Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 2
2 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AHUGI kvikmyndagerðar- manna á verkum William Shakespeares hefur verið feikilega mikill hin síðari ár. Fjöldi verka hans hefur verið kvik- myndaður og hafa menn ýmist haldið sig við nokkuð hefðbundnar leiðir í þeim efnum eins og Kenn- eth Branagh eða gersamlega sleppt fram af sér beislinu eins og Baz Luhrmann. Hins vegar höfum við ekki séð margar myndir um skáldið sjálft, líf þess og yndi, enda næsta fátt vitað um manninn. Shakespeare verður ástfanginn eða „Shakespeare in Love“ bætir nokkuð úr því. Hún er með Gwy- neth Paltrow og Joseph Fiennes (bróður Ralph) í aðalhlutverkum en leikstjóri er John Madden, sem gerði fína mynd í fyrra með Judy Dench, „Mrs. Brown“; Dench leik- ur einmitt Elísabetu drottningu í Shakespearemyndinni. Leikskáid og hasarhöfundur Þegar myndin hefst á Shakespe- are í nokkrum erfiðleikum með andagiftina, honum gengur ilia að semja, skáldafákurinn sjálfsagt uppgefinn í bili. Leikhúseigandi nokkur, sem ástralski leikarinn Geoffrey Rush leikur, fær hann með miklum þrýstingi til þess að semja fyrir sig traust metsölu- stykki. Þegar komið er að því að velja leikara í helstu hlutverk, vinnuheiti verksins er Rómeó og Ethel, dóttir sjóræningjans, fellur skáldið flatt fyrir einni leikkonunni og hún verður fyrirmynd stúlkunnar í frægustu ástarsögu sem skáldið reit. Hugmyndin að „Shakespeare" varð til fyrir einum tíu árum. Höfundur handritsins er breska leikritaskáldið Tom Stoppard, sem áður hefur spunnið utan um Shakespeare (Rósinkrans og Gull- instjarni eru dauðir), og hasar- myndahöfundurinn Marc Norman, sem kannski er þekktastur fyrir að hafa átt þátt í handriti Vatnaver- aldar Kevin Costners og skrifað „Cutthroat Island" fyrir Renny Harlin. Þeim Weinsteinbræðrum hjá framleiðslu- og dreifingarfyrir- tældnu Miramax þótti handritið gott og þeir settu fjórar og hálfa milljón dollara í myndina, sem er skiptimynt á Hollywoodmæli- kvarða. En það gekk ekki átakalaust að koma myndinni í gang. Edward Zwick („Glory“, „Legends of the Fall“), lunkinn og fagmannlegur leikstjóri, var fenginn til að leikstýra strax árið 1992 en hann hvarf frá verkefninu. Það sama gerðu Daniel Day-Lewis, sem ætlað var að færi með hlutverk Shakespeares, og loks hætti Julia Roberts við hlutverk stúlkunnar, sem varð til þess að framleiðslan lagðist niður í bili. Fiennes reyndi fyrst við hlut- verkið 23 ára gamall árið 1992. Hann var þá ennþá í leiklist- amámi. Fimm árum síðar hreppti hann rulluna. Hann fékk að vísu ekki að leika á móti Roberts eins og þá stóð til heldur varð mótleik- kona hans Paltrow, sem mjög er eftirsótt þessa dagana í bíómyndir eins og kunnugt er. „Þeir höfðu upp á mér aftur,“ segir Fiennes í kvikmyndatímaritinu Premiere, sem nýlega fjallaði um gerð mynd- arinnar. Fiennes segist hafa verið „hryllilega hræddur við að fást við svo sögufræga persónu sem Shakespeare og mann sem allir hafa sínar mjög svo ákveðnu skoð- anir um. En það er nákvæmlega ekkert vitað um skáldið," bætir hann við, „svo ég fann bara upp á þessum tungulipra náunga." Skemmtanaiðnaðurinn Handritshöfundarnir Stoppard og Norman höfðu skemmtana- iðnaðinn í huga við samningu handritsins eins og hann kannski hefur verið á öllum tímum með sín- um prímadonnum og hörkusam- keppni. „Shakespeare er að reyna að vinna sér inn einhverja aura í skemmtanabransanum," hefur tímaritið eftir Norman. „Allt þetta með Zwick að gera. Miramax leit gersamlega framhjá þeirri stað- reynd að hann var bæði fram- leiðandi og leikstjóri myndarinnar. Zwick fór fram á tíu milljóna doll- ara skaðabætur. Fyrirtækið samdi á endanum við Zwick, sem ski’ifað- ur er framleiðandi fyrir myndinni. Madden var ráðinn og Paltrow í kjölfarið á því. „Það er klassi yfir Paltrow inn- an um allt þetta breska leik- aralið,“ er haft eftir Geoffrey Rush. Paltrow er reyndar ekki eini bandaríski leikari mjmdarinn- ar, kærasti hennar, Ben Affleck, kemur fram í litlu hlutverki. „Þeg- ar ég fékk handritið í hendur var ég alls ekki að leita mér að hlut- verki,“ er haft eftir Paltrow. Vinur hennar hvatti hana til þess að skoða handritið betur. „Ég las það yfir aftur og sagði, ég hlýt að hafa verið á lyfjum, ég sleppi ekki þess- ari.“ Leitin að Shakespeare vai- erf- iðari. Annar Weinsteinbræðra hjá Miramax, Harvey, vildi að band- arískur leikari færi með titilhlut- verkið, helst einhver kvikmynda- stjarna. Bæði Paltrow og leikstjór- inn Madden voru gersamlega á móti því og sögðu manninum að það næði engri átt að láta Band- aríkjamann leika Shakespeare. Hann gaf undan um síðir og þau gátu einbeitt sér að ungum bresk- um leikurum. „Ég prófaði hrein- lega alla í hlutverkið," er haft eftir Madden. „Hvernig í ósköpunum er farið að því að finna leikara í hlut- verk mannsins sem skrifaði þessu miklu leikrit? Það er einhver hlédrægni í Joseph Fiennes sem fær þig strax til þess að pæla í því hvað er að gerast í hausnum á hon- um.“ Fiennes var hrifínn af efnistök- unum í handritinu. „Myndin fjallar um lífsbaráttuna í listaheiminum og um peningana og að eiga fyrir leigunni og í leiðinni að búa yfir snilligáfu." Eitt af markmiðunum með myndinni, ef trúa skal orðum aðstandenda hennar, er að taka skáldið af stalli og sýna hann eins og hvern annan matvinnung. „Við vildum taka hann af stallinum," segir handritshöfundurinn Norm- an, „og velta honum aðeins fyrir okkirn og setja hann síðan aftur á stallinn og gefa áhorfendum einhverja hugmynd um hvers vegna hann á heima þar.“ Sem leikstjóri vildi Madden tryggja, á svipaðan hátt og Kenn- eth Branagh í sínum Shakespearemyndum, að þessi rómantíska gamanmynd yrði þannig úr garði gerð að allur almenningur gæti haft af henni nokkurt yndi. „Hátimbruð list er eitthvað sem fólki dettur strax í hug þeg- ar það heyrir skáldið nefnt á nafn,“ segir Madden, „en myndin er í raun mjög fýndin og nútímaleg.“ Leikar- inn Rush, sem áður fór með aðalhlutverkið í „Shine", segir: „Við gerumst oft hátíðleg þegar við hugsum til Shakespeares en þessi mynd gerist áður en hann fer að vekja at- hygli. Hann er að leita að innblæstri." Það sem flestar Shakespearemyndir síðustu ára eiga sam- eiginlegt er einmitt sú viðleitni að kynna skáldið þeim sem alla jafna sækja kvik- myndahús. Það hefur tekist í mögum tilvik- um og Shakespeare verður ástfanginn er greinilega ætlað sama hlutverk. Fyrst og fremst sýnir hún þó að skáldið er síungt og í stöðugri eftirspurn. PALTROW og Fiennes stíga dansinn í mynd John Maddens sem segir af því hvernig Shakespeare varð ástfanginn. William Shakespeare verður ástfanginn Ný bandarísk mynd segir frá því þegar sjálfur William Shakespeare verður ástfanginn. Arnald- ur Indriðason skoðaði hvernig það gerist og hverjir standa á bak við ástarævintýri skáldsins mikla sem við þekkjum í sambandi við skemmtanaiðnaðinn, stjörnur, auglýsingamennska, skrum, svik og átök út af samningagerð, var fundið upp á Elísabetartímanum." Leikstjórinn Madden tekur undir þetta sjónarmið. „Það er alveg stórundarlegt hversu míkil líkindi eru á milli listalífsins á þeim tíma og nútíma kvikmyndagerðar,“ seg- ir hann og nefnir samkeppnina á milli Shakespeares og leikrita- skáldsins Christopher Marlowe, sem Rupert Everett leikur í mynd- inni. Madden þekkir vandamálin af eigin raun eftir að hafa komið inn í myndina á lokastigi þegar fjögur ár höfðu liðið í algjörri óvissu um hvort hún yrði nokkru sinni gerð. Leikstjórinn Edward Zwick höfðaði mál á hendur Miramax en samkvæmt málskjölum átti Uni- versal kvikmyndaverið kvikmynd- aréttinn og réði Zwick til starfans en framseldi síðar réttinn til Miramax, sem vildi ekkert hafa ELDHEITAR ástir; Fiennes og Paltrow. JUDY Dench í hlutverki Elísabetar drottningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.