Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Auk þess
legg égdl að
baðlaugin i Laugardal
verði endurbynnð i
ÍRLENSKT varmahús, slík hús fengu ekkjur í skiptum fyrir jarðir, sbr. móðir Jóns
Arasonar og Guðríður Þorbjarnardóttir.
Islenskt
Jarðbað.
-Ýmsar heimildir eru til um baðmenningu ís-
lendinga til forna. Þorsteinn Einarsson fyrr-
um íþróttarulltrúi ríkisins sagði Guðrúnu
Guðlaugsdóttur frá gögnum sem hann hefur
safnað um þetta efni og sýndi teikningar
sem hann hefur gert af baðlaug sem hann
vill endurbyggja í Laugardal.
PEGAR Reykvíkingar fá sér
sundsprett í Laugardalslaug-
inni þá leiða þeir sjaldnast
hugann að öllum þeim körlum
og konum sem á fyrri öldum
lauguðu sig á þessu svæði.
Okkur er tamt að halda að fslending-
ar hafí ekki verið duglegir að ganga
til lauga fyrr á tímum en ýmislegt
bendir þó til að þar sé hallað réttu
máli. Þorsteinn Einarsson fyrrum
íþróttafulltrúi ríkisins hefur safnað
heimildum um baðmenningu íslend-
inga, einkum hefur hann skoðað það
sem til er skráð um Laugardalinn í
Reykjavík. Þar var fyrr á tímum bað-
laug sem Eggert Ólafsson og Bjami
Pálsson geta um í Ferðabók sinni
sem út kom 1772. Þar segir: „Laugar-
nes nefnist bær og kirkjustaður milli
Reykjavíkur og Viðeyjar, og dregur
það nafn af laug þar í nágrenninu.
Hverinn, sem heita vetnið rennur frá
niður í baðlaugina er all vatnsmikill
og sjóðandi heitur.“ Nokkru síðar í
frásögninni lýsa þeir félagar um-
ræddri baðlaug. „Baðlaugin er allstór
og djúp. Heiti lækurinn frá hvernum
fellur í hana, en einnig kalt vatn, sem
temprar mjög hitann í lauginni.“
Fleiri staðir komu til greina fyrir þá
sem vildu lauga sig í Reykjavík fyrir
rúmum tvö hundruð árum. „Fyrir
neðan baðlaugina eru tveir eða þrír
staðir, sem hentugir eru að baða sig í,
og eru þeir notaðir til þess, þegar
vatnið í aðallauginni er of heitt á
sumrin eða hún offyllist af fólki, því
að margir koma að Laugarnesi frá
nágrannabæjunum til þess að taka
sér bað í lauginni. En einkum er laug-
in þó sótt af farmönnum úr Hólmin-
um og starfsfólki Innréttinganna í
Reykjavík á laugardags- og sunnu-
dagskvöldum.“ Samkvæmt þessum
upplýsingum hefur fólk í Reykjavík
og nágrenni verið uppfullt af áhuga á
að baða sig.
Þorsteinn Einarsson hefur teiknað
upp baðlaugina eins og hann telur að
hún hafí verið, og miðar þá við hinar
baðlaugarnar á landinu sem varðveist
hafa, svo sem Snorralaug í Reykholti,
Vígðalaug á Laugarvatni og fleiri
laugar, en alls er vitað um 26 slíkar
laugar á landinu. „Vatnið hefur verið
hökudjúpt og neðsta lagið í stein-
hleðslunni var þannig að fólk gat set-
ið á því,“ segir Þorsteinn er blaða-
maður heimsótti hann fyrir skömmu
á heimili hans að Laugarásvegi 47 til
þess að skoða það sem hann hefur
dregið saman af heimildum og mynd-
um um þetta efni. Þorsteinn dró að
svo mæltu fram teikningar sínar af
baðlauginni umræddu og af Laugar-
dalnum á hinum ýmsu tímum, en Þor-
steinn hefur mikinn áhuga á að bað-
laugin verði endurbyggð hið fyrsta.
Ekki verður annað séð en baðlauginni
svipi í ýmsu talsvert til heitu pott-
anna sem fólk situr í löngum stundum
á hinum ýmsum baðstöðum höfuð-
borgarsvæðinsins í dag. „Réttu lagi
ætti að kalla heitu pottana baðlaugar,
en þeir fengu hins vegar nafn sitt
þegar sá fyrsti af þessu tagi var tek-
inn í notkun árið 1961 í Vesturbæjar-
lauginni," segir Þorsteinn. „Þá veitti
Birgir Kjaran forstöðu Sundlaugar-
nefnd sem ég átti einnig sæti í. Við
Birgir höfðu mikinn áhuga á að gerð
væri einskonar baðlaug við hlið hinn-
ar nýju sundlaugar og óskuðum eftir
því við borgarráð að þetta væri gert.
Erindinu var hafnað. Eigi að síður
ákváðum við Birgir að láta gera „bað-
laugina". Þegar kom að því að vígja
laugina breiddum við segldúk yfir
baðlaugina og svo hélt Gunnar
Thoroddsen vígsluræðuna. Guð-
mundur Jónsson söngvari söng við
athöfnina. Svo sagði Gunnar allt í
einu við okkrn- Birgi: „Hvað eruð þið
að fela undir þessum segldúk?" Við
Birgir litum hvor á annan og ákváð-
um að taka dúkinn af. Þá blasti við
baðlaugin með 40 gráðu heitu vatni.
Eg skýrði út hvað þetta væri en
Gunnar sagði: „Við vonim búnir að
neita ykkur um þetta.“ Eg svaraði því
til að við hefðum álitið mikið menn-
ingaratriði að endurvekja baðlaug-
amar. Þá snaraði Gunnar sér inn í
búningsherbergi og fleiri fylgdu í
kjölfarið, svo fóru menn í baðlaugina
og Guðmundur Jónsson með. Þegar
hann var kominn ofan í sagði hann:
„Ja - þetta verður góður pottur fyrir
mig til að sjóða af mér spikið í.“ Eftir
þetta kom ekki til greina annað nafn
á fyrirbærið en heitur pottur og það
nafn hefur algerlega yfirtekið bað-
laugarnafnið." Nú ætlar Þorsteinn
sem sagt að bæta um betur og hefur
eins og fyrr sagði tekið upp harða
baráttu fyrir því að baðlaugin í sinni
upprunalegu mynd og á hinum upp-
runalega stað verði endurbyggð í
Laugardalnum.
I baðlauginni með
festarmeyna
Hinir heitu hverir í Laugardalnum
sendu öldum saman frá sér háa
gufustróka, jafnframt því sem íbúar
svæðisins nýttu sér heita vatnið ýmist
til að þvo af sér eða þvo sjálfum sér.
Uno von Troil sem síðar varð biskup í
Uppsölum ferðaðist til íslands árið
1772. í bók um ferðalag þetta hélt
von Troil því fram að íslenskir elsk-
hugar fæm gjarnan í heitt laugarbað
með festarmeyjum sínum. Sveinn
Pálsson landlæknir tekur þessi um-
mæli hins tilvonandi biskups óstinnt
upp í Ferðabók sinni. Hann fullyrðir
að ekkert lauslæti fari fram í baðferð-
unum - baðferðirnar væru ekki annað
en saklausar smáskemmtanir. Sveinn
lýsti nákvæmlega aðstæðum í Laug-
ardal. Hann segir að skammt fyrir
sunnan bæinn sé allstór mýri. Norð-
vestur af mýrinni segir hann að liggi
allhár sandbakki sem sjórinn brýtur
á (þar á hann við Kirkusand). Uppi í
mýrinni nálægt 1.000 skrefum frá sjó
er köld uppspretta sem Sveinn kveð-
ur hafa grafist í gegnum móinn, þar
til botninn hækki skyndilega og
dropasteinsklöpp gægist upp úr vatn-
inu. Á þessum klapparhól stendur nú
stytta Ásmundar Sveinssonar;
Þvottakonan. Um 86 skrefum fyrir
neðan er hver og 34 skrefum þar fyrir
neðan komu upp litlar sjóðandi upp-
sprettur úr sléttri klöpp. Síðan:
breikkaði farvegurinn og þar skapað-
ist dálítil tjörn sem notuð var til að í
þvo í af almenningi, þar skammt frá
var Laugarhóll. Svo þar fyrir neðan
tók vatnið að kólna og miðja vegu
milli Laugarhólsins og sjávar var
vatnið mátulega heitt til að baða sig í
því, „enda taka allir, sem að lauginnL
koma, sér bað á þeim stað,“ segir
Sveinn Pálsson.