Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 24
24 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
RÚDOLF KVARTETTINN: Skarphéðinn Þór Hjartarson, Þór Heiðar Ásgeirsson,Sigrún Þorgeirsddttir og Soffía Stefánsddttir
Fjórradda
jólakæti
Jólasöngvar eru ekki hluti af íslenskri jólahefð, en
fyrir nokkrum árum skaut upp kollinum hér söng-
kvartett, Rúdolf, sem innleiddi skemmtilega
stemmningstónlist í jólamánuðinn. Súsanna Svav-
arsdóttir hitti tvo stofnendur sönghópsins, þau
*
Sigrúnu Þorgeirsdóttur og Þór Heiðar Asgeirsson,
til að forvitnast um tilurð hans og starfsemi.
FÁTT hefur sett svip sinn
eins skemmtilega á jól-
stemmninguna á síðustu ár-
um og sönghópurinn Rúdolf
og má jafnvel ganga svo
langt að segja að hann hafi flutt
sönginn inn í hvunndag desem-
bermánaðai-, þegai' við erum á vit-
lausasta hraða ársins.
Skyndilega hljómar söngur
skammt undan og við stöldrum við,
göngum á hljóðið og þar stendur
sönghópur og syngur jólalög. Meira
þarf ekki til að fylla mann jólagleði.
Maður hægir á sér, það sljákkar á
andlitsdráttunum og maður man um
hvað þetta snýst allt saman.
Þannig heyrði ég sönghópinn
Rúdolf í fyrsta sinn, á götuhorni í
jólaösinni.
Það eru ekki mörg ár síðan, en nú
þegar á hópurinn sér fastan sess í
jólagleðinni og það sem meira er,
hefur gefið út tvo geisladiska.
Sönghópinn Rúdolf skipa þau Þór
Heiðar Ásgeirsson, Skarphéðinn
Þór Hjartarson, Sigrún Þorgeirs-
dóttir og Soffía Stefánsdóttir. Ég
hitti þau Sigrúnu og Þór yfir morg-
unkaffi einn daginn til að forvitnast
um hvaðan hugmyndin að þessum
jólalega kvartett væri runnin.
„Við komum heim frá námi í
Bandaríkjunum 1992,“ segja þau
Sigrún og Þór. „Þar höfðum við
kynnst Figgy Pudding Carolers.
Það var hópur söngnema og annarra
tónlistarnema sem fiestir stunduðu
nám við Boston háskóla. Konan, sem
rak þetta fyrirtæki, hóaði saman um
25 manns og bjó til úr því ýmsa
kvartetta. Við sungum á fínum
hótelum, verslunarmiðstöðvum og
einkasamkvæmum. Hún hringdi og
spurði hvort maður væri laus og ef
svo var, mætti maður, fékk sinn
búning og söngbók og var sendur af
stað.
Frumraun okkar hér var í
Ríkisútvarpinu, ásamt Leifi Hauks-
syni og Guðrúnu Gunnarsdóttur, á
gamlársdag 1991 á Rás 2. Við vorum
kölluð Turnkvai'tettinn, vegna þess
að þetta var í turninum á húsinu.“
Til heiðurs hreindýrinu
„Þegar við ákváðum svo að stofna
Rúdolf var Skarphéðinn kallaður til,
en hann og Þór hafa sungið saman
frá því í menntaskóla, í kvartett sem
hét MK-kvartettinn,“ segir Sigrún.
„Þær Guðrún Gunnarsdóttir og
Hrafnhildur Halldórsdóttir voru
með okkur Skarphéðni í þessum
kvartett," bætir Þór við. „Við gerð-
um lengi út og vorum ágætlega
vinsæl af menntaskólakreðsunni á
þeim tíma. En við Skarphéðinn höf-
um haldið saman allt frá þessum
tíma. Hann er mikili snillingur í tón-
list og það var rökrétt að fá hann til
liðs við okkur þegar við stofnuðum
Rúdolf. Einnig fengum við til liðs við
okkur Sesselju Kristjánsdóttur sem
söng alt í Rúdolf fyrstu 4 árin. Hún
fór síðan til Þýskalands í frekara
söngnám."
„Meiningin var að athuga hvort
það væri grundvöllur fyrir svona
jólasöng hér á íslandi, því þetta er
þekkt fyrirbrigði frá því á 19. öld í
Bretlandi og Bandaríkjunum, en
hefur aldrei oi'ðið að hefð hér að
syngja svona fyrir gesti og gang-
andi,“ segir Sigrún og bætir við:
„Markmiðið var bara að kynna jóla-
söngva.
Það var auðvitað höfuðverkur
hvað ætti að kalla kvartettinn,
vegna þess að þetta er ekki ein-
göngu trúarleg tónlist, heldur jóla-
söngvar og jólastemmning. Mörgum
höfnum var hafnað og á endanum
varð Rúdolf fyrir valinu, svona til
heiðurs hreindýrinu.“
„Islendingar eru mjög vanir kóra-
menningu og söng við undirleik en
þeir þurftu venjast því að hlusta á
svona tónlist án undirleiks á meðan
verið var að borða eða gera eitthvað
annað. Við vorum ekki alltaf með
formlega tónleika, ekki formlegt
fyrirkomulag á flutningnum og vor-
um ekki endilega atriði. Fólki var í
sjálfsvald sett hvort það tæki þessu
sem atriði eða ekki. Það er mikill
skóli að koma fram við slíkar
aðstæður. Maður lærir að afmarka
sig frá umhverfinu.
Við höfðum ekki mikið að gera
fyrsta veturinn, þetta var svona
reytingur. En þar sem við komum
fram fengum við góðar viðtökur og
við sáum að það væri þess virði að
halda áfram.
En árið 1993 tók þetta fyrst á sig
mynd, þegar Guðvarður á Loftleið-
um réði okkur til að syngja í tveggja
tíma kvöldverði fjögur kvöld í viku -
sem er rosalega mikið álag. Við
sungum hjá honum alla aðventuna
og enduðum kvöldið fyi'ir Þorláks-
messu. Það var ofboðslegur skóli og
við þurftum að stækka dagskrána
okkar mjög mikið. Skarphéðinn fór
að útsetja og nú orðið er um 70% af
dagskránni okkar útsett af honum,
fyrir okkar raddir. Hann veit svo vel
hvernig við hljómum best.“
Skrautleg námsferð
Árið eftir fóru þau Sigrún og Þór
aftur til Bandaríkjanna en þó
starfaði Rúdolf áfram og hlupu
Hulda Björk Garðarsdóttir og
Valdimar Másson í skarðið. Sigrún
hugðist fara í kórstjórnarnám og
Þór ætlaði í doktorsnám í fiskivist-
fræði.
„Við ákváðum að halda áfram í
námi, eftir að ég hafði lokið mínu líf-
fræðinámi í Bandaríkjunum," segir
Þór. „Sigrún ákvað að fara í kór-
stjóm og ég í doktorsnám, með tvö
böm, eins og fimm ára. Við vomm
búin að ákveða að fara á ódýrari
stað en Boston, sem hefði þó góðan
skóla. Við fundum Tallahassee í
Flórída af öllum stöðum. Þangað
mættum við í ágúst 1994, eftir rign-
ingasumarið mikla og veröldin
bókstaflega skreið á móti okkur
þegar við lentum. Það var allt
myglað, oíVaxið og skordýr út um
allt.
Islendingar sem voru búsettir í
Tallahassee höfðu útvegað okkur
hús, sem var mjög elskulegt af þeim,
en tveim dögum áður en við komum
hafði gert þramuveður og stór eik
fallið í gegnum þakið og nú stóð hún
á hvolfi í stofunni. Við afþökkuðum
húsið og Við settumst upp hjá fjög-
urra manna fjölskyldu sem við höfð-
um aldrei séð og hófum leit að öðra
húsnæði. Það tókst og margt
lagaðist þegar haustaði. En hlutirnir
gengu ekki upp og ákváðum við að
koma aftur heim ári síðar.“
„Þetta var ekki rétti staðurinn
fyrir okkur,“ bætir Sigrún hlæjandi
við og lítur á Þór.
„Nei, við Islendingar þekkjum
ekki hugtakið skógur. Norðurhluti
Flórída er einn skógur og við voram
að kafna. Það er mjög skrítin
reynsla fyrir langflesta Islendinga
sem komu þama, að vera svona
nálægt sjónum en sjá hann aldrei.
Fólk sem kom í heimsókn til okkar
og þekkti jafnvel Bandaríkin mjög
vel, fékk algert menningarsjokk.
Þetta var eins og að vera kominn til
annarrar heimsálfu. Það sem
bjargaði málinu var að þarna var
töluð enska.“
„En við komum heim, reynslunni
ríkari og þessi reynsla var mjög góð
þegar upp var staðið,“ segir Sigrún.
Islendingar í helgarham
„Þegar við komum heim, snerum
við okkur aftur að Rúdolf, full
bjartsýni og áræði og ræddum við
félaga okkar að gefa út disk,“ segir
Þór.
„Já, við semsagt komum heim,
með skuldirnar á bakinu og ákváð-
um að gefa út disk,“ segir Sigrún og
hristir höfuðið. „Þetta var sumarið
1995 og við söfnuðum saman lögun-
um okkar og gáfum út disk. Þetta
var meira gert fyrir okkur sjálf, til
að eiga eitthvað af því sem við höfð-
um verið að gera. Við fjármögnuð-
um þetta allt sjálf. Þetta vora tutt-
ugu jólalög úr ýmsum áttum, Is-
landi, Evrópu og Bandaríkjunum.
Jón Ólafsson píanóleikari var upp-
tökustjóri og okkar helsti ráðgjafi.
Við vissum ekkert hvað við voram
að gera í sambandi við upptökur;
vorum alveg gi'æn. En það var ein-
hvern veginn hamast á þessu,
þangað til þetta var orðið útgáfu-
hæft.
Þessi jól sungum við aftur á Loft-
leiðum og svo fengum við umfjöllun í
fjölmiðlum um diskinn og þá fóru
hjólin að snúast og við fengum fullt
af verkefnum."
„Það er skrítið að syngja fyrir
matargesti, hreint einkennileg upp-
lifun,“ segir Þór. „Við komum fram
ótal sinnum í hverjum desem-
bermánuði. Þarna voru Islendingar
úti að skemmta sér á föstudags- og
laugardagskvöldum en á sunnudög-
um var meira um útlendinga og fjöl-
skyldufólk. Þetta vora mjög ólíkir
hópar. Islendingarnir í helgar- og
skemmtanaham. Fólk var að kalla
fram í, stóð við hliðina á manni og
sagði brandara, stuggaði við manni,
bað mann að færa sig í miðjum jóla-
sveinasöng. Þegar við komum fram,
færam við okkur á milli staða, milli
sala, milli borða, en menn þurftu að
komast á barinn, salernið, eða eitt-
hvað og þá er allt og allir fyrir þeim.
Við reiknuðum ekkert með því að
vera eins og atriði, en þetta var
bara eins og að vera stóll. Þetta var
allt öðruvísi á sunnudögum. Þá
myndaðist stemmning. Fólk hlust-
aði kannski á tvö lög, klappaði og
hélt svo áfram að borða. Við hætt-
um á endanum að syngja á föstu-
dags- og laugardagskvöldum en
héldum fimmtudags- og sunnu-
dagskvöldunum. Það gerðum við
aftur 1996.
Árið 1995 sungum við í fyrsta
sinn við miðnæturmessu í Dóm-
kirkjunni á aðfangadagskvöld og
höfum gert það síðan. Það hefur
verið mjög ánægjulegur endir á
jólaprógramminu okkar. í fyrra
fengum við það varkefni hjá Kópa-
vogsbæ að kynna jólatónlist okkar í
öllum grunnskólum bæjarins og var
það sérstaklega skemmtilegt. En
þetta fór allt að vefja upp á sig og
áður en við vissum vorum við farin
að syngja í afmælum, við kirkjuleg-
ar athafnir og í einkasamkvæmum.
Það var upphafið að því að við fór-
um að æfa annað en jólalög.“
„Þegar við vorum að vinna seinni
diskinn okkar, áttuðum við okkur á
því að það er ekki mikið til af ís-
lenskri jólatónlist. Það er til mikið
af jólakveðskap og lög við hann,
sem eru ekkert endilega íslensk,
þannig að við gerðum gangskör í
því að leita uppi íslenska jólatónlist
og jólakveðskap, gengum meira að
segja svo langt að fá samið fyrir
okkur. Við réttum einn Grýlubálk-
inn Þorkatli Sigurbjörnssyni, sem
samdi fyrir okkur lítið verk, Brot úr
Grýlukvæði. En það dugði ekki til,
það er svo lítið til af íslenskri