Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Þrettán Haukamörk eftir hraðaupphlaup Morgunblaðið/Arnaldur LITHÁINN Robertas Pauzelis, leikmaður Selfyssinga og fyrrver- andi leikmaður ÍBV, stekkur hér hátt en Haukamaðurinn Sigur- jón Sigurðsson er með hann í öruggum höndum. HAUKAR eru í þriðja sæti eftir sigur á Selfyssingum, 35:27, á heimavelli sínum í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og voru tveimur mörk- um yfir í hálfleik, 16:14. Leik- urinn var hraður og sem dæmi um það gerðu Haukar 13 mörk eftir hraðaupphlaup. Það var kraftur í Haukaliðinu í fyrri hálfleik og eftir að það náði forystu 6:5 þegar tíu mínútur voru liðnar lét það Vaiur B forystuhlutverkið Jónatansson ekki af hendi. Þeir skrífar náðu mest fjögurra marka forystu í hálf- leiknum en Selfyssingar náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar flautað var til hálfleiks, 16:14. Atli Marel skoraði fyi’sta mark síðari hálfleiks og þá var eins marks munur og allt í einu orðin spenna. En hún var ekki langvinn því Haukar gerðu næstu fjögur mörk og þá var ljóst hvert stefndi. Sóknarleikur gestanna var slakur og hvað eftir annað komust Hauk- ar inn í sendingar þeirra og brun- uðu upp og skoruðu. Jón Freyr Egilsson var þai’ fremstur í ílokki, gerði alls fímm mörk eftir hraða- upphlaup. Þegar sex mínútur lifðu af leiknum var munurinn sex mörk, 30:24. Þá gerðust heimamenn kærulausir og Selfyssingar eygðu vonarneista er þeir gerðu næstu þrjú mörk, 30:27, og rúmar fjórar mínútur eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Gerðu fimm síðustu mörkin á meðan sjö síðustu sóknir Selfyssinga i-unnu út í sand- inn. Leikurinn var hraður og mikið um mistök í sóknarleik beggja liða. Það sem Haukar höfðu umfram Selfyssinga voru vel útfærð hraða- upphlaup. I fyrri hálfleik voru sóknimar 29 á hvort lið og þótti mikið, en 33 í síðari hálfleik. Sókn- arleikur liðanna stóð yfirleitt ekki lengur en í 15 sekúndur. Það var eins og liðin væru að keppa um hvort þeirra væri fljótara að ljúka sókn. Leikurinn líktist því helst tennis á köflum - slíkur var hrað- inn. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við leik liðs- ins þrátt fyrir sigurinn. „Það eru enn miklir vankantar á leik okkar og við eigum töluvert í land. Það vantar stöðugleika og það er eins og við eigum í erfiðleikum með að stjóma leik. En baráttan var góð og hún fleytti okkur alla leið að þessu sinni. Við fáum á okkur allt of mörg mörk, 31 á móti IR og nú 27 og það er of mikið. Liðið er mjög breytt frá í fyrra og ég er því enn að stilla strengina," sagði þjálf- arinn. Oruggt hjá HK Við mættum ákveðnir til leiks og ætluðum okkur ekkert annað en sigur. Vörnin small vel saman, þannig Sigmundur Ó. að við náðum Steinarsson 0ft að vinna skrifar knöttinn og bmna fram í hraðaupphlaup og skora,“ sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, eftir sigur á ÍR 27:24. Sigurður var mjög ánægður með leik Helga Arasonar. „Hann náði að halda Ragnari Óskarssyni niðri, þannig að Ragnar skoraði ekki mörg mörk með langskotum.“ Það var góð barátta hjá leik- mönnum HK, sem gerðu út um leikinn um miðjan seinni hálf- leik. Kristján Halldórsson, þjálf- ari IR-inga, bað um leikhlé er staðan var 19:18 fyrir HK. Hann messaði yfir sínum mönnum og sagði m.a.: „Þetta er ekki hand- bolti sem þið eru að leika.“ Það var rétt hjá Kristjáni, en ræðu- höld hans dugðu ekki, því ÍR- ingar skoruðu ekki mark í tólf mín. eftir þau. HK-menn gerðu út um leikinn, skoruðu sex mörk í röð, 25:18. IR-ingar voni hug- myndasnauðir og voru með ótímabær skot, sem varnarmenn HK vörðu. Leikmenn HK gáfu eftir undir lok leiksins og náðu IR-ingar þá að minnka muninn í þrjú mörk. Það voru markverðir ÍR-liðs- ins, Hallgrímur Jónasson og Hrafn Margeirsson, sem komu í veg fyrir að sigur HK yrði ekki stærri. Stórbrotin mark- varsla Reynis Þórs Það var æði karlmannleg íþrótt sem iðkuð var í KA-heimilinu á sunnudagskvöldið þegar heima- ■■■■■■ menn tóku þéttings- Stefán Þór fast á móti IBV og Sæmundsson virtust ætla að nið- sknfar urlægja Vestmanna- eyinga á handbolta- sviðinu. KA-menn náðu 9 marka forskoti í þessum hörkuleik og voru lengst af mun betri en segja má gestunum til hróss að þeir gáfust aldrei upp, fundu ráð til að snúa leiknum sér í hag og minnk- uðu muninn í tvö mörk þegar enn voru sex mínútur til leiksloka. Heimamenn björguðu sér þó fyrir horn og sigruðu, lokatölur 24:22. KA-menn voru ekki árennilegir í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu 4 fyrstu mörkin og Reynir Þór Reynisson mætti heitur til leiks. Halldór Sig- fússon og Leó Örn Þorleifsson fóru á kostum í sókninni og vörnin var sterk. Guðfinnur Kristmannsson skoraði fyrsta mark IBV eftir 7,40 mín. en KA-menn héldu sínu striki. Þeir komust í 14:7 áður en blásið var til leikhlés og var Reynir Þór þá búinn að verja 14 skot í mark- inu. Hann hafði t.a.m. stórskyttuna Rakonovie algjörlega í vasanum. Fátt benti til annars en að KA- menn myndu vinna stórsigur því þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og danska skyttan Lars Walther biýndi klærnar. Staðan var 18:9 eftir 6 mínútur og 20:11 eftir 9 mínútur. Þá kom rispa hjá IBV og þeir minnkuðu muninn í 20:14 og í stöðunni 22:16 hrökk allt í baklás hjá KA. Sverrir Björnsson var tekinn úr umferð, sóknarleikurinn riðlaðist, leikmenn IBV voru grimmir í vörninni og Guðfínnur Kristmannsson tók til sinna ráða í sókninni. IBV átti nú næstu fjögur mörk en KA-menn skoruðu ekki mark í 8 mínútur. Staðan var skyndilega orðin 22:20 og rúmar 6 mínútur eftir. Það urðu langar mínútur, mistök og tauga- veiklun á báða bóga og harkan stigmagnaðist. Dómararnir voru við það að missa tökin en leikurinn kláraðist þó stórátakalaust, hvort liðið bætti tveimur mörkum við og KA-menn önduðu léttar. Reynir Þór sýndi hvers vegna hann er landsliðsmarkvörður, varði alls 25 skot. Halldór, Leó og Lars áttu líka skínandi leik. Hjá IBV voru Cernauskas og Guðfinnur at- kvæðamestir og Sigmar Þröstur stóð fyrir sínu í markinu. Þá skor- aði Daði Pálsson skemmtileg mörk úr vinstra horninu. BJÖRGVIN Þór Björgvinsson átti „Astzfejv þarf tíma til FRAM og FH þekkja það vel að vera í fremstu röð í handboltan- um, voru reyndar stórveldi á ár- um áður, en hafa þurft að bíða nokkuð lengi eftir íslandsmeist- aratitlinum, einkum Framarar. Þeir virðast þó til alls líklegir í vetur og FH-ingar hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Fram hafði betur á móti FH í undan- úrslitum úrslitakeppni íslands- mótsins á liðnu tímabili en tapaði síðan ■■■■■■ fyi’ir Val í úrslitum. Nú Steinþór eru Framarar reynsl- Guðbjartsson Unni ríkari, þeir bjuggu skrifar vig Vel undir nýhafið tímabil og eru efstir að þremur umferðum loknum. FH-ingar geta ekki brosað eins breitt, eru í fall- sæti eins og er. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, var sannfærður um sigur sinna manna á FH í fyrrakvöld þótt útlitið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.