Morgunblaðið - 24.01.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 24.01.1999, Síða 22
-22 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorsteinn Þorsteinsson FRÁ Suðurskautslandinu. Myndin er af leiðangri Islendinganna, sem gistu Suðurpólinn um næstsíðustu áramót, þeirra feðga Haralds Arnar Olafs- sonar og Olafs Arnar Haraldssonar alþingismanns og Ingþórs Bjarnasonar. Frá Concordia-búðunum agpr á Suðurskautslandinu. Á vit fortíðar Fréttabréf frá Suðurskautslandinu Margar fleiri mælingar verða síðar gerðar á sýnum úr kjarn- kvæmni og lengra aftur í tím- ann en áður hefur verið unnt. anum á rannsóknastofum víða um Evrópu, segir Þorsteinn Iskjarnagögn frá Suðurskauts- landinu hafa þegar sýnt, svo Þorsteinsson. T.d. verður ekki verður um villst, að styrkur gróðurhús-lofttegund- styrkur koltvísýrings og anna margumtöluðu, sem metangass hefur aukist mjög í geymast í loftbólum í jöklin- andrúmsloftinu eftir upphaf um, mældur með meiri ná- iðnbyltingar. KJARNABORUNIN hér á Concordia-bungunni komst á fullan skrið fyrrihluta desem- bermánaðar. Bormenn stóðu vaktir 18 klst. á sólarhring og náðu stundum 45 metrum á dag; þótti okkur hinum þá nóg um hrað- -junn. Upp úr holunni komu kjarn- arnir hver af öðrum, 3-4 m langir, og má kalla þá nokkurs konar boð- bera fjarlægrar fortíðar, því í hinum mikla jökli geymist sérhvert árlag snævar sem á hann hefur fallið um hundruð árþúsunda. Borunina má því með réttu kalla nokkurs konar ferðalag aftur í tímann og er það hlutverk vísindamannanna, sem við kjörnunum taka af bormönnum, að beita ýmiss konar mælitækjum til að rýna í hina frosnu annála og draga af niðurstöðunum ályktanir um sögu jökulsins og andrúmslofts- ins. Lítum nú inn í vinnuskála þein-a og vitum hvað þeir eru að fást við. Daninn Peter Iversen tekur -*fyrstur við kjörnunum, sagar þá í 2 m langa búta og kemur þeim áleiðis til Bretans Roberts Mulvaneys, sem mælir rafleiðni þeirra í þar til gerðu tæki. Getur hann þar með greint ummerki ýmissa atburða, sem breytt hafa efnasamsetningu and- rúmsloftsins um lengi-i eða skemmri tíma. Mælingar af þessu tagi á ís- kjörnum úr Grænlandsjökli eru Is- lendingum að góðu kunnar, því gos- gufur úr mörgum helstu eldgosum Islandssögunnar hafa borist inn yfír þann jökul og sest í hann með snjó- komu. I mælingunum koma gosin fram sem háir toppar yfír lágum bakgrunni, er sýnir venjulegt sýru- stig andrúmsloftsins og má tala um -iiokkurs konar sýrutoppatímatal í jöklinum, áþekkt öskulagatímatali í íslenskum jarðvegi. Einna þekktast- ir eru gostopparnir úr Lakagíga- gosinu 1783, Kötlugosinu 1178, Heklu 1104, Eldgjá 934 og úr gos- inu sem myndaði Landnámslagið einhvern tíma á árabilinu 870-875. Hér á Suðurskautsjöklinum eru menn mun skemmra komnir við að rekja sögu eldgosa með könnun sýrutoppa í ískjörnum. Engin merki finnast hér um hin íslensku gos, því gosgufurnar geta ekki borist svo langa leið. Sýrutoppatímatalið hér •byggist því nánast eingöngu á gos- um, sem orðið hafa á eldfjallasvæð- um á suðurhveli jarðar, einkum Indónesíu. Og þótt margir kannist við Tambora-eldfjallið, sem gaus 1815, og enn fleiri við sprengigosið mikla í Krakatoa 1883, þá koma fæst nöfnin kunnuglega fyrir sjónir: .Tarawera 1886, Armagura 1846, Galunggung 1822, Tongkoko 1680. Og sögulegar heimildir eru heldur af skornum skammti. En smám saman er myndin þó að skýrast og öðru hvoru kemur Robert til okkar hinna með nýjasta gostopp, sem hann hefur greint í tæki sínu, og biður okkur að athuga hvort ein- hver merki finnist um hann í öðrum mælingum. Skeyti kom frá Bretlandi einn góðan veðurdag, stílað á Robert. Aðmíráll Myres tilkynnti honum þar með hátíðlegu orðalagi, að Elísabet drottning hefði ákveðið að veita honum Heimskautaorðuna (Polar Medal) fyrir vel unnin störf í þágu rannsókna hér á jöklinum. Nú eru orður og titlar að vísu úrelt þing stundum, eins og íslendingar vita vel, en þau orð eiga þó ekki við að þessu sinni, því engar eyður eru í verðleikum Roberts. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt um dag- ana, þótt ekki sé hann eldri en fer- tugur; starfað sem bifvélavirki, flugvélaverkfræðingur og efnafræð- ingur, tekið doktorspróf í jarðfræði og er nú fastráðinn jöklafræðingur við bresku Suðurskautsstofnunina í Cambridge. Við hann líkar hverjum manni vel. Af Robert tekur Jörgen Steffen- sen við kjörnunum, setur þá í sér- smíðaða vélsög og hlutar þá niður í sneiðar, sem fara hver í sína áttina. Þau Barbara Stenni og Pascal Yiou taka úr einni sneið sýni til samsætu- mælinga, sem þau munu gera í rannsóknastofum sínum í Trieste og París. Hlutfall þungra og léttra súr- efnissamsætna í snjókomunni er háð lofthita og mun þessi mæling því gefa ítarlegar upplýsingar um veðurfarsbreytingar á því tímabili, sem kjarninn nær yfír. Verður beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þeim niðurstöðum. Ein sneið úr kjarnanum fer til efnagreiningar, sem þau Regine Röthlisberger og Stefan Sommer frá Bern gera með mjög vönduðum tækjabúnaði í upphituðu herbergi. Þau greina ryk frá eyðimörkum Patagóníu, saltagnir úr sjó, súlfat úr eldfjöllum og margar fleiri agnir og efnasambönd, sem á sveimi eru í andrúmsloftinu. En svo hreinn er snjórinn hér, að styrkur hinna ýmsu agna mælist í milljörðustu hlutum og veitir víst ekki af sviss- neskri nákvæmni til að greina svo lítið magn. Nú er komið að þeim Laurent Ar- naud frá Grenoble og greinarhöf- undi, sem í sameiningu taka hluta úr kjarnanum til könnunar á krist- allagerð. Franskir vísindamenn settu fyrir rúmum áratug fram um- deilda kenningu um að ískristallar í jöklinum bæru í sér nokkurs konar „minningar" um þann lofthita sem ríkti er þeir féllu á yfírborðið, og að „hitaminni" þetta stjórnaði síðan vaxtarhraða þeirra í jöklinum. Mætti því lesa fornar veðurfars- breytingar úr einföklum mælingum á kristalstærð í kjörnunum. Verður stefnt að því að afla hér gagna, sem nýtst geta til að staðfesta kenningu þessa, ef rétt er, en afsanna hana að öðrum kosti. Séu grafnar snjógryfjur á yfir- borði jökulsins má oftast greina nokkurn mun sumars og vetrar í lagskiptum veggjunum; er vetrar- snjórinn yfírleitt fínkorna og þéttur en sumarsnjór grófgerðari og laus- ari í sér. Þessi munur virðist varð- veitast er snjórinn þjappast saman og breytist í jökulís; er sú umbreyt- ing um garð gengin á um 100 metra dýpi. Er sérhvert árlag þá um 3 cm að þykkt og má enn greina reglu- bundinn mun sumars og vetrar í kristallagerðinni. Nú er auðvelt að reikna út að ísaldarlokin fyrir 11.500 árum muni þá liggja nálægt 400 m dýpi í jöklinum, eins og líka kom í ljós í mælingunum; þær sýndu flestar glögglega að þá var komið í tímabil með annað veðurlag og hitastig: Meira af ryki og alls kyns óhreinindum, minni rafleiðni, smærri kristallar o.s.frv. Og árlögin þynnast mjög, því á jökulskeiðinu var árleg snjókoma aðeins helming- ur eða jafnvel þriðjungur af núver- andi gildi. Þetta kemur flestum á óvart; var ekki útbreiðsla jökla mun meiri á jökulskeiðinu og hlýtur þá ekki að hafa snjóað mun meira? Og segir ekki Snorri Sturluson í Eddu sinni, er hann ritar um hinn mikla Fimbulvetur, að „þá drífr snær úr öllum áttum“? En skýringin er ein- föld; kaldara var í lofti á jökulskeið- inu og því minni uppgufun frá sjó og þar af leiðandi minni árleg snjó- koma en á hlýskeiðum. Margar fleiri mælingar verða síð- ar gerðar á sýnum úr kjarnanum á rannsóknastofum víða um Evrópu. T.d. verður styrkur gróðurhús-loft- tegundanna margumtöluðu, sem geymast í loftbólum í jöklinum, mældur með meiri nákvæmni og lengra aftur í tímann en áður hefur verið unnt. ískjarnagögn frá Suður- skautslandinu hafa þegar sýnt, svo ekki verður um villst, að styrkur koltvísýrings og metangass hefur aukist mjög í andrúmsloftinu eftir upphaf iðnbyltingar. Þeir sem ný- lega sátu á rökstólum í Kyoto og sömdu þar um mengunarkvóta hafa tæpast komist hjá því að kynna sér þær upplýsingar vandlega. Jól og áramót voru haldin hér há- tíðleg með talsverðum veislufagnaði. Setið var að snæðingi 5 stundir á að- fangadagskvöld, dreypt á kampavíni og fleh’i guðaveigum og hlýtt á skálaræður stjórnenda og annarra, er láta vildu ljós sitt skína. Meðal þemra var greinarhöfundur, sem kvaddi sér hljóðs er nokkuð var liðið á kvöldið og mælti á þessa leið: „Eg vil mæla fyrir minni forfeðra okkar Norðurlandabúanna þriggja, sem lengst erum að komnir allra þátttak- enda hér. Víkingar voru þeir kallaðh- og voru þeir allra manna víðfórlastir á öld þeirri er við þá er kennd; settu þeir þá mark sitt á lönd og þjóðir ykkar flestra, sem hér sitjið. Þeir settust að í stórhópum á Bret- landseyjum og stofnuðu ríki á Norð- ur-Frakklandi, á Sikiley og austur í Rússlandi. Og nú eru um 1000 ár lið- in síðan menn af Norðurlöndum fundu meginland Norður-Ameríku, 500 árum á undan Kólumbusi.“ (Dá- lítill kurr fór nú um ítalska hópinn, en við Jörgen kváðum niður máttlítil mótmæli með traustum rökum.) „En víkingar gerðu ekki aðeins strand- högg víða, þeir létu einnig eftir sig merk menningarverðmæti, þar á meðal frásagnir og kvæði sem skráð voru á Islandi og erindi eiga við okk- ur enn þann dag í dag. Vil ég nú biðja ykkur að hlýða á erindi eitt úr merku kvæði frá víkingaöld, sem ég vil hérmeð færa stöðvarbúum að gjöf.“ Deildi undirritaður síðan út nokkrum heftum með nýjum þýðing- um Hávamála á ýmsar tungur og bað einn þátttakanda frá hverju landi að lesa á eigin tungu eftirfar- andi erindi úr kvæðinu: Sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið, hverju geði stýrir gumna hverr sáervitandiervits. Þessi orð hljómuðu þarna yfir borðum á íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og ítölsku og var að þessu góður rómur gerður; mátti síðan um jóladagana sjá fólk af ýmsu þjóðerni sitja við og nema hin fornu heilræði. Og nú hafa Hávamál á mörgum tungum hlotið heiðurs- sess í bókaskáp þessara jökulbúða og munu því geta veitt íbúum þeirra andlega næringu á komandi árum. Áramótum var svo fagnað utan dyra í 35 stiga frosti og björtu mið- nætursólskini, því við erum hér langt sunnan heimskautsbaugsins syðra og sól enn á lofti allan sólar- hringinn. I janúai-byrjun var svo aftur tekið til starfa af fullum krafti og hefði verið skemmtilegt að segja frá áframhaldandi góðum gangi borunar og kjarnavinnu. En því var ekki að heilsa, því miður. Það óhapp varð skömmu fyrir jól, að borinn festist á 780 m dýpi í jöklinum og hafa allar tilraunh- til að ná honum upp reynst árangurslausar. Bor- mennirnir eru að sjálfsögðu hnípnir yfír þessu óhappi og raunar hópur- inn allur, því heldur er nú farið að sneyðast um verkefnin og engum þykir gaman að sitja hér aðgerða- laus. Þó er staðan ekki talin von- laus, því stundum hefur mátt merkja nokkra hreyfingu borsins uppávið er togað hefur verið í hann af krafti og er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að hefja næsta bréf héðan á þeirri góðu frétt að borinn hafi náðst upp á ný og vinnan sé aftur komin í fullan gang. Við leyfum okkur að vona hið besta. Höfundur er jöklafræðingur sem starfar á Suðurskautslandinu á veg- um Alfred Wcgencr - stofnunarinn- ar í Bremerhaven.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.