Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðföng hf. hafa tekið stærstu matvöruge.ymslu landsins í notkun Tíu þúsund fermetra vöruhús Þráðlaust netkerfí í lykilhlutverki Aðföng hf. hafa tekið í notkun stærstu matvörugeymslu landsins við Skútuvog í Reykjavík. Húsið er tíu þúsund fermetrar að stærð og þaðan er vörum dreift í versl- anir Hagkaups, Nýkaups, Bónuss og 10-11 um land allt. Kjartan Magnússon skoðaði húsið og komst að því að öll vörumeðhöndl- un inn og út úr því er pappírslaus. ÞEGAR komið er í þetta stærsta vöruhús landsins er ekki laust við að manni verði hugsað til þeirra gíf- urlegu breytinga, sem orðið hafa hérlendis á flutningi og dreifingu svokallaðrar dagvöru. Stórar vöru- geymslur eru að taka við af fjöl- mörgum smærri lagerum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og margir heildsalar handleika og sjá jafnvel aldrei þá vöru sem þeir flytja inn. I vöruhúsi Aðfanga koma vörur frá heildsölum inn um annan enda hússins og er síðan komið fyrir í hillum þar sem þær bíða þess að vera teknar ásamt öðrum vörum í einhverja verslunina. Fullkomið vörustjórnunarkerfi Alls þjónar vörugeymslan 36 verslunum og er um sex þúsund vörutegundum dreift frá húsinu. Það liggur í augum uppi að vöru- dreifing í slíku magni getur verið vandasöm svo ekki sé meira sagt og að við hana þurfi að grípa til lausna, sem ekki hafa þekkst áð- ------------------- ur hérlendis. Kostnaði hald- AHri vörudreifingu úr |g j lágmarki húsinu er stjórnað með ____________ sérstöku strikamerkja- kerfí en það tengist þráðlausu tölvukerfi, frá verkfræðistofunni Króla. Kerfið samanstendur af þráðlausu netkerfi frá Symbol Technologies, sem tengist aðaltölvu Aðfanga og tölvum með strika- merkjalesara, sem starfsmenn nota við vörumóttöku, vörufrágang, vörutiltekt og afgreiðslu. Allir starfsmenn vöruhússins eru bein- tengdir notendur í Fjölni, upplýs- ingakerfi Aðfanga. Þeir skrá allar vöruhreyfingar beint og milliliða- laust í Fjölni og fá úthlutað verkefn- um á tölvurnar. Dæmigerður ferill vöru, t.d. nið- ursuðudósar, sem „gistir" þetta vöruhús er þannig að fyrst er tekið við henni úr hendi heildsala við inn- ganginn. Dósin er í pakkningu með tuttugu öðrum dósum og eru e.t.v. nokkur hundruð slíkar pakkningar afhentar í einu. Þessar pakkningar eru afhentar á vörubrettum og eru þær fluttar á lyfturum á réttan stað í vörugeymslunni, þar sem brettun- um er raðað í hillur. Það gerir starfsmaður, sem er með armtölvu á handleggnum en strika- merkjalesara er komið íýrir í hring á vísifingri. Starfsmaðurinn er því með báðar hendur frjáls- Morgunblaðið/Kristinn ÞRÁpLAUS vörustjórnunarkerfi eru framtíðin að mati þeirra Lárus- ar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Aðfanga, og Sigurðar Hjalta Kristjánssonar, verkfræðings hjá Króla. Tæknin nýtt til hins ýtrasta ar við vinnu sína. Dósirnar eru e.t.v. nokkra daga í hillunni eða þar til einhverjum versl- unarstjóranum hugkvæmist að panta þær til sín. Hann sendir þá boð með tölvu, þau berast sam- stundis til móðurtölvu Aðfanga, sem raðar þeim ásamt öðrum vörupönt- Hagstofa Islands 30. október 1998 Tilkynning frá Hlutafélagaskrá Þeim aðilum sem ætla að skrá ný hlutafélög eða einkahlutafélög fyrir áramótin 1998/1999 er bent á að skila inn umsóknum með stofngögnum til Hlutafélagaskrár fyrir 19. desember 1998. Vænta má að umsóknir sem berast eftir þann tíma fái ekki skráningu fyrr en á árinu 1999. Hlutafélagaskrá Lindargötu 9,150 Reykjavík Sími 563 7070 - bréfasími 562 7230 Morgunblaðið/Golli STARFSMAÐUR Aðfanga safnar vörum á bretti í pöntun. Hann fær leiðbeiningar frá armtölvunni, sem hann hefur á handleggnum, en strikamerkjalesaranum er komið fyrir í hring á vísifingri. upplýsingum við höndina með því að lesa strikamerki vörunnar. Vöru- móttaka er skráð beint inn í Fjölni og reikningar frá birgjum eru born- ir saman við afhendingu. Tiltekt pantana fer fram með strikamerkja- lestri og pöntunum er raðað þannig að starfsmenn fara stystu leið um húsið til að sækja vörurnar. Af- greiðslan gengur einnig skjótar fyr- ir sig en áður og með því að nýta strikamerki er tryggt að bretti rati rétta leið í flutningabílana." Pappírinn að hverfa Lárus Óskarsson, framkvæmda- stjóri Aðfanga, segir vörustjórnun fyrirtækisins orðna öruggari, hrað- virkari og auðveldari með nýja kerf- inu. „Það hefur nú þegar tryggt réttari afgreiðslu og dregið úr íým- un frá því sem áður var. Hægt er að hafa betra eftirlit en áður með stöðu á lager og greina nákvæmlega vöru- flæði um hann. Strikamerkingar spara bæði tíma og peninga því þær gera okkur kleift að fylgjast stöðugt með vörunni. Við notumst við strik- amerkingar frá því varan kemur hingað inn til okk- ar og allt þar til hún er af- _________hent neytandanum við búðarkassann. Ég reikna með að innan tveggja ára verði tutt- ugu stærstu birgjar okkar farnir að nýta strikamerkjakerfi með svipuð- um hætti og við. Það mun auðvelda okkur yfirsýn og flýta enn frekar fyrir afgreiðslu." Pappírslaus viðskipti ryðja sér stöðugt til rúms víða um heim og með strikamerkjakerfinu hefur pappírsnotkun Aðfanga minnkað til muna. Lárus segir að aðfangakeðj- an, þ.e. ferlið frá því að varan er framleidd, flutt milli vöruhúsa og loks dreift í verslanir, sé að verða pappírslaus. „Það hafa orðið gífur- legar framfarir á þessu sviði á und- anförnum árum. Áður var mikill kostnaður samfara því að skipu- leggja og halda utan um reikninga. Nú er þessi kostnaður í lágmarki, umfang minna og stjórnun öruggari um leið og við svörum kröfum tím- ans um umhverfisvænni starfsemi." Mannlegi þátturinn mikilvægur Við hönnun vörustjórnunarkerfis- ins var lögð áhersla á að laga tækn- ina að starfsmönnum og tókst það vonum framar að sögn Lárusar. „Starfsmennirnir voru jákvæðir gagnvart þessum breytingum frá byrjun og þær hefðu aldrei gengið svo vel fyi'ir sig ef svo hefði ekki verið. Þeir voru fljótir að átta sig á hvað kerfið er einfalt í notkun og til- einka sér hina nýju tækni. Vegna þess hefur dregið úr mistökum og tvíverknaði, sem skiptir miklu máli í rekstri sem þessum.“ unum úr viðkomandi verslun. Úr þessu verður listi, sem birtist á skjá armtölvu einhvers starfsmanns, sem stekkur rakleiðis á næsta lyftara og fer að tína í pöntunina handa við- komandi verslun á vörubretti. Hann les staðsetningu vörunnar á skjá armtölvunnar, sem vegur aðeins 400 grömm, og les strikamerki vöi-unnar um leið og hann setur hana á bretti. Þá birtist næsta staðsetning á skjánum og þannig koll af kolli. Baunadósin margumrædda lendir þannig á bretti ásamt ýmsum öðrum vörum, t.d. ávaxtasafa, súkkulaði, salernispappír o.s.frv. Þegar brettið er orðið fullt, er það umvafið plasti og síðan sett í rennu eða eins konar biðstöð við útganginn en hver versl- un á sér sína biðstöð. Síð- ------ an hafa bílstjórar það hlutverk að koma brett- unum frá þessum stöðv- um og til verslananna. Þegar þangað er komið er vörunum raðað beint í hillur og innan skamms endar innihald baunadósarinnar í maga neytandans. Mikið hagræði Augljóst hagræði þessarar aðferð- ar er að í stað 36 lagera í öllum versl- ununum er nú aðeins rekið eitt stórt vöruhús. Þannig sparast geymslu- rými í hverri verslun og starfskraft- ur, sem áður sinnti lagerhaldinu. Einnig afhenda heildsalar nú vöru sína á einum stað fyrir þær verslan- ir, sem eru í þessu samstarfi, í stað fleiri áður. Þessar verslanir taka nú aðeins á móti nokki'um sendingum á viku en áður en miðstýrðar vöru- geymslur niddu sér til rúms þurftu þeir e.t.v. að taka á móti tugum sendinga á hverjum degi. Verslanir Hagkaups, Nýkaups og Bónuss notuðust áður við 5.500 fer- metra safnlager í Suðurhrauni í Garðabæ. Öll afgreiðsla inn og út var handvirk og kvitta þurfti fyrir hverri móttöku og afhendingu skrif- lega. Sigurður Hjalti Kristjánsson, verkfræðingur hjá Króla, segir að Aðföng hafi búið að þeirri reynslu við hönnun nýja vöruhússins í Skútuvogi. „Við hönnun kerfisins einsettum við okkur að nýta tækn- ina til hins ýtrasta til að hámarka öryggi, hraðvirkni og þægindi starfsmanna. Ekki er hægt að segja annað en að við séum ánægðir með árangurinn. Starfsmenn hafa ávallt aðgang að öllum nauðsynlegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.