Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 1
TOLVUPOSTUR Einkamál starfs- manna? /4 ADFÖNG Stærsta matvöru- geymsla iandsins /6 VEFURINN Bókanir á heima- síðu Flugleiða /2 VIDSmFn AIVINNULtF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER1998 BLAÐ NETSCAPE SAMRUNI America Online beiniínurisinn ætlar að kaupa vefskoðunarfrumherjann Netscape Communications fyrir 4,2 milljarða dollara með samningi, sem nær einnig til Sun Microsystems. Þar með verður komið á fót risa, sem mun rísa gegn öllum tilraunum hugbúnaðarrisans Microsofts til að ráða lögum og lofum netinu. Internet Explorer leitarbúnaðurinn frá Microsoft verður sem fyrr aðalleitarbúnaðar AOL. Netscape vefskoðunarbúnaðinum er þó ætlað stórt hlutverk þar sem hann verður hluti af nýjum gagnvirkum búnaði sem mun sameina aðgang að netinu, leit, spjall og fleira. Velta (milljarðar dollara á ári) Microsoft Hugbúnaðarisi búinn Windows & Internet Explorer 14,484 6,414 millj. dollara £ millj. dollara Rekstrarhagnaður (milljarðar dollara á ári) Netþjónusta 2.600 millj. dollara 78 millj. dollara taxteiytlean Tðlvuvélbúnaður, netþjónusta, Java-forritunarmál millj. dollara m 9,79 millj. dollara NETSCAPE Tölvuhugbúnaður, vefskoðunar- búnaður, aðgangsþjónusta 533 -132 - millj. dollara millj. dollara • Risafyrirtæki verður til í Netheimum Brontec og Brunnar sameinast * Utflutningur á ísþykkni- vélum hafinn Landssíminn STEFNA ber að sölu Landssímans í framtíðinni fyrir hæsta hugsanlega markaðsverð. Til að ná því mark- miði yrði árangursríkast að bjóða út 51% hlutafjár til að byrja með bæði hér og erlendis. Þetta kom m.a. fram í máli Þórarins V. Þórar- inssonar, stjórnarformanns Lands- simans, á fundi sem málanefndir Sjáifstæðisflokksins héldu nýlega undir yfirskriftinni „Framtíð fjar- skipta á íslandi". /2 Tæknival Nokkrir Islendingar hafa stundað framhaldsnám fyrir stjórnendur og eigendur fyrirtælga við Harvard. Meðal þeirra er Rúnar Sigurðsson, forsfjóri Tæknivals. Að hans sögn hefur námið verið afar gagnlegt og hann öðlast nýja sýn á ýmislegt í rekstri Tæknivals og innviðum þess. /2 Upplýsingakerfi HÓPVINNUKERFI ehf. kynntu í síðustu viku nýja tegund af upplýs- ingakerfi, sem nefnt hefur verið Focal Markaðskerfí og er ætlað til markaðsstjórnunar. Samkvæmt upplýsingum Kristín- ar Björnsdóttur hjá Hópvinnukerf- um hefur kerfi af þessu tagi ekki verið til á íslenska markaðnum og ekki er vitað til að annað sambæri- legt kerfi sé til erlendis. /9 SÖLUGENGIDOLLARS AMERICA Online beinlínurisinn hyggst kaupa frumherja vefskoð- unartækni, Netscape Commun- ications Corp., fyrir 4,2 milljarða dollara með samningi, sem Sun Mierosystems Inc. verður einnig aðili að. Þar með verður komið á fót stórveldi, sem mun breyta því hvemig fólk verzlar á Netinu og notar það. Með samningnum sameinast þrír af hörðustu keppinautum Microsoft Corp. Við áskiifenda- fjölda AOL í Dulles, Virginíu, bæt- ist leitarbúnaður og tölvuviðskipta- hugbúnaður Netscapes, auk vefað- gangsins Netcenter (http://home,- netscape.com). ■ C3/AOL kaupir Netscape FYRIRTÆKIN Brunnar hf., sem sérhæfir sig í búnaði fyrir sjávarút- veg, og Brontec ehf., sem framleiðir ísþykknivélar, hafa sameinast. Hið sameinaða félag verður að 70% í eigu Islendinga en 30% verða í eigu bandarískra fjárfesta sem áður voru hluthafar í Brontec. Framleiðsla á ísþykknivélum nýja fyrirtækisins er hafin og er búið að afhenda fyrstu vélarnar hér innanlands og tvær vélar til Hollands. Þá verða sex vél- ar afhentar til Spánar í desember. Frainkvæmdir á lokastigi Lokafrágangur á 2.400 fm verk- smiðjuhúsnæði fyrirtækisins í Skútahrauni 2 er á lokastigi og er gert ráð fyrir að full framleiðsla á ísþykknivélum hefjist um áramót. Gunnar Beinteinsson, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Brontec, tekur við framkvæmda- stjórastöðu hins sameinaða fyrir- tækis. Hann segir að jafnhliða sam- einingu fyrirtækjanna verði unnið að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu. Hann sagði að það hefði verið mat hluthafa beggja félaga að sam- eina fyrirtækin nú enda búið að binda endahnút á yfirtöku Brontec á öllum einkaleyfum og framleiðslu- rétti frá Ontec í Israel, en Brunnar hf. og Ontec stofnuðu ísvélaverk- smiðju undir heitinu Brontec hér á landi í byrjun árs. „Segja má að þarna sé um lokaskref að ræða í því ferli sem hófst þegar Brontec ehf. var stofnað um framleiðslu og sölu á ísþykknivélum," sagði Gunnar. Þróunarvinna skilar árangri Gunnar segir að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja út í þróunar- vinnu sem hafi seinkað því að fram- leiðsla gæti hafist af fullum krafti. „Sú þróunarvinna sem lagt var út í hefur nú skilað þeim árangri að framleiðsla á vélum til ísþykkni- framleiðslu er nú hafin í húsakynn- um félagsins og er þegar búið að af- henda fyrstu vélarnar. Hver vél kostar á bilinu 2-6 milljónir króna og þær hafa flestar selst til fyrir- tækja í fiskvinnslu, en þegar fram- leiðsla hefst af fullum krafti gerum við okkur vonir um að ná til fyrir- tækja í öðrum greinum." Um 50 starfsmenn vinna hjá sam- einuðu fyrirtæki og sagði Gunnar að starfsemi Brunna yrði áfram með hefðbundnum hætti. Upphaflega stofnað fyrir rússneska gyðinga Ontec var stofnað af bandarísk- um fjárfestum árið 1991 en hug- myndin að baki þeirri verksmiðju var að styðja við bakið á þeim rúss- nesku gyðingum sem fluttu til lands- ins eftir hrun Sovétríkjanna og nýta þá þekkingu sem þeir báru með sér. A næstu sjö árum var unnið að út- færslu á þessari framleiðslutækni en ljóst þótti til að framleiða og mark- aðssetja vélarnar, þurfti fyrirtækið að fá til liðs við sig aðila með víð- tæka reynslu og þekkingu á því sviði, og þar komu Brunnar til sög- unnar. VERÐBREFASJOÐIR LANDSBREFA - þú velur þann sem gefur þér mest Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir þrír milljarðar í öruggum höndum. Nafnávöxtun sl. 3 daga 7,15% Nafnávöxtun sl. 20 daga 6,90% Nafnávöxtun sl. 60 daga 6,93% Láttu lausaféð vinna fyrir þig. Aðeins eitt símtal...nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkarí öllum útibúum Landsbanka íslands. LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. I01f VEFSÍÐA www.landsbref.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.