Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 6

Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 6
6 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í Svartárkoti búa útverðir mannabyggðar á Norðurlandi, hjónin Tryggvi Harðarson og Elín Baldvinsdóttir. Svartárkot stendur við jaðar Odáðahrauns og er efsti bær í Bárðardal austan Skjálfandafljóts. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Svartárkot, þennan innsta og efsta bæ á Norðurlandi, einn kaldan dag í haust. AÐ var brunagaddur og snjór yfír öllu þegar við lögðum leið okkar í Svartárkot við Svartár- vatn. Handan við vatnið taka við Ódáðahraun og öræfín. Tófuslóðir voru þvers og kruss við veginn heim að bænum líkt og lág- fóta vildi storka bóndanum í Svartárkoti sem er helsta tófu- skytta sveitarinnar. Hvít auðnin teygði sig í allar áttir undir fjólublá- um skammdegishimni. Lengst í suðri mátti sjá Vatnajökul, Lamba- fjöll í norðri og Sellandafjall og Bláfjall í norðaustri. Frostreykur- inn steig upp af Svartánni og opinni vök á vatninu. „Pað bregst varla að hingað koma Morgunblaðsmenn þegar gerir mik- ið frost,“ sagði Ti-yggvi bóndi Harð- arson eftir að við höfðum heilsast. Hann var að vísa til þess að milli jóla og nýárs árið 1995 gerði mikinn frostakafla fyrir norðan og mældist þá kuldinn í Svartárkoti -33°C. Það varð tilefni heimsóknar starfsfélaga okkar. Nú var frostið ekki nema - 27°C og ekki tilefni heimsóknarinn- ar. Erindið var að fræðast aðeins um líf þess fólks sem kýs að búa á jaðri hins byggilega Islands. Vornætur og Víðikersþráinn Tryggvi er fæddur í Víðikeri og flutti þaðan í Svartárkot sjö ára gamall þar sem hann hefur átt heima síðan. Svartárkot er innsti og efsti bær á Norðurlandi, að sögn Tryggva. Fyrstu sögur af byggð á þessum stað eru frá árunum 1560- 70. Þá stóð bærinn sunnan við Svartárvatn en var færður vestur fyrir í kringum árið 1866. Frá bæn- um er um 90 km lofth'na til sjávar og bærinn í um 400 metra hæð yfír sjó. Það getur orðið kalt í Svartárkoti en yfirleitt er ekki mjög snjóþungt. Þarna er miklu minni úrkoma en út við ströndina að sögn Tryggva. Þó hefur snjóað mikið, jafnvel svo að ökufært hefur verið yfir þakið á íbúðarhúsinu á vélsleða. Veturinn 1990 var óvenju harður og þá þurfti að keyra krakkana í Svartárkoti í veg fyrir skólabílinn á vélsleðum í heilan mánuð. Það gerir sjaldan hláku yfir veturinn og sjaldgæft að snjó sem kemur að hausti taki alveg upp íyrr en að vori. En hvað heldur í hjónin að búa þarna á mörkum hins byggilega ís- lands? „Ætli það sé ekld Víði- kersþráinn," segir Tryggvi og hlær. „Alltaf fjölgar mannskepnunni í heiminum, svo ekki veitir af að byggja hvert ból.“ Elín segir að það haldi í þau að vera búin að byggja allt upp og erfitt að hverfa frá því. „Ef við sæktum í þéttbýlið þá er óvíst að við fengjum vinnu. Landið heldur líka í mann, þetta er mjög sérstakur staður og hér er mikil náttúrufegurð. Þið mynduð skilja það ef þið fengjuð að reyna sinfóníu náttúrunnar á vornótt í maí þegar sólin er að koma upp yfir spegilslétt vatnið og það glampar á fjöllin. Það getur líka verið mjög fallegt á vetr- um þegar snjór er yfir öllu.“ Oftast ein heima á veturna Næsti bær við Svartárkot er Víði- ker og er þangað 9 km leið. Skyldu þau ekki finna mikið fyrir fjar- lægðinni? „Þegar við vorum að alast upp þá voru samgöngur svo lélegar og maður fór lítið. Maður var vanur að vera heima,“ segir Elín. „Samgöng- urnar eru svo miklu betri nú. Veg- irnir eru hreinsaðir þegar á þarf að halda og póstbfllinn kemur hingað tvisvar í viku. Ef illa viðrar þá bara förum við ekki að heiman!“ Tryggvi og Elín eiga fjögur börn sem öll eru að heiman yfir veturinn vegna skólagöngu eða vinnu. Hjónin eru því ein heima að mestu, en börnin koma þó flestar helgar, eitt eða fleiri, ef veður og færð leyfir. Hjónin eru með sauðfjárbú og hafa rúmlega 300 fjár á fóðrum í vetur. Tryggvi segir að nú sé heldur verið að fjölga fé vegna aukins útflutn- ings til Bandaríkjanna. Elín bætir því við að bændur fái enn sem kom- ið er lítið fyrir það sem fer til út- flutnings, en e.f hækkun verði þá komi hún bændum til góða. Það verði þó ekki hægt að fjölga fé ótæpilega hér á landi, því þá verði eyðilagt það sem verið er að græða upp. Tryggvi hefur tekið þátt í verkefninu „Bændur græða landið" frá því það hófst árið 1991. Fram að því hafði Tryggvi unnið sjálfur að uppgræðslu í landi Svartárkots frá því um 1980. Uppgrædda landið nemur nú tugum hektara. Undan- farin sumur hefur Tryggvi unnið fyrir Landgræðslu ríkisins við að bera á og sá við Kráká, en þar er Landsvirkjun að reyna að stöðva sandburð í Laxá. I Svartárvatni er silungur sem ábúendur nýta. Sagan segir að í nóvember árið 1883 hafi bóndinn í Svartárkoti sent 11 ára gamlan son sinn fótgangandi yfir í Mývatnssveit að sækja frjóvguð hrogn sem sett voru í vatnið. Þetta er 35 km gang- ur hvora leið og yrði slíkt ferðalag tæplega lagt á ungan dreng nú til dags, ekki síst um fjallveg þar sem allra veðra er von. Tryggvi segir að nú sé aftur reit- ingsveiði í vatninu eftir nokkur slæm ár. Fram að því var veiðin góð og vonandi að svo verði aftur. Þau leggja net og veiða aðeins á dorg á vetrum. Vatnið gegnir einnig hlut- verki uppistöðulóns og afrennsli þess knýr heimarafstöð. Meðan eitthvað veiddist að ráði í vatninu var silungurinn seldur nýr eða verkaður og reyktur í Svartár- koti. Undanfarin ár hafa þau keypt eldissilung, bæði bleikju og regn- bogasilung, og taðreykt heima. Stundum setur Tryggvi loðvíði með og þykir það gefa góðan keim. Reykti silungurinn er m.a. seldur í versluninni Svalbarða í Reykjavík. „Mér finnst regnbogasilungurinn ekki síðri en sá villti," segir Tryggvi. „Hann er töluvert mikið öðruvísi og feitari en silungurinn úr vatninu. Mér finnst regnbogasil- ungurinn minna mikið á villiurriða.“ Tryggvi þekkir vel til villts urriða því í Svartánni, sem á upptök í Svartárvatni, er urriðaveiði. Tryggvi leyfir eingöngu fluguveiði á því veiðisvæði sem honum tilheyrir. Þar hafa veiðimenn gert töluvert af því að veiða og sleppa fiskinum. Tófa og minkur „Ég hef verið við veiðar á ref og mink,“ segir Ti-yggvi. „Ef þessum kvikindum væri ekki haldið niðri hyrfi fuglinn að mestu. Það er ekk- ert hér sem drepur refinn nema maðurinn. Ef hann er ekki veiddur þá fjölgar hann sér.“ Tryggvi hóf að stunda tófuveiðar árið 1964 og hefur unnið skipulega að grenjaleit með góðum árangri. í vor fannst ekkert tófugreni í hans umdæmi, það er í fyrsta skipti í 34 ár að ekki finnst búskapur í neinu greni. En hvemig stendur þá á tófuslóðunum sem sjást um allt? ELÍN Baldvinsdóttir og Tryggvi Harðarson búa í Svartárkoti við jaðar Ódáðahrauns. TRYGGVI er fjárbóndi og hef- Morgunbiaðia/RAX ur unnið mikið að upp- græðslu landsins. í baksýn grillir í bæinn í gegnum frostreykinn sem steig upp af opinni vök við útrennsli Svartárvatns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.