Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 C 5 VIÐSKIPTI Gunnar telur ekki rétt að reglur séu á reiki um persónulega notkun á tölvupósti í fyrirtækjum. Hann segir að í hegningarlögum sé að finna reglur um að óviðkomandi megi ekki skoða persónulegan póst og þær megi heimfæra yfir á notkun tölvu- pósti. Pá geymi fjarskiptalög ákvæði um að halda verði leyndu efni skeyta og um trúnaðarskyldu þehra sem starfa við fjarskiptavirki. „I öðrum tilfellum getur það verið matsatriði hvort starfsmenn hafi rétt á friðhelgi með tölvupóstinn." Gunnar telur eðlilegast að til þess að forðast vandamál, sem upp kunna að koma vegna notkunar á tölvupósti innan íyrh-tækja, móti starfsmenn og atvinnurekendur skýi'ari reglur um notkun á tölvupósti. „Ég tel rétt að fólk semji um slíkt sín á milli og er alfarið á móti því að settar séu al- gildar reglur um notkun á tölvupósti í fyrirtækjum. I Bandaríkjunum eru slíkar reglur fyrir hendi og vísir að þeim er til staðar í Evrópu. Það er heppilegast að atvinnulífið fái að móta þær reglur sem best eiga við hverju sinni.“ Allir geta skoðað póstinn Erlendur Steinn Guðnason, hug- búnaðai'sérfræðingur hjá TölvuMyndum, segir að líta megi á tölvupóst eins og póstkort sem allir sem áhuga hafa á geti skoðað óhindrað. „Eins og með póstkort sem kemur víða við í dreifikerfi póstsins, hefur tölvupóstur einstak- linga og fyrirtækja viðkomu á mörg- um stöðum á leið sinni til móttak- anda. Því hafa margir möguleika á að lesa tölvupóstinn; bæði starfs- menn netfyrirtækja, kerfisstjórar staðameta eða vinnuveitendur. Einnig geta þeir sem hafa þekkingu og verkfæri þefað uppi tölvupóst á svokölluðum póstþjónum og lesið hann.“ Erlendur ráðleggur fólki, sem ekki vill eiga á hættu að tölvupóstur- inn þeirra sé opnaður og lesinn, að fá sér svokallaðan brenglunarlykil, sem sé orðinn algengur hjá mörgum fyr- irtækjum. „Miðlun upplýsinga í gegnum Netið fer vaxandi en vegna þess hve auðvelt er að nálgast slíkar upplýsingai- hafa mörg fyrirtæki fengið sér slíkan búnað. Brenglunar- lykillinn, er ódýr og einfaldur í notk- un, tryggir að óviðkomandi geti ekki opnað skeytið." Erlendur segir að það sem hafi hindrað notkun brenglunarlykla sé að bæði sendandi og móttakandi þurfi báðir að vera með brenglunar- hugbúnað og skiptast á brenglunar- lyklum. „Jafnframt ena til nokkrir brenglunarstaðlar og því þurfa not- endur að vera með brenglunarhug- búnað til að afbrengla milli mismun- andi staðla. Ég ráðlegg fólki að nota svokaílaðan OpenPGP-staðal enda er hann útbreiddastur." Að sögn Erlends styðja flest póstforrit brenglun, svo sem Micro- soft Outlook og Eudora. „Þá er einnig hægt að nota búnaðinn til að hindra aðgang að skjölum og öðru efni sem fólk geymir á hörðum diski í tölvum sínum. Brenglunarlykil er hægt að fá á Netinu, svo sem á Verisign.com, en slíkur búnaður er meðal annars notaður til að tryggja öryggi viðskipta í bókabúð Morgun- blaðsins á Netinu." Við gerum hreint fýrir þínum dyrum Gerð er skýlaus krafa um hreinlæti og þrifnað í öllum góðum fyrirtækjum. Með því að láta Securitas sjá um þrifin losnar þú við óþægindi og áhyggjur. Þú færð persónulega og sveigjanlega þjónustu hjá fagfólki, á verði sem stenst samanburð. Þú getur treyst á vönduð vinnubrögð og sérþekkingu okkar sem auk forfallavaktar tryggir skil á verkinu. Securitas starfar eftir háum gæðastaðli með miklu aðhaldi, öflugu gæðaeftirliti og sérvöldum vistvænum hreinlætisvörum. Securitas er alveg hreint fírábært fyrirtæki! Securitas Ræstingardeild • Reykjavík Sími 533 5000 • Akureyri Sími 462 6261 20,24% Frá síðustu áramótum til 13. nóvember var bein hækkun bréfa hjá Carnegie Nordic Markets 20,24%*, en sá sjóður er rekinn á sömu forsendum og Norðurlandasjóðurinn. Carnegie, sem er eitt virtasta verðbréfafyrirtæki á Norðurlöndum, hefur falið Verðbréfastofunni hf. að annast ráðgjöfog milligöngu um málefni Norðurlandasjóðsins á íslandi. * *Dæmi um árangursríkar fjárfestingar Carnegie-sjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.