Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUND ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 B 5 Brian Marshall segir tækni Arnar í baksundinu stöðugt vera að batna Prófraunin verður í Bandaríkjunum „ÉG ER ánægður með árangur Arnar á þessu móti, þá sér- staklega i skriðsundi þar sem hann hefur bætt tíma sína, þá var 100 metra baksundið fínt og hann var ekki nema 40 hundraðshlutum út sekúndu frá íslandsmeti sínu. Miðað við æf- ingaálag var þetta mjög gott,“ sagði Brian Marshall, þjálfari Arnar Arnarsonar. „Hann hefði getað gert betur í 200 metra baksundinu þar sem hann fékk keppni, en þess í stað ákvað hann að skipta um gír, halda sig til hlés og vinna á síðustu 50 metrunum. Þar sýndi hann á sér aðra hiið sem keppnismað- ur og það er af hinu góða og segir að hann er að þroskast vel sem keppnismaður, er ekki alltaf á sama hraðanum heldur hagar seglum eftir vindi.“ Brian segir að þar sem Orn sé kominn í íremstu röð verði sífellt erfiðai-a fyi-ir hann að bæta sig og í ■■■■■i hvert skipti sem það ívar gerist taki það veruleg- Benediktsson an toll af honum. „Þess skrifarfrá vegna verður hann að uxem org auka gnn meij.a yjg þrek sitt til þess að geta tekið fram- fórum þegar hann lendir í keppni við þá allra bestu. Nú er staðan orðin sú að Örn mun vart taka framfórum né fá verðuga keppni nema á allra stærstu mótum sem haldin era, s.s. heimsmeistaramótum, Evrópumót- um og heimsbikarmótum, þannig að það þarf að huga vel að því hvenær hann á að taka út úr banka uppbygg- ingarinnar. Möguleikar á keppni þar sem hann getur bætt tíma sína eru fáir,“ segir Brian og bendir á um- mæli þjálfara Rússans Alexanders Popoovs sem hefur látið hafa það eft- ir sér að það standi sundmanninum mest fyrir þrifum hversu fá tækifæri bjóðast með sterkustu sundmönnum heims þar sem lærisveinn hans getur tekið framförum. Þótt Örn hafi ekki náð jafn langt og Popov er ljóst að hann er kominn í sama hóp hvað þetta varðar ásamt fleirum af bestu sundmönnum heims - það vantar fleiri mjög sterk mót. „Til þess að fullnægja þörf sinni fyrir keppni er Örn farinn að synda skriðsund og flugsund á mótum sem þessu og gengur vel. Þegar kemur fram á sumarið reikna ég með því að hann geti farið að horfa fram á fram- farir í baksundinu. Á heimsbikai-mót- unum tveimur verður hann þreyttur eftir erfiðar æfingar, en fær einnig hai'ða keppni á þeim, þannig að það mun virkilega reyna á hann þar, en víst er að hann verður þreyttur þeg- ar hann kemur á þau mót og ólíklegt að hann geri eitthvað einstakt þar.“ Brian sagði ennfremur að tækni Arnar í baksundinu væri sífellt að batna, þess hefði m.a. orðið vart á mótinu um helgina, þótt bestu tímar hefðu ekki verið slegnh- út. „Þetta er mjög mikilvægt atriði. Skriðsundið er að batna og á næstunni munum við leggja aukna áherslu á að bæta það með tækniæfíngum." Verður Opna bandmiska meistara- mótið fyrsta almenniiega prófraun Arnar á þessu úri? „Til þessa móts kemur hann mun hvíldari en á mótið nú um helgina og við ætlum okkur þar að bæta þann árangur sem náðist um helgina, en andstæðingar hans verða tveir bestu baksundsmenn heims í dag. I æfinga- áætlun ársins er gert ráð fyrir að hann fái tækifæri til að ná úr sér þreytunni fyrir einstök mót og mótið í Bandaríkjunum er eitt þeirra. Það verður fróðlegt að sjá hvernig geng- ur þar.“ ÖRN Arnarson (fyrir miðju) á verðlaunapalli í 100 m baksundi, ásamt Þjóðverjunum Mitja Zastrow og Thomas Rupprath. andstein til þess að fá keppni Miðað við það æfíngaálag sem hefur verið á mér að unda- fórnu tel ég mig hafa fengið það út þessu móti sem ég var að vonast eftir,“ sagði Örn Arnarson í móts- lok í Lúxemborg. „Æfingaáætlun mín er þannig að þetta mót var meira til æfinga heldur en hitt enda kom ég hingað alveg óhvíldur og því má segja að þetta hafi verið eins konar æfingar með keppnisfyrir- komulagi. Eins vonaðist ég til þess að geta fengið einhverja keppni á þessu móti og það gekk eftir,“ sagði Órn ennfremur en eins og komið hefur í ljós síðustu misseri verður hann að leita út fyrir landsteina ís- lands til þess að fá einhverja keppni, því enginn íslenskur sund- maður heldur í við hann í flestum greinum. „Nú var ég fyrst og fremst að sjá hvers ég væri megn- ugur í keppni þegar eg er á fullri keyrslu við æfíngar. Eg verð búinn að ganga í gegnum ennþá erfiðari æfingar þegai' ég fer á mót í Glas- gow og París í næsta mánuði." Mót- ið í París telur Örn að verði virki- legur prófsteinn á sig því undanfar- in ár hefur heimsbikarmótið þar verið virkilega öflugt og þai' jafnan sett nokkur heimsmet. „Ég reikna með að keppnin verði meiri þar heldur en á þessu móti, þótt það hafi verið ágætt á sinn hátt,“ bætir Örn við með bros á vör. „Þetta mót er hluti af lengri áætlun sem tengist æfingum mín- um og að venjast ferðalögum og keppni. Næsta mót verður heims- bikarmót í Skotlandi um miðjan febrúar og viku síðar í París, síðan kem ég heim, æfi og fer á Islands- meistaramótið innanhúss og aftur út í vikunni á eftir á Opna banda- ríska meistaramótið og síðan verð- ur árið allt og er einn hluti af undir- búningum fyrir Ólympíuleikana í Sydney haustið 2000. Mótið nú er aðeins upphafið að löngu og ströngu tímabili sem framundan er.“ Örn kvaðst ánægður með að hafa náð einu meti enn í safn sitt, í 50 metra skriðsundi og 200 metra flugsundið á fóstudag, þar sem hann synti á 2.10,71 mínútu og var bara ein æfingin enn til viðbótar. „Ég hafði bara aldrei prófað þessa grein í 50 metra laug og renndi því blint í sjóin með árangurinn og hvernig sundið kæmi út. Hvað sem öðru líður var þetta ágæt æfing og kærkomin inn á reikning reynsl- unnar.“ Hvenær á næstu mánuðum hyggst þú mæta þokkalega hvúdur til leiks? „Samkvæmt áætlun minni og þjáflarans mæti ég nokkuð þokka- lega hvíldur á Opna bandaríska meistaramótið síðla í mars, það mót á að vera toppurinn á fyrsta hluta æfingaáætlunar þessa árs.“ Stuðningurinn auðveldar Fyrii' helgina var ákvað stjórn Afreksmannasjóðs ÍSÍ að Örn yrði færður upp í hæsta flokks styrk- þega sjóðsins og komast þar í hóp Guðrúnar Arnardóttur, Jóns Arn- ars Magnússonar, Kristins Björns- sonar og Völu Flosadóttur. Gerði sjóðurinn samning við Örn til árs- loka 2000. „Þessi styrkur kom mér skemmtilega á óvart, ég hafði ekki reiknað með að fá hann fyrr en eftir Ólympíuleikana næstu.“ Hverju breytir þessi styrkur fyr- ir Örn í undirbúningum fyrir Ólympíuleikana? „Styrkurinn kem- ur sér auðvitað mjög vel fyrir það sem ég er að fást við og hjálpar mér mjög að geta farið utan og keppt mikið eins og stefnan er. Fyrst og fremst auðveldar hann mér það verk sem framundan er, það er meginmálið." Heldur þú að þessi styrkur auki kröfurnar sem gerðar eru til þín? Nei, það held ég ekki. Ég segi bara eins og áður að atriði sem þessi auka ekki þær kröfur sem gerðar eru til mín, það er ég sjálfur sem geri tU mín kröfur um árangur. Styrkuiinn gerir bara það eitt að aðstoða mig við að byggja mig upp og á væntanlega eftir að spara for- eldrum mínum mikil útgjöhl. “ Systkinin sáu á eftir metum SYSTKININ Bryndís og Magnús Már Ólafsbörn urðu að sjá á eft- ir tveimur meta sinna uni helgina. Örn sló sjö og hálfs árs gani- alt met frænda síns í 50 metra skriðsundi, synti á 28,84 sek., en met Magnúsar var 23,86. Þá sló Lára Hrund Bjargardóttir nærri tólf ára gamalt met Bryndísar í 200 m skriðsundi, synti á 2.05,49, en met Bryndísar var 2.06,23. Svo vill til að einnig eru tengsl á milli Bryndísar og Láru þó ekki séu þær skyldar. Hrafnhildur Guðinundsdóttir, móðir Bryndísar, þjálfaði Lám Hrund um tveggja ára skeið hjá Þór í Þorlákshöfn, en hún er afasystir Arn- ar Arnarsonar. Misheppn- uð heims- metstilraun ; HEIMSMETHAFINN í 50 m í i bringusundi í 25 metra laug, \ Þjóðverjinn Mark Warnecke, f j gerði tilraun til þess að eign- ; j ast heimsmetið í 50 m bringu- | 3 sundi_í 50 metra laug á mót- j : inu. Átti piltur að fá 200.000 f fyrir vikið. Fjölda fólks dreif i ; að lauginni til þess að fylgjast f í með tilraun Þjóðverjans og | ioftið var spennuþrungið áður j ; en hann stakk sér til sunds. 1 í Auk þess fékk hann ríkulegan j ; stuðning frá íslenska hópnum | sem hvatti hann til dáða bæði j fyrir sundið og meðan á því í i stóð. Allt kom fyrii' ekki, War- þ ; necke tókst ekki á slá metið j : að þessu sinni, synti á 28,46 | f sek., en metið er 27,61. I Synti með íslenska sundhettu ÁÐUR en Mark Wernecke 1 synti tO úrslita í 100 metra I bringusundi kom hann til ís- j lenska hópsins og þakkaði ‘ ; þeim fyrir stuðninginn við ; heimsmetstilraunina daginn ; : áður. Davíð Freyr Þórunnar- f son gaf Warnecke sundhettu ; með íslenska fánanum og bað j hann að synda með hettuna í 1 úrslitum. Þjóðverjinn tók vel í I það en þegar á hólminn var j komið passaði sundhettan illa £ á kappann. Fékk hann því f sundhettu Elínar Sigurðar- j dóttur einnig og passaði hún [ betur. Warneeke stóð við orð ; sín og synti með sundhettu í Elínar í úrslitum 100 m • ; bringusundsins þar sem hann j náði öðru sæti. Forsetinn fékkfánaSH MUSTHAPA Larfaoui, for- [ seti Alþjóða sundsambands- c ins, FINA, var á meðal gesta j á sundmóti í Lúxemborg. I Hressileg framkoma íslenska i hópsins við að styðja félaga j sína vakti athygli forsetans j þegar hann fylgdist með mót- j inu á laugardeginum. Daginn | eftir kom forsetinn sérstak- | lega niður að sundlaugar- ! bakkanum til íslenska hópsins | áður en keppni hófst og lýsti yfir ánægju sinni með fram- komu þeirra, hún væri öðrum £ svo sannarlega til fyrh'mynd- í ar. Hrafnkell Marinósson, for- : maðm' Sundfélags Hafnar- fjarðar, SH, þakkaði Larfaoui ; hlý orð og gaf honum fána SH ! í kveðjuskyni. Heimamenn fögnuðu í MIKIL gleði braust út hjá j | heimamönnum í Lúxemborg j þegar heimamaðurinn Alwin j de Prins synti 100 metra | bringusund á 1.04,05, setti | landsmet og tryggði sér I keppnisrétt á Ólympíuleikun- t um í Sydney haustið 2000. 1 Lágmarkið í þessari grein hjá | Lúxemborgurum er 1.04,50 og þurfa sundmenn að synda í tvígang undir lágmai-ki til þess að öðlast keppnisrétt. De 1 Prins synti einnig undir lág- markinu vikuna áður á móti í Genf og innsiglaði því farseð- ; ilinn til Sydney á heimavelli. Margt bendur til þess að Lúx- emborgarar muni eiga þrjá j keppendur í sundkeppni i Ólympíuleikanna í fyrsta j sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.