Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 26

Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 26
,• 26 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Raddir framtíðarinnar LEIKARINN og rithöfundurinn Peter Ustinov, sendiherra Bamahjálpar SÞ. ávarpaði bamaráðstefnu Norðurlandaráðs. Með honum á myndinni em Thomas Hammarber og Vigdís Finnbogadóttir. „Takið börn alvarlega“ var inntakið á barna- ráðstefnu Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi, segir Sigrún Davíðsdóttir. Þar var jafnframt dreg- in upp dökk mynd af aðbúnaði barna á grannsvæðunum. HLUSTIÐ á raddir okkar, því þær eru raddir fram- tíðarinnar,“ sagði sænsk- ur skólastrákur, er hann ávarpaði gesti á barnaráðstefnu Norðurlandaráðs, er haldin var í samvinnu við Barnahjálp SÞ. „Það er gaman að heyra loksins stjóm- málamenn spyrja ungt fólk,“ segir Andri Snær Magnasson rithöfund- ur. „Venjulega heyi-um við ekkert frá þeim nema fyrir kosningar, þeg- ar þeir senda kosningabæklinga til okkar.“ Andri Snær var annar tveggja umræðustjóra í umræðum, þar sem ungt fólk frá öllum Norður- löndum, Eystrasaltslöndunum og grannsvæðunum í Rússlandi skipt- ist á skoðunum við stjórnmálamenn frá þessum löndum. Umræðuefni ráðstefnunnar var aðstæður barna, en ekki þurfti lengi að hlusta á um- ræður til að átta sig á að misjöfnum aðstæðum í þessum löndum. „Til undirbúnings ræddum við um hvað okkur þætti vanta á íslandi," segir Sigi-ún Helga Jóhannsdóttir, nem- andi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð og ein þátttakendanna. „En þegar við komum og heyrðum af að- stæðum jafnaldra okkar í Rússlandi og víðar þá áttuðum við okkur betur á hvað við höfum það gott á ís- landi.“ Samt undrast bæði hún og Guðný Guðmundsdóttir, einnig nemandi í MH, að þó ísland sé jafn- ríkt land og raun ber vitni þá sé samt hlutfallslega litlu fé varið til mennta og kennarar illa launaðir. Þetta bar Guðný upp í umræðunum, en Páll Pétursson félagsmálaráð- herra kannaðist ekki við að þetta væri vandamál á íslandi. Auk ungmenna og stjórnmála- manna setti öldungurinn og leikar- inn Peter Ustinov svip á samkom- una. Hann hefur í meira en þrjátíu ár verið ötull talsmaður barna og ungmenna og unnið íyrir Barna- hjálp SÞ „þótt ég sé í aldri næstum eins langt frá æskunni og unnt er“, sagði hann af alkunnri kímni. „Það er hægt að meta vandamál í tölum, en það dugir ekki til að skilja þau,“ sagði Ustinov, sem sagðist vera óbilandi bjartsýnismaður, þó margt misjafnt hefði hann séð á ferðum sínum um heiminn. „Bjart- sýnismaður er sá sem heldur áfram, þótt hann viti að lífíð sé erfitt og vandamálin mörg og þung, meðan svartsýnismaðurinn kemst að því á hverjum einasta eina morgni.“ I starfí sínu fyrir SÞ hefur Ustinov beitt hæfileikum sínum til að beina athygli fólks að vandanum, meðal annars í heimildaþáttum um börn í Rússlandi, en þangað á hann rætur að rekja. „Það er auðvelt að afsaka hörm- ungar af völdum jarðaskjálfta," seg- ir Ustinov en erfiðara að afsaka slæman aðbúnað barna „í heims- hlutum, þar sem ástandið er býsna miklu verra en blasir við á Norður- löndum. Þá er ekki hægt annað en að reiðast en það er frábært að hlusta á samræður eins og þær sem fara fram hér milli ykkar unga fólksins og stjómmálamannanna," sagði Ustinov og bætti við hjartan- legu „amen“ eftir efninu og tvöföldu „amen“ í lok umræðnanna. Lítil virðing fyrir kennarastarf- inu á Islandi Eftir að hafa fundað með jafn- öldrum sínum frá Norðurlöndum, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi Inntakið í barnasátt- mála SÞ BARNASÁTTMÁLI SÞ snýst um fjögur grundvallaratriði: Að fmna hið besta í þágu bamsins Börn hafa rétt til þroska Hlustið á barnið Börnum á ekki að mismuna á neinn hátt. voru þær Guðný Guðmundsdóttir og Sigi-ún Helga Jóhannsdóttir sammála um að kynnin hefðu opnað augu þeirra, bæði fyrir aðstæðum í heimalöndum krakkanna, en einnig heima fyrir. „Það eru tveir ólíkir heimar að ræða Norðurlöndin ann- ars vegar og svo Eystrasaltsríkin og Rússland hins vegar,“ segir Guð- ný og því ómögulegt að komast að sameiginlegum niðurstöðum. Það.varð þeim stöllum nokkurt áfall að heyra að meðan norrænir krakkar ræða hversu mikið eigi að styrkja krakka til háskólanáms þá ættu aðeins þeir ríku í Rússlandi kost á að fara í háskóla. Aðrir hefðu ekki efni á því. I þessu sam- bandi sagði Sigrún Helga það um- hugsunarvert hve dýrt það væri fyrir krakka úr dreifbýli að sækja menntun, til dæmis til Reykjavík- ur. Annaðhvort yrðu þá foreldrarn- ir að standa straum af menntun barnanna eða krakkarnir að vinna hörðum höndum. Sveitakrakkar byggju því við misrétti í þessum efnum. Sigrún Helga sagði að þegar ís- lensku krakkarnir hefðu heyrt hversu alls staðar er mikil áhersla lögð á menntun hefðu þau staldrað við hve lág framlög á Islandi væru til menntamála, miðað við ná- grannalöndin, þó ísland sé annars ríkt land. Á þetta benti Guðný í um- ræðunum við stjórnmálamennina, en Páll Pétursson félagsmálaráð- herra varð þá fyrir svörum og sagð- ist ekki kannast við þessu lýsingu. Guðný svaraði ráðherranum og sagði að hún og skólafélagar hennar horfðu upp á að kennarar þeirra, oft þeir bestu, hættu störfum til að fara í vinnu hjá einkafyrirtækjum, þar sem þeir tvöfölduðu laun sín. Þær Guðný og Sigrún Helga eru sam- mála um að þetta sýni að kennara- starfið sé vanmetið á Islandi. I hug- um þeirra Guðnýjar og Sigrúnar Helgu er þetta alvarlegt vandamál, sem gegnsýrir allt skólastarf á Is- landi. íslenskar félagsmiðstöðvar til fyrirmyndar Eftir að hafa talað við erlenda jafnaldra eru þær Guðný og Sigrún Helga sannfærðar um að aðstaðan í félagsmiðstöðvum í Reykjavík sé til fyi'irmjmdai'. Vel sé búið að krökk- unum og sérmenntað fólk starfi með þeim. Hins vegar vanti staði fyrir krakka á aldrinum 16-19 ára og það geti orðið til þess að þeir leiðist út í óæskilega hluti. „Af hverju stafar miðbæjarvandinn?“ spyr Sigrún Helga og svarar að hann stafi meðal annars af því að krakkarnir hafi ekki staði til að hitt- ast á. Báðar þekkja dæmi um að sextán ára krakkar hafi verið reknir út af kaffihúsum um miðjan dag af Börn og unglingar fórnar- lömb umbyltinga í austri í UMRÆÐUM, sem beindust að Austur- og Mið-Evrópu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, stjómaði, lagði hún áherslu á þátt óháðra félagasamtaka. Hið opinbera réði ekki við að leysa öll mál. Bæði Vigdís og Peter Ustinov mæltu röddu bjartsýninnar, sem ekki var vanþörf á, því John Donohue, svæð- isstjóri Bamahjálparinnar í Evrópu og á grannsvæðunum, dró upp dökka mynd af Austur- og Mið-Evi-ópu á tímum umbyltinga frá einu kerfi til annars. Anita Gradin, fulltrúi Svía í framkvæmdanefnd ESB, benti á að það vantaði fleiri stjómmálakonur á þessu svæði til að taka á vandamál- um eins og kynlífssölu og hinn sænski Thomas Hammarberg sendi- herra hélt á lofti gildi barnasáttmála SÞ sem mælistiku á aðbúnað barna. Eyðni, vændi og mafía „Hvera hefði gmnað fyrir sex mánuðum að við ættum eftir að standa frammi fyrir annarri alvar- legri kreppu,“ sagði John Donohue er hann ræddi ástandið í Eystra- saltslöndum og Sovétríkjunum fyrr- verandi og bar saman við hvað fram- tíðin hefði virst björt þar fyrir nokkrum árum. Efnahagskreppan í Rússlandi mun bitna verst á þeim, sem minnst mega sín, konum og börnum. Auk efnahagskreppu hikar Donohue ekki við að tala um eyðni- faraldur á þessu svæði í líkingu við það, sem sést hefur í Mið-Afríku undanfarin ár. Um 270 þúsund ungmenni á þessu svæði eru eyðnismituð eða -sjúk, voru 30 þúsund 1994, en fjölgaði um hundrað þúsund á síðasta ári, svo faraldur er ekki fjarstæðukennd lýs- ing. Hið opinbera er ráðalaust og veitir ungmennunum hvorki fræðslu né vöm. í viðbót við þetta hefur sárasóttartilfellum fjölgað 26-falt undanfarinn áratug og bæði kyn- sjúkdómar og eyðni standa í réttu hlutfalli við hrikalega kynlífsverslun á þessu svæði sem einnig er dapur- leg útflutningsvara til Norðurlanda og annarra Evrópulanda. „Það vantar fleiri konur í stjóm- mál á þessu svæði,“ segir Anita Gra- din. Því miður hefur það sýnt sig að karlkyns stjómmálamenn taka kyn- lífsverslun og allt sem henni fylgir ekki nógu alvarlega. I einum af umræðuhópum ráð- stefnunnar segir Arvi Peltoniemi, finnskur lögreglumaður starfandi í Sankti Pétursborg, þungur á brún að þar sem austur-evrópskar vændis- konur starfi, til dæmis í Finnlandi og Svíþjóð, sé rússneska mafían einnig og um leið eiturlyfjasala. Hann er svartsýnn á baráttuna við mafíuna. „Það getur engin haft á henni stjóm,“ fullyrðir hann. Fjárráð mafí- unnar séu slík að henni sé allt falt. Aðstoð án hjartahlýju dugir skammt Það kemur glöggt fram í máli þeirra sem til þekkja að umbreyting- amar í Austur- og Mið-Evrópu hafa verið mun þungbærari en nokkurn grunaði fyrir nokkrum árum. Hæst verðið gi'eiða börn og unglingar. Töl- umar tala sínu máli. Á síðasta ári bjó meira en milljón barna á stofnunum, fleiri en fimm ámm áður. Fleiri lenda á stofnunum, en komast þaðan. Stofnanirnar eru eins og gildra, sem fanga æ fleiri börn. Þó Eistland sigli efnahagslegum hraðbyri fjölgar börnum á bamaheimilum hvergi meira en þar og alls staðai' fjölgar götubömum. Menntakerfið mætir, að sögn Donohue, ekki sjálfsögðum kröfum. Þó ungmennum hafi fjölgað á svæð- inu voru 1,6 milljónum færri krakkar á aldrinum 16-18 ára í skólum þar 1996 en 1989. Um 5-10 prósent krakka á skólaskyldualdri í Eystra- saltslöndunum era ekki skráð í skóla og tugir þúsunda mæta ekki þó þeir séu skráðir. Joðskortur af völdum vannæringar bitnar bæði andlega og líkamlega á bömum og ungmennum. Efnahagskreppan í Rússlandi hef- ur hreinlega leitt af sér hungursneyð í norð-vesturhluta landsins og vetur- inn verður mörgum harður. Anita Gradin segir ESB hafa í huga að veita neyðarhjálp, sem dreift verði í samvinnu við félagasamtök, en við- urkennir jafnframt að engin tök séu á að fylgja hjálpinni eftir og tryggja að hún komi almenningi til góða, ekki bara mafíunni. En hvemig á að ná til barna og unglinga? Donohue býr yfir áratuga reynslu frá barnastarfi um allan heim. Þegar hann vann með götu- börnum í Brasilíu tókst að koma strák nokkrum í nám og vinnu, sem lofaði góðu um að hann bjargaðist af götunni. Hálfu ári seinna var hann aftur kominn á götuna. Skýringin var að hann saknaði hlýju og um- hyggju. „Hvernig getum við veitt von ef henni fylgir engin hlýja og umhyggja?" spurði Donohue í lokin. Thomas Hammarberg bendir á að barnasáttmáli SÞ hafi verið umdeild- ur, en sýnt sig vera mikilvægt tæki til að huga að aðbúnaði barna og ungmenna. Með hann í huga sé unnt að búa til áætlun um hvernig og hverju breyta skuli. Lykillinn að velferð: Ástúð, kærleikur og virðing Eftir að hafa hlýtt á mál manna á bamaráðstefnunni segist Vigdís Finnbogadóttir hafa þekkt til vanda barna og unglinga í Áustur- og Mið- Evrópu, en tæplega gert sér grein fyrir hve ástandið væri alvarlegt. I hennar huga er aðbúnaður barna og unglinga tengdur mannréttindum. „Mannréttindi þurfa fjárveitingar," segir hún „og mannréttindi barna og unglinga hljóta að koma til kasta alls samfélagsins, studd af almannafé." Einnig var Vigdísi ofarlega í huga hve miklu máli skipti að vinna gegn fordómum á öllum sviðum. Grund- vallargildin væru kærleikur, um- hyggja og samstaða. „Það er ekki nóg að fæða börn og klæða, heldur þarf að sýna þeim ástúð og kærleik, að ógleymdri virðingu. Það er lykill- inn að velferð. Við höldum að í vel- ferðarþjóðfélagi okkai' séum við góð við börn, en það er því miður alltof algengt að þau vanti athygli, ást og faðmlög." En lærdómurinn af ráð- stefnunni er skýr í huga Vigdísar. „Allt ber að sama branni: Umhyggja fyrir börnum verður að vera sýnileg hjá hinum pólitísku öflum, en því miður hafa málefni barna og ung- linga ekki forgang í heimi stjórnmál- anna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.