Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 9

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 9
LASER TAG & HASKÓLABÍÓ KYNNA BROKK BERSERK > CBRICK BflZOOKflJ STÓRSKOTALIÐI ■*4 [ N r.SMÁLL^. 5oldier5 MUNiÐ NETLEIKINN A www.visir.is Zoff velur ítalska landsliðið DINO Zoff, nýráðinn lands- liðseinvaldur Itala, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Sviss í undanriðli EM, sem fram fór í Udine 10. október nk. Hópurínn er þannig skipaður: Markverðir: Gianluigi Buffon (Parma), Francesco Toldo (Fiorentina). Varnarmenn: Fabio Canna- varo (Parma), Giuseppe Favalli (Lazio), Paolo Maldini (AC Mil- an), Christian Panucci (AC Mil- an), Gianluca Pessotto (Juvent- us), Moreno Torricelli (Fiorent- ina). Miðjumenn: Demetrio Al- bertini (AC Milan), Jonathan Bachini (Udinese), Giuliano Gi- annichedda (Udinese), Dino Baggio (Pai’ma), Diego Fuser (Parma), Luigi Di Biagio (Roma), Eusebio Di Francesco (Roma). Sóknarmenn: Enrico Chiesa (Parma), Alessandro Del Piero (Juventus), Filippo Inzaghi (Juventus), Francesco Totti (Roma), Nicola Ventola (Inter Milan). MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 B 9 . KNATTSPYRNA , Heuters ÞRIR leikmenn 1860 Múnchen, Jochen Kinetz, Michael Hofmann og Michel Dinzey fagna sigri á Nurnberg, 5:1. Múnchenarliðið er í öðru sæti í Þýskalandi. Dortmund batt enda á sigurgöngu Bæjara Borussia Dortmund batt enda á sigurgöngu Bayern Miinchen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina er liðin gerðu 2:2-jafnteíli á Ólympíu- leikvanginum í Múnchen. Fyrir leik- inn höfðu Bæjarar unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni, en misstu 2:1- forystu niður í jafntefli þegar IChristian Nerlinger skallaði í netið af stuttu færi snemma í seinni hálfleik. Neriinger kom til liðs við Dortmund fyrir leiktíðina frá Bayern og hlaut fyrir vikið heldur óblíðar viðtökur áhorfenda úr hópi heimamanna. Dortmund hefur átt í nokkrum erfíðleikum síðan liðið sigraði í Meistaradeildinni 1997 og byrjunin í deildinni hefur ekki verið góð. Góð byrjun gegn toppliði Bæjara kom 1 því nokkuð á óvai-t og Svisslending- Iurinn Stephane Chapuisat kom Dortmund yfíi’ eftir röskan stundar- ~ fjórðung. Heimamenn létu það þó ekki á sig fá og jöfnuðu metin innan H' mínútu með marki Brasilíumannsins Giovane Elber. Félagi hans í fram- línunni, Carsten Jancker, bætti öðru marki við skömmu síðar, en Nerlin- ger jafnaði síðan metin í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. í hinum sunnudagsleiknum sigr- aði Duisburg lið Stuttgart með tveimur mörkum gegn engu og náðu þannig að rífa sig upp eftir háðulega útreið gegn Þórði Guðjónssyni og félögum í belgíska liðinu Genk á fimmtudagskvöld. Miðvallarleik- maðurinn Thomas Hörsen og Markus Beierle skoruðu í sitt hvor- um hálfleiknum, en lið Stuttgart olli vonbrigðum með slökum leik. Stórsigur Hertha Eyjólfur Sverrisson var fjarri góðu gamni um helgina er lið hans, Hertha Berlín, vann stórsigur á Bor- ussia Mönchengladbach, 4:1. Þetta var fjórði sigur Berlínarliðsins í jafn mörgum leikjum og hetja dagsins var Michael Preetz, sem skoraði þrennu. Aður hafði Sixten Veit kom- ið liðinu yfir snemma leiks, en aust- urríski markahrókurinn Toni Polster jafnað metin. Snemma í seinni hálfleik var varnarmanninum Mich- ael Klinkert í liði Mönchengladbach vikið af velli og þá tók áðurnefndur Preetz til sinna ráða. Lið 1860 Múnchen hefur komið allra liða mest á óvart það sem af er leiktíðarinnar og um helgina burstaði liðið Núrnberg á útivelli, 1:5. Múnchenarliðið þykir leika skemmtilega knattspyi’nu og skorar mörg mörk. Sú varð á hinn bóginn ekki raunin í þremur leikjum um- ferðarinnar, sem öllum lyktaði með markalausu jafntefli. Tveir leikir þóttu þá hafa ótvirætt skemmtana- gildi - meistarar Kaiserslautern og Bayer Leverkusen skildu jöfn - 2:2, og Hansa Rostock sigraði Werder Bremen með tveimur mörkum gegn einu. Fiorentina með Loksins sig- ur í París Kynningarfundur Skíðadeildar KR mánudaginn 12. okt. 1998 kl. 20.00 Haustæfingar allra flokka eru hafnar hjá Skíðadeild KR 12 ára og yngri Fimmtudaga kl. 17.00-18.00 í KR-heimilinu Sunnudaga kl. 11.00-13.00 f Ármannsheimilinu við Sóltún Fyrir Mosfellsbæ, 12 ára og yngri Fimmtudagar kl. 17.00-18.00 við Sundlaug Mosfellsbæjar 13 ára og eldri Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudagar kl. 18.30-19.45 við Sundlaugina í Laugardal. Sunnudaga kl. 11.00-13.00 í Ármannsheimilinu í Sigtúni. Upplýsingar um æfingar eru á símsvara 511 5525. Nánari upplýsingar um starf Skíðadeildar KR veita: Heimir Sigurðsson hs. 551 3966/heimir@esso.is Guðmundur Jakobsson hs. 552 4256/giakobs@ossur.is Stjórnin. fullt hús stiga FRÖNSKU meistaraniir í Lens unnu fyrsta sigur sinn á París Saint Germain siðan um miðj- an áttunda áratuginn um helg- ina er varamaðurinn Wagneau Eloi skoraði eina mark leiksins á elleftu stundu. Lens hafði fram að þessu sótt Parísarliðið heim í tuttugu og eitt skipti án þess að hafa þar sigur og nítján sinnum tapað, en byrjun PSG á leiktiðinni liefur verið afleit og ekki bætti úr skák að liðið féll í vikunni út í fyrstu umferð Evrópukeppni bikar- hafa. Leikmenn liðsins sáu aldrei til sólar gegn Lens og allt var þeim í mót, ítalinn Marco Simone misnotaði víta- spyrnu skömmu fyrir leikslok og litlu síðar var bakverðinum Jimmy Algerino vikið af leik- velli fyrir ljótt brot. MarseiIIe sigraði Toulouse með tveimur mörkum gegn engu. Aðeins munar nú einu stigi á Marseille og toppliðinu Bordeaux. Skálafelli FIORENTINA frá Flórens hefur fullt hús stiga eftir fjorar fyrstu umferðir ítölsku 1. deildarinnar. Liðið bar sigurorð af Udinese á sunnudag og gerði Brasilíumaðurinn Edmundo eina mark leiks- ins örfáum andartökum fyrir leiklok. Fiorentina hefur komið mjög á óvart í þessum fyrstu umferðum og hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma undir stjórn þjálfarans Giovannis Trappaonis, sem er nú snúinn heim eftir að hafa haldið um stjórnartauma hjá Bayern MCinchen. Annað lið sem hafið hefur keppn- istímabilið af krafti er Intern- azionale frá Mílanó. Það lið hefur gert eitt jafntefli og bætti þriðja sigri sínum við um helgina er Perugia kom í heimsókn á San Siro. Chilebúinn Ivan Zamorano kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og í þeim seinni bætti franski heimsmeistar- inn Youri Djorkaeff öðru marki við. Leikmenn Inter höfðu hlotið harða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Meistaradeildinni nú í vikunni, þar sem tókst naumlega að vinna aust- urríska liðið Sturm Graz, en á sunnudag voru þau vandræði á bak og burt og sigur liðsins var aldrei í hættu. Jöfn í þriðja til fjórða sæti eru lið Juventus og AC Milan. Bæði unnu þau um helgina, Filippo Inzaghi gerði eina mark Juve í l:0-sigri á Pi- acenza og aftur var varamarkvörð- urinn Michealangelo Rampulla í aðalhlutverki. Rampulla varði víta- spyrnu í leik Juve við norsku meist- arana í Rosenborg í Meistaradeild- inni á miðvikudag og á sunnudag mátti hann enn taka á öllu sínu gegn hættulegum framherjum Piacenza, einkum Simeone Inzaghi, yngri bróður markaskorarans í hinu liðinu. AC Milan beið lægri hlut fyrir Fiorentina í síðustu viku, en náði að rétta sinn hlut með 0:2-sigri í Fen- eyjum. Þjóðverjinn Oliver Bierhoff skoraði snemma leiks og Brasilíumaðurinn Leonardo bætti öðru marki við um seinni hálfleikinn miðjan. Frábær frammistaða þýska markvarðarins Jens Lehmanns kom í veg fyrir að leikmenn Venezia gerðu fyrsta mark sitt á leiktíðinni, en smám saman dró úr kappi þeirra þótt á heimavelli væru og ekki bætti úr skák þegar Guiseppe Iachini var rekinn af velli í seinni hálfleik fyrir mótmæli. Ur öði-um leikjum bar helst til tíðinda að Roma tapaði fyrsta leikn- um á tímabilinu - gegn Sampdoria. Bologna og Parma gerðu marka- laust jafntefli, en Parma hefur aðeins gert eitt mark í fyi’stu fjórum leikjunum. Milljarðalið Lazio náði að sigra Cagliari, 2:0, þrátt fyrir að vera án níu fastamanna og er komið í sjöunda sæti eftir heldur dapra byrjun á leiktíðinni. Skíðadeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.