Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Glenn Hoddle reitir Breta til reiði GLENN Hoddle, þjálfari enska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur enn á ný valdið uppnámi í' heimalandinu. Nú með ummæium sínum um fati- að fólk, sem hann segir hafa fæðst vanskapað vegna synda sem það hafi framið í fyrra lífi. Fatlaðir íþróttamenn iýstu forundran sinni á ummæiun- um og íþróttaleiðtogar jafnt sem ráðherrar sögðu að refsa bæri Hoddle fyrir þau. David Blunkett mennta- málaráðherra, sem er blind- ur, sagði að fólki hefði verið fyrirgefin fáviska sín á mið- öldum en búist væri við ein- hverju meiru af mönnum á of- anverðri 20. öldinni. „Við fæðumst með tvær hendur, tvo fætur og sæmilega þroskaðan heila. Ekki á það við um alla og það ekki að ástæðulausu. Karma manna ræðst af hegðan á næsta til- verustigi og menn uppskera eins og þeir sá,“ sagði Hoddle. Ummælin eru rakin til sam- bands hans við umdeildan græðara, Eileen Drewery, sem hefur verið nokkurs kon- ar andlegur leiðtogi Hoddles frá því á unglingsárum hans. Aðstoð sú sem hann þáði hjá henni meðan á HM í knatt- spyrnu stóð sl. sumar leiddi til gífurlegrar gagnrýni á Hoddle i Bretlandi. IÞROTTIR Bikarkeppnin í handknattleik Liðin sem leika í úrsiitunum iaugardaginn 13. feb KONUR: Fram-Haukar 9 $ Fram hefur oftast orðið bikarmeistari kvenna * 1 Fram, 11 sinnum Stjarnan og Valur, 2 sinnum Ármann, KR, FH, ÍR, Víkingur og Haukar, 1 sinni lr j Afturelding-FH Víkingur oftast orðið bikarmeistari karla Víkingur, 6 sinnum FH, 5 sinnum r, 4 sinnum Einu sinni: Stjarnan, 3 sinnum Þróttur, Haukar og KA, 2 sinnum KR og ÍBV Hvert stefnir LÁRA HRUNP BJARGARPÓTTIR í íbrótt sinni? Á verðlaunasæti í Aþenu 2004 LÁRA Hrund Bjargardóttir sló tvö íslandsmet og komst í úrslit i þremur greinum á alþjóðlega sundmótinu í Lúxemborg um liðna helgi. Lára bætti eigið met í 400 m fjórsundi, synti á 5.06,30 sem nægði henni í fjórða sætið, þá varð hún í þriðja sæti í 200 m fjórsundi á 2.23,95 og var skammt frá íslands- meti Ragnheiðar Runólfsdóttur. Athyglisverðasti árangurinn var í 200 m skriðsundi þar sem hún sló 12 ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttur um 74 hundraðshluta, synti á 2.05,49 mínútum, varð í þriðja sæti og komst um leið í Ólympíuhóp Sundsambandsins, sem hugsanlegur keppandi á næstu Ólympíuleikum. Var þetta langþráður áfangi hjá Láru og segir að með hann að baki verði hægt að æfa og keppa með af- slappaðra hugfari en áður þótt vissulega sé farseðillinn ekki í hendienn. Morgunblaðið/ívar Benediktason LÁRA Hrund Bjargardóttir setti tvö íslandsmet á alþjóðlegu sundmóti i Lúxemborg. Lára er fædd 15. júlí 1981 og bjó lengi í Mosfellsbæ þar sem hú hóf að æfa sund með Aft- ureldingu 7 ára Rr gömul, en skipti Ivar fljótlega yfir í raðir Benediktsson Ægis. Lára býr nú í i Lúxembo Hafnarfirði ásamt móður sinni, Björgu Jónsdóttur, stundar nám á fjórðu önn á náttúrufræðibraut Flensbogarskólans og hefur verið félagsmaður í Sundfélagi Hafnar- fjarðar í nærri því tvö ár. Únnusti Láru er Örn Arnarson, íþóttamaður ársins 1998 og margfaldur íslandsmethafi og Evrópumeistari í sundi. Lára segist hafa verið í fjölmörgum greinum sem barn enda hafi hún alltaf haft ríka þörf fyrir að hreyfa sig, m.a. hafi hún verið í frjálsíþróttum, hestamennsku, dansi og síðast en ekki síst sundi. „Mér líkaði vel að vera í vatni, þar fékk ég útrás fyrir mikla hreyfiþörf og því fannst móður minni það ágæt hugmynd að ég stundaði sund,“ segir Lára þegar hún rifjar upp af hverju sundið varð fyrir valinu, frekar en aðrar íþróttir. Lára skipti 8 ára yfir í raðir Sundfélagsins Ægis og var þar í nærri sjö ár, en fór þá til Þórs í Þorlákshöfn þar sem hún æfði undir handleiðslu Hrafnhild- ar Guðmundsdóttur og hún að- stoðaði Láru við að komast inn á rétta braut á nýjan leik í sundinu eftir erfið veikindi sem fylgdu of- þjálfun. Fór Lára m.a. í sjaldgæfa aðgerð til þess að hreinsa slím úr öndunarfærum, sem kom til vegna ofþjálfunar, en áður en þessi sjúk- dómur var uppgötvaður var haldið að Lára væri með asma og höfðu þessi veikindi mikil áhrif á hana sem ungling og um tíma leit út fyrir að hún yrði að hætta sund- iðkun. Þú lentir í því að verða eins konar barnastjama í sundinu, kepptir snemma við fullorðna og settir fjölda meta? „Því miður þá er það rétt og ég vildi svo sannarlega hafa orðið af þeirri reynslu. Mér gekk vel í sundinu lengi vel og var látin keppa í flestum greinum og æfði mikið og rangt og því varð ég fyr- ir þessum veikindum. Þess í stað hefði ég átt að æfa tækni af meiri krafti, en það er mikilvægsti þátturinn við æfingar barna og unglinga, ekki að láta þau erfiða við langar æfmgar." Eftir veikindin fórstu að æfa undir handleiðsiu Hrafnhildar hjá Þór í Þorldkshöfn? „Rétt er það, ég æfði hjá Hrafnhildi í tvö ár og hún aðstoð- aði mig við að komast inn á beina braut á nýjan leik og kenndi mér margt. Þrátt fyrir að það væri erfitt að sækja æfingar austur og búa í Reykjavík var það þess virði og ég á Hrafnhildi margt að þakka.“ Síðan fórst þú í raðir SH sum- arið 1997? „Það var mikil breyting af flytja í Hafnarfjörð og hafa laug- arnar og skólann inn seilingar. Nú æfi ég sex til níu sinnum í viku. Eg syndi ekki mikið og lengi en gæði æfinganna eru mik- il, en þetta tvennt fer ekki alltaf saman.“ Hverjar eru þínar eftirlætis- greinar? „Ég legg mesta áherslu á skriðsund og fjórsund, en hef mjög gaman af því að synda flest- ar greinar og skriðsundið verður líklega ofan á, en fjórsundið er gott með, þar fær maður að spreyta sig í öllum sundgreinun- um fjórum." „EM-lágmarkið var mikilvægast“ Var það mikili léttir að komast inn í Olympíuhópinn? „Það var það, en mér fannst samt meiri léttir í því að ná lág- marki fyrir þátttöku á Evrópu- meistaramótið í sumar, hitt vissi ég að myndi koma fyrr en síðar, en EM-lágmarkið var mikilvæg- ast þótt ég hafi reyndar ekki reiknað með því að sá áfangi yrði í höfn um helgina. Lágmarkið í 200 m skriðsundi var 2.05,98 og ég synti á 2.05,49. Fyrirfram hafði ég ætlað að láta nægja að sauma að Islandsmetinu, en það var ekki verra og hvorttveggja náðist. Hver er stefnan hjá þér varð- andi sundíþróttina? „Að sjálfsögðu ætla ég að halda mínu striki og bæta mig stig af stigi og keppa á Ólympíuieikun- um í Sydney og safna þar inn á reynslureikninginn. Fjórum ár- um síðar verður stefnan sett á verðlaunasæti á Ólympíuleikun- um í Aþenu.“ Er það raunhæft markmið? „Hvers vegna ekki, ef áætlanir mínar ganga eftir er það alls ekki óraunhæft markmið." ■ SIGURÐUR Jónsson lék fyrsta leik sinn í tvo mánuði með skoska liðinu Dundee United á laugardag- inn. Dundee mætti þá Dunferm- line og gerði jafntefli, 1:1. Sigurður fékk áminningu í leiknum. ■ ÓLAFUR Gottskdlksson, mark- i, vörður og félagar hans í skoska 1. deildarliðinu Hibernian unnu Air- j drieonians 4:1 og eru nú komnir P með 14 stiga forskot á næsta lið, Falkirk. ■ ARNAR Gunniaugsson kom inn á sem varamaður hjá Bolton á 75. mínútu er liðið vann Norwich 2:0 á heimavelli. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék með Walsall á laugardaginn í ensku 2. deildinni, en liðið tapaði j heima fyrir Wigan, 1:2. ■ LÁRUS Sigurðsson fékk að líta gula spjaldið í leik Stoke og Manchester City í 2. deildinni á föstudagskvöld. Manchesterliðið vann 1:0. ■ HERMANN Hrciðarsson og fé- lagar hans í enska 3. deildarliðinu Brentford máttu sætta sig við 4:1 tap á útivelli fyrir Cardiff. Her- mann lék allan leikinn. ■ WUPPERTAL tapaði sínum sjötta deildarleik í röð, þegar liðið 1 lék í Schutterwald, 23:19. Dagur j Sigurðsson og Valdimar Grímsson skoruðu sín fjögur mörkin hvor og Geir Sveinsson tvö. ■ SIGURÐUR Bjarnason skoraði eitt mark þegar Bad Schwartau tapaði fyrir Minden, 23:20. ■ MICHAEL Biegler var leystur frá störfum sem þjálfari Minden og var hann þriðji þjálfarinn sem fékk , að taka pola sinn á rúmri viku. Að- ur höfðu þjálfarar hætt hjá Mag- deburg og Wuppertal, Viggó Sig- | urðsson. ■ KRISTINN Björnsson keppti í sterku alþjóðlegu svigmóti (FIS- móti) sem fram fór í Noreljell í Noregi á laugardaginn. Hann náði ágætum tíma í fyrri umferð og var þá í fjórða sæti, næstur á eftir norsku landsliðsmönnunum, Hans- Petter Buraas, Finn Christian i Jagge og Tom Stiansen. ■ I SIÐARI umferðinni krækti hann fyrir hlið eins og Buraas og hætti keppni. Sigurvegari í sviginu var Jagge á 1.23,86 mín., Stiansen varð annar á 1.24,51 og Svíinn Daniel Sjögren þriðji á 1.25,62 mín. ■ ARNÓR Gunnarsson keppti einnig á mótinu og féll í fyrri um- ferð. ■ HELDER Rodrigues Cristovao, vamarmaður spænska liðsins Deportivo Coruna, leikur ekki meira með félaginu á tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er 27 ára portúgalskur landsliðsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.