Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 U ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR BLAÐ TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA MEISTARAMÓTIÐ Fleiri fulttrúar ívanda Opinber rannsókn bandarísku alríkislög- reglunnar vegna mútugreiðslna yfirvalda Salt Lake borgar vegna vetrarólympíuleik- anna árið 2002 vekur nú sífellt meiri ugg meðal fulltrúa í Alþjóðaólympíunefndinni. Háttsettur aðili innan ólympíuhreyfíngarinnar skýrði frá því í gær að alríkislögreglan, FBI, hefði birt tveimur fræðslustofnunum í Utah stefnu og farið fram á útskýringar á samskiptum við um 60 fulltrúa í ólympíunefndinni í tengslum við bar- áttuna um staðarval leikanna á sínum tíma. Aður hefur sérstök rannsóknarnefnd Aiþjóðaólympíu- nefndarinnar, IOC, skilað af sér skýrslu um málið og framkvæmdastjórn IOC í kjölfarið vikið sex fulltrúum nefndarinnar tímabundið frá. Þrír aðrir höfðu áður sagt af sér og fleiri sæta enn rannsókn nefndarinnar. Rannsókn FBI beinist aðallega að þætti fjórtán fulltrúa ólympíunefndarinnar sem sagðir eru hafa þegið dýrar gjafír í skiptum fýrir atkvæði og brot- ið þannig ólympíueiðinn. Einn fulltrúanna fjórtán er látinn. Kevan Gosper, sem situr í framkvæmdastjórn IOC, segist vera sér meðvitandi um rannsókn og stefnur FBI. „Þeir eru aðeins að gera skyldu sína,“ sagði hann. Þótt þessi ummæli Gosper bendi ekki til þess að IOC-fulltrúar hafi miklar áhyggjur af rannsókn bandarískra alríkisyfirvalda, gætir nú vaxandi ótta innan herbúða ólympíunefndarinnar í Lausanne í Sviss. Þar undirbúa menn sig nú iyrir ráðstefnu um lyfjamisnotkun sem hefjast mun í dag og af því tilefni er von á fjölmörgum fulltrúum til borgar- innar. Nokkrir fulltrúanna hafa sakað fjölmiðla um nornaveiðar vegna spillingarmálanna og sumir kölluðu umræðuna nútíma McCarthyisma. „Maður fær einhver ónot þegar síminn hringir þessa dag- ana,“ sagði einn fulltrúinn í gær við Reuter-frétta- stofuna. „Maður veit aldrei hvað kemur næst.“ Ástæður þess að rannsókn FBI vekur slíkan ugg meðal fulltrúanna er sú að með stefnunum tveimur er ætlunin að bera saman lista yfir þá full- trúa sem tengdust mútugreiðslum framkvæmda- nefndar Salt Lake borgar. Nokkrir fulltrúar hafa viðurkennt að hafa þegið dýrar gjafir og þeirra á meðal er sjálfur forseti Alþjóðaólympíunefndar- innar, Juan Antonio Samaranch. Hins vegar hermdu fjölmiðlar í gær að fjölmörg nöfn annarra fulltrúa, sumra hverra háttsettra, væru einnig á umræddum listum. Leiðtogar ólympíuhreyfingarinnar brugðust harkalega við þessum fréttaflutningi í gær og neit- uðu því að rannsókn FBI sneri beint að einstökum íúlltrúum, heldur beindist hún fremur að þætti yf- irvalda í Salt Lake borg og ólögmætri fyrir- greiðslu þeirra. Málið heldur þó áfram að valda hreyfingunni skaða á alþjóðavettvangi og á degi hverjum koma fram nýjar vísbendingar um meinta spillingu innan hennar. KNATTSPYRNA Reuters MARTINA Hingis fagnar hér sigri í einliðaleik á opna ástralska meistaramótínu. Hún varð sigurvegari þriðja árið í röð í einliðaleik og tvfliðaleik á mótinu. Hingis vann frönsku stúlkuna Amelie Mauresmo auðveldlega í úrslitum í einliðaleiknum 6-2 og 6-3. Bjarni og Jörundur Áki þjálfarar ársins tjarni Jóhannsson, þjálfari íslands- og bik- armeistara fBV í karlaflokki, og Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari bikarmeistara Breiða- bliks í kvennaflokki, voru kjömir þjálfarar árs- ins á aðalfundi Knattspymuþjálfarafélags ís- lands á sunnudag. Þetta er annað árið í röð sem Bjarni hlýtur nafnbótina þjálfari ársins, en undir hans stjóm sigruðu Eyjamenn í efstu deild, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. Jörundur Áki náði að verða bikarmeistari með kvennalið Breiðabliks og að auki sigraði liðið í meistarakeppni KSÍ. Aukinheldur voru fjórir þjálfarar heiðraðir fyrir farsælt starf í yngri flokkum á undan- fórnum árum. Þeir eru Elísabet Gunnarsdótt- ir, Val, Erna Þorleifsdóttir, ÍBV, Freyr Sverrisson, Njarðvík, og Jónas Baldursson, Dalvík. Á aðalfundinum lét Bjarni Stefán Konráðs- son af formennsku eftir sex ára starf og við tók Sigurður Þórir Þorsteinsson. Aðrir í stjóm voru kjörnir Bjarni Jóhannsson, Ómar Jó- hannsson, Magnús Pálsson, Helena Ólafsdótt- ir, Þorlákur Amason og Elísabet Gunnarsdótt- ir. SUND: ÞRJÚ ÍSLANDSMET í LÚXEMBORG / B2,B3,B5 VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN Vinningar Fjöldi vinninga Vinnlngs- upphæð 1. 5 af 5 0 10.126.350 2. 4 af 5+t@S 5 137.110 3. 4 af 5 139 8.500 4. 3 af 5 4.385 620 FIMMFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN Jókertölur vikumiar 0 0 2 0 4 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 2 100.000 3 sfðustu 20 10.000 2 sfðustu 234 1.000 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 27.01.1999 ] AÐALTÖLUR 32 f. 44 f 46 'bónustölur^ 5 t 6 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1.6 af 6 2 20.221.580 2. 5 af 6+HSNUS 0 1.104.630 3. 5 af 6 1 597.100 4. 4 af 6 175 2.390 3. 3 af 6+bónus 479 370 Upplýsingar: Miðarnir með bónusvinningun- um voru keyptir hjá Essó í Lækjargötu í Hafnarfirði, Snælandi í Staðarbergi í Hafnarfirði, Ársól í Garði, Geirseyrarbúðinni á Patreks- firði og Söluturninum Hamra- borg á Ísafírði. Miðarnir með 2. vinningi í Jóker voru keyptir í Happa- húsinu í Kringlunni og hjá KEA í Grímsey. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: | 421, 423 og 424 íþágu ðryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.