Morgunblaðið - 24.01.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 E 13
AKUREYRARBÆR
Slökkvistöð Akureyrar
Vegna fjölgunar á vakt eru lausar til umsóknar
fjórar stöður slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði
Akureyrar. Starfið felst í vaktavinnu vegna
slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, aukým-
issa starfa sem þessu tvennu fylgir. Útkalls-
skylda er utan vinnutíma.
Einnig vantar menn til sumarafleysinga á tíma-
bilinu maí til september 1999.
Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skil-
yrði sbr. reglugerð um réttindi, menntun og
skyldur slökkviliðsmanna og samþykkt fyrir
Slökkvilið Akureyrar. Helstu atriði þeirra eru:
• Vera á aldrinum 20—28 ára, reglusamir og
háttvísir.
• Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og
líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og
heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir
lofthræðslu eða innilokunarkennd.
• Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkvi-
liðsmanna eða sambærilega menntun og
reynslu.
• Hafa ökuréttindi til að stjórna a) vörubifreið
og b) leigubifreið.
• Hafa góða almenna þekkingu þ.m.t. nokkra
tungumálakunnáttu og gott vald á íslenskri
réttritun.
Laun samkvæmt kjarasamningi Landssam-
bands slökkviliðsmanna eða STAK og launa-
nefndar sveitarfélaganna.
Upplýsingar um starfið gefa slökkviliðsstjórar
á slökkvistöðinni Árstíg 2, en upplýsingar um
kaup og kjör gefur starfsmannastjóri í síma
462 1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, en þarfást
einnig umsóknareyðublöð, ásamt útdráttum
úr reglugerð um menntun, réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna og samþykkt fyrir Slökkvilið
Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 29. janúar 1999.
Starfsmannastjóri.
CELAND
Sölustjóri
Óskum eftir að ráða í nýja stöðu sölustjóra fyrir Bláa Lónið Heilsuvörur ehf.
Sölustjóri mun hafa umsjón með sölu- og kynningarmálum á "Blue Lagoon"
húðvemdarvörunum, sem ffamleiddar em hjá Bláa Lóninu Heilsuvörum ehf. Vömr
þessar hafa fengið mjög góðar viðtökur og umfjöllun á innlendum og erlendum
vettvangi.
Við leitum að hugmyndaríkum, skipulögðum og drífandi einstaklingi, með marktæka
þekkingu og reynslu af sambærilegum störftim. Menntun á heilbrigðissviði s.s.
hjúkmnar- eða lyfjafræði er áhugaverð, en snyrtifræðimenntun kemur til greina.
Enskukunnátta er nauðsynleg, þýskukunnátta og/eða Norðurlandamál er kostur.
Áhersla er lögð á faglegan metnað og lipurð í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar n.k. Ráðning verður sem fyrst. Allar
umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar. Viðtalstímar eru frá kl. 10-13.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16
alla virka daga.
STRÁ ehf.
STARFSRÁÐNINGAR I' ' GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR
WKWWKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKWKBSKWM^^^^^mm r- ..
Mörkinni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044
Fiæðslumiðstöð
Reykjavíkur
Laus störf í grunnskólum Reykjavíkur
Starfsmenn
annast gangavörslu, baövörslu og aðstoða
nemendur í leik og starfi.
Háteigsskóli, sími 530 4300,
(matartækni) til að sjá um léttan hádegisverð
fyrir nemendur í nýju skólaeldhúsi, 100% starf.
Stuðningsfulltrúar
til aðstoðar nemendum inni í bekk.
Austurbæjarskóli, sími 561 2680,
50% starf.
Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740,
í hlutastarf, nú þegar.
Skólaliðar
annast gangavörslu, baðvörslu, þrif og að-
stoða nemendur í leik og starfi.
Háteigsskóli, sími 530 4300
50-100% störf.
Sérhæfðir starfsmenn
Hamraskóli, sími 567 6300,
starfsmaður í sérdeild einhverfra barna.
Æskilegt að viðkomandi sé með uppeldis-
menntun. 50-100% starf frá 1. febrúar nk.
Laun skv. kjarasamningum St. Rv. og Reykjav-
íkurborgar.
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoð-
arskólastjórar skólanna og ber að senda
umsóknir til þeirra.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Kögun hf. er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gerö hugbúnaöar á sviöi rauntíma-
og samskiptakerfa fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Kögun er umboös- og
þjónustuaöili fyrir hugbúnað frá Rational Soflware Corporation á íslandi.
Dótturfyrirtæki Kögunar hf., Navision Software ísland er umboðs- og dreifingaraöili
fyrir Navision Financials hugbúnaö á íslandi.
HUGBUNAÐARFOLK
Kögun vinnur nú að nýsmíði hermikerfa fyrir ratsjárvinnslu sem byggja á framsækinni tækni
á sviði rauntímasamskipta, sýndarveruleika og landfræðilegra upplýsingakerfa.
Við erum stolt af því að geta boðið kröfuhörðustu viðskiptavinum heims kerfi sem eru
byggð á íslensku hugviti og nýjustu tækni.
Við leitum nú að fyrsta flokks forriturum með reynslu í gerð hugbúnaðar fyrir Windows
í Delphi eða C++ sem eru reiðubúnir að slást í hóp samhentra starfsmanna okkar og
vinna að áhugaverðum verkefnum sem eru öðruvísi en flest það sem er í boði hér á
landi.
Við gerum kröfur um frumkvæði, eljusemi, staðgóða reynslu og útsjónarsemi við lausn
flókinna vandamála.
í staðinn bjóðum við
• Framtíðarstarf í Reykjavík hjá traustu fyrirtæki.
• Gott vinnuumhverfi og góða vinnufélaga.
• Spennandi verkefni
• ...og að sjálfsögðu góð laun í boði fyrir rétta einstaklinga.
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir hjá Ráðgarði hf.
frá kl. 9-12 í síma 533-1800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 1. febrúar nk. merktar:
„Hugbúnaðargerð"