Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 16
16 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Washington, Oregon og Tarragona Bandaríkin eru ekki bara Kalifornía þeg- ar vín er annars vegar og á Spáni er að fínna mörg önnur athyglisverð vínrækt- arsvæði en Rioja og Pénedes, segir Steingrímur Sigurgeirsson, sem að þessu sinni kíkir á vín frá Washington, Oregon og Tarragona. KALIFORNÍA hefur því líka yfirburðarstöðu í bandarískri víngerð að margir vilja gleyma því að vín eru framleidd í flestum ríkj- um Bandaríkjanna, jafnvel á Flórida og í Texas. Þau ríki hafa hins vegar til þessa ekki getið sér mikið orð fyrir frambærileg vín en það hafa hins vegar Washington og Oregon gert fyrir löngu. Rétt eins og Kalifornía liggja Washington og Oregon við Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna. Þar sem vínræktarsvæði þessi liggja töluvert norður af Kaliforníu er loftslag og allar aðstæður til vín- gerðar mjög frábrugðnar því sem gengur og gerist í Kaliforníu. Ef litið er á landakort má til dæmis sjá að víngerðarsvæðin í Oregon og Washington (sem er að finna á mjög svipuðum slóðum við ána Columbia) eru á svipaðri breidd- argráðu við Kyrrahaf og Frakk- land við Atlantshaf. Aðstæður þarna eru því töluvert „franskari“ heldur en í Kalifomíu. Loftslag er svalara, lengri tima þarf til að þrúgurnar nái þroska og sveiflur á milli ára eru meiri. Þetta sést mjög vel ef tekið er dæmi af Washington undanfarin ár. Arið 1995 var uppskera mikil að magni en haustið var svalt og þrúgurnar náðu ekki fullum þroska. Vínin urðu því Jéttari en venjulega fyrir vikið. Árið 1996 spillti frost fyrir uppskerunni sem dróst saman um tæplega helming. Árin 1997 og 1998 lofa hins vegar mjög góðu, hvort sem litið er til magns eða gæða. Vínrækt í Washington byggist nær einvörðungu á sígildum frönskum þrúgum og eru það Bordeaux-þrúgurnar Cabernet Sauvignon og Merlot, sem yfir- leitt mynda uppistöðu vínanna. Oftast eru vínin blönd að ein- hverju leyti, þótt það komi ekki fram á flöskumiðum, og því 10- 15% Merlot yfirleytt að finna í Cabernet-vínum og öfugt. Stuðlar þetta að því að gera vínin flóknari og vissulega upp að vissu marki Bordeaux-legri. Það fer hins vegar ekki á milli mála þegar Washington- vín eru smökkuð að þau eru bandarísk en ekki frönsk í stílnum. Áherslan er á mýkt og ávöxt og yfirleitt eru þetta að- gengileg og þægileg vín. Columbia Crest og Chateau ST. Michelle Hægt er að nálgast vín frá tveimur af stærstu framleið- endum Washington State, Chateau St. Michelle og Col- umbia Crest, á sérpöntunar- lista ÁTVR, en þessi fyrirtæki eru jafnframt mjög hátt skrif- uð hvað gæði varðar. Columbia Crest Merlot 1995 (1.860 kr.) hefur mikla mýkt og sæt rauð kirsuber og súkkulaði ráða ríkjum í uppbyggingu ilms og bragðs. í munni hefur það meðalþyngd til að bera og vottur af sýru gefur vínin ákveðinn ferskleika. Columbia Crest Estate Reserve Merlot 1993 (2.500 kr.) er farið að sýna smá þroska. Vanillusykur blandast saman við dökk, þroskuð ber, það er þungt í munni og ristað og örlítið reykkennt. Chateau St. Michelle Merlot 1993 (2.240 kr.) einkennist hins vegar af sætum, djúpum ávöxt. Sultað- ar mandarínur, rauð ber, plómur og áberandi áfengi í ilm. Þétt og meðalþungt í munni með snörpu tanníni. Columbia Crest Estate Reserve Cabernet Sauvignon 1994 (2.370 kr.) einkennist af einföldum en þungum og ágengum ilm, þykkri sultu, kaffi og áfengi. Þykkt og feitt vín með þroskuðum ávexti og vott af tanníni án þess að verða hart. Chateau St. Michelle Caber- net Sauvignon 1994 (1.800 kr.) er hins vegar allhart og tannískt í byrjun, þroskaður, djúpur og dökkur ávöxtur í nefi, jarðaber og kirsuber, reykur og krydd. Sokol-Blosser í Oregon er einnig rík áhersla á franskar þrúgur. Cabernet er þar hins vegar ekki í aðalhlutverki heldur Búrgundarþrúgan Pinot Noir. Þrúga sú aðlagar sig ekki alls staðar eins vei og Cabernet og margir eru á því að hvergi gefi hún af sér jafngóð vín og í Oregon, ef frá eru skildar heimaslóðirnar í Bourgogne. Hér á landi eru nú farin að sjást í fyrsta skipti (svo ég viti) Oregon- vín þótt enn séu þau að mestu bundin við veitingahús. Er um að ræða vín frá hinum ágæta fram- leiðanda Sokol Blosser en það fyr- irtæki hóf rekstur líkt og flest önnur á þessum slóðum í byrjun áttunda áratugarins. Raunar eru hjónin Bill og Susan Sokol-Blosser meðal frumherja í vínrækt á þess- um slóðum og hafa verið í forystu- sveit vínframleiðenda Oregon frá upphafi og hafa fengið mikið lof í bandarísku vínpressunni m.a. frá Robert Parker og tímaritinu Wine Enthusiast. Áhersla þeirra er á Pinot Noir og þýskar hvítvíns- þrúgur. Sokol Blosser White Riesling 1997 hefur mikinn blómailm og greina má sæta lychée-ávexti og lime. í munni er vínið nokkuð þykkt, töluverð sæta er í víninu og jafnframt periandi sýra. Sokol Blosser Willamette Valley Pinot Noir 1995 hefur ungan ávöxt í nefi, haustlauf og greinar ásamt áberandi þykkum sætum ilm er minnir á kirsuberjalíkjörskonfekt. I munni sætur og ijúfur ávöxtur, krydd og og mild tannín. Toppur- inn frá Sokol-Blosser er svo Red- land Pinot Noir Winemakers Res- erve 1995. Þetta er stórt og mikið vín sem þarf nokkurn tíma til að opna sig í glasinu, heitt og kryddað. sultuð brómber, negull, fjólur og jafnvel ilmur af fersku, góðu hráu lamba- kjöti. Þessi þægilega lykt sem kemur af góðu kjöti við skurð. Semsagt kjötmikið vín sem ætti að ganga vel með jafnt rauðu nauta- sem lambakjöti. De Muller Syðst í Katalóníu, suður af Pé- nedes, er að finna víngerðarhér- aðið Tarragona í grennd við sam- nefnda borg. Þetta svæði hefur til þessa ekki náð sömu hæðum í vín- gerð og nágrannarnir í Pénedes en líkt og vínin frá framleiðand- anum De Muller, sem fáanleg eru á sérlistanum, getur það verið vel þess virði að gefa vínum þaðan gaum. De Muller er raunar með bestu framleiðendum héraðsins og þekkt- astur fyrir styrkst sætvín, gerð samkvæmt solera-kerfi í anda hér- aðsins Jerez (sérri). Hér eru nú fá- anleg á sérpöntunarlista þrjú vín, rauðvin, hvítvín og freyðivín sem komu mér verulega á óvart. Þar ber fyrst að nefna Marques de Muller Cava Brut (1.040 kr.), traust og heiðarlegt Cava-vín er freyðii' vel, hefur þurra og góða uppbyggingu og vott af ávexti. Kannski ekki framúrskarandi vín en þó vín sem stendur sig vel í sín- * Sokol um flokki samanborið við keppi- nautana. Það eru hins vegar hvitvínið og rauðvínið sem fá mann til að staldra við. De Muller Priorat Legitim 1994 (1.100 kr.) er þungt og sveitalegt vín. Það hefur til að bera sterkaan kryddaðan ilm, sem er ágengur og flókinn. Fyrst komu upp í hugann austurlenskar súrsætar sósur, síð- an indverskar kryddblöndur með kummin og kardimommum. í munni kemur hin heiti, sólbakaði ávöxtur enn betur í ljós. Eg steinlá fyrir þessu skemmtilega, einfalda víni, svo fjarri hinni standardiser- uðu framleiðslu samtímans, og það ætti að vera tilvalið með fjölmörg- um spænskum réttum hvort sem er úr baunum, saltfiski eða kjöti. Rauðvínið er spænskt út í fing- urgóma en hvítvínið hins vegar eins alþjóðlegt og hægt er að hugsa sér. De Muller Chardonnay vekur strax í glasi athygli fyrir dökkgullinn lit sem yfirleitt er ein- kenni ástralskra Chardonnay- bragðbolta. Framhaldið minnir sömuleiðis fremur á Ástralíu/Kali- forníu en Spán. Vínið er þykkt, með sætum, þroskuðum ávexti og þykkri eik. Maukaðir bananar og suðrænir ávextir eru í aðalhlut- verki í þessu mjúka „nammi“-víni. Fyrir Chardonnay-áhangendur er þetta vín kjarakaup fyrir einungis rúmar níu hundruð krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.