Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KÓRFUKNATTLEIKUR
Meistararnir
áttu ekkert
svar við góðum
leik Tindastóls
TÆPLEGA 600 áhorfendur
fengu sannarlega nokkuð fyrir
aurana sína þegar !ið Tinda-
stóls og Njarðvíkinga leiddu
saman hesta sína í fþróttahús-
inu á Sauðárkróki á sunnu-
dagskvöld. Ekki var hægt að
sjá á leik liðanna að aðeins
væri um aðra umferð í deild-
inni að ræða. Eftir spennandi
leik höfðu heimamenn betur,
76:71.
I I
Gestirnir hófu leikinn með miM-
um hraða og ætluðu sér auðsjá-
anlega að ná í upphafi sem hag-
stæðastri stöðu.
Heimamenn börðust
vel og náðu að stöðva
hverja sókn þeirra af
annarri. Um miðjan
fyrri hálfleiMnn virtist vöm Tinda-
stólsmanna slaka á og það voru and-
stæðingamir fljótir að nýta sér og
ná forskoti, sem mest varð níu stig.
Með því að lagfæra vörnina náðu
heimamenn að komast aftur inn í
leikinn og náðu fyrir hálfleik að
minnka muninn í eitt stig, en Njarð-
víMngar áttu lokaorðin í hálfleikn-
um og skildu sex stig liðin að þegar
þau gengu af velli.
í síðari hálfleik upphófst sama
sagan og í byrjun, miMll hraði og
vissulega mistök á báða bóga og
gekk hvorM né rak hjá hvoragu liði
og þegar liðnar voru tvær og hálf
mínúta af hálfleiknum hafði enn
ekkert stig verið skorað. Þá hrökk
sóknin í gang hjá Tindastólsmönn-
um og með mikilli baráttu og sterk-
um varnarleik tókst þeim að saxa
niður forskot NjarðvíMnga. Þegar
níu mínútur voru eftir af leiktíman-
um komust þeir loks yfir, 61:60.
Það sem eftir lifði leiks var barátt-
an gífurleg og sMptust liðin á um að
hafa forystu. Þegar ein mínúta og
fjörutíu sekúndur voru til loka var
staðan jöfn, 71:71. Þá sýndi Valur
Ingimundarson að hann hefur engu
gleymt og með glæsilegri þriggja
stiga körfu breytti hann stöðunni í
74:71. Njarðvíkingar reyndu hvað
þeir gátu að jafna metin en vöm
Tindastóls var eins og veggur og
þegar þeir náðu boltanum létu þeir
hann ganga og léku mjög yfirvegað.
Þegar fimm sekúndur vora eftir
braut Friðrik Stefánsson Maufalega
á Ómari Sigmarssyni, sem þakkaði
fyrir sig, og innsiglaði sætan sigur
með því að skora úr báðum skotum.
I liði Tindastóls vora John
Woods, Valur Ingimundarson og
Amar Kárason bestir, en einnig
áttu Ómar Sigmarsson, Sverrir Þór
Sverrisson, Skarphéðinn Ingason,
Lárus Dagur Pálsson og Hinrik
Gunnarsson ágætan leik.
í liði NjarðvíMnga var Rodney
Odriek yfirburðamaður. Þeir Her-
Sigurður
lætur reyna
á spelkurnar
SIGURÐUR Sveinsson, þjálfari
og lcikmaður fyrstudeildarliðs
HK í handbolta, getur ekki
beitt sér sem skyldi næstu sex
vikurnar þar sem spelkur voru
settar á löngutöng vinstri
handar í gær. „Ég fór úr lið á
móti KA í fyrsta leik og það
kemur í ljós hvort ég get
spilað á næstunni," sagði
Sigurður við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Bjöm
Bjömsson
skrifar frá
Sáuðárkróki
mann Hauksson og Friðrik Ragn-
arsson áttu góðan fyrri hálfleik, en
náðu sér ekM á strik í þeim síðari.
Þá náði Teitur Örlygsson ekki að
sýna neinn af sínum réttu töktum
og munar um minna. Það er líklega
langt síðan Njarðvíkurliðið hefur
ekM náð að skora nema 22 stig í ein-
um hálfleik.
Keflvíkingar í kröppum dansi
KeflvíMngar lentu í kröppum
dansi þegar þeir mættu Isfirð-
ingum í Keflavík á sunnudagskvöld-
■■■■■■■ ið. Lengstum leit út
Björn fyrir nokkuð öraggan
Biöndai sigur heimamanna en
sknfar undir lok leiksins
náðu Isfirðingar að vinna upp for-
skot heimamanna og komast yfir
92:91 þegar um 19 sekúndur vora til
leiksloka. KeflvQdngar branuðu upp
en misstu boltann og allt leit út fyi'-
ir að ísfirðingum tæMst að hið
óvænta. En þeir misstu boltann líka
og áður en yfir lauk hafði Keflvík-
ingum teMst að setja 5 stig og sigr-
uðu 97:92. í hálfleik var staðan
57:48.
Leikurinn varð þó aldrei spenn-
andi fyrr en rétt undir loMn. Fyrri
hálfleikur einkenndist af miMum
bamingi þar sem dæmdar voru 25
villur, þar af voru 15 á KeflvíMnga
sem mísstu 3 menn útaf undir lok
leiksins. Þeirra á meðal var
Damond Johnson sem var besti
maður vallarins. Þá vora rétt tæpar
3 mínútur til leiksloka og staðan
89:79. Þá var eins og ísfirðingar tví-
efldust á meðan hvorM gekk né rak
hjá heimamönnum. En síðustu mín-
útumar vora æsispennandi og segja
má að úr því sem komið var hafi
KeflvíMngar sloppið með skrekk-
inn.
„Það var fyrst og fremst reynslu-
leysi sem kom okkur í koll og einnig
hversu oft við glopruðum boltanum.
En ég er viss um að við eigum eftir
að gera betur þegar líður á mótið og
liðið fær meiri reynslu,“ sagði Tony
Garbalotto, þjálfari KFÍ. „Isfirðing-
ar eru með gott lið og ég get ekki
annað en verið ánægður með að
sigra þá. Við lékum nú mun betur
en gegn NjarðvíMngum á dögunum
sem vonandi er spor í rétta átt,“
sagði Sigurður Ingimundarson,
þjálfari KeflvíMnga.
Damond Johnson, Fannar Ólafs-
son, Falur Harðason og Hjörtur
Harðarson voru bestu menn Kefl-
víkur en hjá KFÍ þeir James L. Ca-
son, Ólafur Ormsson og Mark Quas-
hi.
Fyrstu stig Þórsara
Þórsarar nældu sér í sín fyrstu
stig í Úrvalsdeildinni í körfu-
bolta með sigri á Snæfelli á heima-
■■■■■■■ velli sínum á Akur-
Krístján eyri á sunnudags-
Kristjánsson kvöld. Sigur Þórs var
nokkuð sanngjarn en
liðið hafði framkvæði í leiknum frá
fyrstu mínútu.
Þórsarar byrjuðu með látum og
skoraðu 9 fyrstu stigin í leiknum.
Gestimir af Snæfellsnesinu komust
þó fljótlega inn í leiMnn en aðeins
örskamma stund. Þeir jöfnuðu 14:14
eftir rúmlega 6 mínútna leik en eftir
það dró aftur í sundur og Þórsarar
leiddu í leikhléi, 41:35.
Heimamenn héldu sínu striki í
seinni hálfleik og náðu mest 13 stiga
forystu eftir miðjan hálfleikinn.
Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu
að ná í skottið á Þórsurum og náðu
að minnka muninn í þrjú stig þegar
rúm ein mínúta var eftir. En Þórs-
arar gáfu sinn hlut ekki eftir og
Morgunblaðið/Kristinn
TRAUSTI Freyr Jónsson átti ágætan leik fyrir ÍA á sunnudaginn. Hér reynir hann að komast
framhjá KR-ingunum Eggerti Garðarssyni og Eiríki Önundarsyni.
skoruðu fjögur síðustu stigin í leikn-
Bandarísku leikmennirnir Lor-
enzo Orr og Rob Wilson voru at-
kvæðamestir í liðum sínum en
einnig sýndu „gömlu“ mennirnir
Konráð Óskarsson hjá Þór og Birg-
ir Mikaelsson hjá Snæfelli ágætis
tilþrif á köflum.
Grindvíkingar í
erfíðleikum með Val
Garðar Páll
Vignisson
skrífar frá
Gríndavík
Það reiknuðu sennilega flestir
með auðveldum sigri heima-
manna þegar Valsmenn heimsóttu
Grindavík á sunnu-
dagskvöld. Gestimir
voru ekM á sama máli
og spiluðu mjög vel.
Heimamenn höfðu
þetta á síðustu 7 mínútum leiksins
og unnu nokkuð örugglega 82:64.
Það að mæta til leiks með hálfum
huga hlýtur að bjóða hættunni
heim. Heimamenn áttu í basli með
Valsmenn allan fyrri hálfleik og
Valsmenn leiddu verðskuldað í hálf-
leik 41:42.
Áhorfendur reiknuðu flestir með
því að Grindvíkingar kæmu sterkir
til seinni hálfleiks, en sú varð ekM
raunin. Heimamenn héldu greini-
lega enn að ekki þyrfti að hafa fyrir
þessum sigri. Valsmenn komu ein-
beittir og leiddu hálfleikinn og náðu
sex stiga forskoti eftir fimm mín-
útna leik í síðari hálfleik. Heima-
menn réðu ekkert við erlendan leik-
mann Valsmanna, Keneth Richards,
sem var bestur í liði gestanna og þá
var Bergur Emilsson sprækur í
fyrri hálfleik.
Eftir leikhlé hjá Val þegar átta
mínútur vora eftir settu heimamenn
í gír bæði í vörn og sókn. Staðan
breyttist úr 59:61 í 74:61 á aðeins
fímm mínútum og gestunum var
fyrirmunað að setja niður eina ein-
ustu körfu. Það sem sMpti greini-
lega sköpum var að áhorfendur
tóku við sér og heimamenn spiluðu
góða vöm. I liði heimamanna var
enginn sem átti neinn sérstakan
leik en Pétur Guðmundsson spilaði
góða vöm á Keneth Richards í lok
leiks sem virtist setja gestina úr
lagi.
Guðmundur Bragason, þjálfari
Grindvíkinga, var ekki hress með
leik sinna manna og sagði: „Þetta
hafðist í restina en við voram að
spila lélega vörn nema síðustu tíu
mínúturnar. Þetta má ekM gerast
aftur að við komum ekki tilbúnir til
leiks. Valur er með ágætis lið og
hittu vel. Ungu strákarnir hjá þeim
eru góðir og Kaninn hjá þeim góð-
ur. Þeir eru búnir að vera að spila
vel í haust og eiga eftir að taka stig í
vetur. Þeir eru með lið sem ekki er
hægt að valta yfir.“
KR engin fyrirstaða fyrir ÍA
Skagamenn léku KR-inga heldur
grátt á Seltjarnarnesinu.
Heimamenn áttu ekkert svar við
■■■■■■■ öflugri vörn gesta
Stefán sinna og Michael D.
Stefánsson Jackson fór á kostum
skrifar með nærri helming
stiganna í miklum ham. Sigurinn
var þó „aðeins" 16 stig, 93:77, því
Skagamenn slökuðu heldur á klónni
í lokin.
Það sást frá fyrstu mínútu að
Skagamenn ætluðu að kasta sér á
eftir hverjum bolta og þeir náðu
upp góðri baráttu á meðan KR-ing-
um vora ákaflega mislagðar hendur
því þeir misstu boltann ítrekað í
hendur gesta sinna. Vörn ÍA var
sterk og í sókninni fór Michael ham-
föram og skoraði helminginn af
stigum liðsins fyi’ir hlé. Þannig var
fram í miðjan síðari hálfleik, þá
tóku KR-ingar leikhlé og ákváðu að
snúa vörn í sókn með því að auka
hraðann og taka vörnina betri tök-
um. Það tók tíma að sMla sér og var
ekM nóg til að snúa dæminu við.
„Við komum hreinlega ekki til-
búnir í þennan leik og voram á hæl-
unum allan leiMnn auk þess sem
þeir vora sterkir og erfiðir í sókn-
inni á meðan ekkert gekk í sókninni
hjá okkur,“ sagði Eiríkur Önundar-
son, sem var stigahæstur hjá KR.
„Við áttum góðan leik á Akureyri en
slakan núna svo það verður sest nið-
ur og athugað hvað fór úrskeiðis."
Það var öllu betri tónn í Alexand-
er ErmolinsM, þjálfara og leik-
manni ÍA. „Það tók á í byrjun og
það var erfiðast að loka fyrir
þriggja stiga skytturnar þeirra en
þegar það gekk fór að ganga betur
þó að við höfum aðeins misst tökin í
loMn,“ sagði hann. „LeiMnn unnum
við á góðri vöm í hálftíma auk þess
sem nýi leikmaðurinn okkar, Mich-
ael D. Jackson, er allur að koma til
og smella saman við liðið.“
Haukar sterkari
Haukar sigruðu Skallagrím,
90:83, og hlutu þar með fyrstu stig-
in sín í deildinni. Haukar gerðu
fyrstu fjögur stig leiksins og gáfu
þar með tóninn. Þeir höfðu yfir all-
an leikinn en gestirnir voru aldrei
langt undan. Staðan í hálfleik var
38:30. Minnstur var munurinn fjög-
ur stig í síðari hálfleik, 49:45.
Skömmu síðar meiddist Tómas
Holton, sem hafði verið sterkur í
vörn Skallagríms. Það munaði
miklu fyrir Borgnesinga og Haukar
nýttu sér það og var sigur þeirra
aldrei í hættu eftir það. Myron Wal-
ker var yfirburðarmaður á vellin-
um, gerði 35 stig fyrir Hauka.