Morgunblaðið - 24.01.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 E 214
Dagbók
(l Oyp/ Dýskóhi
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands
24.-30. janúar.
Mánudagur 25. janúar:
Ragnar Sigurðsson Raunvís-
indastofnun flytur erindi sem
hann nefnir: „Green-fóll og
Lelong-tölur“, á málstofu i
stærðfræði. Málstofan fer fram
í stofu 258 í VR-II kl. 15.25.
Eiríkur Sæland mun flytja er-
indi um MS-verkefni sitt:
„Verndandi áhrif mótefna gegn
pneumokokkum in vitro og in
vivo“, í boði Rannsóknamáms-
nefndar læknadeildar. Erindið
flytur hann kl. 16.15 í kennslu-
stofu á 3. hæð í Læknagarði.
Páll Biering, hjúkrunarfræð-
ingur MS, flytur fyrirlestur á
málstofu í hjúkrunarfræði sem
hann nefnir: „Meðvirkni og
hjúkran: Hvemig nýtist hjúkr-
unarfræðingum sú sársauka-
fulla reynsla að alast upp við
alkóhólisma?" Málstofan verður
haldin kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð
í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Pálmi Pétursson flytur fyrir-
lestur um meistaraprófsverk:
efni sitt við verkfræðideild HI
sem hann nefnir: „Sannreyning
og næmnigreining á tölvulíkani
fyrir Söderberg rafskaut." Fyr-
irlesturinn flytur hann í stofu
158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6.
Miðvikudagur 27. janúar:
Sigfríður Guðlaugsdóttir mun
flytja erindi um MS-verkefni
sitt: „Greining á breytingum í
erfðaefni góðkynja og illkynja
brjóstaæxla og tengsl við horfur
sjúklinga," í boði rannsóknar-
námsnefndar læknadeildai-. Er-
indið flytur hún kl. 16.15 í
kennslustofu á 3. hæð í Lækna-
garði.
Fimmtudagur 28. janúar:
Gunnar Karlsson, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Islands,
heldur fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofu í kvennafræð-
um. Fyrirlesturinn ber heitið:
„Kynjamunur í viðhorfum ís-
lenskra unghnga.“ Rabbið fer
fram í Odda, stofu 201, klukkan
12-13.
Þorlákur Jónsson lífefnafræð-
ingur flytur fyrirlestur á mál-
stofu læknadeildar sem hann
nefnir: „Umritunarpróteinið
Arc: Tengsl stöðugleika, mynd-
byggingar og virkni.“ Málstofan
fer fram í sal Krabbameinsfé-
lags íslands, Skógarhlíð 8, efstu
hæð og hefst kl. 16 með kaffi-
veitingum.
Björn Bjömsson, fiskifræð-
ingur Hafrannsóknarstofnun,
flytur erindi á fræðslufundi
Keldna sem hann nefnir: „Álirif
hitastigs og líkamsþyngdar á
vöxt og fóðumýtingu hjá
þorski.“ Fræðslufundurinn er í
boði Tilraunastöðvar HI í
meinafræði að Keldum og hefst
kl. 12.30 á bókasafni Keldna.
Á vegum VFÍ, umhverfis- og
byggingai'verkfræðiskorar HI
og nemendafélags skorarinnar
verður haldinn fundur undir
heitinu: „Gildi rannsókna í
námi og 813141 verkfræðings-
ins.“ Einn fulltriíi frá hverjum
þessara ofangreindu aðila
nema tveir frá starfandi verk-
fræðingum, heldur 10 mínútna
inngangserindi um efni viðkom-
andi fundar. Fi'jálsar umræður
verða í lok fundarins. Fundur-
inn verður haldinn í fundarsal
VFI að Engjateigi 9 og byrjar
kl. 16.15.
Föstudagur 29. janúar:
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir
mun flytja erindi um MS-verk-
efni sitt: „Sameindahermun
milli M-próteina streptókokka
og keratína í meingerð psorias-
is,“ í boði Rannsóknamáms-
nefndar læknadeildar. Erindið
flytur hún kl. 16.15 í kennslu-
stofu á 3. hæð í Læknagarði.
Námskeið á vegum Endur-
menntunarstofnunar HI vikuna
25.-30. janúar:
25. og 27. jan. kl. 16-20.
„Visual Basic for Application" í
Excel 97. Kennari: Guðmundur
Ólafsson hagfræðingur, lektor
við HÍ.
Fyrirl. og æfing: Þri. 26.
jan.-23. feb. kl. 20.15-22.15, auk
lokaæfingar og umræðna (8x).
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
I samvinnu við Þjóðleikhúsið.
Umsjón: Halldór Guðmundsson
mag. art., Kjartan Ragnarsson
leikstjóri og Melkorka Tekla
Ólafsdóttir leiklistarráðunautur
Þjóðleikh. Kennari: Halldór
Guðmundsson mag. art.
26. -28. jan. 1999 kl. 8.30-12.
Notkun UML og hlutbundinna
hönnunaiverkfæra í hugbúnað-
argerð. Kennari: Bjarni Birgis-
son tölvunarfr. hjá Kögun hf.
26. og 27. jan. kl. 16-19. Hug-
verkaréttindi í hugbúnaðar-
starfsemi. Kennarar: Gunnar
Thoroddsen, lögfræðingur hjá
Oz hf., og Gunnar Sturiuson hdl.
Málflutningsstofan.
26. og 27. jan. kl. 9-16.
Stjómun I. Félagsráðgjöf og
stjómun. Kennarar: A. Dísa
Guðjónsdóttir, Ellý A. Þor-
steinsdóttir og Steinunn
Hrafnsdóttir, félagsráðgjafar
með MA í stjómun o.fl.
29. jan. 1999 kl. 13-17 og 30.
jan. kl. 9-13. Réttarsálfræði.
Kennarar: Dr. Gísh H. Guðjóns-
son, réttarsálfræðingur við Há-
skólann í London, og dr. Jón
Friðrik Sigurðsson, sálfræðing-
ur hjá Fangelsismálastofnun
ríkisins.
20. og 22. jan. kl. 16-19 í
Reykjavík, haldið á Akureyri
29. jan. kl. 13-17 og 30. jan.
9-13.30. Samningsveð og
ábyrgðir. Kennarar: Þorgeir
Örlygsson, prófessor við HI,
og Benedikt Bogason, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu.
Sýningar
Þjóðarbókhlaða. 1. Sýning á
rannsóknartækjum og áhöldum
í læknisfræði frá ýmsum tímum
á þessari öld. Sögusýning hald-
in í tilefni af 40 ára afmæli
Rannsóknardeildar Landspítal-
ans (Department of Clinical Bi-
ochemistry, University Hospi-
tal of Iceland) og að 100 ár eru
liðin frá því að Holdsveikraspít-
alinn í Laugarnesi var reistur.
(The Leper Hospital at Laug-
arnes, Reykjavík). Sýningin
stendur frá 10. október og út
febrúar.
2. Þjóðólfur 150 ára
(1848-1998). Sýning 5. nóvem-
ber 1998 - 31. janúar 1999. Sýn-
ing til minningar um að 5. nóv-
ember vora liðin 150 ár frá því
að Þjóðólfur, fyrsta nútímalega
fréttablaðið á Islandi, hóf göngu
sína. Sýningin er staðsett í for-
sal þjóðdeildar.
Stofnun Árna Magnússonar,
Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1.
september til 14. maí er hand-
ritasýning opin þriðjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga kl.
14-16. Unnt er að panta sýn-
ingu utan reglulegs sýningar-
tíma sé það gert með dags fyrir-
vara.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að
eftirtöldum orðabönkum og
gagnasöfnum á vegum Háskóla
Islands og stofnana hans. Is-
lensk málstöð. Orðabanki. Hef-
ur að geyma fjölmörg orðasöfn í
sérgreinum:
http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn Islands - Há-
skólabókasafn. Gegnir og Grein-
ir. http://www.bok.hi.is/gegn-
ir. html Gagnasafn Orðabókar
Háskólans: http://www.lex-
is. hi.is
Rannsóknagagnasafn ís-
lands. Hægt að líta á rannsókn-
arverkefni og niðurstöður rann-
sókna- og þróunarstarfs:
http://www.ris.is
Ráðstefna um græn
reikningsskil
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og
endurskoðunar- og ráðgjafarfyrir-
tækið Deloitte & Touche standa fyr-
ir hálfsdags ráðstefnu miðvikudag-
inn 27. janúar kl. 13.30 um græn
reikningsskil með áherslu á fyrir-
tæki í flutningum og samgöngum.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel
Loftleiðum.
Halldór Blöndal samgöngui'áð-
herra ávarpar ráðstefnuna auk þess
sem Þórir Ibsen, sendiráðunautur á
auðlinda- og umhverfisskrifstofu ut-
am-íkisráðuneytisins og Jón Birgir
Jónsson, ráðuneytisstjóri í sam-
gönguráðuneytinu, munu flytja er-
indi. Ráðstefnustjóri verður Einar
K. Guðfinnsson, alþingismaður og
formaður samgöngunefndai'.
Tveir helstu sérfræðingar
Deloitte & Touche í umhverfis-
stjórnun era Charlotte Pedersen og
Susanne Villadsen frá Danmörku
og kynna þær umhverfisstjómun og
aðferðarfræði við græn reiknings-
skil á ráðstefnunni.
I fréttatilkynningu segir: „Græn
reikningsskil verða best skýrð með
dæmi um t.d. fyrirtæki í vöruflutn-
ingum sem ákveður að sýna ábyrga
hegðun í umhverfismálum. Fyrir-
tækið hefur skráningu á helstu þátt-
um í starfseminni sem geta valdið
skaða á umhverfinu s.s. útblæstri og
úrgangi ýmiss konar. Fyrirtækið
setur sér mai'kmið um að minnka
óæskileg umhveifisáhrif. Græn
reikningsskil era tæki til að mæla
árangur og fyrirtækið getur fengið
trúverðuga vottun á þann árangur
og getur sú vottun verið fyrirtækinu
mikilvæg á ýmsum vettvangi.
Græn reikningsskil geta verið allt
frá því að vera hluti af umfjöllun í
ársskýrslu fyrirtækja og upp í sér-
stakar vottaðar skýrslur sem ein-
göngu snúast um markmið, mæling-
ar og árangur í umhverfismálum.
Umhverfisstjórnun og græn reikn-
ingsskil era að verða hluti af við-
skiptum og leiða af sér markaðsleg-
an ávinning fyrir þau fyrirtæki sem
standa sig vel og ná forskoti á þessu
sviði.“
Fynrlestur um
næmnigreiningu og
sannreyningu
PALMI Pétursson flytur fyrirlestur
mánudaginn 25. janúar kl. 16 um
meistaraprófsverkefni við verk-
fræðideild Háskóla íslands, í VR II,
stofu 158, Hjarðarhaga 2-6. Rit-
gerðin fjallar um næmnigreiningu
og sannreyningu á tölvulíkani fyrir
Söderberg-rafskaut.
í fréttatilkynningu segir: „Við
næmnigreininguna er tölvulíkan
notað til að athuga áhrif breytinga
á kennistærðum á hitastigsdreif-
inguna í rafskautinu. Kennistærð-
irnar sem eru athugaðar eru efnis-
eiginleikar, stærðir og umhverfis-
skilyrði. Ut frá niðurstöðum eru
síðan valdir þeir eiginleikar sem
mikilvægt er að mæla með ná-
kvæmni. í framhaldi af næmni-
greiningunni er fjallað um athugun
á sambandi milli skautbrota og
samsetningar á stálkápum fyrir
skautið.
I síðasta hluta verkefnisins era
gerðar mælingar til áð sannreyna
niðurstöður líkansins. Mælingamar
sýna að hitastigsdreifingin er ósam-
hverf um miðjuás rafskautsins og
því er nauðsynlegt að nota þrívítt
líkan við greininguna. Rafskauta-
líkanið sem þróað hefur verið við
vélaverkfræðiskor sýndi góða sam-
svöran við hitastigsmælingarnar.“
Verkefnið er styrkt af íslenska
jámblendifélaginu og í umsjónar-
nefnd era Magnús Þór Jónsson,
prófessor sem er formaður nefndar-
innar, og Helgi Þór Ingason og Þor-
steinn Hannesson frá Islenska járn-
blendifélaginu.
Öllum er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Mótmæla
aðild að NATO
EFTIRFARANDI fréttatilkynning
hefur borist frá Samtökum her-
stöðvaandstæðinga.
,Á sama tíma og Solana, fram-
kvæmdastjóri NATO, kemur til ís-
lands til þess meðal annars að ræða
við íslenska ráðherra um 50 ára af-
mæli NATO eru Samtök her-
stöðvaandstæðinga að undirbúa
dagskrá sem standa mun alla síð-
ustu viku marsmánaðar og enda
með fundi 30. mars.
Tilefnið er 50 ára aðild íslands
að NATO en tilgangurinn er ekki
að fagna heldur mótmæla aðildinni
■/elina
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473.
og minna á að NATO hefur ekkert
breyst í eðli sínu. Enn er það hern-
aðarbandalag ríku landanna í
norðri undir forystu gömlu heims-
veldanna, enn er því ætlað að
standa vörð um hagsmuni þeirra
og enn stendur það að vígbúnaði
og styðst við kjarnorkuvopn. Áætl-
anir um að gera það að einhvers
konar sjálfstæðri alheimslögreglu
breyta engu um það. Þvert á móti
sýna þær áætlanir að aldrei hefur
verið brýnna að leggja þetta hern-
aðarbandalag heimsveldanna nið-
ur.“
Málstofa
í hjúkr-
unarfræði *
PÁLL Biering, hjúkranarfræðing-
ur, MS, flytur fyrirlestur í Málstofu
í hjúkranarfræði mánudaginn 25.
janúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í
Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlest-
urinn nefnist: Meðvirkni og hjúkr-
un: Hvernig nýtist hjúkranarfræð-
ingum sú sársaukafulla reynsla að
alast upp við alkóhólisma.
I fréttatilkynningu segir m.a.:
„Þessi eigindlega rannsókn var
gerð til að kanna tengslin á milli
erfiðra uppeldisskilyrða og farsæls^
starfsferils hjúkrunarfræðinga."
Tekin voru viðtöl við átta hjúkran-
arfræðinga sem uppfylltu tvö skil-
yrði; að hafa alist upp við alkóhól-
isma og notið farsældar í starfi. Að-
ferðafræði rannsóknarinnar byggist
á hugmyndum túlkandi fyrirbæra-
fræði (hermeneutical phenomen-
ology). Hún beindist í meginatrið-
um að þremur þáttum í reynslu
þátttakenda: Uppvexti og aðlögun í
alkóhólískri fjölskyldu, einstak-
lingsþroska og tengslunum á milli
annars vegai- starfsvals og starfs-
ferils og hins vegar reynslu á upp-
vaxtaráranum. Greind vora þemu í
þessum þáttum sem varpa Ijósi
bæði á þau bjargráð (coping) sem
þátttakendur beittu til að komast af
við erfið uppvaxtarskilyrði og eins á
tengslin á milli þessara bjargráða
og starfsferils í hjúkran.“
Málstofan er öllum opin.
Fundur
um verndun
Elliðaánna
ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis-á
maður heldur á mánudag kl. 20 op-
inn fund umn verndun Elliðaánna
með áhugamönnum um stangaveiði.
Fundurinn verður í miðstöð hans í
Nóatúni 17,2. hæð.
Sérstakir gestir fundarins verða
stangaveiðimennimir Orri Vigfús-
son og Bubbi Morthens sem hafa
beitt sér fyrir að borgaryfírvöld
grípi til aðgerða til að hefja Elliða-
ámar til fyrri vegs og virðingar,
segir í fréttatilkynningu.
Meðan á fundinum stendur mun
Sigurjón Ólafsson, ,nýbakaður verð-
launahafi frá heimsmeistaramótinu
í fluguhnýtingum, hnýta sérstaka
flugu þar sem hann notar meðal
annars hár úr höfði þingmannsins,“ ■*.
segir í tilkynningunni.
Mannlíf í
Fjörðum og á
Flateyjardal
ÁHUGAFÓLK um sögu eyðibyggð-
anna austan Eyjafjarðar heldur
fund miðvikudaginn 27. janúar kl.
17.15 í húsi Ferðafélags íslands,
Mörkinni 6, niðri.
I þessum eyðibyggðum er mikil
saga orðin og sérkennileg. Hér er
um að ræða Látraströnd, Fjörður,
Flateyjardal, Flatey á Skjálfanda,,
Flateyjardalsheiði og Náttfaravíkur.
Viðfangsefni þessa áhugahóps er
að halda til haga sögu mannlífs í
hinum horfnu byggðum, segir í
fréttatilkynningu. Allir áhugamenn
um efnið eru velkomnir.
Fyrlr árið 2000
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
www.islandia.is/kerlisthroun'
§