Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Reuters OLIVER Bierhoff gerði tvö mörk fyrir AC Milan sem vann Salernitana 3:2. Hér fagnar hann fyrra markinu. Sjotti sigur Barcelona í röð BARCELONA hefur sigrað í sex leikjum í röð í spænsku deild- inni en liðið vann Racing Santander 3:2 um helgina og er með eins stigs forystu á Valencia sem vann Atletico Madrid 2:1. Mallorka er í þriðja sæti eftir 1:0 sigur á Salamanca en Celta Vigo, sem tapaði 2:1 fyrir Deportivo Coruna, er í fjórða sæti þremur stigum á eftir Barcelona. Barcelona byrjaði illa á Nou Camp og áður en hálftími var liðinn hafði Victor Sanehez skorað fyrir gestina. Tveimur mínútum síð- ar var Olaf Mellberg vikið af velli og skömmu síðar jafnaði Jesus Merino, fyrirliði Racing, með sjálfsmarki. Frank de Boer gerði fyrsta mark sitt fyrir Barcelona áður en hálfleik- urinn var úti en fékk gult spjald öðru sinni í seinni hálfleik og var vikið af velli. Áður hafði Petro Munitis jafnað en Philip Cocu gerði sigurmark Barca átta mínútum fyrir leikslok. Markvörðurinn Richard Dutruel gerði afdrifarík mistök, ýtti boltan- um í netið eftir skot frá Paulete Recende, og Celta Vigo náði sér ekki á strik eftir það. Turu Flores bætti öðru marki við en þegar Deportivo missti Garbriel Schurrer útaf með rautt spjald 12 mínútum fyrir leikslok náði Juan Sanches að minnka muninn. Sigur Valencia var sannfærandi. Claudio Lopez og Miguel Angel Angulo skoruðu í fyrri hálfleik og gestimir voru oft nálægt því að bæta við eftir hlé. Jose Mari Romero jafnaði 1:1 áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. Valencia er ekki vant því að vera í fremstu röð en liðið varð síðast Spánarmeistari 1971. „Atletico átti í vandræðum vegna meiðsla og við nýttum okkur það,“ sagði Claudio Rainieri, þjálfari Valencia. „Við skoruðum snemma og þeir urðu taugaóstyrkir fyrir vik- ið en ég trúi að þetta geti orðið tíma- bil Valencia." Arrigo Sacchi, þjálfari Atletico, sagði að vamarleikur Valencia væri erfíður við að eiga. „Valencia verst vel og í seinni hálfleik var liðið með átta í vöm, níu með markverðinum. Við lékum vel en nýttum ekki færin.“ Dani Garcia tryggði Mallorka sig- ur á Salamanca með skallamarki skömmu eftir hlé. „Þetta var ekki góður leikur," sagði Hector Cuper, þjálfari Malloi-ka. „Við lékum ekki vel, gerðum mörg mistök og verðskulduðum ekki mikið en mikil- vægast var að fá þrjú stig.“ Real Madrid vann Viilameal 2:0 en lék ekki vel. Femando Morientes gerði bæði mörkin eins og í bikarleik liðanna á dögunum. Það fyrra með glæsilegri bakfallsspymu og síðan skoraði hann með skalla. Dómara- ■ ■ JT por i knatt- spyrnu KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, kynnti í gær hugmyndir um tvo dómara á knattspyrnuleikjum og er tilbúið að prófa fyrirkomu- lagið í æfíngaleikjum sam- þykki laganefnd Alþjóða- knattspyrnusambandsins það á fundi sínum í næsta mánuði. í yfirlýsingu frá fundi UEFA í Höfðaborg í S-Af- ríku í gær sagði að hug- myndirnar yrðu lagðar fyrir laganefndina á fundi hennar 20. febrúar nk., og færu til- raunir strax af stað ef nefnd- in samþykkti málið fyrir sitt leyti. „Án þess að fara um of út í tæknileg smáatriði, ganga hugmyndir UEFA út á full- nýta mannlega krafta áður en hugað er að því að beita nýjustu tækni við dóingæsl- una,“ sagði í yfirlýsingunni. Starf knattspyrnudómar- ans hefur að margra mati orðið æ erfiðara á undan- förnum árum með tilkomu íjölda inyndavéla á hverjum leik og sífelldra endursýn- inga af vafasömum atvikum í leikjuin. Fyrir vikið hefur gagnrýni vaxið nyög í garð dómara og þeir oft sakaðir um að eyðileggja leiki ineð slakri frammistöðu. Tilraunir með dómarapar í knattspyrnu hafa verið gerðar áður, Iíklega fyrst í Englandi 1935, en fyrir- komulagið hefur þó aldrei náð að festast í sessi. Sex stiga vika hjá Genk ÞÓRÐUR Guðjónsson og sam- herjar í Genk unnu Ghent 1:0 um helgina og eru áfram í efsta sæti belgísku deildarinnar með 47 stig eftir 22 leiki en meistarar Club Brugge eru stigi á eftir. Þetta var annar sigur Genk á fjórum dög- um en sl. miðvikudag vann liðið Standard 4:2 og gerði Þórður þá eitt mark. Völlurinn var harður en í hálfleik skiptu heimamenn um skó og þótt þeir misstu mann útaf um miðjan seinni hálfleik tókst þeim að skora undir lokin gegn gangi leiksins. „Það er oft þannig að liðum er refsað fyrir að nýta ekki færin og það var það sem við gerðum, refsuðum Ghent sem vissulega átti fleiri marktækifæri," sagði Þórður við Morgunblaðið en honum var skipt útaf um stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Mér gekk mjög vel á miðvikudag en var ekki sér- stakur að þessu sinni,“ sagði hann um skiptinguna. Bjarni, bróðir hans, var varamaður en fékk ekki tækifæri og Jóhannes Karl, þriðji bróðirinn, var 16. maður. „Þetta var mjög góð vika hjá okkur, sex stiga vika,“ sagði Þórður. „Mótherjar okkar voru í fímmta sæti þegar við spiluðum við þá en nú hefur bilið aukist og við reynum að halda fengnum hlut. Hins vegar getur margt gerst því 12 umferðir eru eftir en við erum í baráttunni á öllum vigstöðvum, erum líka í átta liða úrslitum í bikar og deildabikar." Lazio jafnaði 26 ára félags- met ATTILIO Lombardo skoraði í fyrsta leik sínum í ítölsku deild- inni og Christian Vieri gerði tvö mörk þegar Lazio vann Bari 3:1 á útivelli. Lazio er þremur stig- um á eftir Fiorentina sem vann Vicenza 3:0 en þar var Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta á meðal skorara og er hann kominn með 18 mörk í deildinni. Lazio jafnaði 26 ára gamalt , félagsmet með því að sigra í' átt- unda leiknum í röð en Eugenio Fascetti, þjálfari Bari, var ekki uppveðraður. „Með svona spila- mennsku verður liðið aldrei meistari," sagði hann. Lombardo gerði heppnismark eftir mistök markvarðar Bari. Vieri bætti öðru marki við fyrir hlé, fjórða mark hans í fimm leikjum, en Daninn Peter Knud- sen minnkaði muninn úr auka- spyrnu 18 mínútum fyrir leiks- _ lok. Davide Olivares fékk gullið tækifæri til að jafna sex mínút- um fyrir leikslok en missti marks og mínútu síðar innsiglaði Vieri sigur Lazio. „Þetta lið get- ur orðið meistari," sagði Lombardo og var greinilega ekki á sama máli og þjálfari Bari. Giovanni Trapattoni, þjálfari Fiorentina, viðhafði sömu orð og Lombardo en vísaði til Fiorent- ina í því efni. Liðið vann Vicenza í fyrsta sinn á heimavelli í 26 ár og skoruðu Giulio Falcone og Moreno Torricelli í fyrri hálfleik en Batistuta eftir hlé. Þýski miðherjinn Oliver Bier- hoff gerði tvö mörk fyrir AC Mil- an sem vann Salernitana 3:2 en staðan var 2:1 fyrir Salernitana eftir stundarfjórðung. Bierhoff gerði fyrsta mark heimamanna, lagði síðan upp mark fyrir Geor- ge Weah um miðjan fyrri hálfleik og gerði svo sigur- markið með skalla eftir klukutíma leik. Gestirnir fengu tækifæri til að jafna, skutu m.a. í stöng og slá á lokamínútunum en AC Milan hélt sínu og er fimm stigum á eftir Fiorentina. Enrico Chiesa tryggði Parma 2:2 jafntefli við Venezia en hann jafnaði flmm mínútum fyrir leikslok. Angelo Peruzzi varði víta- spyrnu frá Roberto Muzzi í seinni hálfleik en gat ekki komið í veg fyrir 1:0 sigur Cagliari á meisturum Juventus. Þetta var annað tap Juve í Cagliari í 19 ár en liðið byrjaði illa. Daniele Berretta skoraði eftir auka- spyrnu frá Fabian O’Neill á 17. mínútu og það réð úrslitum. Piacenza og Inter gerðu markalaust jafntefli. Inter, sem gerði 10 mörk í tveimur síðustu leikjum á undan, var án þriggja lykilmanna en Ronaldo, Ivan Zamorano og Nicola Ventola voru meiddir. Roma og Empoli gerðu 1:1 jafn- tefli og jöfnuðu gestirnir á síð- ustu mínútu. David Platt hefur stjórnað Sampdoria í sex leikjum og ekki enn fagnað sigri en Perugia , vann Sampdoria 2:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.