Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 27

Morgunblaðið - 13.12.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ því það mátti ekki afgreiða krakka á j þeirra aldri. í umræðunum bryddaði Guðný upp á verðmætamati í sambandi við 1 refsingar kynferðisafbrotamanna annars vegar og þjófa hins vegar. „Ég hélt það væri séríslenskt vandamál að hærri refsingar væru við þjófnaði en kynferðisafbrotum, en ég sé að svo er ekki,“ segir hún og bætii- við að þjóðfélagið verði að gera ljóst með viðurlögum að kyn- ferðisafbrot gegn konum og böm- j um séu ekki þoluð. „Hvað vilduð þið gera?“ „Hvað vilduð þið gera,“ spurði einn stjórnmálamaðurinn krakkana, „ef þið væruð stjórnmálamenn?“ Svörin voru mörg og margvísleg. „Ég myndi leita árangurs, ekki bara orða,“ varð einum að orði. „Ég myndi færa ákvörðunarvald í hend- ur þeirra, sem ákvarðanimar bitna á, þannig að ungt fólk væri til dæm- is oftar spurt álits,“ sagði annar. Einnig komu fram uppástungur um að fela börnum aukna ábyrgð. Einn vildi bæta um það sem stjómmála- menn hefðu þegar gert gott, „tíl dæmis eins og þessi ráðstefna. Ég vildi halda svona ráðstefnur víðar.“ Páll Pétursson spurði krakkana hvað þau vildu gera í baráttunni gegn eiturlyfjum. Svörin hnigu í þá átt að krakkar leiddust í eiturlyfja- neyslu af því þau hefðu ekkert fyrir j stafni, svo betri aðstæður til tóm- stundastarfa væru spor í rétta átt. B Finnskur þátttakandi benti á að í ™ Finnlandi væru vel virk ungmenna- ráð starfandi í borgum og bæjum og gæfu góða raun. Orð eru til alls fyrst í lokaorðum sínum klykkti Andri Snær út með að benda á að hið mik- ilvæga við þessa samkomu hefði verið að ungmenni og stjómmála- ;| menn hefðu í raun verið að ræða saman, en ekki væri aðeins verið að tala um að gera það. Vaiva Vegbraite aðstoðarmennta- málaráðherra Litháen neíndi hve mikilvægt væri að ræða málin, Uka þau mál, sem annars þætti skömm að. „Pað skiptir máli að hafa orð á vandanum, því í mínu heimalandi er fullt af fólki, sem skilur ekki hve slæmt ástandið er. Ég vildi óska þess að ég gæti leyst vandann, en Jí það fyrsta sem ég vildi gera er að rétta foreldrum hendina til að hjálpa j þeim við að sinna bömum sínum sem * best.“ 1 J I „Eg hugsa ekki, þess vegna er ég“ „EF ég hefði fæðst fyrir hundrað ár- um,“ sagði Andri Snær Magnason rithöfundur í fyrirlestri í einum vinnuhópanna á barnaráðstefnu Norðurlandaráðs og Barnahjálpar SÞ, „hefði ég getað búist við að lifa eins og forfeður mínir undanfarin þúsund ár.“ Svo er ekki lengur eins og öllum má vera ljóst. Hann vitnaði til félaga og vina um hve líf ungs fólks og valkostir væru fjölbreyttir og allt virtist hægt. En skilaboðin til ungs fólks væm einnig mismunandi og ekki öll jafn- skemmtileg. í gamla daga hefðu tröll tryllt fólk í þjóðsögunum. Nú trylltu auglýsingar, sem án afláts væri beint til ungs fólks og almennt komið fram við það eins og það væri asnar. „Ég hugsa ekki, þess vegna er ég,“ er að mati Andra Snæs sá skilningur sem fjölmiðlar hafa á ungu fólki. „Enginn má vera alvarlegur, ekki einu sinni þegar rætt er um alvarlega hluti,“ hnykkti hann á. Dæmi um svið, þar sem það horfði til framfara að hlusta á ungt fólk, væri í áróðri gegn fíkniefnum. Her- ferðir gegn þeim virtust helst til þess fallnar að hræða líftóruna úr foreldrum en æsa upp forvitni krakka í þessum efnum. „Hinir full- orðnu ættu að taka hlutverk sitt sem fyrirmyndir okkar alvarlega, líta á ungt fólk sem blómstrandi hóp en ekki sem auglýsingamarkhóp," hljómaði boðskapur Andra Snæs, sem ráðlagði hinum eldri að slökkva nú á sjónvarpinu og blanda geði við yngra fólk. OG lllílll 5.800 POP - Margir litir TM - HÚSGÖGN Sföumúla 30 - Slmi 568 6822 lullkominn jakki fyrip kalda da^a SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 27 VÍS^UStYKJýi, BR^IUÐRÍSt, mjÓLKijR£LÖS, StR^ujÓRJl, ÞEYtORÍ, R^FmACnSHnÍFUR^. SmÓK.ÖKJJSPR£UtA, VÖFFLUjÁRJI.....................HOnDRJfKJUCA? Gjafakort á Dekurdaga í Baðhúsinu er hlý gjöf, aðeins fyrir hana þegar hún kýs. Hafðu samband við okkur og veldu þér kort í hennar nafni. Dekurdagur í Baðhúsinu, handa henni. Nánarí uppiýsingar í síma 561 5100. Kort B, 5 klst. Andlitsbað Augnmaski Plokkun Handsnyrting Fótsnyrting Heilnudd Heitlaug Vatnsgufa Hvíldarhreiður Kr. 11.990 Kort C, 4 - 5 klst. Nudd og maski Litun og plokkun Ljósatími Handsnyrting Fótsnyrting Partanudd Heitlaug Vatnsgufa Hvíldarhreiður Kr. 9.990 heiliulind tyrir lconur Brauterholti S0, slml 561 5100 Hucsvnin Á bako/íð cjÖFÍnA SEGÍR^mEÍlVA En CjÖFÍn S j Á LF. Kort A. 6 - 7 klst. Lúxusandlitsbað Augnmaski Litun og plokkun Handsnyrting Fótsnyrting Vax að hnjám Heilnudd Heit laug Vatnsgufa Hvíldarhreiður Kr. 16.790

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.