Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 20
^20 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þegar malbikinu lauk í Glerárþorp- inu á Akureyri og tók ekki aftur við fyrr en í Artúnsbrekkunni hafi verið gaman að lifa! „Það er ekkert varið í að keyra suður núna. Maður er við *pað að sofna á hjólinu á malbikinu! Það var frábært að ferðast á gömlu, góðu malarvegunum. Það var lífíð! Það var hægt að keyra jafn hratt og nú en það var erfiðara að stjórna hjólinu og þar af leiðandi miklu skemmtilegra.“ En hann ferðast ekki bara innan- lands. „Hún hefur fylgt manni víða, þessi della. Sumarið 1983 henti ég til dæmis drasli í eina tösku, var í gall- anum, strigaskónum og leðurjakkan- um, keyrði austur og fór með Smyrli út. Þvældist svo einn um Evrópu í ^einn og hálfan mánuð. Ég svaf oft lyrir utan bensínstöðvar, á graseyj- um; tók bara jakkann og henti yfir mig og svaf í góða veðrinu." I þessari ferð fór hann alla leið suður til Costa del Sol, syðst á Spáni. „Fyrsta hálfa mánuðinn var ég mikið á hraðbrautum en eftir það bara á smávegum; fór í gegnum þorp og þá kynntist maður því að ferða- menn eru líka velkomnir í litlu bæj- unum. Sjaldséðir, en mjög velkomn- ir. A einum stað í Frakklandi stoppaði ég þar sem var eiginlega bara bóndabær, krá og ein bensín- HEIÐAR snurfusar sig heima eftir vinnudaginn. Á FUNDI Sniglanna á veitingahúsinu Pollinum. vegunum hve ökumenn gerðu í þvi að koma í veg fyrir að mótorhjól kæmust fram úr bflum þeirra.“ Blaðamaður ber upp á Heiðar að hann hafi verið talinn býsna kræfur og kaldur karl á hjólum sínum hér í C^iTJTrrrrnFTsi eina tíð- i i m wUiáá»»A«AM» „Það gerðu engir aðrir það sem ég gerði!“ svarar hann, en dæmir ekki um hvort kjarkur eða fífldirfska hafi ráðið ferðinni hjá sér. Tekur þó fram að hann vilji HVENÆR Margir þessara manna eru nú búnir að fá sér hjól; hafa skilið að þetta er viss lífsstfll. Að það að fara um á mótorhjóli getur veitt manni mikla fullnægju.“ Heiðar nefnir líka að í gamla daga hafi stundum verið talað um að hann skildi heilann eftir heima, þegar „maður var að djöflast; keyra um á afturhjólinu, taka fram úr bflum eða taka hraðasyrpur..." Slíkt er hins vegar liðin tíð. Heiðar segir ekkert óeðlilegt við það í dag að fimmtugur maður fái sér mótor- hjól. Jafnvel sextugur. „Það er tals- vert um að menn sem áttu mótorhjól fyrir löngu séu að fá sér hjól aftur. Menn sem þurftu að selja hjólin þeg- ar þeir stofnuðu fjölskyldu og fóru að byggja.“ Hann segir þó suma enn skjóta á sig fyrir mótorhjóladelluna. „Mektarmaður einn hérna í bænum sagði einhvern tíma við mig: Heiddi, engum að reyna það sem hann gerði á stundum. „Ég lék mér oft að því að keyra upp og niður Gilið á aftur- dekkinu, jafnvel með farþega. Sunn- lendingar komu svo einu sinni og voru að „prjóna" í Gilinu og töldu sig voðalega kalda. Ég lagði hjólinu og fylgdist með, ætlaði að spjalla við þá á eftir og kynnast þeim. Var á BSA Lightning-hjólinu. Þeir keyrðu tutt- ugu til þrjátíu metra og hvöttu mig svo til að prófa og það endaði með því að ég steig á hjólið, fór niður á bryggju og keyrði á afturdekkinu alla leið upp Gilið og kom svo niður aftur á afturdekkinu! Þá stigu þeir af hjólunum og voru ægilega móðgaðir! Ég var auðvitað í mjög góðri þjálfun, sérstaklega í Gflinu. Var búinn að fara þetta margoft.“ Leiðin sem Heiðar fór á aftur- dekkinu, frá Torfunefsbryggju og EITT mótorhjól stendur alltaf upp á punt í stofunni hjá Heið- ari. Hér pússar hann Matchless árgerð 46, sem stóð við gluggann þegar Ijósmyndarann bar að garði. dæla. Ég fór inn til að fá mér einn bjór og þegar ég birtist stóðu allir upp og tóku í höndina á mér. Það var enginn smákliður sem fór um hópinn þegar ég sagðist vera kominn alla leið frá Islandi; sumir vissu ekki einu sinni hvar það var. Þarna komu menn á dráttarvélum með heyvagna, stoppuðu og fengu sér einn bjór og héldu svo áfram.“ Heiðar hefur einnig flakkað um á mótorhjóli í Bandaríkjunum og einu sinni á Norðurlöndunum, en mest hefur hann þvælst um innanlands eins og gefur að skilja. Og fjallaferð- ir hafa átt hug hans allan síðustu ár. “^„Þær gefa manni miklu meira en flakk á malbiki. Það er frábært að bruna úr bænum og upp á fjöll strax eftir vinnu á föstudögum. Vera á há- lendinu og gista í kofum. Maður kemur svo endumærður úr fjalla- loftinu og sefur aldrei betur en þeg- ar maður er búinn að keyra sig gjör- samlega út; búinn að keyra í fimm eða sex klukkutíma og hafa þurft að standa á hjólinu mestallan tímann; í torfærum, bröltandi yfir ár og læki og börð. Og hafa jafnvel þurft að bera hjólið langar leiðir. Þá er maður gjörsamlega búinn, sefur eins og “^steinn og hlakkar til að vakna aftur og komast á hjólið." Heiðai- og þrír félagar hans voru á fjöllum um síðustu verslunarmanna- helgi. „Við hittumst í Nýjadal og keyrðum um alla helgina. Það er frábært að komast úr glaumi og gleði bæjarins og keyra um frjáls eins og fuglinn. Að ég tali nú ekki um að keyra með góðum ökumönn- um. Ég er ekkert sérstaklega góður; get þó haldið sæmilega vel áfram og menn stinga mig ekkert af! Mesta áskorunin er að hanga í þessum góðu, sem eru snillingar á torfæru- hjólunum.“ Hann nefnir einn til sög- unnar, sem kallaður er Heimir hæg- fara, vegna þess hve erfitt var að fylgja honum eftir! Heiðar segir ótrúlegt hve mikilli færni sumir nái á torfæruhjólunum. Einn kemur upp í huga hans, sem hreinlega flýgur yfir börð og grjót- hnullunga; sá fari yfir á 50 km hraða þegar aðrir laumist á 10. „Meistari Viggó er alveg ótrúlegur.“ „Menn þurfa að vera ótrúlega sterkir til að ná slíkri leikni. Þeir sem eru sterkastir ná yfirleitt lengst.“ En þrátt fyrir þessi orð seg- ir hann líka „rosalega gaman“ að keyra um þjóðvegina á mótorhjóli, þrátt fyrir allt malbikið! „Maður er skuggalega frjáls, það er alveg sér- stakt að keyra og fá vindinn í fangið, finna aflmikil slög „Hallans" og heyra þungar drunur!" En hvernig er það, skyldi Heiðar ekki stundum vera talinn galinn af „venjulegu" fólki? „Jú, mai'gir jafnaldrar mínir hafa haft orð á því við mig. Margir spurðu gjarnan: Heiddi, hvenær ætlarðu að fullorðnast? Hvenær ætlarðu að hætta þessari vitleysu? En eftir því sem tíminn líður hefur þetta breyst: hvenær ætlar þú að hætta þessu mótorhjólabulli þínu? Ég spurði á móti: Hvenær ætlar þú að selja golfsettið þitt? Þetta er della, en mjög skemmtfleg della. Og hún er mjög heilbrigð, vegna þess að það er erfitt að vera á mótorhjóli.“ Heiðar segir sjö vini sína hafa dáið á mótorhjólum í slysum og í fram- haldi af því nefnir hann að nauðsyn- legt sé fyrir fólk á mótorhjóli að „vera sérstaklega varkárt í um- ferðinni. Maður hefur lært það í gegnum tíðina og hefur líklega lifað af vegna þess að maður lítur alltaf á bflinn sem óargadýr. Er alltaf á varðbergi". Og hann segir að þegar mótorhjól lendi í slysi sé það alltaf skráð sem mótorhjólaslys, jafnvel þótt bfll hafi valdið því. „Vissulega hafa orðið slæm mótorhjólaslys en hversu mörg slæm bflslys hafa orðið? Okkur er oftar en ekki kennt um og tryggingafélögin hafa sér- staklega níðst á mótorhjólamönnum í gegnum tíðina. Hjólin eru alls ekki hættulegri en bílar og miklu léttari; 200 kíló í staðinn fyrir tvö tonn. Þar af leiðandi eyðir bíllinn helmingi meira bensíni. Hjólin eru því miklu náttúruvænni; menga miklu minna.“ Heiðar segir að hér áður fyrr hafi svo virst sem fólk á mótorhjóh væri nánast réttdræpt hvar sem var. „Þá var daglegt brauð að maður var hálf- partinn keyrður niður af fólki sem ekki sá mann eða þóttist ekki sjá mann. Það virti mann ekki viðlits og sérstaklega var áberandi úti á þjóð- upp Gilið, er um 500 metrar skv. mælingu Morgunblaðsins! Og áfram kemur Gilið við sögu. Heiðar hélt þai- eitt sinn eftirminni- lega sýningu fyi’ir erlenda ferða- menn. Heiðar og vinur hans voru til- búnir að fara út að skemmta sér, en ákváðu að fara smá hressingarrúnt. „Það var ægilega gott veður. Þegar við komum í Gilið er þar rúta full af útlendingum og ég geri það að leik mínum að keyra á afturdekkinu alla leið upp eftir með hann aftan á. Svo kem ég eins niður aftur og þá eru út- lendingamir búnir að raða sér í kantinn og veifa mér, allir með myndavélar. Biðja mig að gera þetta aftur. Ég gerði það auðvitað, fór fimm eða sex ferðir upp og kom alltaf á afturdekkinu niður aftur. í eitt skiptið reisti ég hjólið of mikið, alveg í 90 gráður, og félagi minn datt aftan af og ég var næstum því lentur inn á Bautann! Hann boppaði á rass- inum eina 15 metra.“ Byltan kom þó ekki í veg fyrir að þeir færu út að skemmta sér um kvöldið, en farþeg- inn fór þó heim áður og skipti um buxur! Aður en blaðamaður kvaddi Heið- ar spurði hann um ævikvöldið. Hyggst maðurinn á mótorhjólinu eyða ellinni á slíku farartæki? Og ekki stóð á svari: „Já. Þegai- ég verð orðinn það gamall að ég ræð ekki við mótorhjól á tveimur þá fæ ég mér hliðarhjól. Ég verð frekar á þríhjóli en fai-a í hjólastjól! Þetta er hlutur sem eldist ekki af manni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.