Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 34
þá C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ -tvær gódar ástæóur til aó skella sér í bíó VoltMf diYít K\ IKMVND YVI S \\G11 C) BYGGO \ SK \l PSOGll S11 INLINNAR SIGURHARI.KU IIIR Elvis snýr aftur FÁIR tónlistarmenn hafa lif- að af aðra eins listræna niður- lægingu og Elvis Presley gekk í gegnum á sjöunda ára- tugnum þegar hann lék í hveiri b-myndinni af annarri og mörgum c-myndum. Eftir því sem aðsókn að myndunum minnkaði voru flestir á því að sagan væri öll, en meðal merkisviðburða í rokksögunni eru sjónvarpstónleikar hans sumarið 1968 þegar hann sannaði í eitt skipti fyrir öll hver væri kóngurinn. Sumarið 1968 var Elvis á fallanda fæti að margra mati; lítið hafði heyrst frá honum af viti frá því hann hvarf til Hollywood í upphafi áratug- arins og þótt margar kvik- myndaplötumar hafí selst bráðvel var hann ekki hátt skrifaður og þannig seldist síðasta bíóplatan ekki nema í 200.000 eintökum sem þótti harla lítið og þykir enn. Þá var það að honum bauðst að gera sjónvarpsþátt þar sem hann myndi flytja lög frá ferl- inum í einfaldri útsetningu og í bland viðameiri íburð. Oraf- magnaði hlutinn, þar sem hann myndi leikar gamlar perlur frá ferlinum, átti að verða í sjónvarpsþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar sem kallaðist Sit Down, en þar átti Elvis að vera með kassagítar og þunnskipaðaða hljómsveit. Teknir voru upp tveir slíkir þættir sama daginn, sá fyrri kl. 18.00 og seinni kl. 20.00. Elvis mætti til leiks í báðum þáttunum fullur af sjálfór- yggi, afslappaður og í svört- um leðurfötum. Hann lét færa áheyrendur nær sviðinu og kannski gerði það útslagið, því hann fór hreinlega á kost- um dyggilega studdur af öskrandi og veinandi ung- meyjum. Sjónvarpsþátturinn sem áður er getið fékk heitið The Comeback Special og varð til þess að snúa almenningsálit- inu á band Elvis á ný og réð mestu frammistaða hans í Sit Down-lotunum þegar hann sleppti fram af sér beislinu í sjónvarpi í fyrsta sinn í átta ár. Annað efni var hefðbundn- ara, tekið upp með hljómsveit og íburðarmiklu skrauti, eins og sjá má á myndbandi með þættinum sem til hefur verið í alllangan tíma. Tónlistin hef- ur aftur á móti ekki verið eins aðgengileg og fengur að því þegar út kom fyiár skemmstu diskurinn Tiger Man. A hon- um er að finna upptöku þátt- arins í heild, alla tónlist og all- ar stunur, og þar á meðal sjö upptökur sem ekki hafa áður komið út. Um líkt leyti kom út tvöfaldur diskur með úrvali af tónlistinni út þættinum, heitir Memories - The ‘68 Comeback Special, og er enn eigulegri fyrir Elvisvini, því á diskunum tveimur eru 35 lög og þar á meðal 22 upptökur sem ekki hafa áður komið út. Allt er safnið hið merkileg- asta og ekki er minnstur fengur að heyra tónlistina alla og sjá að þar er kominn veg- vísir að bestu árum Elvis í tónlistinni, Memphis-upptök- unum frægu ári síðar. Fær hundurinn jiinn í skúinn? É -landsins mesta lirval al jólavöpum íyrir gæludýr DÝRARlKIÐ ...fyrir dýravini! við Grensásveg sími 568-6668

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.