Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 10

Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 10
10 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ALLT var á fleygiferð í listagalleríi Sjafnar Har. bakatil á fyrstu hæðinni í Listhúsinu, þar sem höfðu greinilega orðið talsverðar breytingar á aðkom- unni. Tvær konur í óða önn að senda út boðskort og hana sjálfa elti ég niður í Katel í kjallaranum, þar sem verið var að setja gríðarstór og smá ný málverk frá sl. ári í ramma. Og þar fangaði augað,,litla mynd- in hennar Astu“, Astu B. Þor- steinsdóttur alþingismanns. Þegar ég er búin að króa Sjöfn af og við sestar uppi í lista- mannsíbúðinni hennar, sem nær 3 hæðir upp í gegn um húsið í vesturendanum, er þessi litla mynd af jökli, saga hennar og afdrif enn í hugan- um. Enda ætlar Sjöfn að sýna undir heitinu Lítil mynd. Sjöfn segir mér ftá tilurð þessarar myndar. Kveðst hafa verið að koma úr bænum austur á Eyi-arbakka í sumar. Var eitt- hvað vansæl og ók gegn um bas- inn, fram hjá Litla-Hrauni og út á Stokkseyri. Stöðvaði bílinn við ísólfsskála og fór að fletta í spjaldskránni sinni. Rakst þá á nafn Astu Þorsteinsdóttur og hringdi í hana. „Við spjölluðum lengi saman og undir lokin vék Ásta að því hvort ég væri farin að láta mér detta í hug að breyta til í Listhúsinu, og bætti við að ekki ætlaði ég þó að láta þessa sætu íbúð mína, þar sem hún hafði komið sl. vor. Fannst ég nokkuð fljót á mér og sagði mér að koma í kaffí til sín. Við skyldum spjalla um þetta. Eg sneri við og skammaðist mín þegar ég fór að hugsa. Þarna var kona að berjast við erfið veikindi og ég sagði við sjálfa mig: hún er að gefa mér ráð, en mín mál eru smámál miðað við það sem hún er að berjast við. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Asta var svo stór í sér og gef- andi. A leiðinni til baka ók ég fram hjá Litla-Hrauni og hugs- aði áfram að hér væru menn innilokaðir og þarna væri góð vinkona mín sem allt ætti til að gefa, svo sem málum fatlaðra, sitja á þingi og ausa af sínum viskubrunni fyrir aðra. Hún væri að beijast við illvígt krabbamein, en vildi gefa mér ráð og kraft. Mín vandræði urðu svo lítilvæg. Eg ók rakleiðis inn á Bakka. Þar beið mín tilbúinn strigi fyrir stórar myndir. En ég tók minnsta strigann og byrjaði að mála full af innblæstri og krafti, með allt öðru hugarfari. Notaði uppá- halds viðfangsefnið mitt, sem meira að segja var orðið breytt. Og þessa mynd ákvað ég að færa Ástu þegar ég sæi hana næst. Ég hringdi en náði ekki sambandi við hana sjálfa áður en ég flaug til New York. Bað því Ástráð að skila kveðju, allt hefði gengið vel og ég hitti hana þegar ég kæmi aftur. En Ásta var jörðuð dag- inn áður en ég kom heim. Ég gat því aldrei gefíð henni myndina. Þetta er semsagt myndin hennar Ástu. Ég gat ekki hugsað mér að eiga hana, því síður að selja hana. Mér datt í hug að gefa fjölskyldu hennar hana, en svo hugsaði ég að þó engin mynd sé nógu stór til að gefa í minningu Ástu, þá ætti þessi litla mynd helst að fara til Þroska- hjálpar, ef þeir vildu taka við henni. Þroskahjálp var hjartans mál Ástu og baráttumál í svo mörg ár. Eftir að ég var búin með þessa mynd ákvað ég að láta ekki frá mér mynd- irnar sem ég málaði í ham á eftir og kom upp hugmyndin um að sýna þær saman, sem verður núna. Þroskahjálp vill þiggja myndina hennar Ástu og ég afhendi þeim hana við opnunina núna 12. desem- ber, að viðstaddri fjölskyldu hennar, vinum og Þroskahjálp. Gjöfinni fylg- ir útgáfuréttur til póstkorta, plakata o.s.frv.“ Sjöfn lætur þau orð falla að þetta verði sín síðasta sýning í Listhúsinu. „Ég ætla að hætta vinnustofugallerí- inu. Sá tími er búinn,“ segir hún. Það kallar á frekari skýringu. Hugmyndafræðin breytt Þessa íbúð, þar sem við sitjum, keypti Sjöfn og kom sér þar fyrir í námunda við vinnustofuna þegar samvinnu og í samræmi við hugsjónirnar. Ég setti upp vinnustofugall- erí, vann niðri og hafði opið og verk til sýnis uppi. Síðan reyndist ég vera með of mikið kaffí á könnunni, enda þykir mér gaman að fá fólk, sem vildi ílendast, svo ég málaði sífellt minna. Fyrst fékk ég Sif syst- urdóttur mína til aðstoðar, en hafði sjálf að mestu viðveru eft- ir klukkan þrjú. Ég festi þetta smám saman í rammanum og hafði konu til upplýsinga, en myndimar mínar fóru jafnóð- um upp á vegg, þar sem hægt var að skoða þær. Þannig hefi ég í sex ár verið með vinnu- stofugallerí, sem er skemmti- legt hugtak, þekkt erlendis en nánast ekkert hér. Og það gekk vel. Þetta krefst auðvitað viss aga og oft gífurlegrar vinnu. En mér þótti þetta mjög skemmtilegt verkefni." En nú hafði Sjöfn svo ný- lega sett þetta óskabarn sitt, vinnustofuna í Listhúsinu, í sölu. Hvers vegna? „Hugsjón hússins er komin út í hafsjó og stefnan orðin öðruvísi,“ svai’ar hún stuttlega. Segir endinn þann að hún ætli að halda íbúðinni, enda sjói hún út um gluggana til Snæfellsjökuls, sem hún hefur árum saman haft mikið dálæti á. En láta vinnustofuna fara, því hug- myndafræði hússins og sú lífs- sýn sem farið var af stað með sé horfín. Þetta sé dálítið sorg- legur endir. Það ki'efst enn frekari skýringar, og varpar um leið Ijósi á aðkomuna og framhliðina á húsinu, þar sem nú ber mest á rúmum og tölv- um. Listhús/Rúm- og tölvusetur? „Það eru komnir inn aðrir aðilar, sem eiga heima annars staðar en í Listhúsi. Frum- kvöðullinn og hugsjónamaður- inn Tryggvi Árnason, sem fékk lóðina til að reisa listasetur með vinnustofum, sýningarsal og íbúðarhúsnæði, byrjaði fyr- ir rúmu ári á að selja yfir 200 fermetra rými, sem er öll framhliðin á númer 19. Hús- næðinu á Engjateigi 17-19 er skipt í miðrými og vængi sinn hvorum megin. Allt þetta rými sem Listgallerí hafði undir sýningarsal og verslun og meira til selur hann um síðustu áramót undir fyrirtæki sem heitir Svefn og heilsa og versl- ar með rúm o.fl. Breytir þar með andlitinu á helmingi hússins. Selur þeim að auki tvær af vinnustofunum norðan megin undir lager og búðina. Þetta er ágætt fólk, en hefði það ekki a.m.k. átt að fá annað rými? Við hverfum í skuggann fyrir rúmum. Ekki nóg með það, Kúnst gjafavöru- verslun með styttur og fleii’a, sem var í hálfri framhliðinni hinum meg- in, flutti niður á Klapparstíg og selur Tölvusetri, sem áður var komið í lítið rými bakatil. Hafði keypt sig inn þar af Glerlist, sem var með ítalskar listavörur og fleira. Þegar Kúnst sel- ur eftii- síðustu áramót þá kemur tölvufyrirtækið því í helminginn af framhliðinni vestan megin á nr. 17. Þetta skellur á okkur hinum frum- byggjunum á einu ári án þess að við vitum. Þannig að fólk er farið að gantast með að kalla þetta Rúm- og tölvusetur. Þannig er andlit hússins. Og það er farið að bera á því að fólk lítur öðrum augum á að koma hingað. Að vísu eru komnar bakatil þjónustu- stofnanir, sem oft fylgja svona starf- semi, snyrtistofa og tvær hár- greiðslustofur, önnur kom inn fyrir ljósmyndastúdíó Magnúsar og þar sem var Gull og auglýsingastofa er komin amerísk gjafavöruverslun. Ég stend frammi fyrir þessari stað- reynd. Katel, sem var frábær gjafa- vöruverslun með frumverk og grafík og fleira er horfin úr framhúsinu, og eigendurnir fluttir til Danmerkur, gjafavörurnar hættar en innrömm- unin, sem er mjög góð, komin niður í kjallara og sá hluti af „frontinum" með. Þegar svona er komið hvað hefur maður þá að gera við að vera í húsi, þar sem myndlist og skapandi list- iðnaður er í algerum minnihluta, undir hálfrar milljón krónu ljósa- Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson Það eru vatnaskil í lífi Sjafnar Haraldsdóttur listmálara, eins og Elín Pálmadóttir komst að í innliti í listgallerí hennar í Listhúsinu, sem hún er að hörfa úr ári eftir að hafa búið sér þar framtíð með viðbótarkaupum á fallegri íbúð eftir skilnað. Hún er þó ekki hætt að mála og kveður með sýningu. ----------------------------------------y>----— Þarna blasir við „litla myndin hennar Astu“, sem sýningin ber nafn af og á sér sína sögu. hún skildi eftir 10 ára sambúð fyrir rúmu ári. „Sjáðu til, ég er einn af frum- byggjunum hér í Listhúsinu fyrir 6 árum,“ útskýrði hún. „Þessari dýr- mætu lóð var úthlutað til að reisa þar sambland af íbúðarhúsnæði og listamiðstöð, eins og segir í samn- ingnum. Þegar ég las um það í kynningu að hér ættu að vera vinnustofur, sýningarsalur, gallerí og fleira fyrir skapandi listgreinar og metnaður lagður í að hafa þar mismunandi hópa í skapandi listum, þá fannst mér það mjög aðlaðandi hugmynd. Þetta heillaði mig og freistaði. Frá 1987 hafði ég verið með vinnustofu hérna eftir að ég flutti heim og líka enn vinnustofu í Kaupmannahöfn, þar sem ég hafði búið og m.a. síðast kennt í Listaaka- demíunni. Mér var farið að finnast ég of einangruð að vinna bara heima. Ég ákvað því að fjárfesta, kaupa og innrétta sérteiknaða vinnustofu fyrir málara á tveimur hæðum í Listhúsinu. Kallaði þetta „litla draumahúsið mitt á Ítalíu“, sem kemur kannski seinna. Nú var ég búin að festa mína fjármuni í þessu og orðin njörvuð niður, því þetta var ekkert ódýrt dæmi. Állt mitt fór í þetta fósturbarn. Ég man að þegar við opnuðum Listhúsið mættu hér fyrstu helgina um 2.000 manns og lofaði góðu, allt var í ljúfri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.