Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tæknival selur verslunarkerfi til sport- vöruverslana í Svíþjóð Sett upp í 140 verslunum GENGIÐ hefur verið frá sölu á verslanakerfi frá Tæknivali hf. í 140 sportvöruverslanir í Svíþjóð í eigu verslanakeðjunnar Team Sportia. Á þessu ári hefur verið unnið að markaðssetningu verslanakerfís Tæknivals erlendis og er þetta stærsti samningurinn sem gerður hefur verið um sölu á því. í fréttatilkynningu frá Tæknivali kemur fram að verslanakerfí Tæknivals séu sérlausn sem hug- búnaðarsvið félagsins hefur þróað við upplýsinga- og viðskiptakerfíð Concorde XAL. Verslanakerfíð er einnig til fyrir Axapta, nýja við- skipta- og upplýsingakerfið frá Damgaard Data. Þetta kerfi sér meðal annars um að stýra uppsetningu og upplýs- ingaflæði búðarkassa verslana frá megintölvukerfí þeirra. Við þessa sérlausn er meðal annars notað ís- lenska foritið Ebenezer frá Hug- búnaði hf. í Kópavogi. Verslanakerfíð er selt í gegnum Sema Group, umboðsaðila Tækni- vals í Svíþjóð. Sema Group er einn þekktasti hugbúnaðarsali í Svíþjóð. Þar starfa um 1.800 manns og vinna um 300 þeirra eingöngu við sölu og ráðgjöf á Concorde-Axapta tengd- um því. Unnið að markaðssetningu í fleiri löndum Starfsmenn hugbúnaðarsviðs Tæknivals munu taka þátt í fyrstu uppsetningu verslanakerfisins í Sví- þjóð, en ráðgert er að búnaðurinn verði kominn í notkun í fyrstu versl- un Team Sportia í febrúar á næsta ári. Unnið er að markaðssetningu á verslanakerfi Tæknivals í fleiri löndum Evrópu og félagið hefur samið við söluaðila í Danmörku, Noregi, Hollandi og Englandi, auk Svíþjóðar. Skýrr hf. kaupir Hitachi- móðurtölvu SKÝRR hf. hefur gert samning við Hitachi Data Systems (HDS) um kaup á nýrri móðurtölvu en hún kemur í stað IBM-möður- tölvu, sem keypt var í fyrra. Á meðfylgjandi mynd sjást Wagn Erik Nörgaard, sölustjóri HDS (t.v.), og Hreinn Jakobsson, for- stjóri Skýrr, handsala samning- inn. Að baki þeim standa Hrafn- kell V. Gfslason, framkvæmda- stjóri þjónustudeildar, og Sigurð- ur Jónsson þjónustustjóri. Nýja tölvan er af gerðinni HDS Pilot 27, hefur 2 CPU (og eitt til vara) 1 gb. minni og 35 I/O teng- ingar að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skýrr. „Með þessum kaupum er brotið í blað í 46 ára sögu Skýrr þar sem þessi tölva er hin fyrsta af móðurtölv- um fyrirtækisins, sem ekki er af IBM-gerð. Þessi nýja tölva er í alla staði sambærileg við IBM- móðurtölvur og keyrir sama Unix samhæfða stýrikerfið „OS390 Open Edition". Hin nýja Hitachi- móðurtölva er ein öflugasta tölva landsins og afkastar um 33% meira en sú sem fyrir var.“ Þá segir að þessi kaup séu vegna stóraukinnar spurnar eftir þjónustu Skýrr og jafnframt gefi tölvan ýmsa möguleika sem kynntir verði á næstunni. Hörð samkeppni á móðurtölvumarkaði „Skýrr fékk tilboð í þrjár teg- undir af tölvum og valdi hag- stæðasta tilboðið, sem var frá Hitachi Data Systems. Hitachi hefur um árabil framleitt móður- tölvur og jaðartæki og getið sér gott orð fyrir. Þessi kaup eru til marks um þá opnun og sam- keppni, sem ríkir á móðurtölvu- markaðnum, sem um margt er farinn að líkjast Windows NT markaðnum þar sem einn fram- leiðandi stýrikerfis en margir framleiðendur vélbúnaðar keppa sín á milli. Eftir þessi kaup er móðurtölvubúnaður Skýrr Hitachi-móðurtölva, EMC-diskar, Cisco-netstýritæki, IBM-afritun- arbúnaður og IBM-prentarar,“ segir í tilkynningunni. ftöALLT, N\AV I TAP IN 1 TO VOUR VA5T OOI5DOtA?J V <foö T 3 (Fh 3 \ II Valli, má ég drekka af þínum Gott og vel, en gættu þess að hætta gríSarmiklu vísdómslindum? áSur en hausinn á þér springur. ESa er þorrinn af starfsfólki almennt illmenni? Beindu athyglinni fremur að þeim fáu starfsmönnum sem virðast - Ekki einblína á mannvonskuna, Asok góðmenni. Ég hef tekið eftir því, að margir starfs- menn eru illa innrættir úrtölumenn og haldnir kvalalosta. Veldur einhver undarleg tilviljun því, að allir vitleysingarnir vinna einmitt hérna? TMEV'WE THE ONES C0HO CörLL STAG VOU OOHEN NOU'RE 5LEEPING ! Það eru þeir, sem reka rýting í bakið á þér meðan þú sefur! Treystu engum nema letingjum! - Ég sagði þér að hætta í tæka tíð! ---------------- Námstefna um rafræn viðskipti ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti, gengst íyrir námstefnu í dag kl. 8-12 á Hótel Loftleiðum. Fjallað verður um margvísleg tæknimál, sem eru of- arlega á baugi um þessar mundir, er tengjast EDI-samskiptum, þ.e. stöðl- uðum rafrænum viðskiptum. Nám- stefnan verður í fjórum hlutum, sem hverjum lýkur á stuttu verkefni. Leiðbeinandi á námstefnunni verð- ur Jeremy Morton, EDI-ráðgjafí Sænsku strikamerkjanefndarinnar (EAN). Morton hefur starfað viða um heim sem ráðgjafí í rafrænum samskiptum. Efni námstefnunnar mun að mestu leyti snúast um hvernig stöðluð raf- ræn viðskipti (EDI) og Netið hafa verið að nálgast hvort annað. Jakob Falur Garðarsson, framkvæmda- stjóri ICEPRO, segir að ekki sé langt síðan sú skoðun hafi verið nokkuð útbreidd að með tilkomu Netsins mjmdu hefðbundin EDI-við- skipti jafnvel leggjast af. Jakob Falur segir að í ljósi hinnar öru þróunar á sviði rafrænna við- skipta sé það brýnt fyrir forsvars- menn fyrirtækja að íýlgjast vel með að þessu leyti. „Umræður um þátt- töku íýrirtækja í rafrænum viðskipt- um snúast ekki lengur um hvort íýrir- tækin verða með heldur hvemig og hvenær. Gott dæmi um dagsetningu, sem kallar á aðgerðir hjá mörgum þeirra, er 1. janúar árið 2000 en frá og með þeim degi verða EDI-samskipti eini mögulegi samskiptamátinn við tollyfirvöld,“ segir Jakob Falur. BESTA VERSLUN Á ÍSLANDI! * Nefnd um úthlutun Njarðarskjaldarins hefur valið verslun Sævars Karls, Bankastræti 7, ferðamannaverslun ársins 1998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.