Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 26

Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI SIÐUMULA 1 SÍMI 533 1313 FAX 533 1314 VANTAR ■ 3-4ra herbergja í Háaleitishverfi. £ Álftamýri og Safamýri 3-4ra herbergja íbúðir. ■ Sérhæð i Safamýri vantar á skrá 6 Átt þú 4-5 herbergja íbúð í Teigum, Túnum eða Sundum, þá vantar okkur íbúðina þína. ■ Sérhæð í vesturbæ ® Einbýli vantar í vesturbæ ■ Raðhús í Fossvogi ■ Einbýli, raðhús, parhús í Breiðholti. ■ Ártúnsholt. Leitum að eign á verðbilinu 12—14 milljónir. Fyrirþásem hafa áhuga og vilja minnka við sig, þá höfum við eign á sama svæði. Atvinnuhúsnæði Gilsbúð Gb. Um er að ræða 200 fm steinhús með um 6 metra lofthæð. 2 t. hlaupaköttur, 380 volt þriggja fasa raf- magn, 100 Amper. 4x4 m innkeyrsludyr. Skrifstofa og kaffistofa fylgir. Góð lán fylgja. Einbýlishús Holtsbúð Gb. Um 312 fm hús sem er í dag skipt f hæð, 148 fm, og 48 fm bílskúr, auk tveggja íbúða á jarðhæð, 116 fm sem er 2ja herb. og stúdíóíbúð. Möguleiki að skipta á minna. Malarás Um 281 fm hús sem skiptist I góða hæð með þremur svefnherbergjum, stofu og borðstofu. Á neðri hæð er gott unglingaherbergi og annað stærra. Bílskúr er innbyggður 38 fm. Sólskáli og falleg ver- önd I suðaustur. Gott ástand. www.fron.is - e-mail: fron@fron.is Lækjargata Hf. Um er að ræða 150 fm einbýli á 3 hæðum. Kjallari, hæð og ris. í gamla bænum. Með frábærum garði. Kjall- arinn þarfnast standsetningar. Verð 9,7millj. Rað- og parhús Fannafold Um 150 fm vandað parhús á einni hæð með 24 fm bflskúr. Vel innréttað hús með 4 svefnh. og góðri stofu. Áhv. 3,5 millj. Byggsj. Verð kr. 12,5 millj. Hæðir Hrísateigur. Falleg 3ja herbergja 85 fm sérhæð með 16 fm vinnuskúr sem býður upp á stækkunarmöguleika. Innréttingar f eldhúsi og baði eru nýjar ásamt nýjum pípu- lögnum og gleri. Verð 8,8 millj. Kóngsbakki. Skemmtileg 90 fm íbúð á 3ju hæð I blokk, sem nýlega er búið að taka f gegn ásamt sameign. 3 svefnher- bergi, rúmgott baðherbergi, eldhús með korkflísum og þvottaherbergi inn af. Stofa er björt og góðar suðursvalir. Sameign nýlega standsett. Verð 6,8 millj. 3ja herb. Krummahólar. 75 fm íbúð á 5. hæð í lyftublokk. Svalir I suður. Frábært útsýni. Ibúðin öll nýmáluð. Sameign i góðu standi. Áhv. 3,7 millj. Verð kr. 6,3 millj. Flyðrugrandi. 1 þessu barnvæna hverfi er nú í sölu 67,8 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Með svalir í vestur. Áhv. 670 þús. Byggsj. Verð kr. 6,3 millj. Engjasel. Um 94 fm hæð og risíbúö I 3ja hæða blokk með stæði i bílskýli. Parket á öllu nema baði og eldhúsi. Pessi býður uppá góða möguleika. Laugavegur. Petta er stórglæsileg 2-3ja herbergja fbúð ofarlega á Laugavegi. ALLT NÝTTI T.d. gólfefni, innréttingar, gler og fl. Þessari skaltu ekki missa af. Verö 7,3 millj. Mávahlíð Ris, Notaleg 40 fm fbúð á frábærum stað í Hhlíðunum. Parket á gólfum. Húsið er f ágætu standi. Áhv. 2,5millj. Vallarás. 83 fm íbúð á 4. hæð í lyf- tuhúsi. Vel skipulögð ibúð. Parket og flísar á gólfum. Eldhús með nýlegri innréttingu. Svalir með yfirbyggðum sól- palli. Verð 7,3 millj. Áhv. 4,5 millj. 2ja herb. Þangabakki, Um er að ræða 62,5 fm íbúð á 6. hæð í fjölbýli með lyftu. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Verð 5,6 millj. Hrafnhólar. Þessi getur losnað fljótt. Um er að ræða rúmgóða 64,4 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í þriggja hæða blokk. Hús nýmálað. Góð staðset- ning. Áhv. 3 millj. \ áÍ 'ú' l 1 l_t 1 í i fc jRT i bJL- - safl gjjit úi Ji i r7'~:r Hraunbær. Stórglæsileg 65,6 fm íbúð f viðhaldsfríu fjölbýli. Öll fbúðin er nýlega uppgerð. Mahony parket á allri íbúðinni en flísar á baði. Sjón er sögu ríkari. Skólatún Álftan. Björt og falleg ca 60 fm íbúð á efri hæð á þessum eftirsótta stað í litlu fjölb. Parket á gólfum og vandað- ar innr. Áhv. 3,4 millj. húsbr. Verð 5,9 millj. 0587 Nýbyggingar Mosfb. Um 150 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Steniklætt að utan. Húsið getur skilast fullbúið, fokhelt eða tilbúið undir tróverk. Áhv. 5,5 millj. húsbréf. Skilast á þre- mur byggingastigum. Námstefna um fram leiðni og viðhald í byggingarððnaði ALDURSDREIFING húsa. RANN SÓKNASTOFNUN bygg- ingariðnaðarins stóð nýlega fyrir námstefnu um framleiðni og viðhald í byggingariðnaði. Erindi á ráð- stefnunni fluttu Hans Jörgen r Larsen frá Danmörku. Age Hallquist frá Noregi, Bertil Petter- son frá Svíþjóð og Björn Marteins- son af íslands hálfu. A námstefnunni kom fram mikil- vægi vandaðs undirbúnings allra byggingarframkvæmda og undir- strikað mikilvægi reglulegs viðhalds. Erindi Bjöms Marteinssonar verkfræðings á Rb byggðist að mikiu leyti á skýrslu sem kom út árið 1997 hjá Rb. Skýrslan heitir ,Ástand mannvirkja og viðhalds- þörf'. Rannsóknaverkefnið var styrkt af Húsnæðisstofnun og Rannsóknarráði Islands. Höfundar eru Benedikt Jónsson og Bjöm 'Marteinsson sérfræðingar á Rb. „Húsin í landinu - aldur þeirra og ástand Á þessari öld hafa landsmenn svo til alveg endumýjað þann húsakost sem til var í landinu um síðustu aldamót og til viðbótar byggt mikið vegna fólksfjölgunar og breyttra þjóðfélagshátta. Fólksfjölgun, flutn- ingur fólks úr dreifbýli í þéttbýli og minnkandi fjölskyldustærð, samfara óskum um aukið rými á hvem ein- stakling, hefur kallað á verulegar ný- byggingarframkvæmdir. Á sama tíma hefur þörf fyrir atvinnuhúsnæði og opinbert húsnæði vaxið mikið. Vegna þessa hefur aukning í húsakosti verið mjög mikil síðustu áratugi og meðalaldur húsnæðis því fremur lágur hérlendis. I landinu em nú alls til tæplega 108 þúsund byggingar að meðtöldu íbúðar- og atvinnuhúsnæði, útihús í sveitum undanskilin, alls 78,9 milljón rúmmetrar. Fasteignamat þessa húsnæðis er alls 860 miiljarðar, en endurstofnverðið (metinn nýbygg- ingarkostnaður) er alls 1495 millj- arðar. Meðalaldur bygginga lands- manna er um 29 ár. Byggingar, aðr- ar en íbúðarbyggingar, hafa verið meira en helmingur alls byggingar- magns undanfarin 30 ár. Nýbygg- ingar hafa til þessa verið langmest áberandi í byggingariðnaðinum en nú mun viðhalds bygginga fara að gæta meira, samfara samdrætti í nýbyggingum frá því sem mest var. Þetta mun valda breytingu á bygg- ingariðnaðinum sem atvinnugrein þar sem verksvið, efnisnotkun og verklag þarf að taka mið af breyttu hlutverki. Varðandi framkvæmd alla, og til að tryggja áframhaldandi verðmæti fasteignanna, skiptir ennfremur mjög miklu máli fyrir húseigendur og þjóðarbúið í heild að umráða- menn húsnæðis geri sér grein fyrir hvemig viðhaldsþörf mannvirkja verði best háttað og hversu mikil fjárþörf fylgir aðgerðunum. Ending og viðhalds- þörf mismunandi Ending og viðhaldsþörf er mis- munandi eftir byggingarhlutum, byggingarefnum og aldri bygginga en er einnig háð fyrra viðhaldi. Lé- legt eða rangt viðhald getur haft áhrif á endingu byggingar þannig að endurbyggingar sé þörf fyrr en ella. Félagsvísindastofnun HI gerði 1996 viðhorfskönnun meðal húseig- enda, iðnaðarmanna og hönnuða og er þar að finna mjög fróðlegar upp- lýsingar. I úttektinni voru húseig- endur m.a. spurðir um hverju viðhaldskostnaður sé talinn nema á ári hverju. Fram kemur að af 144 aðspurðum húseigendum telja 52% þeirra árlega viðhaldsþörf íbúðar- húsnæðis vera innan við 50 þúsund krónur og 24% að hún liggi á bilinu 50-150 þúsund, en 6% telja kostnað vera meiri. Uppgefínn viðhaldskostnaður mannvirkja endurspeglar lágan meðalaldur húsnæðis hérlendis, auk þess að kostnaðurinn kann að vera vantalinn. Viðhaldskostnaður á bil- inu 50-150 þúsund á ári samsvarar um 0,6-2% af nýbyggingar- verðmæti íbúðar eða allt að 1% af hliðstæðu verðmæti sérbýlis, en þessi kostnaður mun hækka með vaxandi aldri húsnæðis. Hliðstæðar niðurstöður fengust úr könnun Rb sem greint er frá í áðumefndri skýrslu. Athuganir á ástandi húsa, um- fangi viðhalds og viðhaldskostnaði hafa aðeins verið gerðar að óveru- legu leyti, en heildarkostnaður er metinn á 20 milijarða á ári. Viðhaldskostnaður íbúðarhúsnæðis er að meðaltali 1-2% á ári af ný- byggingarverðmæti. Viðhalds- kostnaður íbúðarhúsnæðis að verðmæti 10 milljónir yrði t.d. að jafnaði 100-200 þúsund á ári.“ Nokkrir fróðleiksmolar Að lokum eru hér dregnir saman nokkrir fróðleiksmolar frá þeim Bimi og Benedikt: - Loftafletir innanhúss eru til samans áætlaðir rúmlega 20 millj- ón fermetrar og yfirborð inn- veggja og útveggja að innan eru 45 milljón fermetrar til viðbótar. Til samans er um að ræða rúm- lega 65 milljón fermetra slíkra flata innanhúss, en til að endur- mála þá einu sinni þarf um 6,5 milljón lítra. Ef gert er ráð fyrir að fletirnir séu að jafnaði málaðir á 10 ára fresti þá þarf til þess um 650 þúsund lítra af málningu á ári. - Glerflötur glugga er áætlaður um þrjár milljónir fermetra. Miðað við 18 ára meðalendingu tvöfalds verksmiðjuglers þarf að jafnaði að skipta um tæplega 170 þúsund fer- metra glers á ári. - í landinu eru um 1,5 milljón gluggar með alls um 900 þúsund opnanleg fóg og rúmlega 11 milljón- ir lengdarmetra af körmum og póst- um. Gera má ráð fyrir að mála þurfí timburverk utanhúss á 2-6 ára fresti eftir aðstæðum. - Þakflötur er áætlaður alls 12,6 milljón fermetrar, til þess að mála þann flöt allan þarf um 1,5 milljónir lítra af málningu. - Steyptur (og múraður) út- veggjaflötur er alls áætlaður um 10 milljón fermetrar. Til að endurmála þessa fleti þarf samtals um 1 milijón lítra, en einnig þarf að gera við steypu í hluta flatanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.