Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 7

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 7 „Það hefur verið mikið af tófu núna, svo það er greinilegt að þær hafa komið upp grenjum sem ekki hafa fundist," segir Tryggvi. „Tófan ferðast mikið, en ég hef grun um að það hafi farið út greni hér skammt frá. Það er ekki veitt inni á hálend- inu eftir að ríkið hætti að greiða sveitaifélögunum fjrrir tófuveiðar við erum hér þá verðum við að vera sátt við umhverfið. Við höfum valið það sjálf.“ Hjónin segjast ekki hafa orðið vör útilegumanna í Ódáðahrauni, þótt Tryggvi hafi heyrt að einhverj- ir hafi hafst við í helli í hrauninu um tíma endur fyrir löngu. Elín segir að þau syngi óhrædd um útilegu- menn í Ódáðahrauni. „Eina ónæðið sem við höfum orðið fyrir hér er af hálfu þéttbýlisbúa - og það aðeins einu sinni. Þá komu hingað strákar sem vildu fá að leggja net í vatnið, en fengu ekki. Þeir fóru héðan um miðja nótt og þeyttu bílflautuna eins og þeir mögulega gátu! Aðrir hafa verið aufúsugesth- og hjartan- lega velkomnir. Við höfum yfír höfuð mjög gaman af að sjá hér fólk.“ Að halda í horfinu Elín sat í sveitarstjórn Bárðar- dælahrepps í 12 ár, þar til í vor, og gegndi meðal annars stöðu vara- oddvita síðasta kjörtímabil. Allt frá 1986 hafa ýmist tvær eða þrjár kon- ur setið í sveitarstjórn í Bárðdæla- hreppi. Síðsta kjörtímabil og á því yfirstandandi hafa verið þrjár kon- ur og tveir karlar í stjórninni. Finnst henni það skipta máli að hafa sveitarstjórnarmenn af báðum kynjum? „Eg held að það sé aðallega ein- staklingurinn sem skiptir máli, en ekki hvors kyns hann er,“ segir Elín. „Það verður þó meiri breidd í viðhorfum að hafa bæði konur og karla. Ætli það sé ekki um 20 ára aldursmunur á þeim elsta og yngsta í sveitarstjórninni nú, og það eykur líka á víðsýnina.“ Elín segir að helsta viðfangsefni sveitarstjórnar í lítilli byggð sé að halda í horfinu. Þar eru skólamálin efst á blaði. I sveitinni er skóli upp í 7. bekk og börnin ljúka grunn- skólanámi í Stóru-Tjarnaskóla. „I svona dreifðri byggð eru ekki mörg atvinnutækifæri og fólk sækir ekki vinnu um langan veg,“ segir Elín. Helstu atvinnutækifæri utan hefðbundinna bústarfa eru við skól- ann og við mörbræðsluna á Stóru- völlum. Þar er framleidd hamsatólg, friðarkerti og tólg sem er notuð til framleiðslu á hreinsiefnum. Elín segir að þetta fyrirtæki sé á uppleið og lyftistöng í sveitinni. Á sumrin er greiðasala og boðið upp á gistingu í barnaskólanum í Bárðardal, sem er í landi Stóruvalla. „Síðustu tvö sum- ur hefur utansveitarkona, en þó ættuð héðan, rekið þetta gistiheim- ili og haft heimamenn í vinnu.“ Hinn 1. desember í fyrra voru íbúar Bárðdælahrepps 130 talsins en voru 161 árið 1988. Þeir eldri falla frá og lítið er um að ungt fólk setjist að í sveitinni. Hjónunum i Svartárkoti þykir þetta miður, þau eru sammála um að það sé mikil og góð samstaða meðal íbúanna í Bárð- ardal og þar sé gott samfélag - eng- in hreppapólitík. Elín segist vona að nýlegar tillög- ur um breytingar í landbúnaði nái ekki fram að ganga, því ef svo fari þá sé hún hrædd um að sveitirnar muni þá fyrst hrynja fyrir alvöru. Hún bendir á að þegar fullvirðis- réttur var settur á urðu margir bændur fyrir mikilli skerðingu og urðu að fá sér aukavinnu til að geta setið áfram á búum sínum. Elín seg- ist ekki geta samþykkt hugmyndir um að taka beingreiðslur aí smábændum og þeim sem komnir eru yfir sjötugt. „Bændur eru á meðal þeirra sem ekki hafa haft at- vinnuleysisbætur og þess vegna á ekki að taka af þeim þann rétt sem þeir hafa áunnið sér.“ Morgunblaðið/RAX innan ákveðinnar línu sem dregin var utan um hálendið.“ Að sögn Elínar er það mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélögin að stunda vargeyðingu. Fyrir minkaveiðar greiðir ríkið að hálfu á móti sveitarfélaginu, sé miðað við kauptaxta sem veiðistjóraembættið gefur út. Elín segir að í Bárðardal sé veiðimönnum gi'eitt fyrir gi’enja- leit næst byggðinni, en það sé al- farið á kostnað sveitarfélagsins. Náist refur greiðir líkið að hámarki 3.500 krónur fyrir hvert refaskott í verðlaun. Tryggvi segir það misjafnt hvað mikið finnst af mink í umdæmi hans. Ef mikið finnst eitt árið þá getur hann legið í láginni næstu 2-3 árin og blossað upp þar á eftir. Tryggvi er með tvo minkahunda og segir það geta ráðið úrslitum um árangurinn hvað hundarnir eru góð- ir. „Minkurinn og tófan gera fyrst og fremst usla í fuglalífinu, eins leggst minkurinn á fisk í ám og lækjum," segir Tryggvi. „Ef tófunni fjölgar þá fer hún að leggjast á sauðfé.“ Engir útilegumenn En hvernig er að vera í næsta nágrenni við Odáðahraun? „Eg hugsa að það sé miklu betra en að vera í nábýli við umferðina," segir Elín. „Þetta er stærsta eyðimörk í Evrópu og sumum þykir það mjög áhugavert. En við erum ekkert uppveðruð yfir því þegar hún fer að ausa yfir okkur sandi í suðvestan roki.“ Ti-yggvi segh- að hraunið sé ósköp meinlaust, nema það geti ver- ið erfitt að rata þar í þoku. „Fyrst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.