Morgunblaðið - 13.12.1998, Page 14

Morgunblaðið - 13.12.1998, Page 14
14 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BESIM Denvisevic, lögreglufulltrúi frá Bihac í norðvesturliluta lands- ins, og höfundurinn í hellirigningu í lok oktöber, skammt frá Prijedor. í september í fyrra hrapaði Besim 20 metra leið í um það bil 80 metra djúpum helli í Hargar, í grennd við Bihac. Beinagrindur af 87 múslim- um voru í hellinum og höfðu þeir verið drepnir 1992. Besim varð að dvelja mánuðum saman á spítala og eftir kvalafulla endurþjálfun er hann orðinn vinnufær á ný en sér ekki með hægra auga og þjáist af slæmum höfuðverk. annað gert en að fylgjast vandlega með vinnubrögðum verkamann- anna. Þegar búið er að grafa djúpan skurð umhverfís alla gröfina og búið að fjarlægja megnið af yfír- borðsjarðveginum fer ég aftur nið- ur í holuna og byija að grafa með múrskeið. Þar sem efsta jarð- vegslagið er enn of þykkt verð ég að nota haka. Öðru hverju hjálpar einn af verkamönnunum mér en hinir bera moldina á brott. Staðurinn er í skugga trjánna og við læk; jarðvegurinn er því þungur og blautur og ég verð að skipta um skófatnað, fara í gúmmístígvél sem einn af mönnunum nær í handa mér í bílnum. Þau eru nokkrum nú- merum of stór og þegar ég þarf að lyfta fæti verð ég að halda í stíg- vélið og draga það upp úr leðjunni til að það sitji ekki eftir. Þetta er kátbroslegt og allir hlæja. Eftir að hafa stritað í klukku- stund erum við búin að fjarlægja allt efsta jarðvegslagið. Með hjálp tveggja verkamanna lyfti ég plast- ábreiðu og öll líkin koma í ljós. Þar sem þau voru hulin plastábreiðunni eru þau býsna vel varðveitt. Þau liggja í tveim lögum, hvort ofan á öðru, neðst eru þrjú lík, ofan á þeim hin tvö. Á meðan við bíðum eftir Meho ljósmyndara hvíla verka- mennirnir sig og reykja. Auðvitað. Nærri því allir í þessu landi reykja, ég held að þeim fínnist jafn eðlilegt að reykja og anda. Gul flögg á höfuðkúpumar Loksins kemur Meho. Með hon- um er Slavko sem er serbneskur lögreglumaður í deild glæpa- rannsókna og nokkrir aðrir fulltrú- ar alþjóðasamfélagsins sem fylgjast með uppgreftri á svæðum sem eru á mörkum stríðandi aðila í Bosníu. Meho fær mér fimm merkispjöld og plötu með nafninu á staðnum, ég læt hana ofan á líkin. Ég set gul flögg á höfuðkúpurnar og nú er hægt að fara að taka myndir. Að því loknu fjarlægi ég merki- spjöldin og flöggin, byrja að rissa upp mynd af legu leifanna og losa um eitt líkanna. Með aðstoð tveggja verkamanna legg ég það í poka sem þegar er búið að merkja og pokinn er réttur upp. Síðan koll af kolli og ég gæti þess vandlega að allt sem tilheyrir hverju líki, bein eða annað, fari með því í pokann. Þegar búið er að tæma gröfína athuga ég botn- inn á henni og þegar ekkert er eftir fer ég sjálf upp úr. Ég tek af mér gúmmíhanskana og geng að læknum, þvæ mér um hendur, óhreina handleggi og fæt- ur, þríf stígvélin og múrskeiðarnar. Síðan teygi ég úr bognu bakinu, fæ mér svolítið vatn sem einhver réttir mér og fer aftur á fyrsta staðinn sem við ætluðum að kanna. Verkamennimir eru enn að grafa og holan er orðin stór og djúp. Hit- inn er næstum óbærilegur og þeir hafa ekkert skjól fyrir sólinni. Naktir líkamar þeirra glansa af svita. Öðru hverju fá þeir sér vatns- sopa úr tunnu sem þeir tóku með sér. Ismet krufningasérfræðingur vinnur líka og notar haka á harða moldina. Svitinn drýpur af andlit- inu og öllum líkamanum. Skömmu seinna kemur Neimin, sem er líka búinn að Ijúka sínu verki á staðnum sem hann var á. Þar var eitt lík en jarðvegurinn grjótharður. Að lokum er búið að fjarlægja mest af jarðveginum, við Nermin stígum niður í skurðinn. Við vinn- um af kappi ásamt Ismet en samt varlega við að losa moldina af ábreiðunni. Gröfín er í þurrlendi og líkin hafa því rotnað, aðeins beina- grindur eru eftir. Plastið hefur ekki hulið alveg hendurnar og fæturna og við verð- um að safna lausum beinum í sér- staka plastpoka. Við vinnum hægt með litlum múrskeiðum og burst- um og jafnvel berum höndum við að fjarlægja síðustu moldarleifarn- ar. Sólin brennir bogin bökin á okk- ur, hitinn er miskunnarlaus. Ég vildi að hér væri dálítið af íslenskri kælu. Þarna er fullt af fólki sem fylgist með því sem við erum að gera. Verkamennirnir okkar, glæpasérfræðingar lögreglunnar, alþjóðlegir eftirlitsmenn, tékk- nesku hermennirnir okkar frá SFOR, fulltrúar Alþjóðalögreglu- sambandsins og að sjálfsögðu vitn- in sem við tókum með okkur í dag. Ég horfi í kringum mig og sé að y. fg|§n *.fc *♦' * v. 'Vj #- ‘ UPPGRÖFTUR í Carakovo-Zecovi í Prijedor-héraði. LÍKAMSLEIFAR fínini manna úr gröfinni í Carakovo-Zecovi tilbúnar fyrir ljósmyndun áður en þær er lagðar í líkpoka. UPPGRÖFTUR í Hambarine Siljak í ágústbyrjun 1998. HRUNINN turn á mosku í Kozarac. Yfir 2.500 manns frá smáborginni, sem er rétt hjá Prijedor, létu b'fið fyrstu þrjá dagana í svonefndum þjóðahreinsunum dagana 24.-26. maí 1992. Karlar sem lifðu af og tókst að flýja inn í skógana voru síðar sendir í einangrunarbúðir eins og Keraterm, Omarska og Trnopolje. Höfundurinn er núna að rann- saka líkamsleifar fanga frá Omarska sem fundust um miðbik nóvem- ber í 40 metra djúpum helli hjá Sanski Most. heimilisfaðir fólksins, sem þarna hvílir og bráðum mun koma í ljós, er horfinn. Einhver hvíslar að mér að hann hafi ekki treyst sér til að horfa á þetta lengur. Svo ósköp lítil Loksins er öll moldin farin og við getum fjarlægt ábreiðuna og leð- urjakkann. Við lyftum teppinu var- lega og hægt og hægt koma tvær litlar beinagrindur í ljós. Undir er önnur ábreiða sem hylur lík full- orðna fólksins. Meho lætur okkur hafa plötu með nafni staðarins og merkispjöldum sem við komum á sinn stað, þá eru teknar myndir. Næst er okkur fenginn líkpoki og við byijum að safna saman beinum úr fyrstu beinagrindinni. Þetta er mikil vinna vegna þess að beinin era miklu fleiri en í fullorðnum. Bein í litlum börnum eru enn að vaxa og mörg beinin í þeim era í þrem hlutum. Og þau era svo ósköp lítil. Buxur drengsins eru enn heilleg- ar að hluta, líka sandalarnir. Við grandskoðum teppið og enn eru eftir örlítil brot úr beinum. Loks eram við búin að ná öllu saman og við getum lyft ábreiðunni og tvær stærri beinagrindur koma í Ijós. Þegar verkinu er lokið stend ég á fætur og reyni að rétta úr bakinu. Það er sárt! Þá kem ég auga á vitn- ið okkar, hann er kominn aftur. Hann er rauðeygður. Hann tekur upp leðurjakkann sem lá yfir líkum barnanna og kannar vasana. Þar er ekkert. Síðan segir hann eitthvað við hin vitnin en ég heyri ekki hvað. Við fórum upp úr tómri holunni, tökum af okkur hanskana, þeir era fullir af vatni og ég hef aldrei kynnst öðra eins. Fullir af svita. Ég trúi því varla að ég sé enn á lífi, hitinn hlýtur að vera um 50 gráður í miskunnarlausri sólinni. Við drekkum mikið af vatni meðan við bíðum eftir þvi að verkamenn- irnir fylli holuna á ný af mold. Klukkan er að verða tvö, tími kominn til að huga að öðram stað. Það era reyndar þrír eftir í dag og sem fyrr er stutt á milli þeirra. Við stígum inn í bílana og ökum af stað. Ég drekk ávaxtasafann minn á leiðinni. Klára hann og finn strax að ég verð hressari. Við för- um upp bratta hlíðina að næsta stað sem er rétt hjá gömlum, yfir- gefnum grafreit múslima. Ung kona, sem er vitnið okkar hérna, bendir okkur á tvær grafir. I annarri er eitt lík en hin er fjölda- gröf með líkum níu manns, fjöl- skyldu hennar. Þriðja gröfin er við rætur hlíðarinnar en þar eru all- mörg tré og runnar í röð. Teknar era myndir, rannar fjarlægðir og verkamennirnir byrja. Ég geng á milli grafanna og fylgist með hvernig miðar. Ég er við minni gröfina þegar ég stíg á grein sem brotnar, ég missi jafn- vægið og reyni að ná fótfestu á annarri grein. Ég finn fyrir skörpu broti úr greininni og bróm-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.