Morgunblaðið - 13.12.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 25
Iíslendingar eru
mjög vanir kóra-
menningu og söng
við undirleik en
þeir þurftu að venj-
ast því að hlusta á
svona tónlist án
undirleiks meðan
Íverið var að borða
eða gera eitthvað
annað
jólatónlist að við urðum að enda
diskinn á áramótatónlist. Það var
ekki nóg til af bitastæðum lögum
sem hentuðu okkur.“
Það var Spor sem gaf út seinni
disk Rúdolf-kvartettsins. „Við
komumst á samning sem var alger
draumur," segja þau Sigrún og Þór.
Spor tók í raun verkefnið einu
skrefi lengra en upphaflega var
ætlað, gaf út mjög vandaðan
bækling og vann góða kynningu á
diskinum. Við vorum syngjandi út
um allt á vegum Spors. A þessum
diski var alt númer tvö með okkur,
Jóhanna Halldórsdóttir, en hún tók
við af Sesselju og söng með okkur í
2 ár.“
En svo er það einn stofnandinn,
Þór, sem fór í líffræðinám. Hvers
vegna ekki söngnám?
„Tveir söngvarar geta ekki búið
saman mjög lengi. Þetta er svo
„egósentrískt" fólk. Það kemst bara
einn listamaður fyrir á heimili. Ég
var í söngnámi hér á Islandi en
ákvað að hætta og sneri mér að
öðru. Ég fór í gegnum Kennara-
háskólann og síðan í líffræði, fór síð-
an út og tók tvær mastersgráður;
kennslufræði raungreina og líf-
fræði, en vinn á Hafrannsókna-
stofnun í dag - í einkar ánægjulegu
starfi."
Ég skal bara syngja þetta
fyrir þig
Sigi-ún sneri sér hins vegar á
vissan hátt að kennslu, eða að kór-
starfi og stjórnar í dag Kvennakór
Reykjavíkur, kórskóla Kvennakórs-
ins og Kór Menntaskólans í Kópa-
vogi. Svo tekur hún að sér ýmis til-
fallandi verkefni, einsöng, nótna-
prófarkalestur og annað, En þrír
kórar. _ Hvers vegna?
„Þetta er svo rosalega gaman.
Það er ekki til neitt skemmtilegra.
Það er ólýsanlegt tilfinning að ná
því að virkja fólk með sér í kór. I
Kvennakórnum erum við komnar
með hundrað manna hljóðfæri. Það
hafa ekki allir slíkt.“
Hvar byrjaði tónlistin hjá þér?
„Ég byrjaði eins og flestir, lærði
á mitt píanó - í tíu ár. Ég man eftir
því þegar ég sagði við píanókennar-
ann minn, mjög „frústreruð" yfir
einhverri æfingu: Æ, ég skal bara
syngja þetta fyrir þig. Og hún
svaraði: Bíddu bara þangað til þú
ferð að læra söng, þá viltu frekar
spila lagið á píanóið.
Ég hafði verið í kórum frá átta
ára aldri og var oft látin syngja
einsöng. Svo þegar ég var að ljúka
menntaskóla, tók ég hálft nám í
söng og hálft í píanóleik. Eftir
stúdentspróf sótti ég um Tónlistar-
skólann í Reykjavík um leið og ég
innritaði mig í efnafræði í HÍ. Ég
fékk inni og lauk þar áttunda stigi í
söng og BS-gráðu í efnafræði. Hélt
síðan til Bandaríkjanna í söngnám
og lauk þar Master of Music-gráðu,
og tók síðan kórstjórnina. Það var
ekki kórstjórnardeild við skólann
minn í Boston, en það nýtist vel að
vera vel menntaður í söng til að
geta hjálpað söngvurunum sínum að
framleiða þau hljóð sem maður vill
fá út úr þeim. Ég tók kórstjórnina
síðar, í Flórída og komst þá að því
hve hægt er að hugsa kórstjóm út
frá mörgum mismunandi forsend-
um.
Hugmyndirnar sem kennararnir
þar höfðu fram að færa voru mjög
spennandi. Þær fjölluðu um það
hvernig væri hægt að fá fólk til að
gera hlutina, án þess að það áttaði
sig á því að það væri að gera þá.
Myndbandstökuvélin er aðaltækið í
kórstjórnarnáminu. Það hræðileg-
asta sem ég hafði upplifað, fyrir ut-
an að hlusta á sjálfa mig syngja í
fyrsta sinn, var að sjá sjálfa mig
stjórna kór. Ég þurfti að gera skrif-
lega gagnrýni um það sem ég sá á
bandinu allan námstímann. Loka-
verkefnið var síðan samanburður á
fyrsta og síðasta myndbandinu."
Var mikill munur?
„Já, og ég ætla að vona að það sé
allt til góðs.
Hvað ætlar Rúdolf að gera núna?
„Við fórum af stað með nýja dag-
skrá í haust. Það er dagskrá fyrir
samkvæmi, vegna þess að nú orðið
erum við beðin að koma fram við
ýmis tækifæri. Við urðum að setjast
niður til að finna tónlist sem við
vildum syngja og töldum eiga erindi
og héldum tónleika í Reykholts-
kirkju. Þessi dagskrá spannar út-
setningar á íslenskum sönglögum,
poppuð lög og þjóðlög. Við vinnum
með þau á okkar forsendum. Núna
munum við blanda þeim við jóla-
prógrammið. Við verðum með tón-
leika 15. desember í Norræna hús-
inu. Síðan erum við með áttatíu laga
jólaprógramm sem við syngjum
mjög víða. Auk þess eru alls konar
skemmtanir þar sem við höfum
tekið tónlistarflutning að okkur í
auknum mæli.“
Nýr diskur í vændum?
Nú hafið þið gefið út tvo diska,
Rúdolf - Jólasöngvar 1995 og Jóla-
vaka - 1997. Eru fleiri diskar á döf-
inni?
„Við ætlum að fara í stúdfó eftir
áramótin til að taka upp „demó“ af
því allra nýjasta sem við enim með.
Við höfum dálítið verið að bæta við
undirleik til að hafa fjölbreytni, en
við erum almennt ekki með undir-
leik þegar við komum fram.“
„Það má segja að það séu nýir
tímar framundan hjá okkur; ný tón-
list, nýjar útsetningar, ný altsöng-
kona og vonandi nýr diskur,“ segir
Þór.
Nú eigið þið enga íslenska fyi-ir-
mynd, þið syngið jólalög, eruð með
dagskrá fyrir samkvæmi, komið
fram í kirkjum, heimahúsum, á veit-
ingahúsum og jafnvel úti á götu.
Hvernig skilgreinið þið ykkur?
„Það er nú málið. Það virðist ekki
vera hægt að flokka okkur í neina
þekkta stefnu, sem hefur gert okk-
ur dálítið erfitt fyrir með að eiga við
fjölmiðla, einkum í sambandi við
gagnrýni á diskana okkar og tón-
leika. Við flytjum þjóðlög, popplög
og jassaðar útsetningar, en erum
klassískt menntuð. Við lendum
dálítið út á kant. Þegar við fluttum
bara jólatónlist lentum við á
jólatónlistarhillunni, en hún endist
bara í sex vikur og síðan er eins og
enginn viti hvað eigi að gera við
okkur eða hvaða fólk á að fjalla um
tónlist okkar,“ segir Sigi'ún.
„Tónlistarmenntun okkar
auðveldar okkur æfingar og undii--
búning og t.d. æfum við mest án
hljóðfæris," segir Þór. „Þó að hinir
séu allir atvinnutónlistarmenn er ég
búin að syngja með fjölmörgum
kórum og kvartettum. I kórstarfi
færðu ákveðinn tón og þarft að fá
tíu söngvara til að ná honum. Hjá
okkur reynum við að syngja inn í
hljóminn og hugsa minna um ein-
staka tóna. Þannig fáum við betri
„intónasjón“ og heyrum eins og
skot hvort hjá öðru þegar tónarnir
eru ekki réttir. Þetta er alger hóp-
vinna, þótt Skarphéðinn útsetji. Og
þótt Sigrún sé kórstjóri, stjórnar
hún ekki kvartettinum. Við ákveð-
um í sameiningu hvar við byrjum og
hvert við höldum."
„Þess vegna höfum við náð mjög
sérstökum tóni. Við forðumst
„standard" kórútsetningar, nema
þegar beðið er um eitthvað alveg
sérstakt í brúðkaupum eða einka-
samkvæmum. íslensk tónverka-
miðstöð hefur gefið út nokkrar út-
setningar Skarphéðins af íslensku
jólalögunum sem við höfum sungið
og finna má á diskunum okkar, en
það er mikil uppörvun fyrir okkur
og heiður.“
Er þetta ekki tímafrekt?
„Jú, þetta er óheyrileg vinna - en
líka óheyrilega skemmtileg, annars
væri heimilið ekki undirlagt af
þessu.“
Opið sunnudag
‘Jfuntu
v/Nesveg, Seltjarnarnesi
Sími 5611680