Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER1998 MORGUNBLAÐIÐ Frá Bræðra- borgarstíg til Bessastaða Það er ekki oft sem heil þjóð drúpir höfði og sam- einast í harmi vegna fráfalls manns eða konu, rétt eins og fjölskyldumeðlimur hafí látist. Ellert B. Schram segir fráfall Guðrúnar Katrínar hafa haft slík áhrif, þjóðin hafi fundið í forsetafrúnni sam- nefnara og afsprengi íslenskra alþýðuheimila og veltir því fyrir sér hvort þráðurinn milli æskuheim- ilisins við Bræðraborgarstíg og Bessastaða kunni ekki að vera leyndardómurinn við vinsældir og verðleika Guðrúnar Katrínar. VIÐ lifum og deyjum. Það er lífsins gangur. Og dauðans. Öll erum við dauðleg mannanna börn en samt er það segin saga að dauðsfall kemur okkur í opna skjöldu. Sem reiðarslag. Þetta þekkjum við öll þegar manninn með ljáinn ber niður í fjölskyldu eða vinahóp. Við syrgjum og söknum. A hverjum degi birtast dánartilkynningar og minningargreinar og við sýnum þeim hlut- tekningu, sem eiga um sárt að binda. Það er hinsvegar ekki oft sem heil þjóð drúpir höfði og sameinast í harmi vegna fráfalls manns eða konu, rétt eins og fjölskyldumeð- limur hafi látist. Það heitir þjóðarsorg. Slíka þjóðarsorg höfum við upplifað, Islendingar, þessa dagana. etta er í rauninni mun merkilegra fyir þá sök að Guðrún Katrín var ekki aðeins eiginkona manns, sem lengi hefur staðið í stjórnmálavaf- stri og forystu eins flokks, sem aðeins lítill hluti þjóðarinnar styður. Hún hafði sjálf verið í framboði og stjómmálum. Þess utan má ekki gleyma því að Guðrún Katrín var ekki kjörin til metorða eða mannvirðinga, heldur hafði hún fylgt manni sínum til Bessastaða. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr hlut hennar og hlutverki, heldur til að minna á að þau forsetahjónin voru ekki óumdeild og Guðrún Katrín kom í rauninni fyrst fram á sjónarsvið alþjóðar þegar hún fylgdi manni sínum í kosninga- baráttunni fyrir litlum tveim árum. Með öðrum orðum: Það geta ekki hafa verið verk hennar, sem hafa unnið hug og hjarta þjóðarinnar heldur þessir óútskýran- legu persónutöfrar sem allt í einu fengu not- ið sín til fulls. Og ég væri ekki hissa á því þótt minningin um Guðrúnu Katrínu for- setafrú eigi eftir að lifa með þjóðinni, lengur en öll við, sem vorum henni samferða. Ekki fyrir það að hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunnar með bumbuslætti eða pólitísku brambolti. Ekki með þvi að drýgja hetjudáðir eða vísindaleg afrek. Heldur með því að vera sífellt hún sjálf, samkvæm sjálfri sér og með sjálfri sér. Sú samúð og sorg, sem við höfum orðið vitni að, síðan fregnin um lát forsetafrúarinnar barst til landsins, er sprottin af þessum eiginleikum hennar. Þjóðin er slegin harmi í líkingu við hluttekn- ingu Breta, þegar lát Díönu prinsessu spurðist. Það er ekki leiðum að líkjast. Hún var alin upp á Bræðraborgar- stígnum, hún Búbba. Vesturbær- inn í þá daga var lágreistur átt- hagi sjómanna og lágtekjufólks. HUGSAÐ UPPHÁTT GUÐRUN Katrín les fyrir leikskólabörn. Verkamannabústaðir, þröngsetnar blokkir, kampar, bárujárnsklædd heimili þess alþýðufólks, sem ruddi brautina til sjálf- stæðis og frjálsræðis nútímans. Vestan við Bræðraborgarstíginn stóðu svokölluð sam- vinnuhús. Þar bjuggu margir framsóknar- menn, með Eystein Jónsson og Steingrím Steinþórsson í broddi fylkingar og í einu slíku samvinnuhúsi hafði sjómaðurinn Þor- bergur Friðriksson reist sér bústað. Hann var fallinn frá þegar leið mín lá í það hús til heimsókna til yngsta sonar hans, Þorbergs, bróður Búbbu. Við Þorbergur vorum skólafélagar og spiluðum saman bridds frá unga aldri. Þar bjó Guðrún mamma þeirra systkina með bömin sín fjögur, sjómann- sekkja á peysufötum, fíngerð og falleg svo af bar. Gekk hljótt og snyrtilega um. Það kom eiginlega af sjálfu sér að við ungling- amir bæmm virðingu fyrir henni. Það var ekki stórt í sniðum, í fermetmm talið, húsið það, og sjálfsagt þröngt á þingi fyrir tápmikla unglinga, bömin hennar Guðrúnar og alla vini þeirra. En það var einhver dulúðugur menningarbragur yfir þessu litla heimili á Bræðraborgarstígnum, hlýtt og notalegt og andi Guðrúnar Bech vakti þar yfir öllu og birtist okkur í aga og snyrtimennsku. Og þarna sáum við stund- um, strákarnir, yngri heimasætuna, þai- sem hún sprangaði inn í stofuna, geislandi af fegurð, sem ekki fór fram hjá neinum. Ekki einu sinni strákum sem ekki voru ennþá komnir á kynþroskaaldurinn! Þama sá ég hana Búbbu fyrst. Nýútspmngna rós. Seinna flutti hver í sína áttina og sumir ílengdust í vesturbænum og vesturbærinn teygði úr sér og kampurinn hvarf og gömlu kynslóð- imar, sem bjuggu þar. En arfurinn frá þessum áram og þessu uppeldi skilaði sér í mannvænlegu fólki, sem fór sína leið í lífinu og gekk á vit sinna eigin örlaga. Búbba hvarf út í lífsbaráttuna og dúkkaði eiginlega ekki upp aftur fyrr en hún var orðin konan hans Olafs Ragnars, bæjarfulltrúi á Nesinu og kaupkona með hannyrðaverslun. Mér fannst ég eiga alltaf pínulítið í henni og upp- götvaði að Olafur Ragnar gæti varla verið alslæmur úr því að hann hefði eignast þetta kvonfang. Og svo komu forsetakosningamar og þau hjónin spmngu út og Búbba hét allt í einu Guðrún Katrín og ég veit að Olafur Ragnar erfir það ekki við mig, þótt ég haldi því fram að konan hans hafi verið meira en hálf- drættingur þegar kom að atkvæðunum. Þjóðin tók ástfóstri við forsetafrúna. Svo einfalt var það. Hún varð Díana okkar ís- lendinga. En hvað var það þá, sem gerði Guðrúnu Katrínu svo eftirminni- lega? Jú, glæsileikinn, þetta töfr- andi bros, þessi fágaða framkoma greindrar konu. Fyrst og fremst leyfi ég mér þó að halda því fram að þjóðin hafi fundið í forsetafrúnni, samnefnara og af- sprengi íslenskra alþýðuheimila. Guðrún Katrín var ekki með blátt blóð í æðunum. Hún var af sama sauðahúsi og við hin, hún var barn síns upprana og uppeldis og hvikaði aldrei frá sjálfri sér í þeim efnum. Það var þessi strengur sem gerði hana að manneskju, sem þjóðinni líkaði við. Heima- sætan af Bræðraborgarstígnum varð hús- freyja á Bessastöðum og fór létt með. Skyldi ekki þessi þráður milli Bræðra- borgarstígs og Bessastaða vera leyndar- dómur vinsælda og verðleika Guðrúnar Katrínar? Þroskinn sem hún tók út í móður- garði reyndist henni drjúgt veganesti þegar hún gerðist fulltrúi.þjóðarinnar í konungs- höllunum. Litla stofan á æskuheimilinu reyndist nógu stór vettvangur til að ala upp forsetafrú. Öskubuskan breyttist í prinsessu. OPIÐ í DAG KL. 13-16 í ÁRMÚLA 7 www.mira.is Ármúla 7, sími 553 6540, Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 5546300. Dekurdagar á Sólheimum DEKURDAGAR verða haldnir á Sólheimum helgina 6.-8. nóvember. í tilkynningu segir að þetta sé fyrir þá er finni orðið fyrir skammdeg- inu, kvíði jólastressinu og vilji láta sér líða vel. A dekurdögunum verður fyrir- lestur með Þorsteini Njálssyni, lækni, „Ábyrgð á eigin heilsu“, tveggja daga jóganámskeið með As- laugu Höskuldsdóttur, jógakenn- ara, gisting í tvær nætur á gisti- heimilinu Brekkukoti, gönguferðir, sundlaug og heitur pottur, líkams- ræktaraðstaða, svæðanudd og grænmetisréttur í kvöldverð. Skráningu lýkur 30. október en nánari upplýsingar veitir Valgerð- ur Pálsdóttir á Sólheimum í Grímsnesi. Austorsfræli 9 S. 551 91 1 1 r . U bvóur lcíkhúsíje.stuni rvírcttaóa kvölmúltió jyrir sýnincjar ó aócins 13 >0 kr. tuj RL.K clrykk cf tir svninjjcir á 600 kr. J TJARNARBJO SÍMl 561-0280 r mmFimiismm j&ðff EÍs&BmtmB Z.......I - (iufj, hótel og leikhúsmióa áJrábœru verói — sími 370 3600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.