Morgunblaðið - 24.01.1999, Side 1

Morgunblaðið - 24.01.1999, Side 1
ATVINNURAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. JANÚAR1999 BLAÐ E ATVINNUAUGLÝSINGAR Kennsluráðgjafí í nýbúafræðslu FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu og felst m.a. í starfinu ráðgjöf fyrir skólastjóra og kennara um skipulag og inntak slíkrar fræðslu. Viðkomandi þarf að gera ráð fyrir ferðum út á land, gerðar eru m.a. kröfur um kennsluréttindi, framhaldsmenntun á sviði kennslu og/eða reynslu af ný- búakennslu. „Au-pair“ í London ÍSLENSK hjón í London vilja ráða reglusama stúlku í fimm mánuði til að líta eftir 18 mánaða dreng og aðstoða við heimilisstörf. Þarf að hafa bílpróf, má ekki reykja. Verkfræðingur eða tæknifræðingur ÞJÓNUSTUDEILD Vegagerðarinnar í Reykjavík óskar eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi, í fullt starf. Verkefn- in tengjast sumar- og vetrarþjónustu og eru m.a. gerð staðla, leiðbeininga og verklagsreglna. Rafvirkjar og sölumenn ÖRYGGISÞJÓNUSTAN hf. í Reykjavík vill ráða rafvirkja til uppsetningar og viðhalds á öryggiskerfum, einnig sölu- mann og æskilegt að hann hafi reynslu. RAÐAUGLÝSINGAR Háskólanám í Kína MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ auglýsir tvo styrki sem kínversk stjómvöld bjóða íslendingum til háskólanáms 1999-2000. Skal umsóknum ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum komið til ráðuneytisins fyrir 23. febrúar. Rækja, þorskur og ýsa SKIPASALAN Bátar og búnaður hefur kaupendur að kvóta á þorski, ýsu, ufsa og steinbít og vantar einnig 400- 500 tonna rækjukvóta. Námskeið í leirkerasmíði HEILDVERSLUNIN Glit í Reykjavík minnir á námskeið í leirkerasmíði sem hefjast senn. Kenndar verða m.a. frummótunaraðferðir í leirlist fyrir byrjendur, einnig er sýnt hvernig búa skal til gifsmót. Dag-, kvöld- og helgar- tímar. Myndbandaleiga í Keflavík TIL sölu er ein stærsta myndbandaleiga í Kefiavík og seg- ir að hún sé á góðum stað í hjarta bæjarins. Titlar eru um 3.000. SMÁAUGL ÝSINGAR Samkoma í Þríbúðum SAMHJÁLP auglýsir almenna samkomu í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag klukkan 16. Söngur, vitnisburður, barnagæsla. Ræðumenn Ester Jakobsen og Vörður Traustason. Lög um starfsemi kauphalla uppfyllt Verðbréfaþingi íslands breytt í hlutafélag UM áramótin tók nýstofnað hlutafélag, Verðbréfa- þing Islands hf., við allri starfsemi sem áður hafði verið í höndum samnefndrar sjálfseignarstofnun- ar. Formbreytingin er liður í því að uppfylla kröf- ur laga um starfsemi kauphalla og skipulegra til- boðsmarkaða, nr. 34/1998, sem sett voru í apríl á síðasta ári. I nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði var lagt til að eignarhald skiptist á milli þeirra aðila er áður höfðu tilnefnt fulltrúa í stjórn þingsins samkvæmt þágildandi lög- um og að hlutföll í eignarhaldi skyldu verða þau sömu eða áþekk og skipan stjórnarsæta hafði falið í sér. Þannig eiga þingaðilar og skráð hlutafélög um 2/7 hluta hluta- fjár í hinu nýja félagi og lífeyris- sjóðir, Samtök fjárfesta og Seðla- bankinn um 1,7 hluta hver. Við stofnun hlutafélagsins greiddu þessir aðilar 35 milljónir króna í hlutafé og verður eigið fé þingsins því um 85 milljónir króna, töluvert hærra en lágmarkið, 65 mkr., sem tilskilið er í lögum um starfsemi kauphalla. Stjórn hlutafélagsins er í upphafi skipuð sömu einstaklingum og áður sátu í stjórn þingsins. Þeir eru: Ei- ríkur Guðnason (Seðlabankinn), Davíð Björnsson og Ingólfur Helgason (þingaðilar), Erna Bryn- dís Halldórsdóttir (Samtök fjár- festa), Jón Guðmann Pétursson og Þorkell Sigurlaugsson (skráð hluta- félög) og Þorgeir Eyjólfsson (lífeyr- issjóðir). Verðbréfaþing var stofnað árið 1985 og starfaði fyrstu átta árin á grundvelli reglna sem Seðlabankinn setti með tilvísun til laga um bank- ann. Með tilkomu Evrópska efna- hagssvæðisins voru sett sérstök lög um þingið, nr. 11/1993, og því breytt í sjálfseignarstofnun með einkaleyfi á verðbréfaþingsstarfsemi. Við gild- istöku nýju laganna um kauphallir í apríl sl. féllu eldri lög um þingið úr gildi, svo og einkaleyfið. Með bráðabirgðaákvæði í nýju lögunum var þinginu veittur frestur til 1. júlí 1999 til að laga starfsemi sína að þeim skilyrðum sem sett eru fyrir veitingu starfsleyfis til kauphallar og gilda ákvæði eldri laganna um reksturinn á því tíma- bili, eftir því sem við á. Siðareglur eftir I meginatriðum uppfylla núver- andi starfshættir og skipulag Verð- bréfaþings þær kröfur sem gerðar eru vegna starfsleyfis. Auk breyt- ingar í hlutafélag og tilskilins eigin fjár hefur þingið þegar aflað sér starfsábyrgðartryggingar en á eftir að semja siðareglur og laga einstök atriði annarra reglna sinna að ákvæðum laganna um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða. Verður unnið að þessu á næstunni svo að unnt verði að sækja um starfsleyfi á grundvelli nýju laganna fyrir mitt þetta ár FULLTRÚAR Skýrr, Hreinn Jakobsson forstjóri, Einar Birkir Einarsson þjónustustjóri og Helgi Nielsen að- stoðarframkvæmdastjóri og fulltrúar Optima, Lárus Fjeldsted forstjóri og Stefán Ingólfsson markaðsstjóri. Skýrr tekur nýja prentara í notkun TIL AÐ anna sem best prentun, með- al annars á skattskýrslum, launamið- um og öðru fyrir viðskiptavini sína og til að mæta auknum verkefnum, hef- ur Skýrr hf. tekið í notkun tvo öfluga prentara. I fréttatilkynningu kemur fram að prentararnir eru geisla- prentarar af gerðinni Xerox Docu Pr- int 96, sem prenta 96 eintök á mínútu hvor og geta samtals annað prentun á yfir 4.000.000 eintökum í mánuði. „SkýiT hf. prentar mest um 3,3 milijónir eintaka á mánuði. Pappírinn í þetta er tæplega 1.000 km að lengd sé hann lagður í keðju, vegur um 16 tonn og samsvarar um 1.600.000 síð- um í Morgunblaðinu. Auk þess að vinna þessi verkefni gefa prentaram- ir Skýrr hf. ný sóknarfæri þar sem þeir geta prentað báðum megin á pappír í stærðum upp í A3, þeir geta tekið við prentun bæði frá móður- tölvu og netkerfi Skýrr hf. ásamt því að prenta PostScript skjöl,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skýrr hf. hefur gert samning við Optima, sem er umboðs- og þjónustu- aðili fyrir Xerox á íslandi, um þjón- ustu á prenturunum til að tryggja sem best rekstraröryggi þeirra. Hækkun á vísitölu hyggingarkostnaðar og launa VISITALA byggingarkostnaðar, eftir verðlagi um miðjan janúai’ 1999, hefur hækkað um 1,7% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hagstofu ís- lands. Vísitalan er 235,1 stig (júní 1987=100) og gildir fyrir febnáar 1999. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 752 stig. I fréttinni kemur fram að síðast- liðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% sem samsvarar 7,3% hækkun á ársgrundvelli. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 2,3%. Samkvæmt Hagstofunni hækkar launavísitala, miðað við meðallaun í desember 1998, um 0,5% frá fyrra mánuði og er nú 173,3 stig. Samsvar- andi launavísitala, sem gildir við út- reikning greiðslumarks fasteignaveð- lána, er 3.790 stig í febrúar 1999.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.