Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 32
32 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Meiri músúc HLJOMSVEITIN Botnleðja hefur verið amstri og þunga hlaðin undan- farin tvö ár og lítinn tíma haft til að spila fyrir landann eða gefa út plötu. Þeir félagar tóku sig þó til í haust, bragðu sér í hljóðver og tóku upp plötuna Magnyl sem kom út fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Árni Sæberg FIMMFOLD Botnleðja, Heiðar Orn Kristjánsson, Ragnar Páil Steinsson, Haraidur Freyr Gíslason og Kristinn Gunnar Blöndal. Tvö ár era síðan önnur breiðskífa Botnleðju, Fólk er frfl, kom út og þeir félagai' segja að ýmsilegt hafi breyst á þeim tíma. „Við eram þremur áram eldri og músfldn sem við hlustum á hef- ur tekið gagnger- um breytingum,“ segir Heiðar Öm Kristjánsson gítar- leikari og söngvari sveitarinnar og Haraldur Freyr Gíslason trymbill skýtur inní; „við tókum vinstri beygju". „Tónlistin á _*. Magnyl er þyngri og hægari en það sem við höfum áður gert, ekki eins söluleg kannski," heldur Heiðar áfram og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari skýtur inní: „Þetta er meiri músík.“ Ekki eru þeir á því að þeir séu orðnir alvarlegir ungir menn - „þetta er ekkert dýpra, við eram enn að gera það sem okkur finnst skemmtilegt, en við erum að reyna að gera eitthvað sem við höf- um ekki heyrt áður,“ segir Harald- ur og Heiðai- heldur áfram: „Þegar við gerðum Drallumall fannst okkur gaman að fíflast, en maður nennir ekki að vera alltaf að gera það, það breytist margt hjá manni á fjóram áram.“ Ekki hefúr síðan minnst að segja varðandi áðurnefndar breyt- ingar á tónlistinni að sveitinni hefur bæst liðsauki, Kristinn Gunnai- Blöndal, sem leikur á orgel. Þeir segja að það hafi gefið meiri breidd í tónlistina og kveikt ýmsar hug- myndir sem eigi eftir að koma enn frekar fram eftir því sem fram líður. Þeir Botnleðjungar vilja reyndar ekki gera of mikið úr því að tvö ár séu liðin frá síðustu plötu, það sé mjög passlegt að gefa út plötu ann- að hvert ár ef hún eigi að vera góð. „Ef við hefðum aftur á móti ekkert annað að gera en fást við tónlist ár- ið um kring færam við létt með að gefa út plötu á ári og jafnvel meira ... það vantar ekki hug- myndimar," segir Heiðar og Har- aldur tekur undir það. „Við eram alltaf að henda lögum vegna þess að við era orðnir leiðir á þeim en ekki vegna þess að þau séu ekki nógu góð. Þegar við fóram að spá í Magnyl í haust áttum við þrjátíu eða fjörutíu lög til að velja úr.“ „A plötunni er úrval bestu laga sem við höfum samið á síðstu tveimur áram,“ heldur Heiðar áfram, „og má heyra hvaða þróun hefur átt sér stað hjá okkur, það er veraleg- ur munur á lögum eftir því hvenær þau era samin.“ Þótt Botnleðja hafi ekkert gefið út síðan 1996 hafa liðsmenn hennar haft nóg fyrir stafni, æft oft í viku og unnið enska texta fyrir tónleika og kynningar í Bretlandi og Bandaríkjunum, en sveitin fór frægar ferðir til beggja landanna á síðasta ári og þessu. Flestar hljóm- sveitir sem leggjast í tónleikahald í útlöndum segja það skemmtilegast að vera að spila fyrir ný andlit og eyru og Ragnar segir að það sé skrýtið að gíra sig niður í það að spila fyrir Islendinga aftur. „Það er ekki nema 3-400 manna hópur sem sækir tónleika reglulega hér heima,“ segir Ki-istinn og bætir við að ekki sé minna um vert að ytra sé svo mikið í gangi, svo margar hljómsveitir að spila hvert kvöld árið um kring - „og það er öllum nákvæmlega sama um hvemig þú ert bara ef þú ert að spila skemmti- lega rnúsík". Heiðar tekur í sama streng og segir að eitt af því besta við að spila í útlöndum sé að þegar sveitin stígur á svið ytra hafi eng- inn myndað sér skoðun á henni fyr- irfram. „Það er því miklu minni pressa á okkur þegar við eram að spila úti og við þurfum ekki að standa undir einhverjum vænting- um.“ Þeir félagar segjast enn stefna á að koma sér áfram úti og eiga ýmisleg sambönd sem eftir á að vinna úr, en þeir segjast ekki hafa viljað hætta að spila hér heima og gefa út. „Við ætluðum alltaf að halda áfram hér heima þótt við væram að koma okkur áfram úti. Það heldur okkur sam- an að vera að spila og gefa út hér heima og við höldum áfram að þróast.“ Botnleðja hyggur á tónleikahald í vikunni, heldur tónleika með Bell- atrix á ótilgreindum stað, en einnig slæst sveitin í hóp sveita sem halda tónleika í Loftkastalanum næst- komandi laugardag. eftir Áma tóottfiíasson Bjarkarútgáfa ÞÓTT NOKKUÐ sé um liðið síðan síðasta breiðskífa Bjarkar Guð- mundsdóttur, Homogenic, kom út er enn verið að gefa út af henni smáskífur. Fyrir skemmstu kom þannig út Al- arm Call, en einnig eru ný- komnar út tvær myndbands- spólur Bjarkar. Alarm Call kemur út á þrem- ur diskum í fjölbreytilegum búningi, en ekki er breiðskifu- útgáfuna þar að finna. Meðal þeirra sem fimum höndum fara um lagið eru LFO maðurinn Mark Bell, sem er reyndar í hljómsveit Bjarkar sem stend- ur, Alan Braxe & Ben Diamond, Matmus og Beck. Skammt er síðan myndband með safni helstu myndbanda Bjarkar í gegnum tiðina kom út, þar á meðal margfræg myndbönd við Human Behaviour, Venus as a Boy, Play Dead, Big Time Sensuality, Violently Happy, Army of Me, It's Oh so Quiet, Hyperballad og Hunter svo dæmi séu tekin, en alls eru á spólunni mynd- bönd við fjórtán lög. Um líkt leyti kom út annað myndband, að þessu sinni með tónleikaupptökum frá tónleikum í Sheperds Bush Empire á síðasta ári. Á tón- leikunum var Björk að kynna Homogenic, en fflutti einnnig allmörg lög frá fyrri skífum, þar á meðal Venus as a Boy, Big Time Sensuality, Human Behaviour, Violently Happy og Anchor Song. Alls eru tón- leikaupptökur sautján laga á myndbandinu, um 77 minútur af tónlist. Látum aftur sem ekkert c ÞÓRHALLUR Sigurðsson er með helstu skemmtikröftum þjóðarinnar undir nafninu Laddi. Sú var tíðin að hann starfaði helst með Haraldi bróður sínum undir nafninu Halli og Laddi. Þegar þeir bræður voru að byrja sinn skemmtiferil gáfu þeir út fræga plötu með Gísla Rúnari Jóns- syni. Halli og Laddi gáfu út frægar ‘ plötur tveir saman, en iýrsta platan sem þeir félagai' voru viðriðnir var þó Látum sem ekkert c sem þeir gáfu út með Gísla Rúnari fyrir rúmum tuttugu árum. Platan naut mikilla vinsælda á sínum tíma og einn gagnrýnandi lét þau orð falla nokkrum árum síðar að þar færi „besta grínplata • allra tíma“. Hvað sem því líður þá hefur platan, sem dró dám af kaffibrúsakörlum og ýmsum út- varpspersónum í bland við Spike Jo- nes-sprell, verið ófáanleg í á annan áratug. Fyrir skemmstu gaf plötuút- gáfan Arpa síðan skífuna gömlu út á geisladisk, en Tónaflóð sér um að dreifa henni. Rólyndisleg stemmning Morgunblaðið/Kristinn Blúsdrottning Andrea Gylfadóttir. BLÚSTÓNLIST nýtur enn hylli hér á landi þótt ekki fari eins mikð fyrir henni og oft áður. Lítið hefur þannig verið um blússkífur, en fyrir jól kemur ein slík, með einni langlífustu blússveit landsins, Andreu og Blúsmönnum. Andrea Gylfadóttir segir að hún hafi verið að spila með Blúsmönn- um, Guðmundi Péturssyni, Har- aldi Þorsteinssyni og Jóhanni Hjörleifssyni, allt frá 1990 og Ein- ari Rúnarssyni frá 1996 en upp- haflega hafi ekki verið ætlunin að starfa svo lengi, hvað þá að gera plötu. „Það er bara búið að biðja okkur svo oft um að gera plötu að það varð ekki undan því vikist lengur.“ Andrea segir að upphafleg hug- mynd þegar farið var af stað hafi verið að gefa út tónleikaplötu en síðan hafi þeim þótt betra að byrja á hljóðversplötu, ekki síst í ljósi þess að Blúsmenn Andreu hafa aldrei spilað utan Reykjavíkur og því betra að kynna sveitina um land allt með hljóðversplötu. Eins og fram kemur hefur Andrea sungið með Blúsmönnum sínum í ein átta ár og hún segir að plötuútgáfan sé ekki síst hugsuð til þess að skjalfesta tímabilið og hljómsveitina, að festa á band úr- val af því sem hún hefur verið að vinna við í gegnum árin. „A plöt- unni er eins konar safn okkar bestu laga í gegnum árin,“ segir Andrea, „en ekki nema lítið brot af því. Við völdum líka á plötuna með það fyrir augum að hafa á henni rólyndislega stemmningu, að hafa hana þægilega áheymar. Það vantar ekki dýnamíkina í þessa hljómsveit og hún er svo sannarlega til staðar á plötunni þó ekki sé hún eins rosaleg og á tón- leikum.“ Andrea segir að þótt platan sé söguleg að nokkru leyti séu hún og Blúsmennirnir fráleitt að kveðja, sveitin eigi eftir að spila saman lengi enn. „Við eigum ör- ugglega eftir að gera aðra plötu síðar, en þetta samstarf hefur alltaf verið mjög afslappað og óskipulagt." Að sögn Andreu hafa sumir haft orð á því að túlkun hennar og Blúsmannanna skili sér sterkt í gegnum blúsana, þótt þeir séu gamlir og margreyndir og það sé væntanlega vegna þess að þessi lög hafa fengið að lifa svo lengi með þeim áður en þau bragðu sér í hljóðver. „Þessi lög hafa verið að breytast í flutningi okkar í gegn- um árin og smám saman hefur okkar stíll komið betur inn í þau án þess þó að þau hætti að teljast blús,“ segir Andrea. „Við höfum spilað mörg þessara laga á ótelj- andi vegu enda býður þessi gerð tónlistar upp á að taka ekki alltaf eins á henni. Upptökurnar voru líka meira og minna lifandi og þannig er söngurinn yfirleitt frumtaka því bandið eltir mig frekar en ég það.“ Blúsmenn Andreu hafa spilað reglulega á Gauknum einu sinni í mánuði, en liðsmenn hennar eru allir mjög uppteknir við aðra tón- listariðju og því erfitt að smala saman mannskap svona skömmu fyrir jól. Þeir sem gaman hafa af blús fá þó eitthvað fyrir sinn snúð því Andrea og Blúsmenn hennar verða á Gauknum í kvöld og annað kvöld með sannkallaðan jólablús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.