Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Upplýsingakerfí handa markaðsfólki HÓPVINNUKERFI ehf. kynntu í síðustu viku nýja tegund af upplýs- ingakerfí, sem nefnt hefur verið Focal Markaðskerfí og er ætlað til markaðsstjórnunar. Samkvæmt upplýsingum Krist- ínar Björnsdóttur hjá Hópvinnu- kerfum hefur kerfi af þessu tagi . ekki verið til á íslenska markaðn- um og ekki er vitað til að annað sambærilegt kerfi sé til erlendis. Segir hún að sumir sem hafi skoðað kei-fið telji breytinguna áþekka því og þegar bókhald fyrir- tækja breyttist úr handfærðu bók- haldi yfir í tölvubókhald. Kristín Bjömsdóttir, sem er markaðsstjóri Hópvinnukerfa ehf. og kennari í markaðsfræðum við HÍ, hafði alið með sér þann draum allt frá því að hún kom úr námi í markaðsfræðum frá Bandaríkjun- um árið 1985 að búa til markaðs- kerfi til þess að auðvelda markaðs- fólki að vinna á einfaldan og fag- legan hátt að markaðsmálum. Hóp- vinnukerfi ehf. byrjaði að leggja drög að kerfinu 1995, en 1996 lagði fyrirtækið inn umsókn til átaksins Vöruþróun ‘96 og var svo heppið að hugmyndin var ein af 14 hugmynd- um sem vora valdar til átaksins, en um 45 hugmyndir bárust. Að átak- inu standa viðskipta- og iðnað- arráðuneytið, Iðntæknistofnun og Nýsköpunarsjóður. Margir komu að vöruþróuninni ’ Þá tók við eins og hálfs árs vöruþróunartími og hálfs árs próf- unartími sem margir aðilar komu að. I vöraþróunarhópnum sátu Kristín Björnsdóttir rekstrar- fræðingur, Hörður Olavson tölvun- arfræðingur, Kristrún Viðarsdóttir kerfisfræðingur, öll starfsmenn Hópvinnukerfa, Sævar Kristinsson viðskiptafræðingur og verkefnis- stjóri frá Iðntæknistofnun fyrir hönd átaksins og Halldór Bach- mann, markaðsfræðingur og starfsmaður markaðsdeildar Morgunblaðsins. Markaðsdeild Morgunblaðsins styi’kti gerð kerf- isins með því að koma inn í vöraþróun hugbúnaðarins sem full- trúi neytenda. A kynningarfundi var öllum þeim aðilum sem höfðu styrkt verkefnið, þ.e.a.s. iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, Iðntæknistofn- un, Nýsköpunarsjóði og Morgun- blaðinu færður hugbúnaðurinn að gjöf í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð. Markaðsfólk vantaði tölvukeril Snemma í vöraþróunarferlinum tók Hagvangur, fyrir hönd Hóp- vinnukerfa, persónuleg viðtöl við yfirmenn markaðsmála í nokkram íyrirtækjum og síðar í ferlinum var send út póstkönnun, fyrir utan að nokkram sinnum var markaðsfólk kallað inn til umræðna um kerfið. Niðurstöðurnar vora skýrar, markaðsfólk taldi sig ekki hafa nægjanlegan tíma til þess að sinna markaðsmálunum eins faglega og það vildi, og það vildi fá tölvukerfi sem gæti haldið utan um allar kostnaðartölur og markaðsupplýs- ingar. Focal Markaðskerfið var því hannað til þess að uppfylla þær þarfir sem fram komu í þessum könnunum, þ.e.a.s. að gera notand- anum kleift að vinna á faglegan og einfaldan hátt í kerfi sem heldur utan um allar kostnaðartölur og markaðsupplýsingar, og miðar að því að breyta markaðsupplýsingum yfir í þekkingu, þannig að fjár- magnið nýtist betur. Athyglinni beint að heildai niyndinni Kerílð beinir athyglinni að heild- armyndinni, eins og heildar- kostnaði og heildarframlegð fyrir t.d. herferð eða deild á sama tíma og hægt er að fara dýpra í gögnin og skoða til að mynda hvað einstök birting kostaði. Hægt er að fara í „Hvað ef“ leiki: Hver verður hagnaðurinn ef varan lifír í 4 ár á markaðnum en ekki 3 ár? Hver verður heildar- markaðskostnaðurinn ef farin er leið A en ekki B eins og í fyrra? Hver verður framlegðin ef boðinn er 10% afsláttur? Þá er hægt að framkvæma greiningu á vörakörfu, þannig að hægt er að sjá hvaða vörar era á vaxandi, mettum eða deyjandi markaði. Jafnframt er hægt að framkvæma samkeppnisgreiningu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á KYNNINGUNNI fengu Gísli Benediktsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Margrét Sigurðardóttir, markaðs- stjóri Morgunblaðsins, Árni Magnússon, aðstoðarmaður viðskipta- og iðnaðarráðherra og Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnun- ar, eintak af hugbúnaðinum. Með þeim á myndinni er Kristín Björns- dóttir, markaðsstjóri Hópvinnukerfa. (SWOT) og því hægt að skoða hvernig fyrirtæki getur náð syllu sem gefur yfirburðastöðu á markaði. Kerfið gerir notandanum kleift að búa til á örskömmum tíma markaðs- og kynningaráætlanir með mörgum aðgerðum, sem síðan fara sjálfkrafa inn í markaðsdaga- tal, þannig að auðvelt er fyrir alla að sjá hvað er framundan í markaðsmálunum. Markaðskerfið var hannað í því umhverfi sem talið var best fyrir markaðsfólk. Nauðsynlegt þótti að hanna kerfið þannig að margir gætu unnið saman og var Lotus Notes því talið besta verk- færið til þess. Kerfið er útfært þannig að það á að henta öllum þeim sem eru að markaðssetja hvort sem það eru vörur, þjónusta eða hugmyndir, að sögn Kristínar. Jöfur kaup- ir Concorde JÖFUR hf. hefur undirritað samning við Hug - forritaþróun um kaup á viðskiptahug- búnaðinum Concorde XAL fyr- ir fyrirtækið. Samkvæmt fréttatilkynningu mun nýja upplýsingakerfið taka á öllum helstu þáttum í rekstri fyrir- tækisins. M.a. verður unnt að auka þjónustu við viðskiptavini, einfalda verklag starfsmanna og veita stjórnendum betri og skilvirkari aðgang að upplýs- ingum. Með fjárfestingunni hefur félagið nú yfir að ráða heildar- lausn sem samanstendur af öflugum alhliða viðskiptáhug- búnaði og verðbréfakerfi. TIL VINSTRI Er vinnusvæði þitt tölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér og taka á móti? Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar. Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma. Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér. Einn af hornsteinum gæðakerfis EJS er að velja aðeins til samstarfs birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar. EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega greiðsluskiimála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu. • Intel 266MHz Pentium MMX örgjörvj • 32 MB vinnsluminni • 3,2 GB harður diskur • 2MB skjáminni • Móöurborð með Intel 430TX kubbasetti • 24X geisladrif • 16 bita hljóðkort og hátalarar • 12,1" TFT skjár • Innbyggður spennubreytir, disklingadrif og geisladrif • 3ja ára ábyrgð Tilboð þetta gildir til ársloka 1998 og miðast við „AST Ascentia VL 5260 GRENSÁSVEGI 10 • SlMI 563 3050 • BRÉFSÍMI 568 711 5 ^BMTRADA^ V UIBUl KOBBATM ■coimiBi UKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.