudómari, er hættur að dæma. Kveðjuleikur hans var leikur ÍBV og Leifturs í Meistarakeppni KSÍ. SIGFÚS Sigurðsson var valinn ' maður leiksins er Caja Santander - vann Otterup 26:23 í Evrópukeppni |íelagsliða á sunnudaginn. Sigfús ‘skoraði fjögur mörk í leiknum sem fram fór í Danmörku. ■ ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Hibernian er liðið sigraði Airdrie 3:1 á útivelli. Hibernian er í öðru sæti skosku 1. deildarinnar eftir 9 umferðir með 15 stig. ■ MAGNÚS Pálsson var um helg- ina ráðinn þjálfari FH sem leikur í 1. deild karla. Hann tekur við af Pétri Ormslev, sem þjálfað hefur liðið í tvö ár og í bæði skiptin hefur liðið endað í 3. sæti deildarinnar. Magnús hefur þjálfað Leikni og Fylki en lék lengi með Hafnarfjarð- arliðinu. ■ GÚSTAF Bjarnason og landi hans Magnús Sigurðsson sem leika með Willstatt í suðurhluta 2. deildar þýska handknattleiksins unnu stór- an sigur á Diisseldorf, 30:15. ■ RÓBERT Sighvatsson og sam- herjar í Bayer Dormagen unnu FOLK Einstracht Hagen 31:28 á útivelli í suðurhluta 2. deildar og eru í efsta sæti deildarinnar að loknum fimm umferðum með 10 stig. Með Doramagen leika einnig Islending- arnir Héðinn Gilsson og Daði Haf- þórsson. ■ RÚNAR Sigtryggsson og lið hans Göppingen lögðu EHV Aue, 28:22, í 2. deild, en Göppingen er eins og Willstatt og Dormagen í syðri hluta 2. deildar. Dessauer, sem Jason Ólafsson leikur með í norðurhluta 2. deildar, lék ekki um liðna helgi. ■ EINAR Einarsson þjálfari og leikmaður Stjörnunnar fékk afhent- an blómvönd fyrir „vel unnin störf hér í sveitinni," eins og tilkynnt var í hátalarakerfinu að Varmá fyrir leik Aftureldingar og Sljörnunnar. Einar var sem kunnugt leikmaður með Aftureldingu og aðstoðarþjálf- ari liðsins í fyrra. ■ LEIKUR Hauka og Selfoss í íþróttahúsinu við Strandgötu sem átti að hefjast kl. 20:30 tafðist um 15 mínútur vegna körfuboltaleiks Hauka og Skallagríms sem hófst kl. 19.00 í húsinu. ■ HRAFNHILDUR Skúladóttir átti mjög góðan leik er Bryne sigr- aði Spjelkavik 32:22 í norsku 1. deildinni í handknattleik um helg- ina. Helga Torfadóttir stóð einnig fyrir sínu. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék að vanda með Stoke um helgina en lið- ið tapaði 2:1 íyrir Reading. Eigi að síður er Stoke enn í efsta sæti 2. deildar. Þorvaldur Örlygsson lék hins vegar ekki með Oldham sem vann Colchester 1:0 á heimavelli. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék með Walsall í ensku 2. deildinni í knattspymu er liðið vann Preston, L0. ■ ÖRVAR Þór Guðmundsson tek- ur þátt í heimsmeistaramóti 21 árs og yngri í snóker, sem hefst á Möltu á laugardaginn. ALAG Ekki er hlaupið að því að ferð- ast til Armeníu og heim aftur. Því síður þegar ferðalagið, út og til baka, má í mesta lagi taka fjóra daga. Þessu hefur Knattspyrnu- samband íslands fengið að kynn- ast vegna skipulagningar ferðar í sambandi við leiki A-landsliðs karla og ungmenna- landsliðsins i Ewópu- keppninni, sem verða í landinu um helgiua. : KSÍ á rétt á að fá leikmennina fimm sól- arhringum fyiir leik um og því hefði verið hægt að fara í dag í fyrsta lagi. Á miðvikudag- inn eftir viku tekur ísland á móti Rússlandi í sömu keppni og því verða leikmennirnir að vera komnir til fslands tímanlega íyrir þau erfiðu átök. Ekki síðar en á sunnudag ef allt ætti að vera með felldu. Eitt er að ákveða ferðadaga og annað að fá flug samkvæmt ósk- um. Sérstaklega þegar um er að ræða ferð til lands eins og Armeníu, sem helstu flugfélög fljúga ekki til. Nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Einu sinni í viku þegar best lætur. Kannski tvisvar á háannatímum. Eftir að hafa skoðað alla hugsanlega mögu- leika var í raun aðeins um eitt að ræða fyrir liðlega 60 manna hóp- inn: Leiguflug með þotu íslands- flugs. Brottför árla fóstudags, millilent í Riga í Lettlandi til að taka eldsneyti. Áætluð koma í Jer- evan skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Brottför skömmu eftii' leik á laugardag. Heimkoma aðfar- anótt sunnudags eftir millilend- ingu í Stavanger í Noregi. Um tveggja sólarhringa ferð álfa á milli. Ferðalag hefur alltaf áhrif á árangur íþróttafólks, lengra fei’ða- lag - meiri þreyta. Flugþreytan hefui- ekki síður áhrif. í fræðunum hefur verið rætt um að til að aðlag- ast tímamismun þmfi líkaminn einn sólarhring fyrir hverja klukkustund sem munar á brott- fararstað og keppnisstað. Tíma- mismunur á Armeníu og fslandi er fimm stundir. Leikur A-landsliðs- ins hefst um 18 tímum eftir komu á hótel í Jerevan, standist ferðaáætl- unin. Ungmennaliðið hefur, sam- kvæmt áætlun, um 14 tíma eftir komu á hótel fyrir sinn leik sem verður í 100 km íjarlægð fi-á Jer- evan. Sagt er að akstur frá flug- vellinum og í bæinn taki um hálftúna. Leiðin er 10 km sam- kvæmt sömu heimildum. Rútuferð liðsins á keppnisstað getur því tekið tímana tvenna. Ekki fer á milli mála að um gíf- urlega erfiða ferð er að ræða. Þá allra erfiðustu í sögu íslenskra iþrótta. Vissulega hafa íslenskir íþróttamenn upplifað ýmislegt á ferðum sínum vítt og breitt um heiminn en þessi ferð slær allt úk Styttri heildartíma hefur ekki ver- ið varið í ferðalag vegna keppni svo langt í burtu. Miðað við stöðu íslands og Armeníu á styrkleikalista Alþjóða knattspymusambandsins á Island að vera með sterkara lið. Sam- kvæmt því ætti ísland að sigra en að framansögðu má vera ljóst að aðeins ferðarinnar vegna verða ís- lensku leikmennimir undir gífur- lega miklu álagi. Síðar kemur í ljós livort þeir standast það. Steinþór Guðbjartsson Knattspyrnuferð til Armeníu erfiðasta íþróttaför íslendinga Átti skoski varnarjaxlinn PAVIP WINNIE von á því að vera valinn bestur? Óvæntur og mikill heiður Skoski varnarmaðurinn úr KR, David Winnie, var kjörinn leik- maður ársins í efstu deild karla á hinu árlega lokahófi knatt- spyrnufólks á Broadway um helgina. Winnie þótti burðarásinn í sterkri vörn vesturbæjarliðsins og er fyrsti leikmaður KR sem hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu. Skotinn er 31 árs að aldri, einhleypur og hefur haft knattspyrnu að atvinnu frá unga aidri. Hann er búsettur rétt utan við Glasgow og hefur leikið undanfar- in ár með St. Mirren, en kom tii liðs við KR eftir fjórar umferðir nú í sumar. Winnie er stór og sterkur leik- maður, sannur leiðtogi í vöm- inni og hefur vakið athygli fyrir að tala mikið í leikjum KR-liðsins, gefa Eftir Björn skipanir og ráð til ln9a samherjanna. Það Hrafnsson kemur kannski til af því að hann var lengi fyrirliði St. Mirren i skosku 1. deildinni og áður úrvalsdeild og að auki lék hann með Aberdeen og Middlesbrough í Englandi. Að auki lék hann marga leiki með yngri landsliðum Skota. Hefurðu alltaf talað svona mikið í leikjum? „Já, en kannski ekki svona mikið. I breska boltanum er þetta eðlileg- ur hluti af leiknum, menn eru sífellt að tala sig saman og skipuleggja næstu aðgerðir. Eg hef gert meira af þessu í sumar þar sem við Þor- móður [Egilsson] höfum verið að leika með tveimur mjög ungum varnarmönnum [Indriða Sigurðs- syni og Bjama Þorsteinssyni] og þess vegna hefur verið mikilvægara en ella að gefa góð ráð. Eg hef mikla reynslu, sem ég vil gjarnan miðla öðrum og svo hefur Atli Eð- valdsson þjálfari hvatt mig fremur en latt til þess að láta til mín taka.“ Hvað kom til að þú komst hingað til lands og fórst að leika með KR1 „Það er von að þú spyrjir. Ég var að leika með St. Mirren allt til loka keppnistímabilsins í Skotlandi og um leið rann samningur minn við fé- lagið út. Ég var því á leið í frí þegar Jóhannes Eðvaldsson, bróðir Atla þjálfara, hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að leika á ís- landi með KR. Hann lýsti liðinu, veðrinu og aðstæðum fyrir mér og svo ákvað ég að slá til. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því, tímabilið hefur verið einstaklega skemmtilegt og andinn í vesturbænum hefur ver- ið til fyrirmyndar. Hér era allir svo hjálpsamir og vingjamlegir og fyrir vikið er ekki erfitt að vera útlend- ingur í liðinu. Svo spillir ekki fyrir Morgunblaðið/Golli DAVID Winnie og Olga Færseth voru kjörin leikmenn ársins f knattspyrnunni, en bæði leika þau með KR. Olga varð einnig markahæst í kvennaknattspyrnunni en Winnie og félagar fengu á sig fæst mörkin. að margir leikmanna liðsins eru mjög góðir knattspyrnumenn og þjálfarinn er sá besti sem ég haft á löngum ferli sem atvinnumaður.“ Og svo hlýturðu þessa eftirsóttu nafnbót. Kom hún á óvartf „Vissulega gerði hún það, þetta var svo sannarlega óvænt og mikil ánægja. Jafnframt er ég mjög hreykinn, enda era það andstæðing- amir sem velja mig og það fínnst mér mikilvægast. Margir leikmenn í deildinni hefðu verið vel að titlinum komnir, til að mynda Hlynur [Stef- ánsson] og Steingrímur [Jóhannes- son] í liði Eyjamanna og Þormóður Egilsson, samherji minn. Raunar verð ég að segja, að mér kom mjög á óvart hversu margir leikmenn í deildinni eru I fremstu röð. Margir gætu vel spjarað sig í evrópskri knattspymu og þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég gæti nefnt marga leikmenn, fyrir utan sam- herjana í KR, sem margir eru mjög góðir, man ég t.d. eftir Steinari Ád- olfssyni í liði Skagamanna og öllum miðjumönnum Eyjamanna, auk þeirra Hlyns og Steingríms. Svo er Tómas Ingi [Tómasson] mjög erfið- ur og slunginn andstæðingur." Munt þú leika með KR-ingum á næsta tímabilí! „Ég vona það svo sannarlega. Ég hef fullan hug á þvi og félagið sömu- leiðis, þannig að ég kem hingað ef um semst. Ég ætla að taka mér stutt frí næstu daga og svo kemur í ljós með hvaða liði ég mun leika í vetur. Nafnbótin mun koma sér vel í þeim efnum, því menn bera virðingu fyrir íslenskum knattspyrnumönn- um. Svo kem ég vonandi til liðs við KR á næsta ári og þá tökum við tit- ilinn, sem við rétt misstum af nú í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.