Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 33v
DÆGURTÓNLIST
Lifað af lagasmíðum
JÓHANN Helgason hefui- löngum
verið talinn neð helstu lagasmiðum
hérlendis, en við lá fyrir nokkrum
árum að hann legði tónlistina á hill-
una. Þess í stað ákvað hann að
reyna að hasla sér völl sem laga-
smiður erlendis með prýðilegum
árangi'i. F.vrir tveimur árum sendi
hann frá sér skífuna Kef og ári síð-
ar Eskimo sem náðu eyrum manna
ytra og fyrir skemmstu kom út
platan LP, sem er meðal annars
ætluð til að nýta áhugann ytra.
Jóhann Helgason hefur fengist
við tónlist í á þriðja áratug, en hann
segist hafa verið leiður á haridnu
fyrir nokki'um árum. „Það er ekki
hlaupið að því að lifa af tónlist hér á
landi og ég var í alvöru að hugsa
um það að hætta þessu og fara að
gera eitthvað allt annað,“ segir
hann. Hann segist þá hafa rifjað
upp að þeir Magnús Sigmundsson
hefðu komist á höfundarréttar-
samning fyrir rúmum tveimur ára-
tugum og því einsetti hann sér að
gera atlögu að því sem og framsal-
samningi. Mér fannst kominn tími
til að reyna við það aftur, setti mig í
samband við menn úti sem eru
milligöngumenn lagasmiða og tón-
listarmanna í leit að lögum. Einn
slíkur, sem rekur fyi-irtæki sem
kallast Songink, valdi lög efth' mig
af Kef og Eskimo á sérstakan
kynningardisk, sem síðan leiddi til
þeirra tveggja samninga sem ég
hef nú þegar undhTÍtað, annars
vegar höfundari'éttarsamning við
fyiirtæki í Kóreu á fjórum lögum í
eigin flutningi af Kef og Eskimo
svo og framsalssamning á fjórum
lögum til í Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi. Ýmsar aðrai' þreifingar eni
í gangi, skemmra á veg komnar,"
segir Jóhann og bætir við að
platan nýja, LP, sé einmitt til
þess ætluð að láta reyna á þau
sambönd og afla nýrra; kynn-
ingardiskurinn sé einskonar
nafnspjald.
Jóhann semur eðlilega öll
lög á skífunni en Skotinn Reg
Meuross semur alla texta utan
einn. Meuross býr ytra og Jó-
hann segist hafa þann háttinn á
að hann sendi honum .lög með
viðlagatextum, oft heilu við-
lagi og orðum á stangli,
sem Meuross síðan
Lagasmiður-
inn Jóhann
Helgason.
semji við texta. Jóhann segir að
Meuross breyti yfirleitt litlu í text-
anum, enda verði lagið og viðlags-
línur til nánast samstundis og falli
svo vel saman að ekki sé hægt að
skilja þar á milli.
Fyrir margt löngu lét Jóhann
þau orð falla í viðtali að honum
þætti best að láta lögin koma svo
að segja af sjálfu sér; að vera ekki
að spá of mikið í skipulagðar laga-
smíðar fyrr en hugmyndin kæmi af
sjálfu sér. Hann segir að i takt við
þá ákvörðun að reyna að lifa af
lagasmíðum hafi hann aftur á móti
breytt um vinnubrögð. „Núorðið
byrja ég yfirleitt að spá í plötu í
janúar og byrja að semja á hverj-
um morgni, nema ég tek mér frí
um helgar. Þegar komið er fram í
maí er ég tilbúinn með eitthvað um
tíu lög sem ég er ánægður með, en
er þá búinn að henda heilmiklu.
Sumarið fer siðan í að undirbúa
lögin fyrir upptöku og taka þau
upp.“ Jóhann segir að þessi tilhög-
un henti honum bráðvel og hann
hafi komist að því að hann sé ekki
að semja síðri lög með þvi að vinna
á þennan hátt og að auki semji
hann talsvert fleiri lög en með
gamla mótinu.
Ýmsir koma við sögu á LP og
þar á meðal margir helstu popptón-
listarmenn landsins. Fyrir vikið
segir Jóhann að ekki sé hlaupið að
því að halda útgáfutónleika eða
tónleika fyrirleitt; menn séu allir
uppteknh’ hver í sinu horni og ekki
lát á því á næstu vikum. „Mig lang-
ar til að halda tónleika einhvern
tímann og hafa það þá almennilega
tónleika. Það er þó meira en að
segja það, það kostar ekkert smá-
ræði og svo verða menn líka að
hafa tíma til þess. Kannski ég geri
það á næsta ári.“
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Rokkmennt Magga Stína snýr úr frægðarför með sveit sinni. A sviði í
Palladium í Lundúnum fyrir skemmstu.
í MIÐRI plötuvertíð keppast
hljómsveitir við að kynna sig sem
mest þær mega til að vekja athygli
á breiðskífum sínum. Þannig hefur
verið nóg við að vera fyrir tónlistar-
áhugamenn og í kvöld fá þeir góðan
skammt því þá leika nokkrar helstu
hljómsveitir landsins nú um stundir
í Loftkastalanum.
Þoi-valdur Gröndal, liðsmaður
Ununar, ber veg og vanda af tón-
leikunum, en hann segir að hug-
mynd að þeim hafi kviknað í samtali
við Gunnar Lárus Hjálmarsson en
þeir eru báðir í Unun. „Yfirskrift
tónleikanna er „Gefðu mér rokk í
skóinn" og þar koma fram Bellatrix,
Unun, Magga Stína, Súrefni, Botn-
leðja og líklega 200.000 naglbítar.
Einnig lesa upp rithöfundamir
Hallgrímur Helgason og Mikael
Torfason.“ Þorvaldur segir að tón- T
leikarnir séu haldnir til að auka
rokkmennt svona rétt fyrir jólin og
er ekki í vafa um að menn eigi eftir
að taka þeim vel. „Við reynum að
stilla verði í hóf, enda er aðeiris
stefnt að því að hafa upp í kostnað
með miðasölu; miðinn kostar 1.000
kr. í forsölu í Japísbúðunum eða
Loftkastalanum, en 1.200 við inn-
ganginn."
Eins og áður kemur fram eru
tónleikarnir í Loftkastalanum næst-
komandi laugardag og hefjast kl. ■*-
21.00.
*Tilboö þetta gildir til loka janúar 1999 og miðast við Dell Latitude CPi
GRENSÁSVEGi 10 • SÍMI 563 3050 • BRÉFSlMI 568 71 1 5 • sala@ejs.is
TII_ VINSTRI
kr. 245.900 f- stgr. m. vsk*
Er vinnusvæði þitt tölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr
inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra
áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri
öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér
og taka á móti?
Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur
ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar.
Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma.
Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér.
Einn af hornsteinum gæðakerfis EJS er að velja aðeins til samstarfs
birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar.
EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi
á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks
þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega
greiðsluskilmála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu.
TILBOÐ:
• Intel 266MHz Pentium II örgjörvi
• 64 MB minni
• 4GB diskur
• Móðurborð með Intel 440BX kubbasetti
• 13,3" XGA skjár
• 16 bita hljóðkort og hátalarar
• 20X geisladrif
• Windows 98
• 3ja ára ábyrgð á varahlutum
> ■■