Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 B 7 Morgunblaðið/Þorkell þeim voru komnir í bikarúrslitaleik í fyrsta skipti í sögu liðsins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg hornamaður hjá Haukum, lét til sín taka á móti FH-ingum á sunnudag- t af fjórum mörkum sínum þegar Haukar unnu 31:30 í bráðabana. Afturelding braut blað í sögu félagsins AFTURELDING er með besta lið landsins um þessar mundir og á laugardaginn var brotið blað í sögu félagsins með því að það komst í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrsta sinn. Mosfellingar unnu Fram 25:22, öðru sinni á fjórum dögum, í jöfnum og spennandi leik í undanúrslitum á heimavelli á laugardaginn. Úr- slitin réðust ekki fýrr en á síðustu mínútum leiksins og gleði heimamanna var mikil í leikslok, enda ástæða til. Þeir mæta FH- ingum í úrslitum keppninnar í Laugardalshöll 13. febrúar. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið heimamönnum hagstæð blés ekki byrlega fyrir þeim á upp- hafsmínútunum. Bráttuglaðir Framar- ar ætluðu sér ekki að tapa öðru sinni á fá- um dögum. Þeir voru skrefinu á undan fram í miðjan fyrri hálfleik og léku þá oft ágæt- lega. En góður sprettur heima- manna og þá sérstaklega Sigurðar Sveinssonar, sem gerði fimm mörk í í-öð, færði þeim þægilegt forskot í hálfleik, 15:12. Forskot heimamanna var fljótt að fai-a því gestirnir voi’u búnir að jafna þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar. Sókn Aftureldingar var afleit á þessum kafla, enda héldu leikmenn liðsins að þetta kæmi af sjálfu sér. Liðið gerði aðeins eitt mark úr fyi’stu sex sóknum sínum og það var úr víti. Eftir að Einar Gunnar var látinn spila í sókn komst meira lag á sóknarleikinn. Spennan hélst áfram og þegar 12 mínútur voru eftir fékk Bergsveinn markvörður Aftureldingar tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli. Framarar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu 21:21 og síðan 22:22 þegar 8 mínútur voru eftir og allt á suðu- punkti og svo fór að upp úr sauð hjá Fram. Gunnar Berg var rekinn út af í þi’iðja sinn og var útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum og Guð- mundur þjálfari fékk áminningu. Bergsveinn hefur greinilega verið hvíldinni feginn á bekknum skömmu áður því hann kom aftur inn á og lokaði markinu og tryggði Aftureldingu sigur, 25:22. Afturelding er vel að sigrinum komin. Hún hefur mikla breidd leikmanna og getur því skipt inn á þegar illa gengur. Varnarleikur liðsins var traustur með þá Túfan og Einar Gunnar sem bestu menn. Sóknarleikurinn var góður ef frá eru taldar upphafsmínútur síðari hálfleiks. Gintaras stjórnaði sókn- inni og fórst það vel úr hendi, skyn- samur leikmaður með skemmtileg- ar hreyfingar. Sigurður Sveinsson lék einn besta leik sinn í vetur, gerði sjö mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Bjarki var ekki líkur sjálf- um sér, enda gengur hann ekki heill til skógar. Liðsheildin var góð og fleytti það liðinu alla leið í úr- slitaleikinn. Framarar geta borið höfuðið hátt því þeir áttu í fullu tré við heima- menn. Heppnin var ekki á þeirra bandi. Liðið er á uppleið eftir smálægð og ef leikur þeirra á laug- ai'dag gefur smjörþefínn af því sem koma skal getur allt gerst í úrslita- keppninni. Rússinn Andrei Astzfejv fór mikinn, stjórnaði sókninni og ógnaði mjög. Hann gerði sjö mörk úr jafnmörgum skotum - 100% nýt- ing, auk þess sem hann var lyk- ilmaður í vörn. Þá var Bjöi'gvin góður í fyrri hálfleik. Sebastian varði vel í síðari hálfleik, eftir að hafa komist fyrir aðeins eitt skot í fyrri hálfleiknum. Magnús Arnar var aðeins skotvissari en í síðasta leik, gerði sex mörk úr fjórtán skot- um. Óvönduð vinnubrögð Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, er óánægður með vinnubrögð aganefndar HSI. Eins og greint hefur verið frá fékk Framarinn Njörður Árnason eins leiks bann á fundi aganefndar HSI sl. þriðjudag og átti því að taka út bannið í bikai'leiknum gegn Aftur- eldingu á laugardag, en þar sem tilkynning HSI til Fram um leik- bannið barst ekki í tæka tíð var Njörður löglegur í bikarleiknum eins og Magnús Magnússon, leik- maður Gróttu/KR, í leiknum við FH. „A fimmtudagsæfingunni var ég ekki með Njörð inn í því sem ég var að æfa og undirbúa fyrir bikar- leikinn enda átti hann að vera í leikbanni. Þegar í'úmur hálftími var eftir af æfingunni á föstudag var mér tjáð að Njörður gæti leik- ið, vegna þess að skeyti HSÍ hefði ekki borist félaginu á réttum tíma. Þetta var mjög óþægilegt og trufl- aði auðvitað undirbúninginn fyrir leikinn, Njörður var annaðhvort inni eða úti,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þetta væri bara enn eitt dæmið um óvönduð vinnu- brögð hjá HSÍ. „Ég er algjörlega hættur að skilja þetta. Aganefndin er farin að taka öðruvísi á málum en áður. Virðist taka strangar á brotum og gerir það upp á sitt eindæmi í miðju móti. Það er óþol- andi að nefndin skuli leyfa sér að kveða upp slíkan úrskuð án þess að ræða við dómarann sem rak Njörð út af. Ég tel það forkastanleg vinnubrögð. Aganefndin hefur sýnt vanhæfni í þessu máli og henni ber að segja af sér,“ sagði Guðmudur. „Það virðist víða pottur brotinn hjá HSI, í skipulagi, í reglugerðum og í framkvæmd leikja. Þrátt fyrir mörg kærumál í fyrra og allt sem gekk á í sambandi við framkvæmd bikarúrslitaleiksins, sem frægt er orðið, er ekki tekið á einu eða neinu. Á siðasta ársþingi voru reglugerðir ekki endurskoðaðar og ekkert farið yfir dómstigin. Menn virðast ekki læra af mistökunum. Ég held að það verði að setjast nið- ur og fara alvarlega yfir öll þessi mál. Þetta getur ekki gengið svona lengur,“ sagði Guðmundur. Stór dagur SKÚLI Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur að vera kominn með lið sitt í bik- arúrslitin. „Þetta er stór dagur í sögu félagsins, enda hefur það aldrei leikið til úrslita áður. Við settum stefnuna á bikarúrslitin í Höllinni og þangað erum við komnir. Ég get því ekki annað en verið ánægður. Við höfum verið á sigurbraut undanfarið og von- andi heldur það áfram.“ „Það kom smáeinbeitingar- leysi í leik okkar í byrjun síðari hálfleiks og þá náðu Éramarar að jafna. Það koma alltaf upp svona kaflar í leikjum okkar og við þurfum að lagfæra það. Kafla- skipti urðu þegar Gunnai' Berg var rekinn út af í þriðja sinn í lokin. Við lögðum upp ákveðna aðferð til að skapa Bjarka svæði í kringum Gunnar Berg til að reyna að fiska hann út af. Það tókst og í kjölfarið varði Berg- sveinn vel og það munaði um það,“ sagði Skúli. Spennandi „Þetta var eins og bikarleikir eiga að vera, mikil spenna og barátta. Heppnin var okkar meg- in að þessu sinni,“ sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Afturelding- ar. „Framarar voru mun betri en í síðasta leik í deildinni og við þurftum því mikið að hafa fyrir þessum sigri. Þetta var spurning um hvort liðið myndi halda þetta út í lokin og við gerðum það. Bergsveinn kom sterkur inn síð- ustu mínúturnar, varði þá mikil- væg skot,“ sagði fyrirliðinn. „Það verður gaman að mæta FH í úr- slitum enda er það gamalt bik- arlið. Ég vænti þess að það verði skemmtilegur úrslitaleikur. Staða liðanna í deildinni skiptir engu þegar út í bikarúrslit er komið. Það sýndi sig um árið þegar KA og Víkingur mættust." Ánægður þrátt fyrir tap Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, sagði að þrátt fyr- ir tapið væri hann nokkuð ánægður með sína menn. „Ég var mjög ánægður með margt í leik minna manna og þessi leikur lofar góðu um framhaldið. Þetta er fyrsti leikurinn í vetur þar sem við getum still upp okkar sterkasta liði, þó svo að Gunnar Berg treysti sér ekki í sóknai'- leikinn enn. Við vorum að missa leikmenn Aftureldingar of oft inn úr hornunum í fyrri hálfleik og markvarslan og vömin var líka léleg.“ „Ég sagði við mína menn í leikhléinu að við yrðum að bæta vörnina og það gekk eftir. Við spiluðum mun betur í síðari hálfleiknum og þessi leikur gat í raun farið á hvom veginn sem var, enda staðan jöfn lengst af hálfleiksins. í stöðunni 22:22 skipti miklu máli að ná að komast yfir og ef við hefðum náð því þá hefðum við farið langt með að innbyrða sigur. En í stað þess mistum við Gunnar Berg út af með rautt spjald og þá varð ákveðið spennufall og Áftureld- ing náði að nýta sér það,“ sagði Guðmundur. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.