Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 B
sælasta hljómsveit sjöunda áratug-
arins. Þá var sýning sem hét „Ur
söngbók Gunnars Þórðarsonar",
sem var viðamikil sýning og þótti
takast vel. Þetta hefur verið mjög
ánægjuleg vinna. Ég þekki þessi
tímabil sem eru tekin fyrir. Ég hef -
útsett lög fyrir sýningarnar og ver-
ið svo heppinn að hafa yfirleitt gott
fólk með mér.“
Og nú eruð þið að rifja upp lög úr
söngbók hljómsveitarinnar ABBA.
Sú sýning hefur fengið góða um-
fjöllun og þykir vönduð og vel
heppnuð. Áttir þú hugmyndina að
þeirri sýningu?
„Ólafur Laufdal átti hugmynd-
ina. Og þannig er það að Öli fær
hugmyndirnar. Það hefur verið
mikil aðsókn á sýningarnar og
þarna eru ólíkir aldurshópar, eldra
fólk og yngra og á sýningarnar hef*
ur komið fólk frá Norðurlöndum.
Við rifjum upp þessi ár og förum
yfír feril hljómsveitarinnar ABBA.
Við höfum öll mjög gaman af því að
taka þátt í þessari sýningu. Hljóð-
færaleikararnir hafa gaman af að
spila þessi góðu lög og söngvararn-
ir hafa gaman af að syngja lögin og
þetta er frábær hópur. Söngvararn-
ir standa sig mjög vel. Þetta er allt
nýtt fólk og óþekkt, Rúna G. Stef-
ánsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Krist-
ján Gíslason, Birgitta Haukdal, Jón
Jósep Snæbjörnsson, og Erna Þór-
arinsdóttir sem hefur auðvitað
komið fram með ýmsum hljóm-
sveitum og sönghópum eins og t.d.„
Snörunum."
Nú verður ABBA-sýningin á
dagskrá að öllum líkindum í allan
vetur. Er ætlunin að að rifja upp
ferli fleiri þekktra hljómsveita?
„Já, við ætlum að taka fyrir sögu
hljómsveitarinnar Bee Gees eftir
áramótin. Það má gjai-nan koma
fram að ég er einmitt að leita að
söngvuram í sýninguna þessa dag-
ana og hæfíleikafólk má gjarnan
hafa samband við mig. Bee Gees
bræðurnir voru þrír, en við verðum
með fleiri söngvara og þeir verða*'
líklega fimm eða sex. Lög þeirra
bræðra hafa náð miklum vinsæld-
um og hafa lifað og þau era mjög
grípandi og góðar melódíur. Að
koma upp svona stórsýningum eins
og ABBA-sýningunni og sýningu
byggðri á ferli Bee Gees er heilmik-
il áskoran og það skiptir máli að
allt gangi upp.“
Það sem þú ert að fást við þessa
dagana er þá undirbúningur fyrir
Bee Gees sýninguna á Broadway?
„Já. Ég er að koma upp
hammer. Þá gerðum við fímmtán
mínútna kvikmynd, Umbarum-
bamba, sem var tekin á sveitaballi
einhvers staðar fyrir austan fjall.
Innisenurnar voru teknar í Ungó í
Keflavík. Við riðum í hlaðið á hest-
um. Myndin var sýnd sem auka-
mynd í Austurbæjarbíói. Reynir
Oddsson tók myndina. Ætli hug-
myndin hafi ekki verið sú að koma
myndinni á markað erlendis. Á
þessum árum hugsuðu menn stórt
og vildu gjarnan sigra heiminn."
Og þú heldur áfram að semja
tónlist. Komu ekki út fleiri plötur
með Hljómum á sjöunda áratugn-
um?
„Það komu út tvær tólf laga plöt-
ur á vegum hljómplötuútgáfu
Svavars Gests. Þær náðu báðar
ágætri sölu. Á síðari plötunni sem
kom út árið 1967 er Shady Owens
með Hljómum. Shady var með
Hljómar komu fyrst fram opinber-
lega. Það kom út tveggja laga plata
sem Svavar Gests gaf út snemma á
árinu 1964 og þar er lag mitt Bláu
augu þín. Á safndiskinum Bítlabær-
inn í Keflavík era tvö lög frá árinu
1964. Húmið er hljótt og Fleygðu
ekki neinu í flýti frá þér. Þessi lög
komu fyrst fram í útvarpsþætti þar
sem Hljómar komu fram og era
meðal fyrstu laga sem ég samdi. Ég
var nánast búinn að gleyma þessum
lögum. Það var einhver náungi sem
átti þessar upptökur á bandi og lét
Rúnar vita af því.“
Atvinnutónlistarmaður
Það era um það bil 35 ár síðan
Gunnar Þórðai'son gerðist atvinnu-
tónlistarmaður. Hann var átján ára
þegar Hljómar slógu rækilega í
gegn og af og til er þessa tímabils
minnst með því að Hljómar koma
fram og rifja upp einstakt tímabil í
sögu dægurtónlistar á Islandi.
Hógværð hefur löngum verið ein-
kennandi í fari Gunnars Þórðarson-
ar. Þegar litið er til liðinna ára og
sagan rifjuð upp er auðvitað margt
sem vert er að minnast á. Það er
ekki meira en svo að hann vilji
kannast við að vera eitt helsta
átrúnaðargoð unnenda íslenskrar
dægurtónlistar. Afköst hans sem
tónskálds era með ólíkindum. Hann
hefur samið 440 lög á hljómplötur
og geisladiska og tónlist við ótal
tækifæri fyrir útvarpsþætti, sjón-
varpsþætti, kvikmjmdir og nú hin
síðari ár hefur hann samið klass-
íska tónlist sem hann leggur sífellt
meiri rækt við og ekki kæmi mér á
óvart að hann ætti eftir að leyfa
okkur að heyra ný klassísk verk á
næstu áram.
„Mjög snemma byrjuðum við
sem atvinnutónlistarmenn. Við fór-
um um landið og á sumrin í þriggja
mánaða útilegu. Þá þræddum við
vegakerfi landsins og spiluðum í
þorpum og bæjum. Það urðu
mannabreytingar í hljómsveitinni.
Kalli Hermanns hætti tiltölulega
snemma og einnig Eggert Kristins-
son. Engilbert Jensen varð
trommuleikari og söngvari. Síðan
hætti Engilbert og Pétur Östlund
leysti hann af. Meðan Pétur var
með okkur tókum við upp plötu í
Ríkisútvarpinu og úti í Englandi.
Við breyttum nafninu á hljómsveit-
inni og hún hét um tíma Thors-
Hljómum í tvö ár, til 1969 þegar við
hættum."
Og var þá hljómsveitin Trúbrot
stofnuð sama ár og Hljómar hættu?
„Já. Við Rúnar komum úr Hljóm-
um og Karl heitinn Sighvatsson og
Gunnar Jökull Hákonarson úr
Flowers. Þetta var skemmtilegt
tímabil og sérstaklega á meðan við
vorum að taka upp plötuna Lifun.
Það var mikil hreyfing á mönnum.
Kalli hætti, Gunnar Jökull hætti og
Magnús Kjartansson kom inn í
bandið og var með þegar við tókum
upp Lifun. Ólafur Garðarsson kom
svo inn í hljómsveitina í staðinn fyr-
ir Gunnar Jökul. Trúbrot starfaði í
fjögur ár, til ársins 1973. Árin með
Hljómum voru þó skemmtilegri en
tímabilið með Trúbroti. Þetta var
allt svo nýtt þarna í upphafi og
margt að gerast. Tímabilið með
Trúbroti var ekki alltaf beinlíns
skemmtilegt. Á þessum árum voru
fíkniefni orðin nokkuð útbreidd og
eins og margir þá vorum við í Trú-
broti að fikta við þessi efni um tíma,
aðallega þó hass.
Ég ákvað að hætta í Trúbroti
1973 þegar strákarnir í Ríótríóinu
fengu boð um þriggja vikna ferð til
Bandaríkjanna og þá komum við
fram í bandarískum háskólum og
fluttum íslenska þjóðlagamúsík og
lög eftir okkur. Þetta var mjög
skemmtileg ferð og við fórum t.d.
til íslendingabyggðanna og spilum í
fjórtán ríkjum í Bandaríkjunum.
Ég var með Ríótríóinu alltaf af og
til í mörg ár og við gerðum fjórtán
eða fímmtán tólf laga plötur.
Ríótríóið fór til írlands fyrir tveim
áram og þar gerðum við plötu sem
heitir Ungir menn á uppleið."
Og jafnframt því sem þú varst
með Ríótríóinu hér fyrr á árum þá
var eitt og annað að gerast. Fluttir
þú ekki til London um miðjan átt-
unda áratuginn?
„Jú, ég flutti út árið 1975 og var
þar í tvö ár að taka upp plötur með
íslenskum tónlistarmönnum og
vann þar í mörgum stúdíóum. Ég
vann t.d. með Björgvini Halldórs-
syni. Við unnum að Vísnaplötunum
Einu sinni var, 1976 og Út um
græna grundu, 1977, sem Iðunn gaf
út og seldust í stórum upplögum, sú
fyrri í tuttugu þúsund eintökum.
Við gerðum plötu með Lónlí Blú
Bojs. Þá vann ég að plötu sem heit-
inn og jörð og svo kom tvöfalt
albúm sem heitir Gunnar Þórðar-
son og síðar plötur sem heita í loft-
inu og Borgarbragur. Himin og.
jörð gerði ég hér heima árið 1981.
Við fórum til London 1980 og þar
var ég í eitt ár og vann við laga-
smíðar.“
Samstarf ykkar Ólafs Hauks
Símonarsonar er orðið langt og far-
sælt. Hvenær og hvernig hófst það?
„Það byrjaði þegar ég útsetti og
stjórnaði upptökum úti í London á
plötu hans Eniga Meniga fyrir um
að bil tuttugu árum. Samstarf okk-
ar Óla hefur verið ánægjulegt og
einstaklega gott. Við gerðum sam-
an söngleik, Á köldum klaka, sem
var sýndur í Borgarleikhúsinu og
gekk ágætlega. Þá unnum við Óli
saman að gerð plötunnar Borgar-
brags og einnig plötunnar í loft-
inu.“
Þú hefur gert töluvert af því á
síðari áram að semja tónlist fyrir
kvikmyndir, sjónvarpsleikrit og
sjónvarpsþætti. Hvenær byrjaðir
þú að semja tónlist fyrir kvikmynd-
ir og sjónvarp?
„Ég samdi fyrst slíka tónlist fyrir
mynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Blóðrautt sólarlag, sem var sýnd í
Ríkissjónvarpinu 1977. Árið eftir
samdi ég tónlist við mynd Hrafns,
Lilju, mynd sem gerð var eftir smá-
sögu eftir Halldór Laxness og var
einnig sýnd í Ríkissjónvarpinu.
að mikið á klassíska músík undan-
farin sex, sjö ár og er mikill aðdá-
andi tónskáldsins Gústavs Ma-
hlers.“
Og Sinfóníuhljómsveit íslands
flutti eftir þig tónverk fyrir örfáum
áram?
„Já, hljómsveitin flutti verk eftir
mig á tónleikum í Háskólabíói. Ég
byrjaði sem lagahöfundur fyrir
dægurlagamúsík og kann kannski
mest fyrir mér í því. Það er heil-
mikil áskoran að fara yfir í nýja
músík. í klassíkinni er fallegasta og
besta músíkin. Ég sæki reglulega
tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar
og hef mikla ánægju af því.“
Hljómsveitarstjórinn
á Broadway
Gunnar Þórðarson hefur verið
hljómsveitarstjóri með eigin hljóm-
sveit á Broadway á fjölmörgum
stórsýningum á liðnum árum og
stjórnar nú stórsveit sem kemur
fram á sýningu þar sem rifjaður er
upp tónlistarferill sænsku hljóm-
sveitarinnar ABBA sem varð
heimsfræg á áttunda áratugnum og
sló í gegn í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva árið 1974 með lag-
inu Waterloo, einnig með laginu
Dancing Queen.
„Ég byrjaði að vinna við hljóm-
sveitarstjóm hjá Óla Laufdal á
Broadway í Mjóddinni árið 1982 og
hef verið þar við hljómsveitarstjóm
á hverju ári síðan. Það hefur alltaf
Tónlistin sem ég samdi við þessar
myndir var svona framraun og ég
hef haft mikla ánægju af að semja
tónlist fyrir kvikmyndir og sjón-
varp. Við Magnús Eiríksson sömd-
um tónlist fyrir mynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Óðal feðranna. Þá
samdi ég tónlist fyrir mynd sem
heitir Reykjavík, Reykjavík og nú
fyrir örfáum árum tónlist fyrir
myndina Agnesi og ég var að klára
að semja tónlist fyrir Ómar Ragn-
arsson í þætti hans Út vil ek og
sýndir hafa verið í Ríkissjónvarp-
inu undanfarið. Ég hef samið mikið
af tónlist fyrir sjónvarpsmyndir og
sjónvarpsleikrit."
Og ertu ekki nýlega farinn að
fást við að semja klassíska músík?
„Jú, ég renni mér svona upp og
niður tónstigann og ég á svona ým-
islegt í pokahorninu. Ég er ekkert
að flýta mér að koma því frá mér.
Það er erfiðara dæmi. Ég hef hlust-
riQa upp gömlu góðu dagana.
Myndin er frá því um miðjan ní-
unda áratuginn og ásamt Shady
eru á sviðinu Rúnar Júlíusson,
Egilbert Jensen, Erlingur
Björnsson og Gunnar.
ir íslensk alþýðulög og kom út á
vegum Fálkans og er enn söluhærri
en vísnaplöturnar. Erlendir ferða-
menn hafa keypt mikið af henni og
hún hefur selst í 35 þúsund eintök-
um. Ég bjó úti í New York í eitt ár
eftir að ég hafði verið í London og
þar hitti ég mína ágætu eiginkonu.
Ég var í New York árin 1978 og
1979 og var þar að vinna að tónlist
jafnframt því sem ég var að
skemmta mér og að njóta þess að
vera til.“
Hvað eru sólóplötur þínar marg-
ar?
„Þær eru fjórar. Sú fyrsta heitir
Gunnar Þórðarson, síðan kom Him-
GUNNAR með Ríó-tríóinu,
þeim Ágústi Atlasyni, Magnúsi
Einarssyni, Ólafi Þórðarsyni og
Heiga Péturssyni.
verið gott samstarf á milli okkar
Óla og ég er afskaplega þakklátur
fyrir það að hafa fengið að starfa
fyrir hann við fjölmargar sýningar,
fyrst á Broadway við Alfabakka og
síðar á Hótel Islandi og nú á Broad-
way við Ármúlann. Fyrsta sýningin
var „Innrás bresku Bítlanna" sem
var upprifjun á Bítlaámum og gekk
heilan vetur. Síðan kom hver sýn-
ingin af annarri t.d. sýning sem var
byggð á lögum Ríótríósins og hét
„Best af öllu“, 25 ára afmæli
Ríótríósins og fékk mikla aðsókn og
góðar undirtektir. Eitt árið var
tímabilið með Hljómum rifjað upp.
Sú sýning hét „Hljómar“, vin-
prógrammi og er að velja fólkið og
er að hlusta á tónlist þeirra bræðra.
Ég þekki þessa músík og hlustaði
töluvert á hana hér áður. Egill Eð-
valdsson vinnur þessa sýningu með
mér.“
Ertu að vinna að nýjum diski eða
plötu?
„Já. Ég er safna nýjum lögum á
disk og mig langar til að gefa hann
út sem fyrst. Ég er orðinn svö"*
krítískur á sjálfan mig og geri meiri
kröfur til mín og lögin eru lengur í
vinnslu en áður var þannig að það
tekur nokkurn tíma að koma þessu
frá sér. Það er ekki sami þeytingur-
inn á mér og var og ég er orðinn
mun rólegri maður með árunum.
Ég hugsa fyrst og fremst um fjöl-
skylduna mína sem er mér mes^k
virði af öllu.“