Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ * Morgunblaðið/Kristinn llpp og niður tónstigann Gunnar Þórðarson er löngu þjóðkunnur tónlistarmaður og lagahöfundur og hefur samið fjölda laga sem náð hafa miklum vinsældum og eru sígildar perlur í heimi dægurlagatónlistar á íslandi. Gunnar hefur á síðari árum samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarps|jætti og Sinfóníu- hljómsveit íslands hefur flutt eftir hann frumsamið verk á tónleikum sínum. Ólafur Ormsson ræddi við Gunnar um feril hans og það helsta sem hann er að fást við í dag og næstu verkefni. GUNNAR Þórðarson hóf feril sinn sem tónlistar- maður fyrir um það bil þrjátíu og fimm árum. Á sjöunda og áttunda ára- tug aldarinnar var hann í helstu hjómsveitum þeirra ára, Hljómum, Trúbroti og Lónlí Blú Bojs og var 'þá aðallagahöfundur hljómsveit- anna og samdi fjölmörg lög sem eru sígildar perlur í heimi dægur- lagatónlistar. Hann sendi einnig frá sér sólóplötur og stjómaði upptök- um á hljómplötum og diskum í hljóðveri hjá fjölmörgum íslenskum tónlistarmönnum. Hin síðari ár hef- ur Gunnar Þórðarson samið tónlist * fyrir íslenskar kvikmyndir og sjón- varpsþætti og Sinfóníuhljómsveit Islands hefur flutt eftir hann frum- samið verk á tónleikum. Gunnar Þórðarson hefur undan- farin ár búið í glæsilegri íbúð á þriðju og fjórðu hæð við Ægisgöt- una í Reykjavík ásamt konu sinni Toby Herman, námsráðgjafa við /0 Menntaskólann í Reykjavík, og tveim sonum þeirra hjóna, Karli, sautján ára, nemanda í MR, og Zak- aríasi, átta ára nemanda í Landa- kotsskóla. Gunnar er rétt rúmlega fimmtugur og er að öllum líkindum einmitt núna á hátindi ferils síns sem tónlistarmaður. Úr glugga í stofu í íbúð fjölskyld- unnar er einstakt útsýni yflr á höfn- ina og Esjuna. Það var snjófól á efstu tindum Esjunnar og þegar ég leit inn hjá Gunnari um miðjan októbermánuð hafði verið nætur- frost fyrr um nóttina og það var hrím á gluggum bifreiða sem stóðu á horni Nýlendugötu og Ægisgötu. Gunnar var í ljósbláum gallaföt- um, í andliti með ljósan skegghýj- ung sem er svolítið farinn að grána. Hann er meðalmaður á hæð með nokkuð há kollvik og fremur þétt- vaxinn. Við sátum í stofu á heimili Gunnars á meðan hann rifjaði upp liðin ár. Þar eru málverk og teikn- ingar áberandi á veggjum eftir ýmsa kunna myndlistarmenn t.d. stórt málverk eftir Gunnar Örn frá árinu 1979. Á efri hæðinni er Gunn- ar með stúdíó þar sem hann vinnur að tónlist. Gunnar keypti íbúðina á sínum tíma af nafna sínum, mynd- listarmanninum Gunnari Emi Gunnarssyni. Keflavík æskuáranna Gunnar Þórðarson er fæddur á Hólmavík árið 1945. Átta ára flutti hann til Keflavíkur með foreldrum sínum og systkinum. I Keflavík hóf Gunnar feril sinn sem tónlistarmað- ur þegar hann spilaði í hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Krossin- um í Njarðvík árið 1963. í septem- ber það sama ár fóru nokkrir ungir menn að hittast með það í huga að stofna hljómsveit. Það voru þeir Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson, Einar Júlíusson, Eggert Kristinsson og skömmu síðar komu svo söngvarinn Karl Hermannsson og bassaleikarinn Rúnar Júlíusson tii liðs við fjórmenninganna. Hljóm- ar byrjuðu að spila í forföllum hljómsveitar Guðmundar Ingólfs- sonar í Krossinum. Hljómsveitin The Beatles var einmitt á þessum árum að sigra heiminn og þá sögu þekkja flestir. Hljómar voru á sama tíma að sigra í samkeppninni um hylli unga fólksins á íslandi og gáfu út tveggja laga hljómplötu árið 1964. Bæði lögin slógu í gegn, og bæði eftir Gunnar Þórðarson, - Fyrsti kossinn og hinn hugljúfí ást- aróður við texta Ólafs Gauks, Bláu augun þín. Síðan kom frá Gunnari Þórðarsyni hvert lagið af öðru sem fór í efstu sæti á vinsældalistum í tónlistarþáttum Ríkisútvarpsins og nýrra útvarpsstöðva. Þegar æskuárin í Keflavík eru rifjuð upp færist bros yflr andlit Gunnars Þórðarsonar. „Það er auðvitað margs að minn- ast frá þeim árum þegar ég var að alast upp j Keflavík á sjötta ára- tugnum. I barnaskólanum voru ýmsir góðir kennarar eins og t.d. þær Framnessystur Guðlaug og Jóna og Ingvar Guðmundsson. I gagnfræðaskóla man ég sérstak- lega eftir þeim Bjarna Halldórssyni og Ingólfí bróður hans, Óskari Jónssyni og Óskari Ólafssyni. Þá var Erlingur Jónsson handavinnu- kennari góður kennari og spilaði á ýmis hljóðfæri t.d. í Lúðrasveit Keflavíkur og í danshljómsveitum. Séra Björn Jónsson var líka áber- andi maður í Keflavík á þessum ár- um. Eg er kannski ekki mikill trú- maður, en ég varð fyrir áhrifum af kristinfræðikennslu séra Björns Jónssonar og í Keflavík kom barna- trúin sem ég bý að enn. Þá gleymi ég seint jafn skraut- legum karater og Guðmundi Snæland, „Gvendi þrybba," eins og hann var kallaður. Ég man vel eftir Guðmundi Snæland á laugardals- kvöldum þar sem hann stóð á götu- hornum með kaskeiti á höfði, gler- fínn, oft undir áhrifum áfengis og spilaði á munnhörpu." Þegar þú horfír til baka til æsku- áranna í Keflavík. Er eitthvað öðru fremur sem er þér minnisstætt? „Já. Ég man að í Keflavík var mikil útgerð og það var mikið að gerast í kringum höfnina. Höfnin var daglega full af bátum og skip- um. Það var mikil uppbygging á þessum árum og nóg atvinna bæði í Kefiavík og á Keflavíkurflugvelli. Frá Keflavíkurflugvelli og t.d. Kanaútvarpinu komu heilmikil áhrif og ég hlustaði t.d. mikið á Keflavíkurútvarpið. í Keflavíkurút- varpinu heyrði ég fyrst mikið af glænýrri tónlist. Þá man ég að ég heyrði í Ríkisútvarpinu lagið „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ nánast daglega." I viðtali sem ég átti við Einar Júlíusson og birtist í Morgunblað- inu í maímánuði á liðnu ári kom fram að þú hefðir komið inn í hljómsveit Guðmundar Ingólfsson- ar sem spilaði í samkomuhúsi Njarðvíkur, Krossinum, árið 1963. Má þá rekja upphafið til gamla Krossins í Njarðvíkum? „Jú, það er líklega rétt hjá Einari og ég þræti ekki við hann Einar, hann er glöggur á ártöl. Guðmund- ur Ingólfsson kenndi mér margt og ég lærði heilmikið hjá honum á sín- um tíma.“ Fórstu ekki í tónlistarnám? „Nei, en ég hafði stór eyru og lagði við hlustir og hlustaði daglega á margs konar tónlist." Hvaða tónlist heyrðir þú fyrst í útvarpi? „Það hefur líklega verið rokktón- list, en sú tónlist ærði okkur öll á sínum tíma.“ Hvenær byrjaðir þú að fást við lagasmíðar? „Það var um það leyti sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.