Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 7

Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Einarsson við styttu Sigurjóns Ólafssonar, Kona kemur úr baði. SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 B 7 & Morgunblaðið/Kristinn Gerð baðlauga í baðlaugunum fornu háttaði oftast þannig til að kaldur lækur rann inn í hina heitu laug og var þá gjarna hægt að stöðva kalda rennslið með hellu- blaði þegar þörf þótti á. Þannig stjórnuðu menn hitastiginu í baðlaug- inni. Þorsteinn tekur fram að ef bað- laúgin í Laugardal verið endurbyggð verði hægt að kynna vel fyrir fólki það baðlíf sem um aldir tengdist bað- laugum, jarðböðum og baðstofum hér á landi. „Athyglisvert er að slíkax- baðlaugar sem þessar voru ekki til á Norðurlöndum. Þær má hins vegar enn sjá í bænum Bath á Englandi. Baðlaugai'nar hafa sennilega borist hingað með Vestmönnum," segir Þor- steinn. Halldór Laxness segir í Al- þýðubók sinni að hreinir hafi þeir höfðingjar verið á íslandi sem sömdu sögurnar. „Snorri lét gera laug að Reykholti og sat í henni laungum," segir Halldór og vitnar þar í gamlar heimildir. Halldór er hins vegar ekki á því að Islendingar hafi verið sérlega hreinlátir efth- að söguöld gekk hjá garði. Hann segir í fyrrnefndri bók: „Það er ekki liðinn nema röskur mannsaldur síðan kaupmaður nokkur fyrir norðan varð nafnkunnugur út um sveitir fyrir að „nudda andlitið á sér upp úr vatni á hverjum morgni." Laugalækur 1755-1966 Laugadalsgarður kaldur lækur tjöm Hin almenna þvottastöð. Úr klappar sprungum rann sjóðandi heitt vatn í tjörnina \ x \ Hitaveita 1912 skurður stokkur rör Gerð uppistaða veitt þaðan vatni í stæðið. 1824 Lægðardrag - Baðstaður - Sundstæði 1885 Lækurinn leiddur framhjá 1904-1905 Endurbætur 1907 Sundlaugar Reykjavíkur 1912Veitt til lauga köldum læk 1954-1968 Laugadalslaug 1755 „Laugarnes nefnist bær og kirkjustaður milli Reykjavíkur og Viðeyjar og dregur það nafn af laug þar i nágrenninu. Hverinn, sem heita vatnið rennurfrá niður í baðlaugina, er all vatnsmikill og sjóðandi heitur,.... BAÐLAUGIN er allstór og djúp. Heiti lækurinn frá hvemum fellur í hana, en einnig kalt vatn, sem temprar mjög hitann í lauginni... Fyrir neðan baðlaugina eru tveir eða þrír staðir, sem hentugir eru að baða sig í, og eru þeir notaðir til þess, þegar vatnið í aðallauginni er of heitt á sumrin eða hún offyllist af fólki, því að margir koma að Laugarnesi frá nágrannabæjunum til þess að taka sér bað í lauginni. En einkum er laugin þó sótt af farmönnum úr Hólminum og starfsfólki Innréttinganna í Reykjavík á laugardags- og sunnudagskvöldum". (Úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, útg. í Reykjavík 1943, II. bindi, bls. 207, kafli 850). Heitum læk frá vatnshver veitt inn í eða framhjá, á sama hátt og við kalda lækinn Köldum læk veitt inn í laugina eða framhjá með því að stífla farvegi með hellublaði Heitur lækur /y’ j Neðsta hleðslulagið í lauginni var aðeins innar og notað sem set. Vatn var hökudjúpt þegar setið var á neðsta laginu eða á botni. Bakkinn stunginn niður '—L.-v 22 faðmar 41,4 metrar Laugarhús Brú Hlaðinn torfgarður Laugarhús Hleri í gólfi Leðjubotn ÞVERSNIÐ Þorsteinn Einarsson er ekki sammála mati Halldórs. „Menn hafa farið í baðlaugar allar götur frá upphafi ís- landsbyggðar - líka á hinum svörtu miðöldum. Um það vitna ýmsar heim- ildir og svo auðvitað baðlaugarnar sjálfar," segir hann. Sundkennsla á síðustu öld og síðar Sund stunduðu íslendingar á sögu- öld. Hver getur gleymt frásögn Lax- dælu af sundinu sem Kjartan Ólafs- son þreytti við Ólaf Tryggvason Nor- egskonung í ánni Nið. Grettissund er líka frægt - og athyglisvert er að Grettir hvfldi sig og hitaði í baðlaug eftir sundið. Seinna fækkaði þeim æ meira sem kunnu að synda þar til tekið var til við skipulagða sund- kennslu á síðustu öld. í heimildum þeim sem Þorsteinn Einarsson hefur dregið saman um sundkennslu á ís- landi á þessari öld og þeirri nítjándu er fyrst getið um Jón Þorláksson Kæmested sem snemma á síðustu öld kenndi 30 piltum sund í „baðstað“ þeim sem Sveinn Pálsson kallar svo í Laugalæknum. Jónas Hallgrímsson þýddi kennslubók í sundi eftir íþróttafrömuðinn V.V.F. Nachtegall sem Fjölnismenn gáfu út árið 1836. Einn af nemendum Jóns Kærnested var Sund-Gestur sem nam sundið í „sundstæði" að Reykjum á Reykja- braut í Austur-Húnavatnssýslu og var talinn einn fræknasti íþróttamað- ur þjóðarinnar á sinni tíð. Hann kenndi síðar sund víða um miðja síð- ustu öld. Prentararnir Benedikt Páls- son og Ingimundur Ingimundarson kenndu fólki sund vorið 1873 og jafn- vel oftai’. Björn L. Blöndal lærði sund hjá Sund-Gesti og bauðst svo til að kenna sund ef leyfi fengist hjá ábú- anda Lauganess til þess að lagfæra sundstæði í Laugardalnum. Björn Jónsson síðar ráðherra var aðstoðar- maður Björns við sundkennsluna. Sundfélag Reykjavíkur var stofnað 1884 og tveimur árum seinna hafði tekist að reisa laugarhús á fjórum steinstólpum út í miðju sundstæðinu. Björn Blöndal drukknaði í mars árið 1887 en Birni Jónssyni tókst að fá Húnvetninginn Þorstein B. Magnús- son til að kenna sund um tíma. Árið 1891 tókst Birni Jónssyni að fá Pál nokkurn Erlingsson til að kenna sund. Hann kenndi sund lengi þótt seinlega gengi að laga aðstæðurnar til sundkennslunnar í Laugardalnum. Árið 1903 tók Reykjavíkurbær við starfrækslu Laugarneslauga og köll- uðust þær eftir það Sundlaugar Reykjavíkur. Árið 1907 var hafin kennsla í nýrri sundlaug og unnið að smíði á 17 fataskiptaklefum. Árið 1908 var ráðin Ingibjörg Guðbrands- dóttir til að kenna konum sund í sér- tímum. Árið 1910 voru sundlaugarnar starfræktar allt árið. Ingibjörg kenndi lengi sund en Páll Erlingsson manna lengst. Erlingur sonur Páls sérmenntaði sig erlendis í sundíþrótt- inni og var í mörg ár forustumaður áhugamanna um sundmálefni. Jón og Ólafur Pálssynh- voru einnig sund- kennarar og forustumenn í sundmál- efnum Reykjavíkur og miklir sund- menn eins og Erlingur bróðir þeirra. Jón skrifaði kennslubók í sundi, hann var um langt árabil landsþjálfari í sundi. Laugardalurinn er menningarsvæði Þorsteinn Einarsson segist sjálfur ekki hafa fengið neina sérstaka kennslu í sundi heldur lært sund mest af að busla og horfa á aðra og reyna að herma eftir þeim, „þó tók Páll mig í sundrólu,“ segir hann. Aðr- ar íþróttir lærði Þorsteinn að því marki að hann var ráðinn íþróttafull- trúi ríkisins um 1941. Hann tók stúd- entspróf árið 1932 og hélt nokkru sið- ar til náms í Kanada en veiktist svo og sneri aftur heim til Islands. Hann hóf kennslu í Vestmannaeyjum þar sem unnusta hans Ásdís Guðbjörg Jesdóttir bjó. Þau fluttu síðar til Reykjavíkur með böm sín sem urðu tíu talsins. í Reykjavík tók Þorsteinn við starfi íþróttafulltrúa sem hann gegndi til ársins 1981. Þorsteini er sem fyrr kom fram svæðið í Laugardalnum mjög hugleik- ið og vill að það verði fært nær sinni upprunalegri gerð en nú er. „Nafnið V Laugarnes vekur þá hugmynd að frá upphafi hafi þetta svæði verið notað sem baðstaður. Hallgerður Iangbrók bjó um tíma í Laugamesi og sagt er að hún sé grafin þar. Manni dettur í hug að Hallgerður hafi komið við sögu við gerð baðlaugarinnar. Hún ólst upp í Dölunum og giftist í Borgarfjörðinn og það voro baðlaugar á báðum þeim stöðum sem hún bjó. Þjóðsaga segir að hún hafí farið vestur á Svanshól á Ströndum - þar ero enn tvær bað- laugar.“ Þorsteini varð einnig tíðrætt um þvottalaugarnar í Laugardalnum. Sjálfur fór hann með móður sinni með þvott inn í þvottalaugar. „Þama fóro konumar á mánudögum með poka á bakinu, þvottabretti framan á sér, kaffikönnu hangandi við hliðina á sér og tvo eða fleiri krakka hangandi í pilsunum með þvottinn sinn inn í Laugardal. Þarna sem sagt þvoði fólkið þvottinn sinn, þvoði á sér skrokkinn og lærði að synda. Þessi staður er mikill sögu- og menningar- staður og á skilið að honum sé sómi sýndui- sem slíkur. Ég legg því til að baðlaugin í Laugardalnum verði end- urbyggð, þvottalaugarnar verði gerð- ar líkari því sem þær voro fyrr á tím- um og að Laugahóllinn verði hlaðinn upp á ný. Ekki myndi spilla að högg- mynd Sigurjóns Ólafssonar, Kona *' kemur úr baði, verði komið fyrir við baðlaugina, það væri bæði viðeigandi og glæsilegt. Þetta er sannarlega verðugt verkefni," sagði Þorsteinn Einarsson og tók því næst til við að sýna blaðamanni fjölda mynda og teikninga sem birtast sumar hér með og hann hefur safnað og gert til þess að styðja við framgang þessa áhuga- 4L máls síns enn frekar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.