Morgunblaðið - 24.01.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.01.1999, Qupperneq 2
2 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSING AlR tíllt1tlB1( RÍ(ieVB7B7Kq uiimii Háskóli íslands Læknadeild Við læknadeild Háskóla íslands er laust til um- sóknar starf dósents í lyflæknisfræði. Starfið felur í sér kennslu í lyflæknisfræði og undirgrein hennar eftir því sem við á. Rannsóknarsvið dósentsins erá sviði sérgrein- ar hans og mun HÍ eftir atvikum útvega að- stöðu til slíkra rannsókna, auk þess sem vænst er að dósentinn fái starfsaðstöðu á Landspítala eða Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt frá 1. júní 1999 enda verði störfum dómnefnda þá lokið. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknirog rit- smíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlut- deild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverk- unum. Ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka er æskilegt að innsending af hálfu umsækj- anda og mat dómnefndar takmarkist við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætl- un) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagn- ir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra og raðast starf dósents í launaramma C samkvæmt for- sendum röðunar starfa í samkomulagi aðlög- unarnefndar. Umsóknarfrestur ertil og með 22. febrúar 1999 og skal skriflegum umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um lágmarkshæfiskröfurtil umsækjenda um störfin er vísað til 7. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla en í 4. mgr. 11.gr. laga um Háskóla (slands segir að dómnefnd, sem skipa skal hverju sinni til þess að dæma um hæfi um- sækjenda tii að gegna starfi lektors/dósents, skuli láta uppi rökstutt álit um það hvort af vís- indagildi rita umsækjenda og rannsókna megi ráða að þeir séu hæfir til að gegna starfinu. Um veitingu starfsins gilda ákvæði 1 .—4. mgr. 11.gr. sömu laga en nánar er fjallað um með- ferð máls í reglum nr. 366/1997 um veitingu starfa háskólakennara. Móttaka allra umsókna verður staðfest bréflega og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar gefa Þórður Harðarson prófessor í síma 560 1266 á Landspítala og Jó- hann Ag. Sigurðsson forseti læknadeildar í síma 525 4880. Læknadeild Við læknadeild Háskóla íslands eru laus til um- sóknar eftirtalin hlutastörf: 1. Starf dósents, 37%, í líffræðilegum geð- lækningum með áherslu á rannsóknir og kennslu í sameindalíffræði geðsjúkdóma, klíniskri geðlyfjafræði og taugageðlækning- um. Dósentinn starfi sem sérfræðingur á geðdeild Landspítala. 2. Starf lektors, 25%, í slysa- og áfallageðlækn- ingum. Lektorinn starfi sem sérfræðingur á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. 3. Starf lektors, 25%, í barna- og unglingageð- lækningum. Af hálfu læknadeildar verður leitast við að starfið muni tengjast sérfræð- ingsstarfi á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Gert er ráð fyrir að störfin verði veitt frá 1. ágúst 1999 enda verði störfum dómnefnda þá lokið. Ráðið verður í störfin til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknirog rit- smíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlut- deild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverk- unum. Ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka er æskilegt að innsending af hálfu umsækj- anda og mat dómnefndar takmarkist við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætl- un) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagn- ir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors í launaramma B en starf dósents í launaramma C samkvæmt forsendum röðun- ar starfa í samkomulagi aðlögunarnefndar. Umsóknarfrestur ertil og með 1. apríl 1999 og skal skriflegum umsóknum skilað íþríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Um lágmarkshæfiskröfur til umsækjenda um störfin er vísað til 7. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla en í 4. mgr. 11. gr. laga um Háskóla íslands segir að dómnefnd, sem skipa skal hverju sinni til þess að dæma um hæfi um- sækjenda til að gegna starfi lektors/dósents, skuli láta uppi rökstutt álit um það hvort af vís- indagildi rita umsækjenda og rannsókna megi ráða að þeirséu hæfirtil að gegna starfinu. Um veitingu starfsins giida ákvæði 1,—4. mgr. 11.gr. sömu laga en nánar er fjallað um með- ferð máls í reglum nr. 366/1997 um veitingu starfa háskólakennara. Móttaka allra umsókna verður staðfest bréflega og umsækjendum síðan greint frá því hvernig starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ág. Sigurðs- son forseti læknadeildar í síma 525 4880 og Hannes Pétursson, prófessor á Landspítala, í síma 560 1700. Bifvélavirkjar Stilling óskar eftir bifvélavirkja, helst vönum vélastillingum, á verkstæði okkar í Skeifunni. Góð vinnuaðstaða, hreint og þrifalegt um- hverfi. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar gefur Jóhann á verkstæði í síma 520 8008. ®1 Stilling „Au — pair" í London Ung íslensk hjón, búsett i góðu hverfi í norður- London, óska eftir reglusamri stúlku í u.þ.b. 5 mánuði til að líta eftir 18 mánaða gömlum dreng og aðstoða við heimilisstörf. Viðkom- andi þarf að vera barngóð, framtakssöm, hafa bílpróf og vera reyklaus. Þarf helst að vera 20 ára eða eldri, hafa einhverja enskukunnáttu og geta hafið störf í byrjun mars 1999. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Huldu eða Steindór í síma 564 2494. Félágsþjónustan Vilt þú taka að þér spennandi verkefni? Við leitum að ábyrgu og áhugasömu fólki eldra en 18 ára til að starfa sem tilsjónarmenn eða persónulegir ráðgjafar. Starfið felur m.a. í sér stuðning við börn, unglinga eða fjölskyldur undir leiðsögn félagsráðgjafa. Einnig er óskað eftir tilsjónarmanni, sem talað geturtáknmál, í sérstakt verkefni. Um hluta- starf er að ræða 20—40 klst. á mánuði. Vinnutími er sveigjanlegur. Laun eru greidd skv. samningi Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags borgarinnar. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Sæ- mundsdóttir, verkefnisstjóri, í síma 535 3074 næstu daga. Umsóknum skal skilaðtil Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Síðumúla 39 á 3. hæð, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Ritari/fulltrúi Ritari/fulltrúi óskast á hjúkrunarheimilið Drop- laugarstaði, Snorrabraut 58, Reykjavík. Um er að ræða 50% framtíðarstöðu. Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og reynslu af ritarastörfum. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Ólafsdóttir í síma 552 2581. Sjúkraliðar/Sóknar- starfsmenn Sjúkraliðar/Sóknarstarfsmenn óskast sem fyrst til aðhlynningarstarfa á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði, Snorrabraut 58, Reykjavík. Einnig vantar starfsmenn í ræstingu. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Ólafsdóttir í síma 552 5811. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýjir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Féiagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Félagsþjónustan í Reykjavík hét áður Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hafrannsóknastofnunin auglýsir Tvær rannsóknastöður á sviði líkanagerðar í fiskifræði og fiskvistfræði eru lausartil umsókn- ar. Ráðið verður í stöðurnar til tveggja ára. Störfin felast annarsvegar í uppsetningu og reiknifræðilegum prófunum á aflareglum fyrir nytjastofna sjávardýra á Islandsmiðum, og hins vegar í gerð líkana er lýsa áhrifum stofn- gerðar og umhverfis á nýliðun í íslenska þorsk- stofninn. Nauðsynleg menntun: Doktorspróf með áherslu á reiknitækni og líkanagerð í líffræði eða fiskifræði. Forritunarkunnátta er nauðsyn- leg ásamt hæfni í að setja saman líkön og skrá- setja niðurstöður. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 1998. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt nöfnum þriggja umsagn- araðila, sendist Hafrannsóknastofnuninni, pósthólf 1390, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Gunnar Stefánsson og Guðrún Marteinsdóttir, Hafrannsókna- stofnuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.